Vikan - 17.10.1957, Page 7
j vetur mun
Þjóðleikhúsið setja á svið harmleikinn um Önnu Frank, sem að undanförnu
hefur verið sýndur um allan heim við fádæma undirtektir.
ar og senda i fangabúGir. Löng vetrarkvöld
verða þau að búa við rafmagnsleysi.
Anna stækkar, en fötin vaxa ekki með
henni. Hún er komin á erfiða aldurinn. Móðir
hennar heldur áfram að meðhöndla hana sem
barn. Sjálfri finnst henni hún vera orðin full-
orðin og hún grætur í rúminu sínu á kvöld-
in. Árið 1943 leggjast á þau enn nýjar
hömlur. Það er erfitt að vera innilokaður,
þegar maður er 14 ára gamall. „Hvað það er
góð lykt af þér! Þú ilmar af frjálsu lofti,“
segir Anna við Miep, þegar hún kemur að
utan, og tekur höndunum um vanga hennar
til að anda að sér „frjálsa loftinu."
Það er nóg hægt að gera sér til dundurs,
sem ekki veldur hávaða. Anna klippir út úr
leikarablöðum og fylgist með kvikmyndunum.
„Hvaða stjörnu líkist þú nú í dag?“ spyr
Van Daan, þegar hún leggur sér til nýja
hárgreiðslu einn daginn. Og hún eyðileggur
nýju hárgreiðsluna með einu handtaki i
gremju sinni. Siðan sökkvir hún sér niður í
griska og rómverska goðafræði og gerir sér
lista yfir guðina. Því næst fyllist hún áhuga
fyrir öðru álíka saklausu viðfangsefni, ríkj-
andi konungsfjölskyldum, og liggur í mann-
kynsögubókunum sinum, til að rekja ættir
þeirra. Hún hengir upp myndir af litlu brezku
prinsessunum (Margaret er einum mánuði
yngri en hún) og mynd af „okkar dáðu drottn-
ingu, Vilhelmínu," eins og hún, sem tryggur
þegn, orðar það.
Hið örlagaríka ár 1944. Anna er orðin falleg,
ung stúlka. Er ég falleg ? spyr hún spegilinn í
einlægni. Já, svipmikla andlitið, stóru augun
og mjúka hárið gera hana fallega. Hún er
falleg og ástfangin.
Þetta vor hefur að geyma meiri töfra en
nokkurt annað vor. Úr þakglugganum á her-
bergiskitrunni uppi undir þaki, sem ekki er
hæf til íbúðar, er himininn djúpblár og þrung-
inn loforðum. Pétur fer oft upp á loftið, til að
tína úr skemmdar kartöflur. Þar njóta þau
þess að hittast. Bæði hafa breyzt mikið siðan
þau komu í felustaðinn. önnu hefur dreymt um
að eignast vinkonu, en hún er engu síður
ánægð með að eignast trúnaðarvin. Þau
hvísla hvort að öðru skoðunum slnum á líf-
inu og fyrstu kynnum sínum af þeim sjálfum.
Þau eiga við sömu vandamálin að striða, þau
komast að sömu niðurstöðu, þau elska hvort
annað.
Fyrsti kossinn.
Anna leggur fyrir sig spurningu. Hún er
fyrst og fremst hreinskilin gagnvart sjálfri
sér. Elskar hún hann af því hann er þarna
við hendina, eða mundi hún velja hann úr
hópi annarra pilta? Hún má ekki gefa sig á
vald þessarri miklu þörf fyrir ást, sem ásækir
hana. Og hún skýrir hinni hlutlausu „Kittý“
frá öllum málavöxtum. Ekkert er til hreinna
og tærara en geðhrif hennar eftir fyrstu sak-
lausu ástaratlot piltsins hennar og fyrsta koss-
inn þeirra.
En ef hún er nú alveg hreinskilin, er þá
ekki mikiu eðlilegra að Pétur elski Margot
systur hennar, sem er á hans aldri? Á hún
að láta systur sinni hann eftir? En Margot
róar hana og fullvissar hana um að hún sé
ekkert afbrýðisöm.
Hvílíkt vor! Fréttirnar í brezka útvarpinu
geta vaila betri verið. öll veröldin bíður.
Innrásin er yfirvofandi. Og eins og hvarvetna
annars staðar í heiminum, stendur i bakhús-
inu svartsýnismaður, Van Daan, andspænis
óforbetranlegum bjartsýnismanni — föður
önnu. En 6. júni nær vonin tökum á þeim
öllum. Hvenær skyldu þau géta farið út?
Bara að ég geti nú haldið áfram í mennta-
skólanum, þegar ég kem aftur, segir Anna.
Eftir stríðið vil ég sjá mig um í heiminum,
segir Pétur. Þau byggja sér æsandi loft-
kastala.
En ástandið í Hollandi er verra en nokkru
sinni og neyðin meiri. Ræningjar vaða hvar-
vetna uppi. Kina nóttina reyna þjófar að
brjótast inn i bakhúsið, sem þeir vafalaust
álíta mannlaust, eins og allir aðrir. Þegar
þeir heyra hávaða, leggja þeir á flótta.
Sennilega hafa það verið þessir innbrotsþjóf-
ar sem komu upp um þau við Gestapo nokkr-
um vikum seinna, þegar þeir voru hand-
teknir.
Endalokin.
4. ágúst 1944 gerði lögreglan húsrannsókn
í bakhúsinu. Allir Ibúar þess voru handteknir,
ásamt hinum hollenzku vinum sínum, og
sendir sinn í hverjar fangabúðirnar.
Hollendingunum var seinna bjargað. En af
Gyðingunum átta, kom aðeins einn til baka.
Otto Frank hafði verið sendur til Auschwitz
í Póllandi. Veturinn 1944—45 frelsaði rúss-
neski herinn hann. Hann fylgdist með bjarg-
vættum sínum gegnum Þýzkaland og leitaði
frétta hjá hverjum fanga sem hann hitti.
Gæti nokkur fært honum fréttir af fjölskyldu
hans? Enginn vissi neitt. Dag nokkurn var
honum loks sagt að Anna væri í Bergen-
Belsen.
1 maímánuði 1945 tóku bandamenn þær
fangabúðir. Bretarnir sem fyrstir ruddust
þar inn, hörfuðu með hryllingi, þegar þeir
sáu þessar lifandi beinagrindur, fangana sem
höfðu sloppið við taugaveikina. Ógrafin lik
lágu þarna í þúsundatali. Vafalaust var líkið
af Önnu, sem hafði dáið í marzmánuði, þar á
meðal. »
Föður hennar var sagt, að hún hefði oft,
einkum í fyrstu, verið sæl á svipinn yfir að
mega anda að sér hreinu lofti og horfa á
skýin svífa frjáls um loftið. Ef til vill hefur
henni auðnast að halda áfram að vera kát
og masgefin ...
1 aprílmánuði í sumar héldu þýzkii' mennta-
skólapiltar og stúlkur á aldrinum 14—16 ára
i pílagrímsför til Bergen-Belsen. Þar lögðu
þau blóm á f jöldagröf óþekktu píslarvottanna.
1 augum heillar kynslóðar Þjóðverja er Anna
nú nokkurs konar hetjutákn.
Það er búið að þýða dagbpkina hennar á
18 tungumál. Þessi litla bók hefur vakið gíf-
urlega athygli. Eleanor Roosevelt ritaði for-
mála í bandarísku útgáfuna.
Þeir sem vilja sögulegar staðreyndir, finna
í henni frásögn af erfiðu tímabili. Þeir sem
leita fyrst og fremst að mannlegum frásögn-
um, verða með samúð vitni að því hvernig
litli, ljóti andarunginn i bókinni verður að
hrífandi svani og frá því er sagt í fullri ein-
lægni. Þarna er litla telpan hún Anna. Hún
er hrædd við loftárásirnar og þegar brezku
flugvélarnar koma inn yfir Amsterdam á nótt-
unni og varpa niður sprengjum sínum, þá
flýr hún upp í til pabba sins.
Og hún þrozkast. Hún skilur og ber fram
afsakanir fyrir frú Van Daan og jafnvel móð-
ur sina, sem hún er þó svo lengi búin að
álasa. Á eina af síðustu blaðsiðunum í dag-
bókinni, hefur hún skrifað 15. júií 1944: „Ég
held áfram að trúa á meðfædda gæzku
mannanna ..."
Leikritið.
Það vai' djarft að taka sér fyrir hendur að
breyta dagbókinni, þessu látlausa langa ein-
tali og innilega trúnaðarrabbi í leikrit. Banda-
ríkjamönnunum tveim, þeim Frances Good-
rich og Albert Hackett, hefur tekizt það.
Leikritið var leikið á Broadway í hálft ann-
að ár við frábærar vinsældir. Höfundarnir
voru svo heppnir að fá leikkomma Susan
Strasberg í hlutverk önnu. Hún var alveg á
réttum aldri, útlit hennar hæfði hlutverkinu
og leikur hennar var áhrifaríkur. 1 sumar tók
önnur leikkona við af henni. Á öðrum leik-
sviðum um allan heim er nú verið að leika
Dagbókina hennar önnu Frank. — 1 Zúrich, í
Vinarborg, i París og í borgum Vestur- og
Austur-Þýzkalands eru 36 leikflokkar búnir
að setja leikritið á svið.
Alls staðar sitja áhorfendur sem lamaðir,
þegar tjaldið fellur. Síðan fikra þeir sig hægt
út. Þeir eru sér þess tæplega meðvitandi að
þeir eru I leikhúsi. Einlægni önnu litlu geng-
ur þeim til hjarta og þeir gleyma að þetta
er leikkona. 1 Hollandi var leikurinn aðeins
sýndur nokkrum sinnum. Þar var leiksýning-
in óþolandi — hún var alltof sönn.
Auðvitað lætur Hollywood slíkt ekki fram
hjá sér fara. Það á eftir að koma á daginn
hvort hvílík einlægni nýtur sín á kvikmynda-
tjaldinu. Audrey Hepburn leikur hlutverk
Önnu Frank. Hún virðist vera orðin sjálf-
kjörin í hlutverk frægra unglingsstúlkna.
Audrey þurfti líka sjálf að búa við hernám
Þjóðverja í Hollandi á striðsárunum. G. Stev-
ens mun stjórna kvikmyndatökunni í Amster-
dam.
Það stendur til að gera upp húsið þai' sem
Frank-fjölskyldan bjó í felinn, en það er orð-
ið æði hrörlegt. Höfundalaunin af bókinni
Framhald á bls. 14.
Perúvíska söngkonan Yma Sumac, sem við
heynim oft í í útvarpinu, hefur að undanförnu
sunglð í Paris, og hefur þar með sér skauta-
balletflokk. Á myndinni sést hún með glóðar-
auga, sem luin fékk eftir að henni og eigin-
manni hennar lenti saman, en þá höfðu þau
verið skllin að borði og sæng um skeið.
VIKAN
7