Vörður - 26.05.1923, Síða 3

Vörður - 26.05.1923, Síða 3
Ritstj'óri og ábvrgð- armaður tfiagnús Magnússon cand. juris. VORÐUR Kemur út einu sinni í viku. Verð 8 kr. árg., til næstu ára- móta 5 kr. Gjaldd. 31. des. i. ár. ReyKjavik 26. maí 1923. 1. blað. Ávarp. Ýmsum kann að þykja það vera að bera i bakkafullan lækinn að bæta við nýju vikublaði hjer á landi, þótt þvi verði ekki neitað, að blöð hafi stundum verið fleiri hjer en nú. En ástæðan til að það þykir þó tímabært nú, er sú, að sum þeirra blaða, sem nú eru gefin út og einna hæst lætur í, eru ekki svo ábyggileg eða áreiðanleg sem almenningur á kröfu á. Það er óholt hverju þjóðfjelagi, að blöð, sem ef til vill er gert mikið til að útbreiða, ílytji litaðar eða rangfærðar fregnir um opinber málefni. Til blaðanna verður að gera þá kröfu skilyrðislaust, að þau skýri rjett frá, því að öðrum kosti eiga þau ekki rjett á sjer. Ef þau gæta ekki þessarar skyldu, valda þau sömu áhrif- um í þjóðfjelaginu og eitraðir gerlar í líkama mannsins. Mörg- um hefur fundist hin síðari ár, að sumum hinna íslenzku blaða væri allmjög áfátt í þessu efni og háværari og háværari raddir hafa komið fram um, að hin mesta nauðsyn væri á að fá nýtt blað, er hefði það að markmiði að flytja sannar fregnir um menn og málefni. Þessar raddir hafa að síðustu orðið svo háværar af ýmsum stöðum á landinu, að þær hafa orðið til þess að hrinda þessu blaði af stokkunum, og er það ósk og von þeirra, sem að því standa, að þvi verði vel tekið, og að það verði dæmt eftir innihaldi sínu. Vonar það þá að geta, er stundir líða, fest rætur meðal þjóðarinnar og gerir sjer í hugar- lund, að það verði kærkominn gestur á mörgu heimili þessa lands. Að blaðinu standa flestir þeirra þingmanna, sem mótfallnir voru stjórnarskiftum á þinginu 1922, og síðan hafa verið í and- stöðu við stjórnina. Þeir þessara þingmanna, sem ekki gefa kost á sjer til þingmensku næst eða eru óráðnir í því, standa ekki allir að báki blaðinu. En auk þeirra þingmanna, sem styðja blaðið, hafa margir merkir menn, víðsvegar um land, heitið því stuðningi sinum. Þótt svo sje, að blaðið styðji eink- um þeir, sem ekki fylgja núverandi landsstjórn að málum, er þó alls eigi tilgangur þess að leggja hana í einelti, heldur mun þess gætt að láta hana njóta sannmælis, og það virt sem vel kann að vera gert, en hitt vítt, sem miður fer. Blaðið vill fylgja þeirri reglu að rita kurteislega um öll málefni, er það fæst við, og mun því ekki hlaupa í kapp við þá blaðamenn hjerlenda, sem láta stóryrði og uppnefni í stað raka. Þó er það vitaskuld, að blaðið mun þegar ástæða þykir til, segja væntanlegum og vitanlegum mótstöðumönnum sínum einarðlega til syndanna. Hins vegar mun það eigi sýna áreitni að fyrra bragði, en halda fram þeim málstað, er það telur rjettan, hver sem í hlut á. Aðal-línurnar í stefnu blaðsins eru þessar: 1. Að segja það um hvert málefni, sem það veit sannast og rjettast, hvort heldur í stjórnmálum eða öðru. 2. Að flytja áreiðanlegar fregnir um viðburði innan lands og utan. 3. Að vinna eftir megni að gætni i fjármálum ríkisins, stuðla að því að draga úr gjöldum eftir því sem verða má, en auka og bæta framleiðsluna, greiða fyrir sölu afurðanna, stuðla að verklegum framkvæmdum og gæta þess, að lands- mönnum sje ekki um of iþyngt með sköttum. 4. Að styðja samvinnustefnuna i frjálsri samkepni. Sjerstaklega skal það tekið fram, að blaðið telur samvinnustefnuna nauð- synlega og gagnlega, að ótakmörkuð samábyrgð geti verið hættuleg, og að samvinnustefnunni eigi ekki að blanda i stjórnmáladeilur. Á einkasölu-brautinni vill blaðið ekki ganga lengra en komið er, nema alveg sjerstakar ástæður sjeu fyrir hendi. 5. Að styðja jöfnum höndum báða atvinnuvegi landsins, land- búnað og sjávarútveg, meðal annars með ræktun landsins, gæzlu landhelginnar og hagkvæmum tolllögum. 6. Að styðja og efla bankana, til þess að þeir geti gegnt skyld- um sínum um stuðning atvinnuveganna og koma seðlaút- gáfunni fyrir á tryggilegan og heppilegan hátt fyrir þjóðfjelagið. 7. Að vinna að sameining eða niðurlagning embætta og sýsl- ana, eftir því sem samrýmanlegt er hagsmunum almennings og hins opinbera. 8. Að bæta samgöngur á sjó og landi, eftir því sem efnahagur þjóðarinnar leyfir. 9. Að stuðla að því að koma skólamálum vorum í betra og ódýrara horf. Blaðið áskilur sjer rjett til að skýra nánar siðar hvað felst í þessum atriðum. Nafn blaðsins bendir til þess, að það vill vera á verði gegn öllum straumum í þjóðfjelaginu, sem það telur óholla. Fjármálastjórnin fyrverandi, Svar til .Timans' ifrá Magnúsl Guðmundssyní. Fyrir ýmsra hluta sakir, en mesl vegna þingannanna, hefir dregist nokkuð fyrir mjer að svara árásargreinum »Tímans« á mig og fjármálastjórn mína árin 1920 og 1921. Vil jeg nú eigi láta það lengur undir höfuð leggjast, þar sem þinginu er nú slitið. Við umræðurnar um fjár- aukalögin 1920 og 1921 í neðri deild, svaraði jeg árásum þess- um all-nákvæmlega, og varð þá enginn til þess að taka svari blaðsins, og nefndin, sem hafði fjáraukalagafrv. þetta til með- ferðar, fann ekki með einu orði að umframgreiðslunum þessi um- ræddu 2 ár, heldur tók það bein- línis fram í nefndaráliti sínu, að hún fyndi enga ástæðu til að víta greiðslur þessar, því að þær væru eðlileg afleiðing og óhjákvæmileg af hinni geysilegu dýrtið á þessum árum. Við meðferð þessa máls 1 efri deild varð eigi heldur neinn til þess að álasa fyrverandi stjórn fyrir umræddar umframgreiðslur, og nefndin i því máli þar sagði ekki heldur eitt einasta orð i hnjóðsáttina í nefndaráliti sínu. Meiri hluti beggja nefndanna, i efri og neðri deild, voru skip- aðar andstæðingum fyrverandi stjórnar, og getur því hver og einn sagt sjer sjálfur, að ekki muni þær hafa verið vilhallar mjer í vil. í raun og veru gæti jeg því látið mjer nægja þetta, því að það er svo fullkomin viðurkenning af hálfu þingsins um, að þessar halursfullu árásir ritstjóra »Tímans« eru á eng- um rökum bygðar, að jeg get ekki kosið hana betri. Og jeg er mjög þakklátur þeim, er nefndir þessar skipuðu, fyrir þá þöglu fyrirlitningu, sem þær hafa sýnt þessum illgirnis árás- um. Þær hafa ekki virt þær svars, þær hafa skoðað árás- irnar svo fjarstæðar, að það tæki ekki að nefna þær, og neðri deildar nefndin segir bein- Iínis í áliti sínu, að ekki hafi meira eyðst umfram fjárveitingu en vænta mátti sakir dýrtíðar- innar. Að þannig vöxnu máli gæti jeg látið vera að svara þessum árásum, ef þingtíðindin kæmust út til almennings mjög bráðlega. En af því að svo er ekki, og at þvi að mjer er kunnugt um, að skammagreinum þessum hefir verið stráð út um landið, þykir mjer rjett að svara þeim nokkr- um orðum, og má ritstjóri »Tímans« sjálfum sjer um kenna þó að hann verði nokkuð hart úti. Jeg hefi ekki ráðist að honum að fyrra bragði, en verð að verja hendur minar, með því að jeg get ekki látið mjer standa á sama um, þótt jeg sje affluttur og rægður hjá almenn- ingi sem nokkurs konar miljóna- þjófur á fje ríkissjóðs. Þeir sem þekkja mig, munu reyndar trauðla trúa þessu, en þar sem hinir eru miklu fleiri, sem ekki þekkja mig, tel jeg mig neydd- an til andsvara. Þegar eftir að blaðið byrjaöi umræddar árásir, sendi jeg stuttorða leiðrjettingu og óskaði að fá rúm í blaðinu til and- svara. Leiðrjettinguna tók rit- stjórinn, en þó ekki í næsta tölubl., og hnýtti við hana ill- kvitnislegum útúrsnúningum, til þess aö reyna að gera hana að engu. Hins vegar neitaði rit- stjórinn mjer um rúm fyrir svar, og hefi jeg satt að segja aldrei fyr heyrt þess getiö, að nokkur ritstjóri hafi látið sjer sæma að neita um rúm til and- svara persónulegum árásum, en þetta sýnir vel bardagaaðferð þessa blaðs. En það sýnir ó- neitanlega einnig, að ritstjórinn þorði ekki að láta svar mitt , sjást í blaði sinu, því að hefði hann talið sjer fært að hrekja svar mitt, mundi hann áreiðan- lega ekki hafa neitað sjer um þá ánægju. Það er því auðsælt, að ritstjórinn hefir talið sjer ómáttugt að hrekja væntanlegt svar mitt, en þetta sýnir aftur hina vondu samvizku, sem hefir sagt honum hvernig málsstað- urinn væri. Árásir sínar byrjar »Tíminn« með því að segja, aö það hafi verið ærin höfuðsök á fyrver- andi stjórn, að hún »tók við af þinginu 1921« fjárlögum fyr- ir árið 1922, sem ritstj. segir, að hafi verið »ógætilegustu fjár- lögin, sem samin hafi verið á íslandi«. — I þessu er það eitt rjett, að tekjuhallinn var áætl- aður mjög mikill, nærri 2 milj. króna. En með þessu er ekki hálfsögð sagan. Þess er alls ekki getið, að á þinginu 1921 var samþykt nýtt skattakerfi, sem kom i gildi 1. jan. 1922, og tekjur samkvæmt þessum skatta- lögum voru í fjárl. 1922 áætl- aðar svo lágt og varlega, að þær reyndust miklu meiri. Enn fremur ber á það að Jíta, að gjöldin i fjárl. 1922 eru áætluð miklu hærri en nokkru sinni áður, til þess að tryggja að þau færu ekki fram úr áætlun. Sem dæmi má nefna, að dýrtíðar- uppbót var áætluð 120%. en varð 94%, og mun þetta muna um 300.000 kr. Ennfremur má benda á sem dæmi, að áætlaðar voru til útgjalda Vífilsstaðahæl- isins 1922 kr. 112662.00, Klepps- hælisins s. á. kr. 80920 00, og Laugarnesspitalans s. á. kr. 130350.00; en bœði árin 1920 og 1921, var þessi kostnaður áætlaður: á Vífilsstaðahælinu kr. 123370.00, Kleppshælinu kr. 86700.00 og Laugarnesspitalan- um kr. 138400.00. Þessar tölur sýna, að til þessara sjúkrahúsa eru áætlaðar nærri eins háar fjárhæðir á árinu 1922 einu, eins og bæði árin 1920 og 1921; og þegar þess er gætt, að dýr- tíðin var mikið minni 1922 en 1920 og 1921, sjest hversu geysimikill munur er á áætlun- um þessum. Nú er það hverj- um manni auðsætt, að sjúkra- húsin verður að reka, þótt áætlað fje til þeirra nægi ekki. Það er því ekkert annað en svíkja sjálfan sig, að áætla slík gjöld lægri en vænta má að þau verði, en með þeim svikum er hægt að fá fjárlög til að lita vel út á pappírnum. Þessu vildi jeg ekki gera mig sekan í, er jeg undirbjó^ fjárlagafrv. 1922, og áætlaði því allar áætlunarupp- hæðir alveg eins og þær mundu verða eftir verðlagi, sem var haustið 1920 eða sjáanlega mundi verða. Og eins og tekið er fram, voru tekjuliðirnir sjer- lega lágt áætlaðir. Allir sjá, að lág áætlun tekna og há áætlun þeirra gjaldliða, sem eru áætl- unarliðir, veldur því, að fjár- lögin líta ver út, tekjuhallinn er meiri á pappírnum. En í raun og veru er hagurinn hinn sami. Aftur á móti er það gömul saga, að Alþingi fer varlegar í fjár- veitingar, ef útlit er fyrir tekju- halla, og það er alls ekki á færi þeirra þingmanna, sem ekki hafa það starf sjerstaklega með höndum, að mynda sjer rökstudda skoðun um, hvernig gjöldin eru áætluð. Áætlunar- liðir fjárlaganna eru því mikils- vert atriði í þessu efni. Hin fjárhagslega afkoma er vissu- lega meira undir þvi komin, hvort áætlanirnar standast, held- ur en hvort tekjuhalli er á fjár- lögunum. Hvað stoða hallalaus fjárlög, ef áætlanirnar eru alt of lágar? Hallinn kemur fram* sið- ar, og þá vaknar þjóðin við vondan draum. Um gjaldliðina í fjárl. 1922 er það að segja, að þeir voru yfir- leitt settir eftir verðlagi haustið 1920. Nú var fjárlagafrv. samþ. á Alþingi í maí 1921 og þá var mikil lækkun komin á ýmsum vörum. Jeg sá það því fyrir, að áætlanirnar mundu reynast full- háar yfirleitt og við þetta mundi vinnast töluvert af tekjuhallanum. Og eins og yfirlit það fyrir árið 1922, sem gefið var í þingbyrjun 1923, sýnir, reyndist þetta líka svo. Jeg skil því ekki, að það hafi verið neinn glæpur að »taka við« þessum fjárlögum. Þau litu að sönnu illa út á pappírnum, en eftir því sem atvik lágu til, voru þau í raun og veru miklu betri en fjölmörg önnur fjárlög, sem samþykt hafa verið.Fyrir þá, sem aðeins líta á tölurnar á pappírnum lítur þetta svo út, sem »Tíminn« segir, og af því að jeg vil í engu gera ritstj. hans rangt til, get jeg

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.