Alþýðublaðið - 12.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1923, Blaðsíða 2
2 Hvað meinar Bjðrn Kristjánsson? (Nl.) ----- Ræðumanni láðist að skýra frá, hve mikið þeir mörgu verz!- unarmenn og kaupmenn leggja til framleiðjlu í landinu, sem verzla alveg að óþörfu. Ætli að framleiðslan þurfi þess með, að í Reykjavík séu 500 verzlanir og í Hafnarfirði 50 verzlanir? Álítur B. Kr. nauðsynlegt, að þjóðarheildin ali önn fyrir öllum þeim kaupsýslumönnum, sem nú eru í landinu? Væri ekki holl ara, að einhverjir af þeim störf- uðu að því að auka framleiðsl- una? Sýkin, sem ræðumaður talaði um að kæmi í ljós hjá verka- fólki 1 því að krefjast >þurftar- launa«, er ekki þyngsta böl þjóðarinnar. Þyngri er sú þjóð- armeinsemd, sem kemur fram hjá þeim, sem ekki vilja vinna að framleiðslunni. Vinnandi hend- ur að framleiðslu og nauðsyn- legum störfum halda uppi þjóð- arvelmegun og þjóðarheiðri, — en þeir, sem velja sér störf, sem éklci eru nauðsynleg fyrir þjóð- félagið, eins og t. d. sumir kaup- sýslumenn gera, — eru þeir ekki sníkjudýr þjóðfélagsins ? Verða þeir ekki óbeint tll þess að þrýsta niður kaupi verkamanna? Mundi það vera táp fyrír þjóð- arheildina, þó að kaupmönnum fækkaði? Mundi ekki nægja í Reykjávík t. d. ioo verzlanir og í Hafnarfirði io verzlanir? Mundi ekki frjáls samkepni í verzlun haldast fyrir þvfPVonandi tekur ræðumaður þessa liði til skýr- ingar í næstu iyrirlestrum. Þessi verzlunártaraldur er ekk- ert einsdæmi fyrir Hafnarfjörð og Reykjavík; sama má víst segja um flest kauptún landsins. Breiðist ekki út írá þessum vesalings kaupmönnum Iítilsvirð- ing fyrir vinnunni Qg aukin nautnafýsn? Hefir Björn ránn- sakað það? E»að skal tekið frám, að dreng- lyndir og heiðvirðir kaupmenn, sem verzla með nauðsynlegar vörur með sanngjörnu verði, eru í alla staði virðingarverðir ríkis- borgarar. ALÞYÐUBLA ÐIÐ Það er leitt til þess áð vita, hve margir kaupsýslumenn vanda lítið val á varningi sínum. Þelr hafa oft á boðstólum handa þjóðinni vöru, sem er eingöngu til ó- gagns. Það má vera sorglegt fyrir B. Kr., jáfn-mikill mannvinur og hann vlrðist vera, að gerast málssvari margra þeirra labba- kúta í kaupmannatölu, sem lifa af óþrifum tátækra verkamanna, það er af því að verzla með varning, sem sparneytin þjóð getur án verið og ekki er nauð- synlegur, og verða þess vald- andi, að þjóðin borgar margar miiljónir fyrir óþárfa, og draga með því niður þjóðareignina og þá um leið möguleikann til þess að geta greitt hátt káup, sbr. >náttúru-framþróunar-kaup- gjaldt B. Kr. Nú er spurningin: Hvað m^in- ar B. Kr. með ritsmíðum slnum? Skrifar hann um vandræðamál þjóðarinnar til þess að skýra þáu og reyna að koma sam- komulagi á milli andstæðra flokka og stétta? Sé svo, því tékur hann þá ekki nema að eins eina hlið málsins? Er hann svo þröng- sýnn, að hann sjái ekki annað en spillingu hjá andstæðingum sínum, sem hann skipar undir merki >hinnar mjög hættulegu stefuu«, sem hnnn nefnir >svæs- inn socialismac ? Að vísu má segja honum til afsökunar, að hann sé genginn í barndóm, farinn að tapa minni, skýrri hugsun og glöggfi fram- setningu, og hann meini ekki eins ilt og skrif hans virðast benda til. Svo mikla Hfsreynslu hefir B Kr. óefað, að hann veit, að einhliða ritsmfði, þar sera einungis er dtegið fram fyrir lesendur eða tilheyrendur það labasta í málefnum, sem um er rætt, verður ávalt til þess að auka ósamkomulag og illindi. Nú mun mega álíta B. Kr. sæmilega kristinn mann eftir því, sem honum farast orð í ritum sínum. Reyndar eru ritverk ekki ávalt í samræmi við breytni mánna. Ekki er fallega tll getið, að B. Kr. vilji af ásettu ráði auka ófrið í landinu með ritum sínum. Sumum kemnr til hugar, að hand semjl rít sín sér til skemt- unar, til þess að hafa af sér leið- indi. Það er et tfl vill ekki rangt til getið, en leitt er, að h\nn skuli elcki velja sér eitthvað betra, því að margt gott má um Björn segja, og slæmt er að hann skuli leiðast út í það að vekja úlfúð, tortrygni og mis- skilning milli stétta þjóðfélagsins. Vonandi endar hann æfina með því að verða góður dreng- ur og batnandi. HafnfirOingur. Danir og Rnssar. í tiikynningum danska sendi- herrans til blaðanna hér á laug- ardaginn segir svo: ; í-Samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórnina rússnesku mun danska stjórnin innan. skamms senda fulltrúanefnd tii Moskva. Verður formaður nefndárinnar sendiheira Clan kammerherra, en auk hans eru í nefndinni torstjórarnir Hjerl-Hansen og Eigil Loth, og skrifari nefndar- innar verður Gustav Rásmussen, fulltrúi í utanríkisráðaneytinuc. Má eflaust búast við, að upp úr þessari sendiferð dragi lolts til viðskiftasamninga með Dön- um og Rússum, en slíkir sámn- ingar hafa ekki tekist enn Ðönum til stórtjóns að sjálfra þeirra áliti. Óblandin ánægja er >Alþýðublaðinu« áð því, að »Morgunblaðið< líkir því við barn, því að það eru börnin, sem framtíðin heyrir til. Þau taka við af hinum gömlu, sem missa tök og áhrif og deyja samkvæmt >náttúrulögmálinu«. Þart enginn að láta sér minkun að því þykja að vera líkt við börn. Hafa börn oft á ungum aldri staðið þeim, er eldri voru, fyllilega á sporði, og er frægt dæmi þess það, er Jesús átti tólf ára gamall viðræður við hina gömlu og lærðu í musterinu. Gremju þá, er fram kemur í smágreininni um þetta í »Mbl.«, er Hka auðvelt áð skilja. Það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.