Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 8
Gífurleg vinna við skipulagn- ingu borgarinnar 20 ár fram í tímann <1 Undanfarin 5 ár hefur verð unnið mjög mikið að skipulags- málum borgarinnar á breiðum grundvelli með þeim árangri, að borgarstjórn samþykkti aðalskipulag Reykjavíkurborgar á fundi 15. júlí s.l. Þar er miðað við 20 ára skipulagstímabil (frá 1963 til 1983), en þá er gert ráð fyrir, að íbúar höfuðborgar- svæðisins verði 150 þúsund talsins. Aðalráðunautur Reykjavík- urborgar hefur verið Peter Bredsdorff, prófessor frá Kaupmanna- höfn og skipulagið hefur að sjálfsögðu haft mikið starf ! för með sér fyrir borgarstjórann. Hér er hann á fundi ! Héðins- höfða, nokkru áður en skipulagið var samþykkt. Talið frá Geir uorgarstjóra hérna megin við borðið: Gústaf borgarverkfræðing- ur, Gísli Halldórsson, arkitekt, Stefan Ott, arkitekt, Zophonías Pálsson, skipulagsstjóri og Geirharður Þorsteinsson, arkitekt. Hinum megin við borðið, talið frá borgarstjóra: Páll Lindal, Peter Bredsdorff, aðalráðunautur, Einar B. Pálsson, verkfræðingur, Vagn Tobiassen, umferðarsérfræðingur og Aðalsteinn Richter, 1 skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. Myndin til hægri: * Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og Gústaf E. Pálsson, borgar- l> verkfræðingur, virða fyrir sér útsýni til Reykjavíkur frá Breið- holti (skammt frá veginum uppá Vatnsenda) en þar hefur verið skipulagður 20 þúsund manna bær, sem á að rísa á skipulags- tímabilinu, en búast má við því, að framkvæmdir hefjist þegar á næsta ári. Þar verða byggð sambýlishús (næst Elliðaánum) garðhús, raðhús og fjöldi einbýlishúsa. Auk þess verða þar allar helztu verzlanir og stofnanir. Þetta hverfi mun ná suður á móts við Arnarnes og verður einkar fagurt útsýni þeðan til vesturs yfir borgina og sundin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.