Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 9
Til vinstri: I Árbæjarhverfi er nú verið að byggja 6 þúsund manna bæ, sem nær fró Árbæ og allt austur undir Rauðavatn, bóð- um megin við núverandi Suðurlandsveg. I þessu hverfi verða þriggja hæða fjölbýlis- hús, einbýlishús og svonefnd garðhús, þ.e. tvö vinkilhús, sem mynda lokaðan garð og er nýiung hér. Þar er einnig gert rctð fyrir verzlunum og helztu stofnunum. Á mynd- inni sjóst þeir Geir borgarstjóri og Gústaf borgarverkfræðingur í eftirIitsferð í hinu nýja Árbæjarhverfi, þar sem menn voru sem óðast að ganga fró grunnum húsanna. j Geir Hallgrímsson við uppdrótt af hinu nýja i> skipulagi Reykjavíkur, sem samþykkt var í júlí. Hann bendir á hina nýju Sundahöfn, nálægt því sem nú eru Vatnagarðar. Á þess- um uppdrætti sést framtiðar gatnakerfi borg- arinnar með hraðbrautum, tengibrautum, safnbrautum, húsagötum og göngustígum. Á efri myndinni lítur Geir yfir líkan af borg- inni. I forgrunni myndarinnar er Fossvogur og Kringlumýrarbrautin, sem tengir Hafnar- fjarðarveginn, Miklubrautina og Sætúnið, þvert yfir nesið. Næst á myndinni er einnig nýi miðbæjarkjarninn, sem nær frá Miklu- braut og niður í Fossvogsdalinn. I hægra horni myndarinnar sést hin nýja Fossvogs- byggð, sem nær frá sjúkrahúsinu og alla leið inn að Blesugróf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.