Vörður - 26.05.1923, Page 4

Vörður - 26.05.1923, Page 4
1 V ö R Ð U R vel sagt það, að mjer þykir ekki ótrúlegt, að hann hafi ekki at- hugað þetta mál nægilega áður en hann reit sleggjudóm sinn. En reynslan hefir nú sýnt, að jeg hafði rjett fyrir mér og hún er jafnan talin ólýgnust. Því næst ræðir »Tíminn« um fjáraukalagafrumv. stjórnarinnar fyrir árin 1920 og 1921 og segir að Jón Magnússon og jeg höfum ekki þorað að láta þessi fjáraukalög koma fyrir þingið 1922, af því að við höfum viljað sitja við völd áfram, við höfum falið hið erfiða ástand fyrir þinginu, að jeg hafi látið í veðri vaka, að það væri af sparnaðarástæðum, sem jeg lagði ekki fjáraukalagafrv. fyrir þingið í fyrra o. fl., o. fl. af líku tæi og er þá best að sjá hvort herra ritstj. getur staðið við þetta eða ekki. Fyrst er þá að geta þess, að það var ómögulegt fyrir hvaða stjórn, sem hefði verið, að leggja fyrir þingið, sem kom saman 15. febr. 1922, fjáraukalög um um- framgreiðslur árin 1920—1921, vegna þess, að árin 1920 og 1921 voru 1 fjárhagstimabil og greiðsl- um tilheyrandi því fjárhagstíma- bili var ekki lokið þegar þing kom saman, og meiræ að segja ekki heldur þegar því var slitið. Greiðslum ríkissjóðs, er viðkoma næsta ári á undan, er sem sje altaf haldið áfram til maf-byrjunar næsta ár og er svo jafnt um tekj- ur og gjöld. Ritstj. heimtar þvi í þessu efni ómögulega hluti. Ummæli blaðsins um, að jeg hafi látið i veðri vaka, að jeg hafi ekki, af sparnaðarástæðum, viljað leggja fyrir þingið 1922 fjáraukalög fyrir árin 1920—1921 eru þegar afþvi, sem jeg nú befi tekið fram, bersýnilega ósönn og getur hver maður imyndað sjer, að ef jeg hefi farið með slíka höfuð-lýgi i þingsalnum, hefði jeg hlotið að vera brjálaður, því að þótt ritstj. haldi kannske aö þing- menn hefðu trúað þessu, þá get jeg fullvissað hann um, að enginn þeirra er svo grunnbygginn. En hvað er það þá, sem ritstj. er að ræða um? Jú, jeg veit það. Það eru ummæli mfn á þinginu f fyrra um að jeg vildi ekki af sparn- aðarástæðum leggja fyrir þingið í fyrra fjáraukalög fyrir árið 1922. Til þess að gera sjer hægra fyrir um.árásina, snýr ritstj. þessu við og segir, að jeg hafi verið að tala um fjáraukalög fyrir árin 1920—1921, Jeg sendi ritstj. leið- rjettingu meðal annars um þetta og birti hann hana í blaðinu eins og jeg þegar hef tekið fram. Þegar jeg sendi þessa leiðrjett- ingu, hjelt jeg að ef til vill hefði ritstj. vilst á þessu og gert mjer rangt til óviljandi og bjóst jeg því jafnvel við, að hann mundi leiðrjetta þetta og biðja veivirð- ingar á, en reyndin varð önnur. Hún varð sú, að ritstj. bætti við nýjnm blekkingum í stað þess að játa yfirsjón sína. Af þessu álykta jeg svo, að ritstj. hafi frá byrjun farið með vísvitandi blekkingar til þess að reyna að níða og mannskemma mig, sem hann telur pólitiskan andstæðing. Hefði jeg fundið, að ritstj. vildi unna mjer sannmælis, mundi jeg hafa fyrirgefið frumhlaupið, en nú tel jeg sýnt, aö það mál bfði. En ef til vill er mjer leyfi- legt að benda á, að sá maður sem er orðinn ber að því, að fara þannig með ósannindi hefir glatað öllum rjetti til að fást við opinber mál og látast vera leið- togi annara. Honum getur ekki orðið trúað framvegis og hann virðist ekki eiga kröfu á þvf. Ennfremur segir ritstj. að jeg hafi dulið fyrir þinginu 1922, hina raunverulegu afkomu rikis- sjóðs fjárhagstímabilið 1920— 1921. En ekki er ritstj. nær- gætnari við sannleikann í þessu atriði en hinum fyrnefndu, þvf að það er vitanlegt öllum þing- mönnum og fjölda annara manna, að landsreikningurinn fyrir árið 1920, lá fyrir þinginu í fyrra prenta'ður og um tekjur og gjöld ársins 1921, gaf jeg f þingbyrjun í fyrra nákvæmt yfirlit eftir bók- um ríkissjóðs. Hjer gat þvi ekki verið um neina launung eða dul að ræða og i leiðrjettingu þeirri, sem jeg sendi blaðinu og jeg hefi áður nefnt, sýndi jeg fram á þetta. í athugasemdinni við leiðrjettingu mfna, treystist ritstj. reyndar ekki að vefengja það, að landsreikningurinn 1920 hafi legið prentaður fyrir þinginu f fyrra og má telja það góðra gjalda vert eftir atvikum, en hann tekur sjer aftur á móti fyrir hendur að sýna fram á, að gjaldafjárhæðir þær, sem jeg skýrði þinginu frá í fyrra, komi ekki heim við landsreikninginn 1921, landsreikningurinn sýndi hærri gjaldatölur. En þelta kom mjer alls ekki á óvart, því að jeg skýrði þinginu einmitt frá því, eins og þingtiðindin sýna greinilega, að f yfirliti mínu væru ekki öll gjöld ársins 1921 talin. Skýrsla mín var sem sje gerð í fyrri hluta febrúar 1922 og í henni voru talin öll gjöld, sem þá voru greidd og áttu við árið 1921. Hins vegar gat jeg vitaskuld ekki talið þau gjöld, sem þá voru ógreidd en tiiheyrðu árinu 1921. Jeg ljet af fjármála- ráðherrástarfinu um mánaða- mótin febrúar og mars 1922, en greiðsluin sem viðkomu árinu 1921 var eins og vant er haldið áfram þangað til í byrjun maí næst á eftir. Mismunurinn á tölum þeim, sem jeg gaf upp viðkomandi árinu 1921 og tölum þeim, sem landsreikningurinn fyrir það ár sýnir, eru þvi aðal- lega þau gjöld, sem stjórn sú inti af hendi, er tók við af Jóni Magnússyni og mjer. Allir hljóta nú að sjá, að það þarf meira en meðal-ósanngirni til þess að ætlast til þess, að jeg gæti í miðjum febrúar 1922 skýrt frá greiðslum sem fóru fram löngu sfðar, meira að segja að tilhlut- un nýrrar stjórnar. Jeg gat vita- skuld ekki gert annað en skýrt frá greiðslum til þess tfma er skýrslan var gefin og jafnframt leitt athygli að því, að frekari greiðslur mundu koma og hvor- tveggja gerði jeg, eins og Þing- tíðindin sýua ljóslega. Mjer er sagt, að eftirmaður minn í fjár- málaráðherrastarfinu hafi verið nokkurskonar samverkamaður ritstj. um árásargreinar þessar og hygg jeg, að það muni satt vera. Jeg mun því, ef jeg verð ofan jarðar, þegar landsreikn- ingurinn 1922 kemur, bera gjaldatölur hans saman við gjaldatölur þær viðkomandi því ári, sem hann gaf skýrslu um í byrjun síðasta þings, og ef þær tölur koma ekki heim, er hann og »Tíminn« kominn í þann gapastokk, sem þeir ætluðu að setja mig i. Og jeg get ábyrgst að þær tölur koma ekki heim, það er ómögulegt. Landsreikn- ingstölurnar verða óbjákvæmi- lega hærri, þvf að hann telur öil gjöld, en skýrsla ráðherra aðeins þau, sem greidd voru til 5. —10. febr. 1923 í lengsta lagi. Jeg ásaka ekki neinn fyrir það, þó þessar tölur komi eigi heim, en jeg ásaka ritstj. og hinn ný- fráfarna ráðherra (ef hann hefir verið þar að verki) fyrir að reyna að ófrægja pólilískan and- stæðing með tilbúnum sakar- giftum, sem erfitt er að átta sig á fyrir þá sem ókunnugir eru þessum málum. Má vel vera, að hægt sje með þessu að sverta mig í almenningsáliti um stund, en takist mjer að sýna hið rjetta í þessu efni, mun svertan setjast á manninn, sem eitt sinn vann prestaheit og klæddist hempu, en færði sig úr henni aftur til þess að geta gengt öðru starfi, sem átti betur við hans lund. í athugasemd þeirri, sem ritslj. gerði við oftnefnda leiðrjettingu mfna, ræðir hann mikið um, að jeg hafi skýrt þinginu rangt frá um hversu mikið rikissjóður tæki af enska láninu, en hið sama er hjer uppi á teningnum og áður um ósamræmið í gjalda- tölunum 1921. En á þessu ósam- ræmi stendur þannig, að jeg hafði ekki ætlast til að ríkis- sjóður læki nema l1/* milj. kr. af enska láninu. Jeg hafði ætlast til, að landsreikningarnir 1920 og 1921 sýndu ekki tekjuafgang. Ressi tilætlun mfn kom fram í orðum mínum á þinginu. En skömmu siðar fór jeg úr stjórn og þá breytti eftirmaður minn þessari fyrirætlun og tók sem næst V/i milj. kr. meira af enska láninu til þarfa ríkissjó^s, en jeg haföi ætlast til. Auðvitaö hafði hann heimild til þessa, en þá þykir mjer salt að segja bregða undarlega við, þegar ritstj. »Tímans« ber mig þungum sökum fyrir það að hans fjár- málaráðh. hefir breytt ákvörð- unum mínum. Jeg skal ekkert út í það fara hvor okkar fjár- málaráðherranna hafði rjettara fyrir sjer, en benda vil jeg á það, að mín fyrirætlun var vel framkvæmanleg, því að samkv. landsreikningnum 1921 átti rikis- sjóður reikningslega i sjóði 31. des. 1921 um 2*/2 milj. kr. og þótt l1/* milj. kr. hefði gengið frá, var samt eftir sjóður er nam U/4 milj. kr. Og hefði minni fyrirætlun verið fylgt hefði eng- inn tekjuafgangur orðið á fjár- hagstimabiiinu, en eins og lands- reikningurinn var samþyktur af þinginu, var tekjuafgangurinn kr. 1218218,98, einmilt vegna þess að eftirmaður minn tók meira af enska láninu en jeg hafði ætlast til. Og jeg verð að halda þvf fram, að það hefði verið eðlilegra að taka ekki meira af enska láninu en þurfti til þess, að tekjur og gjöld stæðust hjer um bil á. í þessu sambandi vil jeg benda á það, að f leið- rjettingu minni til »Timans« tók jeg það fram, að tekjuafgangur áranna 1920 og 1921 væri kr. 1218218,98 og þessa fjárhæð ætti að draga frá lánum þeim, sem tekin voru á umræddu fjárhags- timabili, þar sem þessi fjárhæð væri óeydd. í athugasemdum sínum segir ritstj. »Tímans«, að hin síðaslnefnda fjárhæð sje röng fijá mjer, hún eigi að vera um V2 miljón lægri. En villan er hjá honum en ekki mjer og flaskar hann á því, að hann telur ekki tekjuafgang ársins 1920 með, en hann nam kr. 528212,98. Lögin og stjórnarfrv. um samþykt á landsreikningnum 1920 og 1921 sýna, að það er jeg, sem fer með rjett mál og er hart að ritstj. skuli leyfa sjer, að bera mig ósannindum um tölur, sem skjalfast er og sannanlegt um með þingtíðindum, aö jeg hefi skýrt rjett frá npp á eyri. En þegar svo er um sannanlega hluti, hversu mun það þá vera um hina? Og þelta kallar hann að láta »tölurnar tala« og vefur langan vef um, að jeg geti ekki barmað mjer yfir því. Jeg kalla þetta að láta »lölurnar ljúga« og tel mjer heimilt að átelja það. Ennfremur segir ritstj., að skuldir ríkissjóðs hafi aukist um ca. 6 milj. kr. árin 1920 og 1921, en þetta lýsi jeg helber ósannindi, rakalaus ósannindi og vísa öll- um, sem vilja sjá þetta með eigin augum i yfirlit yfir eignir og skuldir rfkissjóðs, sem birt er með hverjum landsreikningi. Sannleikurinn er, að skuldir jukust þessi árin um tæplega V2 miljón kr. og að tapið á lands- búskapnum var sömu árin urn 2 milj. kr. eða ca. 1 milj. hvort átið. Ritstj. segir, að þessi árin hafi landsversluniu greitt f vexti og afborganir hátt á fimtu milj. kr. Hún greiddi 4,66 milj. En héfði ekki verið rjetlara að geta þess, ritstj. góður, að ca. 1 Va milj. af þessari fjárhæð var greidd henni aftur samkv. lögum, vegna halla á sölu kola og salts undir verði. Rað voru því ekki nema rúmlega 3 milj. sem komu í rfkisfjehirsluna af þessu fje og þar af var ca. Va miij- vextir, sem aðeins gengu reikningslega gegn um fjehirsluna en gengu til vaxtagreiðslu á lánum, er upprunalega voru tekin til Lands- verslunarinnar. Af þessum »nærri 5 milj.« ritstj. verða þá eftir ca. 2V2 milj., en af sfðastnefndri fjárhæð var ca. 1 milj. kr. varið til arðvænna fyrirtækja. Jeg hefi þá svarað aths. ritstj. við leiðrjettingu mfna, svo að ekki stendur steinn yfir sleini i þeirri byggingu. Hann ógnar mjer með þjóðardómi (því ekki landsdómi?), en hann verður að muna, að hann verður að sætta sig við þann dóm líka og óvíst er hvor ánægðari verður að þeim dómi föllnum. En til þess að rjettlátur dómur falli, verður málið að vera jafn vel upplýst frá báðum hliöum. í því efni er jeg orðinn nokkuð langt »á eftir Tímanum«, þvf að hann hefir í mörg ár fengið að naga því nær óáreittur um mína hryggjarliði. Nú ætla jeg ekki lengur að láta gnag það afskifta- laust og vænti jeg þá að ritstj. þyki betur. 1 enda athugasemda sinna beinir ritstj. til mfn 2 fyrir- spurnum, sem jeg svaraði á þinginu, en vil árjetta hjer. Hin fyrri er um tekjuskalt firma eins frá árinu 1920 og hefir blaðið áður ráðist að mjer meö brígslyrðum út af þessu máli. Jeg svaraði blaðinu þá svo, að það hefir þagað hingað til og það svar er prentað f þing- tíðindunum 1921. Vísa jeg til þess, en bæti því við, að hver heilvita maður ætti að geta sjeð það, að enginn fjármálaráðh. getur verið ábyrgur fyrir því, að firmu geti greitt skatt sinn. Ef ritstj. vill vita um hvað gert var í þvi máli í minni stjórnarlíð, er best fyrir hann að fá vitn- eskju um það frá sendiherra- skrifstofunni f Kaupmanuahöfn, því að mínum orðum mun hann ekki trúa. Hvað gerst hefir í málinu síðan jeg fór veit jeg ekki, en það er best fyrir ritstj. að spyrja siun eigin nýfráfarna fjár- málaráðh. um það. Ætli honum hafi orðið meira ágengt en mjer? Blaðið efast um, að málið hafi komið til þingsins kasta, en ekki þarf að efast um það, því að málið var lagt fyrir fjárveitinga- Defnd neðri deildar og samþykti húri allar mínar gerðir í því. Retta Iæt jeg nægja í bili, en áskil mjer rjett til að koma nánar að þessu máli sfðar, og mun þá ef til vill, bera aðferð- ina í þessu máli saman við að- ferð núverandi stjórnar um inn- heimtu á ríkissjóðsskuld hjá þingmanni einum, sem styður hana. Hin fyrirspurnin er um það, hvernig jeg geti varið það að hafa gerst málafærslumaður fyrir einn stærsta gjaldandann hjer í bænum, út af skatti hans sam- kvæmt þeim tekjuskattslögum, sem jeg hafi sjálfur búið til. f’ví svara jeg á þann veg, aö jeg get varið það með því, að skattur- inn var ranglega lagðar á og þvf ekki samkvæmt lögunum og landsstjórnin hefir viðurkent þetla með þvi að láta vera að áfrýja málinu til hæstarjeltar. Liklega álftur ritstj. að jeg beri ábyrgð á að allar skaltanefndir skilji tekjuskattslögin rjett, en jeg lít öði;uvfsi á það mál. En kannske jeg mætti f sambandi við tekjuskattslögin minna á, að f fyrra auglýstuð þjer, hr. ritstj., eftir áliti landsmanna um kosti og galla þessara laga. Náttúr- lega hefir þetta verið af vinsemd til mín, því að þjer lofuðuð að birta svörin, en jeg hefi engin þeirra sjeð. Eða virti enginn spurninguna svars? Það er fleira, sem jegjiyrfti aö ryfja upp, en það kemur kannske eilthvað af því síðar. Af því sera sagt er hjer að framan, vænti jeg að öllum hljóti að vera það ljóst, að það er ekki minsta sannleikskorn f því, er ritstj. segir, að falin haíi verið fyrir þinginu 1922, útgjöld rfkissjóðs. Öll gjöld ársins 1920, voru vitaskuld talin í lands- reikningnum 1920, sem lá fyrir þinginu 1922 og fyrir sama þing var lögð og birt í Alþingistíðind- unum og blöðum, skýrsla um öll áfallin gjöld f þingbyrjun, er komu við árinu 1921. Hvað er það þá, sem hefir verið dulið? f*að verður ritstj. að benda ó eða taka aftur stóru orðin. Hann segir, að Jón Magnússon hafi með þessari aðferð náð þing- sætinu við landskjörið í fyrra. Vel má þetta til sanns vegar færast en með öðrum forsendum en ritstj. hefir. Eins og tekið hefir verið fram, varglögg skýrsla gefin þinginu í fyrra og birt í Þingtíðindura og blöðum. Meðal

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.