Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 2
Borgarstjörinn i Reykjavik Geir Hallgrímsson 0 heitir eftir móðurafa sínum, Geir T. Zöega, rektor. Hér er Geir tveggia ára, meðan hann átti heima við Austurvöll, þar sem nú er Siálfstæðishúsið. Til hægri: Hér er Geir 8 ára á garðs- veggnum á Fjólugötu 1, þar sem faðir hans, Hallgrímur Benediktsson, byggði árið 1929. í bak- sýn sést íbúðarhús Thor Jensen við Fríkirkjuveg 1 1. í föðurhúsum á F Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, er fæddur í Thorvaldsenstraeti 2 við Austurvöll 16. des. 1925, þar sem nú er Sjólfstæðishúsið, en þar bjuggu þó foreldrar hans, Áslaug Geirsdóttir T. rektors í Reykjavík Zöega og Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður og alþm., Jónssonar fró Reykjahlíð við Mývatn. í þessu húsi ótti Geir heima til þriggja óra aldurs, en þó byggði Hallgrímur nýtt hús ó Fjólugötu 1. Hann hóf skólagöngu hjó ísak Jónssyni og tók fullnaðarpróf 12 óra. Það var fyrir daga landsprófsins og menntaskólinn tók þá 6 vetur, en aðeins komust 25 inn og inntökupróf skar úr. Geir komsf í 1. bekk Menntaskólans í Reykja- vík, þegar hann var 12 ára og 18 ára tók hann stúdentspróf, 17. júní 1944. Sama haust innritaðist hann í lögfræði og tók fyrrihlutapróf eftir 1 Vá ár og kandidats- próf í lögfræði 26. maí 1948. Og litlu síðar það sama vor, 6 júlí, staðfesti hann ráð sitt og kvæntist Ernu Finnsdóttur, dóttur Finns Sigmundssonar, lands- bókavarðar. Þau fóru utan til Bandaríkjanna þá um sumarið og voru þar til ársloka 1949. Þar stundaði Geir nám i lögfræði og hagfræði við Harvard háskóla, en þau hjónin bjuggu í Cambridge í Massachusetts og þar fæddist fyrsta barn þeirra, Hallgrímur. <i Hér er Geir 10 ára gamall í Ylfingabúningi og síðar varð hann skáti. Ylfingar gáfu út blað, sem hann ritstýrði. Eitt sumar var hann í sveit hjá Halldóri Vilhiálmssyni, skólastióra á Hvanneyri, sem var góður vinur Hallgríms Benediktssonar og þrjú sumur var Geir i Reykiahlíð við Mývatn hjá Sigurði Einarssyni bónda þar. Geir ásamt móður sinni, Áslaugu Benediktsson. Hann er þarna um það bil eins árs gamall.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.