Vikan


Vikan - 13.08.1998, Síða 43

Vikan - 13.08.1998, Síða 43
virðingu fyrir jörðinni og um- hverfinu með því að umgang- ast plönturnar. Við skoðum fiskana í búrinu og tengjum þá umræðunni um vatnið. Næst göngum við í herbergið sem táknar vatnið. Þar eru hvítmálaðir veggir, gólfið er hvítt og sófi og stórir púðar á gólfi klæddir hvítu áklæði. Gegnsæ súla gengur frá gólfi upp í loft. Hún er full af vatni. I vatninu myndast loftbólur og það breytir sífellt um lit. „Hér er ekkert sem strákarnir geta meitt sig á, ekkert sem þarf að varast. Súlan er úr þannig efni að þeir geta ekki brotið hana. Hér sitjum við og hlustum á sjávarnið, hljóð úr hvölum og höfrungum. Við tölum um líf- ið í sjónum og tengjum það umræðu um fiskabúrið í græna herberginu." Herbergið sem táknar himin- inn er lítið, málað í dökkbláum lit. A gólfinu er dýna frá horni í horn og púðar til að liggja á. Þegar Eyrún lokar dyrunum erum við stödd undir stjörnu- björtum himni, mörg örsmá ljós skína í loftinu. „Hér liggj- um við öll í hrúgu og horfum á stjörnurnar. Hér hlustum við ekki á tónlist, heldur töl- um við eingöngu saman um himininn og stjörnurnar sem skína á vatnið og jörðina." Afgirt veröndin fyrir utan húsið kemur einnig að notum. „Við höfð- um ekki fleiri her- bergi til umráða þannig að við not- um veröndina og rauðmálað húsið til að tákna eldinn.“ Að síðustu skoð- um við svokallað tjáningarherbergi. Það er vinnuher- bergi þar sem strák- arnir vinna að verk- efnum sem tengjast kenningunni. „Meðan þeir vinna hlusta þeir á sömu hljóðin og eru í herbergjum skynfæranna. Þannig myndast tenging á milli herbergjanna og verkefnanna.“ Starfsfólkinu í Mosfellsdaln- ið eldri en vistmennimir. Þeg- ar okkur ber að garði eru á vaktinni Eyrún Rafnsdóttir forstöðukona og þeir Ingvar, Guðni, Óskar og Kristján. Eyrún og Ingvar ganga með okkur um húsið og útskýra það sem fyrir augu ber. „Kenning- in um herbergi skynfæranna en hver og einn ræður hvernig unnið er úr þeim. Við byrjuð- um á því að breyta húsinu til þess að geta innréttað herberg- in og nýtt húsið á sem bestan hátt.“ Og það er ekki annað hægt að segja en þeim hafi tekist að nýta húsið til hins ýtrasta. „Við útbjuggum eitt herbergið úr ganginum; það táknar jörðina. Það er grænmál- að; græni liturinn er litur jarðarinnar. Þar eru blóm og tré, fiskar í búri og púðar á gólfum. í þessu herbergi sitjum við sam- gengur út á það að innrétta fjögur ólík herbergi sem hvert um sig eiga að tákna höfuð- skepnurnar fjórar; himin, jörð, eld og vatn. I herbergjunum er unnið að því að afmarka rými, skapa yfirvegað andrúmsloft og örva skynfæri og einbeit- ingu. Með því nálgumst við strákana út frá hinum kenning- unum á nýjum forsendum. Við búum til aðstæður þar sem við getum laðað fram frumkvæði og rökhugsun þeirra.“ Útfærsla kenningarinnar er þeirra eigin. „Kenningin segir okkur að nota höfuðskepnum- ar og litina sem þeim tilheyra, an, hlustum á fuglasöng og ræðum um fuglana sem fljúga um himininn. Þannig tengjum við jörðina áfram í umræðu um himininn. Þeir læra að bera um finnst spennandi að vinna eftir þessari nýju kenningu. Þetta er samstilltur hópur og þau eru öll sammála því að starfið sé áhugavert „Aðal- málið er að strákunum líði vel, að við náum árangri og að fjöl- skyldur þeirra geti verið ánægðar með það sem við erum að gera. Einnig sýna yfir- menn okkar þessu verkefni áhuga og fylgjast vel með því.“ Eyrún er lærður þroskaþjálfi en starfsmennirnir fjórir hafa ekki lært neitt sem viðkemur umönnun einhverfra. Þeir eru allir sammála um það að starf- ið sé gefandi og það leynir sér ekki að þeim þykir vænt um strákana þrjá. Ingvar hefur verið með frá upphafi. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég byrjaði að vinna hérna. En mér finnst starfið ótrúlega skemmtilegt og það kennir mér að þekkja sjálfan mig. Maður þarf að vera opinn og taka við hugmyndum frá öðrum. I þessu starfi er maður alltaf að læra eitthvað nýtt“. Ekki er vitað hvort starfsem- inni í Mosfellsdalnum verður haldið áfram; hún er hugsuð sem skammtímaúrlausn. Verið er að byggja nýtt heimili fyrir einhverfa í Kópavogi og hugs- anlega flytja strákarnir þang- að. Það er allt óráðið. En von- andi kemur ekki til þess að dyrunum að herbergjum skyn- færanna verði lokað fyrir fullt og allt. ■ 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.