Vikan


Vikan - 13.08.1998, Síða 42

Vikan - 13.08.1998, Síða 42
í Mosfellsdalnum er rautt timburhús sem lætur ekki mikið yfir sér. í húsinu búa þrír ungir, einhverfir menn. Ein- hverfa er félagslega einangrandi sjúkdómur og stöðugt er verið að þróa og gera tilraunir með aðferðir til að bæta líf einhverfra. í rauða húsinu er beitt nýstárlegum aðferðum og unnið eftir þremur mismunandi kenningum. Tvær þeirra, Teach og Gentle Teaching, eru þekktar að- ferðir hér á landi. Teach að- ferðin er mikið notuð í vinnu með einhverfum, var í upphafi ein- göngu þróuð fyrir þá og gengur út á stíft skipulag. Gentle Teaching aðferð- in er meira stillt inn á mannlegu hlið- ina; að sýna sanngirni en hafa samt sem áður reglu á hlutunum. Og nýlega fór starfsfólkið í Mosfellsdalnum að vinna eftir nýrri kenningu sem er upprunnin í Svíþjóð og byggð á hugmyndum Lilli Nielsen. Upphaflega var þessi kenning eingöngu notuð með mjög mikið fötl- uðum til að örva skynfæri þeirra. Kenningin gengur undir nafninu „Sinnenas rum“, eða „Herbergi skyn- færanna“. Hún til nýtilkomin og hefur ekki áður verið notuð hér á landi. Við fórum í heimsókn í Mosfellsdal- inn til að forvitnast um þessa starfsemi. Það ríkir góður andi í húsinu. Starfs- mennirnir eru tíu talsins, allir ungir að árum, á aldrinum 24 - 27 ára, ekki mik- Óskar, Ingvar og Guðni segja starfið með einhverfum gef- andi og aðalatriðið sé að strákunum liði vel. :,r • . .. t. ' 42

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.