Vikan


Vikan - 13.08.1998, Qupperneq 24

Vikan - 13.08.1998, Qupperneq 24
Öll þekkjum við vandamálið með gamla Ijóta sófann. Hann er enn þá heill en áklæðið er slitið og okkur finnst ekki taka því að kaupa dýrt áklæði og fá bólstrara til að bólstra hann upp á nýtt. Svo er það gamli sófinn í geymslunni hjá afa og ömmu sem unga fólkið ætlar að fá í búið. Þeim líkar alls ekki áklæðið sem á sínum tíma var tekið gott og gilt. Það er hægt að bjarga þessum málum á ódýran og einfald- an hátt. í versluninni Sófalist í Glæsibæ er hægt að kaupa ábreiður sem henta á allar gerðir sófa. Hvort sem þeir eru stórir eða litlir, með föstum eða lausum sessum. Efnin eru vönduð og hrinda frá sér óhreinindum. Við fengum Vigdísi Haraldsdóttur, eiganda verslunarinnar, til að sýna okkur hvernig gera má gamla sófann sem nýjan. Hornunum má ganga frá á ýmsa vegu. Hér sýnir Vigdís hvernig failegast er að brjóta upp á efnið. FráganglUf hliðanna. Togið út endana og bindið þá saman eins og þið séuð að binda slaufu. Byrjað er á því að finna miðju áklæðis- ins og miðju sófans. Efninu er síðan ýtt vel niður meðfram baki og sæti. (Best er að byrja á hliðunum.)

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.