Vikan - 17.10.1957, Síða 6
Daghóh Önnif
SVIÐIÐ sýnir verzlunarhús í Amsterdam,
tvær efstu hæðirnar, sem staðið hafa
auðar síðan þær voru notaðar sem felustaður.
Gamall, slitinn, raunalegur maður kemur
inn. Hann virðir þreytulega fyrir sér óreið-
una og rykið. Á upplituðum veggjunum sér
hann gulnaðar blaðamyndir af .kvikmynda-
stjörnum og listaverkum, festar upp með
títuprjónum. Á snaga hangir marglitur klút-
ur úr garnafgöngum. Einasti hluturinn sem
eftir er. Fyrir einu ári síðan hafði Anna
prjónað hann handa honum. Maðurinn tekur
hann og starir á hann, niðursokkinn í endur-
minningar sínar. Dóttir hans Anna, sem
hann hafði haft svo mikið dálæti á, 15 ára,
skynsöm, hrífandi og gáfuð. Dáin! Hvers
vegna lifir hann enn?
Konan, sem hefur fylgt honum hingað, fær
honum stílabók, sem hefur verið hirt úr papp-
írsdrasli á gólfinu.
Það er dagbókin, sem Anna Frank hélt í
þau tvö ár sem hún bjó í þessum afkima.
Maðurinn opnar hana og byrjar að lesa. . .
Þetta er fyrsta atriðið í leikritinu.
Sönn saga
Nei, annars, þetta er ekki leikrit, það er
sönn saga. Anna hefur verið til. Það var litla
stúlkan, sem var svo glöð yfir að fá dagbók-
ina á 13 ára afmælisdaginn sinn 12. júní 1942.
Bókin er bezta afmælisgjöfin hennar. Og hún
ákveður að segja henni á hverjum degi frá
öllu því sem gerist í kringum hana í þessu
hertekna landi, frá öllu sem gerist innra með
henni, unglingnum sem smátt og smátt er að
verða sér meðvitandi um vandamál sín.
Hún er Gyðingur og ber stjörnuna með
hornunum sex, sem Hitler vildi svívirða Gyð-
inga með. Og þess vegna hefur fjölskylda
hennar orðið að flýja föðurland sitt, Þýzka-
land, árið 1933, undan fyrstu ofsóknum nazist-
anna. Anna vex upp í Hollandi eins og hol-
lenzk telpa, skrifar málið prýðilega og skarar
fram úr í skólanum. Árið 1944: innrásin i
Niðurlönd. Hún hefur í för með sér sífellt
grimmilegri kynþáttalöggjöf, S. S. menn og
Gestapolögreglu. önnu er ekki leyfður að-
gangur að leikhúsum og kvikmyndahúsum.
En hún safnar myndum af uppáhaldsleikurun-
um sínum. Hún hefur ekki rétt til að leika
tennis, en aldrei hefur hún verið meira fyrir
ping-pong. Enginn sími. Gyðingum er bannað
Litla Gyðingastúlkan, Anna Frank, var 18 ára,
þegar hún fór í felur.
að koma inn í verzlunarhúsin og umgangast
kristið fólk. Umferðabann eftir klukkan 8.
Anna tekur öll þessi bönn ekki mjög nærri
sér, því hún er vernduð af samheldinni og
efnaðri fjölskyldu.
Þetta er grannvaxin, dökkhærð telpa, mas-
gefin (alltof masgefin, segir kennarinn henn-
ar), hrekkjótt (reglulegur prakkari) og dug-
leg við námið (nema stærðfræðina). 1 Gyð-
ingaskólanum er hún alltaf umkringd vinum
og aðdáendum, skólakrökkum á sínum aldri.
Nokkrum dögum eftir afmælið breytist
þetta allt. Faðir hennar fær að vita að hand-
taka vofir yfir þeim. Það einasta sem getur
bjargað þeim er að hverfa. Hann flytur fjöl-
skylduna í bakhúsið, bak við verzlunarhúsið
sitt, sem áður hafði verið notað sem byrgða-
geymsla. Félagar hans, kristnir Hollendingar,
sem hafa haldið áfram fyrirtækinu síðan
hann missti réttindin til að reka það sjálfur,
flytja þangað húsgögn, dýnur, sængurfatnað,
bækur og vistir. Hurðin er falin bak við skjala-
skáp.
Ottó Frank hefur komið þeim orðrómi af
stað meðal nágranna sinna, að hann sé að
fara til Sviss, og nú undirbýr hann flótta
fjölskyldu sinnar. Einn kæfandi heitan sum-
ardag yfirgefa þau svo þægilegu íbúðina sína.
Anna er varla komin inn í bakhúsið, þegar
hún bregður sér úr millipilsinu, og þegar
móðir hennar hneykslast á þessu, svarar
hún: ,,Þú veizt ofur vel að ég er í þremur
öðrum millipilsum, tveimur skyrtum, kjól,
pilsi, kápu og þrennum sokkum, hverju utan
yfir öðru." Allt fólkið er klætt eins og það
ætli til norðurpólsins, því það er hættulegt að
bera með sér farangur.
Lífið í bakiiúsiiiii.
1 fyrstu er það bara eins og að fara i
skemmtilega útilegu, að koma sér þarna fyrir
og búa þannig um sig, að sem minnst óþæg-
indi verði af þvi að þurfa að búa þarna sjö
saman. Til fjölskyldu Önnu telst hún sjálf
og Margot systir hennar, elskuleg og hjálp-
fús 15 ára stúlka -— gerólík Önnu, sem er full
af lífsfjöri og hefur sínar eigin skoðanir á
hlutunum. Auk þeirra eru faðir þeirra, sem
er nánast guð í augum önnu, og 35 ára göm-
ul móðir þeirra, sem Önnu finnst vera ráð-
rík og lítt orðvör, enda er samkomulagið
ekki upp á það bezta. Telpan lítur á sig sem
munaðarleysingja, sem aldrei hafi notið móð-
urástar, og það angrar hana.
Þessu þægindasnauða húsnæðí deila þau
með Van Daan fjölskyldunni. Húsbóndinn
sjálfur er værukær, konan hégómleg og létt-
úðug. Pétur sonur þeirra, sem er tæpra 15
ára, kemur fram við önnu eins og eitthvert
Susan Strasberg var sú fyrsta sem lék önnu.
Hún lék hana i hálft annað ár á Broadway.
Franh
stelpufífl. Félagar hans eru vanir að gera gys
að stelpum í sinn hóp. Önnu finnst hann
ósköp lxtið skemmtilegur og alltof fingerður.
Dagbók eini trúnaðarvinurinn
Hún á því ekki lengur neina félaga, hún
sem alltaf hefur verið svo vinsæl. Hún hefur
engan lengur til að tala við, og verður að
hafa hægt um sig. Á daginn er harðbannað
að hafa hátt, svo að ekki vakni grunur hjá
starfsfólkinu niðri. Fólkið verður að lifa lif-
inu bak við niðurdregin gluggatjöld og ganga
á inniskóm. Það er ekki óhætt að hleypa nið-
ur á klósettinu fyrr en á kvöldin. Kröfurnar
eru strangar og það er ríkt gengið eftir þeim.
Dagbókin verður trúnaðarvinur önnu. Á
hverjum degi skrifar hún i hana bréf til
„Kittýar," ímyndaðrar vinkonu sinnar —
einustu vinkonunnar.
Það gerist margt í þessum afkima, sem
lokaður er frá umheiminum. Sem betur fer
fá þau heimsóknir að utan. Næstum daglega
laumast tryggu og elskulegu hollénzku skrif-
stofustúlkurnar tvær, þær Miep og Elli, inn
til þeirra með matvæli, þennan lítilfjörlega
matarskammt, sem svo erfitt er að ná í, þi’átt
fyrir falska skömmtunarseðla og svarta-
markaðsvörur. Það er mikill matvælaskortur
í landinu. Stúlkurnar annast hverskonar er-
indisrekstur, þær útvega bækur og koma með
gjafir á hátíðum. Gjafirnar eru lítill blóm-
vöndur, ostkrukka eða kaka, sem sykur-
skammturinn hefur verið sparaður í.
Það er fylgzt samvizkusamlega með öllum
afmælum. Á jólum kristinna manna og ný-
ársdag Gyðinga er sungið af hjartans list.
Þau verða að reyna að gleyma hversdagsleik-
anum og sambýlinu, sem tekur á taugarnar.
Alltof oft á flóttafólkið í deilum. önnu til
mestu furðu kemst hún nú að raun um að
fullorðna fólkið rífst eins og börn.
Til að bæta gráu ofan á svart ákveður faðir
Önnu nokkrum mánuðum síðar að veita ein-
um hætt stöddum Gyðingi enn húsaskjól, eins
og ekki sé nægilega þröngt fyrir. Það er
tannlæknir að nafni Dussel. Hann fær rúm
Önnu. Hún er yngst, svo hún vei'ður að vikja.
Eftir það sefur hún á sófa, sem lengdur er
með tveimur stólum. Það er nú það minnsta.
Henni reynist miklu erfiðara að ætla Dussel
tíma til að klæða sig og þvo sér, og að láta
honum eftir vinnuborðið. Hann heldur öllum
venjum piparsveinsins og er bæði smámuna-
samur og eigingjarn.
Anna hefur miklar mætur á skrifborðinu
sínu. Þar skrifar hún í dagbókina sína, og
þar les hún lexíurnar sínar. Pabbi hennar vill
að hún, Margot og Pétur haldi áfram námi.
Anna þýðir ,,La Belle Nivernaise" eftir
Daudet úr frönsku. Pétur stríðir við óreglu-
legu sagnirnar og faðir önnu gefur þeim
gott fordæmi, með því að lesa sögur Dickens
með hjálp orðabókar. öll hlusta þau svo á
brezka útvarpið.
Haustið 1942 kemur með fréttir af land-
göngunni í Norður-Afríku. Þau hafa öll upp
fyrir sér orð Churchills. „Þetta er byrjunin á
endimum." önnu tekur það sárt að heyra að
úti fyrir ríki mesta hörmungarástand og að
búið sé að handtaka flesta skólafélaga henn-
Kristbjörg Kjeld mun leika Önnu í Beykja-
vík. Hún hefur aðeins tvisvar leikið áður, í
Sápukúlur og Horft af brúnni.
G