Vikan


Vikan - 13.08.1998, Qupperneq 14

Vikan - 13.08.1998, Qupperneq 14
Lífsreynslusaga Viðhorffólks til fráskilinna ,/Etlarðru ekki að fara að finna þér mann?" Hversu oft hef ég ekki heyrt þessa spurningu þau fimm ár sem liðin eru frá því ég skildi við manninn minn. Ég hef komist að því á þessum árum að allir hafa skoðun á lífi fráskilinna. En hittersvo annað mál hvort fólki kem- ur það nokkuð við." Við skulum hafa það strax á hreinu að ég er alls ekki að tala hér sem tals- maður hjónaskilnaða. Fyrir marga er hjónaskilnaður hræðilfegur, þeir missa fótfestu í lífi sínu og eru mörg ár að ná sér. En svo eru aðrir sem finna sig á nýjan leik og öðlast við skilnaðinn möguleika á að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þannig var það í mínu tilfelli. Ég er alls ekki að segja að ég hafi dansað á rósum í gegnum skilnaðinn. Ég er heldur ekki að segja að ég hafi alltaf verið óhamingjusöm í hjónaband- inu. Öll göngum við inn kirkju- gólfið með það í huga að efna öll loforðin sem við játumst undir þegar við gefumst hvort öðru fyrir framan prestinn. Hjónaband mitt var innihalds- ríkt ef miðað er við veraldleg gæði. Við bjuggum í glæsilegu húsnæði, áttum góða bfla, ferðuðumst oft til útlanda og gátum veitt okkur flest sem hugurinn gimtist. En einhvers staðar á leið okkar tapaðist það sem skiptir máli í lífínu; samstaðan, spenningurinn og aðdráttaraflið. Kynlífið var óljós minning. Við höfðum villst af leið í streðinu eftir lífs- gæðunum og gleymt að láta brauðmola falla á leiðinni til að finna leiðina til baka. Skiln- aður okkar fór fram í mestu vinsemd. Við vorum ung þeg- ar við giftum okkur og ung þegar við eignuðumst bömin okkar. Þegar við skildum vor- um við á hinum svokallaða „besta aldri“. Ég ætla mér ekki að fara inn á verksvið fræðimanna og reyna að segja til um það hvað það er í nútíma, þjóðfélagi sem gerir það að verkum að sífellt fleirum reynist erfitt að lifa því lífi sem forfeður og -mæður okkar lifðu. En þó að hjóna- skilnaðir séu að verða daglegt brauð vekur það óneitanlega alltaf athygli í fjölskyldu- og vinahópnum þegar tveir ein- staklingar ákveða að slíta hjónabandi sem hefur verið til fyrirmyndar, svona á yfirborð- inu. En það er oft með örlög þeirra sem skilja eins og þeirra sem lenda í slysum. Við lesum um slysin á síðum dagblað- anna, hugsum til þeirra slös- uðu með samúð og hluttekn- ingu, en síðan heldur líf okkar sjálfra áfram og flest leiðum við ekki hugann að þeim meir. Þegar betur er að gáð getum við haldið þessari samlíkingu áfram. Fólk setur gjaman samasemmerki á milli stór- slysa og skilnaða. Og við sem lendum í þeirri aðstöðu setjum samasemmerki á milli við- horfa fólks. Hinn slasaði lend- ir oft inni á sjúkrastofnun um lengri tíma. Við þannig að- stæður þynnist óneitanlega vinahópurinn, tryggustu vin- imir eru jú ennþá á sínum stað, en félagsskapurinn sam- anstendur aðallega af þeim sem lent hafa í sömu aðstöðu og liggja á sömu stofnun. Ná- kvæmlega það sama gerist þegar fólk skilur. Vinahópur- inn skiptist gjaman í tvennt. Gamlir „vinir“ leiða ekki hug- ann að því hvað gerist eftir að hjónin fyrrverandi ganga út úr sýslumannsskrifstofunni í sitt hvora áttina með skilnaðar- pappírana í hendinni. Og smám saman komum við okk- ur upp nýjum vinahópi sem samanstendur af fólki sem hef- ur lent í sömu aðstæðum. Skilnaður gefur manni tæki- færi til að ganga í gegnum þroska unglingsáranna í annað sinn. Reyndar undir öðrum formerkjum, með gamla reynslu að baki. Oft kemur sú reynsla ekki að mikl- um notum og einfald- ir hlutir geta reynst eins og óyfirstígan- legur fjallgarður. T.d. er ég viss um það að margur bankastarfs- maðurinn hefur ef- laust þurft á auka- kaffihléi að halda eft- ir að hafa reynt að út- skýra fyrir mér að reikninga ætti að borga mánaðarlega ef ekki ættu að koma til harð- ar og dýrar aðgerðir inn- heimtumanna. Lífi mínu í munaði var lokið. En það voru fjallgaröar sem gaman var að glíma við og smám saman varð það klifur létt undir fæti. Það voru önnur og erfiðari fjöll sem þurfti takast á við; þau sem voru byggð upp af um- hverfinu og fordómum þess. Nú spyijið þið eflaust sem svo hvort þessi saga mín sé að breytast í eina frásögnina enn um „reynsluheim kvenna.“ Gott og vel, ef til vill má segja sem svo að sagan sé að taka þá stefnu en lesið samt áfram. Sá heimur getur nefnilega verið mjög skemmtilegur, fyndinn og uppbyggjandi. í mínu til- felli var hann góður og gef- andi. Tilviljun réði því að ég flutti í hverfi þar sem í öðru hverju húsi voru konur í sömu eða svipaðri aðstöðu og ég. Margar þeirra þekkti ég frá fyrri tíð; þijár þeirra voru og eru enn mínar bestu og ljúf- ustu vinkonur. Það var ótrú- legt að upplifa samstöðuna sem ríkti innan þessa hóps. Við deildum öllu saman, hjálpuð- Það er nefnilega þannig ad einkalíf fráskilinnar konn verður nokkurs konar al- inenniiigseigii og eiiílivern veginn verðitr kynlíf lienii- ar; eða kynlífsleysi, áluiga- mál allra í kringmn hana. um hver annarri að flytja, lán- uðum hver annarri peninga þegar harðnaði á dalnum og undir mánaðamót, þegar tómt var í öllum buddum, skröpuð- um við saman í bensín á einn bfl og ókum hver annarri til og 14 I

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.