Vörður - 26.05.1923, Blaðsíða 5
V Ö R Ð U R
3
annars á þessum grundvelli er
liann í boði við landskjör í fyrra
og fær flest atkvæöi allra, sem
um var að velja, þrátt fyrir svo
gífurlegar árásir, einmilt af hálfu
»Tímans«, að jeg minnist ekki
að hafa sjeö eða heyrt að nokkur
stjórnmálamaður hjer hafi orðið
fyrir öðrum eins árásum. Alt
þetta hafði þó ekki meiri áhrif
en það, að hann var kosinn
með fleiri atkv. en nokkur ann-
ar og má »Tíminn« vera upp
með sjer af þessum úrslitum,
ef honum þykir ástæða til. Hin-
ar feitletruðu ályktanir »Tímans«
svffa því algerlega í lausu lofti
og eru ekki verðar prenlsvert-
unnar, sem í þser hefir farið.
Jeg skal þá snúa mjer að fjár-
aukalagafrv. stjórnarinnar fyrir
árin 1920—1921, en um leið
get jeg þess, að ábyrgðin á frá-
gangi þessa frv. hlýtur að falla
eingöngu á hinn nýfráfarna fjár-
málaráðherra. Og jeg held að
það sje ekki ofmælt þótt sagt
sje, að aldrei hafi ver undir-
búið eða vanhugsaðra frv. verið
lagt fyrir Alþingi. í undirbún-
ingnum var alls engri reglu fylgt
og allar þær venjur, sem þingið
hafði skapað i þessum efnum,
þverbrotnar. Og það varð ekki
annað sjeð, en að þetta væri
gert til þess, að fá sem hæsta
fjárhæðina á fjáraukalagafrv.
þessu og þegar kunuugt er orðið
um hvernig »Tíminn« hefir not-
að það frv. er kannske hægt að
renna grun í af hvaða ástæðum
þelta er sprottið. Sem dæmi má
nefna það, að það hefir svo
lengi sem jeg lii veit verið venja
að leyfa flutning fjárveitinga
milli ára á sama fjárhagstíma-
bili, án þess að leita þyrfti auka-
fjárveitingar, en þessi venja var
marg brotin i þessu stjórnarfrv.
Á árinu 1920 voru t. d. veitlar
5000 kr. til útgáfu fasteigna-
bókarinnar nýju, en ekkert af
þessu fje var notað fyr en 1921.
Eftir marg viðurkendri reglu átti
ekki að leita aukafjárveitingar
fyrir þessari upphæð, en þó er
það gert í stjfrv. Og svona
dæmum úir og grúir af og er
því ekki undarlegt þótt upphæð
fjáraukalagafrv. yrði há. Alt er
þetta skrifað í eyðsludálk minn
og Jóns Magnússonar og öf-
unda jeg ekki »Tímann« af
þeirri sanngirni.
Anuað dæmi má nefna. í fjárl.
fyrir árin 1920 og 1921 eru veitt-
ar 350000 kr. bæði árin til strand-
ferða en aðeins notaðar af þess-
ari upphæð 295000 kr., svo að
55000 kr. höfðu sparast. Það
var því langt frá, að nokkurrar
aukafjárveitingar þyrfti, en þó
er í stj.frv. leitað aukafjárveit-
ingar fyrir segi og skrifa 112000
— eitt hundrað og tólf þúsund
— krónum.
Þriðja dæmi. í Borgarnesi
brunnu póstsendingar, þar á
meðal seðlar bankanna hjer fyrir
nálægt 100000 kr. Þetta fje var
ríkissjóður að lögum skyldur
til að greiða eigendum, því að
hann tekur gjald fyrir að á-
byrgjast slíkar sendingar. Mestan
hluta þessa fjár fjekk jeg bank-
ana til að endurgreiða rikissjóði,
þótt eigi væru þeir lagalega skyld-
ir til þess og beið því ríkissjóður
lítinn halla af þessu, en samt
er leitað aukafjárveitingar fyrir
allri upphæðinni. Skilji það hver
sem getur. Eftir að jeg hefi fengið
bankana til að greiða nálægt
hundrað þúsund kr. umfram
skyldu þeirra, fæ jeg þær þakkir,
að þessi endurgreidda fjárhæð
er notuð til að hækka fjárauka-
lögin til þess að geta svo á eftir
gert svæsna árás á mig með því
að láta »tölurnar tala«. Bank-
arnir endurgreiddu fjárhæð þessa
i sama hlutfalli og þeir höfðu
seðla úti og kom því vitaskuld
margfalt meira á íslands banka,
mig minnir nálægt °/io hlutum,
en skal þó eigi fnllyrða það.
Það er því ekki auðið að halda
því fram, að þetta fje hafi verið
tekið úr einum vasa rikissjóðs
og látið í hinn.
Svona eða svipuð dæmi má
finna mörg, en eg sje ekki fært
að tína þau til. Þess eins vil jeg
geta, að breytingartillögur fjár-
hagsnefndar í neðri deild við
frv. þetta voru 60 og allar voru
þær samþyktar mótmæialaust í
báðum deildum þingsins/ Ekki
einn einasti þingmaður treystist
til að mæla á móti neinni þeirra,
og Kl. Jónsson ráðh.. sem þá
hafði tekið við fjármálaráðherra-
starfinu. því að Magnús Jóns-
son beið ekki eftir þessu máli,
lieldur sagði af sjer fám dögum
eftir að nefndarálilið kom fram,
lý'sli því yfir, að hann teldi
breylingartillögurnar rjettmætar.
Hann baðst að eins skýringar
um eina eða tvær þeirra og að
fengnum þeim skýringum hreyfði
hann ekki andmælum. Viður-
kendi hann það, að í frv. væru
þverbrotnar, gamlar og viður-
kendar meginreglur. Við þessar
breytingartillögur lækkaði sú
fjárhæð, sem leitað var auka-
fjárveitingar fyrir um meira en
1 miljón kr. og fullyrði jeg, að
það sje alveg eins dæmi í þing-
sögu vorri, að fjáraukalagafrv.
nokkurrar stjórnar hafi sætt slíkri
meðferð og það mótmælalaust
af hennar hálfu eða hennar
flokki eða flokkum. Venjan hefir
verið sú, að þeim fjáraukalög-
um, sem byggjast á aths. við
landsreikningana, svörum stjórn-
arinnar og tillögum yfirskoðun-
armauna Alþingis, hefir verið
örlítið brejdt. Og þegar sú fjár-
hæð, sem aukafjárveitingar er
leitað fyrir, er svona gifurlega
mikið of há, og þegar hin háa
fjárhæð frv. er notuð til jafn-
frekrar árásar og »Tíminn«
hefir gert á mig, sje jeg ekki
að það sje illgirnisleg tilgáta,
þótt þess væri getið til, að þeim,
sem hlut áttu að máli, hafi ver-
ið ósárt um, þótt upphæðin
yrði nokkuð há, því að þess
hægra var um árásina. Retta er,
að því er virðist, ekki alósenni-
legt, því að fjárhagslega þýð-
ingu hafði þetta ekki, þar sem
hver ej'rir var greiddur og fjár-
hagurinn eftir fjárhagstímabilið
alveg hinn sami, hvoit sem fjár-
aukalög þessi voru hærri eða
lægri. Jeg veit að það hefirver-
ið reynt að láta það skína í
gegn hjá sendlum »Tímans«
úti um land. að þessi gjöld hafi
komið öllum að óvörum og
væru jafnvel ógreidd að meira
eða minna leyti, en það vita
aliir, sem nokkurt skynbragð
bera á þetta mál, að hvortveggja
er helber ósannindi, útbreidd til
þess að reyna að villa sýn.
Framli.
Pingsaga
Það er mjög nauðsynlegt, ekki
síst fj'rirkosningar.að blöð lands-
ins flytji glöggar og áreiðanlegar
fregnir um þingstörfin, því að
hvert kjördæmi hlýtur að dæma
þingmenn sína eftir framkomu
þeirra á þingi. En til þess að
slíkar þingfregnir blaðanna komi
að þeim notum, sem þær eiga að
koma, verða þær að vera sann-
ur spegill af því, sem fram fer á
Alþingi, en ekki spjespegill gerð-
ur að geðþólta þeirra manna,
sem ekki mega láta sjást hina
rjettu spegilmynd sína.
»Tíminn« hefir undanfarið flutt
langar greinar, sem hann kallar
þingfrjettir, en svo einhliða og
hlutdrægar eru þær »frjettir«, að
jafnvel flokksmönnum blaðsins
ofbýður alveg og ritstj. er sagt
að sverji algerlega fyrir faðernið
en kenni það meðritstj. sínum
eða yfirritstj., Jónasi frá Hriflu.
Má vel vera, að þetta sje rjett,
því að mest snúast frasagnir
blaðsins um verk hans á þing-
inu, en síðar mun verða sýnt
fram á, að ýmsu er þar snúið
öfugt. Annars er það svo um frá-
sagnir »Tímans«, að af þeim er
svo að sjá sem í þinginn sjeu 2
flokkar, annar samstæður, skip-
aður miklu mannvali, en liinn
iunbyrðis ósamþykkur í flestum
málum og skipaður hinum mestu
mannhundum og ræflum. Það er
óþarft að taka fram, að hinn fyr-
nefndi flokkur er Framsóknar-
flokkurinn en hitt er úrkastið,
»dótið«, sem blaðið kallar. Eftir
frásögn »Tímans« eru þessir flokk-
ar alt af í stöðugum deilum um
velferðarmál þjóðarinnar. Fram-
sóknarflokkurinn heldur jafnan
hinu rjelta fram en »dólið« hinu
ranga. En svo verða þeir undar-
legu hlutir, eftir því, sem blaöinu
segist frá, að velferðarmálin verða
að lúta í lægra lialdi þrátt fyrir
hið ágæta samkomulag í góða
flokknum og þrátt fyrir sundur-
lyndi »dótsins«. Hjer hlýtur því
eitt af þrennu að vera, að blað-
ið segi ekki rjett frá um úrslit
málanna, að samheldnin i góða
flokkinum sje ekki eins mikil og
af er látið, eða að sundurlyndi
»dótsins« sje ekki eins mikið og
frá er sagt. Og við hlutlausa at-
hugun kemur það í ljós, að öll
þessi þrjú atriði eru samverkandi.
Mun hjer á eftir reynt að skýra
þetta með frásögn um þau mál,
sem þingið hafði til meðferðar.
Þess mun vandlega gætt, að halla
ekki máli rjettu og getur þáhverog
einn dæmt eins og honum sýnist
um framkomu þingmanna.
Til þess að ljettara sje að fylgj-
asl með í frásögninni hjer á eflir
er rjelt að skýra í fám orðum
j frá flokkaskiftingunni í þinginu.
Framsóknarmenn eru 15 og auk
þess voru 2 í kosningasambandi,
þar af var annar, eini sócíalisti
þingsins, Jón Baldvinsson, og
fylgir hann Jónasi frá Hriflu í
öllum aðalmálum. Þá voru sam-
an I bandalagi 15 menn, sem
ekki áltu þált í myndun núver-
andi stjórnar og i aðalmálunum
fylgdist meö þeim fyrsti íslenskl,
kvenþingmaðurinn. Sjálfstæðis-
mennirnir 6 og Vísismenn 3 voru
í bandalagi á þinginu, en djúpt
virðist sá fjelagsskapur ekki
standa, þvi að Vísismenn hafa lýst
sigandstæöa stjórninni. Þeir, sem
stjórnina styðja eru þvi fyrst og
fremst Sjálfstæðismennirnir 6 (að
meðtöldum forsætisráðherra) og
svo Framsóknarmenn, þó ekki
allir. Pvi að við atkvæðagreiðsl-
una um vantraustsyfirlýsingu
Eiríks Einarssonar i þinglokin,
lýstu þeir Jónas Jónsson og
Magnús Kristjánsson þvi yfir,
að þeir bæru ekki trausí til for-
sætisráðherra. Rað er þvi auð-
sælt, að stjórnina styðja eigi fleiri
en i mesta lagi 18 þingmenn og
er hún því í minni hluta og
kunnugir menn fullyrða, að í
Framsóknarflokknum eigi stjórn-
in i heild ekki nema 3—4 ör-
ugga fylgismenn. Ástæðan til, að
stjórnarskifti urðu eigi í þing-
lokin var þvi eingöngu sú, að
þingmönnum þótti ekki rjett,
þar sem undir kosningar var
komið, að lengja þingið með
stjórnarskiftaþrefi, enda er auð-
sætt, aö mjög tíð stjórnarskifti
eru landinu óholl.
Frnmvörp þau, sem stjórnin
lagði fyrir þingið væru hvorki
mörg nje veigamikil. Um fjár-
lagafrv. og meðferð þess á þing-
inu og fjáraukalagafrv. mun
verða rætt sjerstaklega. Merk-
ust stjórnarfrumvörp, sem sam-
þykt voru má væntanlega telja,
vatnalögin, lög um rjettindi og
skyldur hjóna, breyting á lög-
um um aðflutningsbann og
breyting á fátækralögum.
Vatnalagafrumvarpið ergamall
kunningi þingsins og hefir tölu-
vert verið um það mál deilt.
Nú var það samþykt með mikl-
um meiri hluta. Þetta mál hefir
aldrei á þingi verið flokksmál,
þótt oft hafi verið reynt að láta
líta svo út. Við umr. um málið
í neðri deild, stakk atvinnu-
málaráðherra upp á miðlunar-
tillögu, til þess að sætta meiri
og minni hluta og gengu flestir
iun á þá miðlunartillögu nema
Sveinn Ólafsson, þvi að honum
þótti frumvarpið skemmast með
samþykt miðlunartillögunnar. —
En örfáir fylgdu honum að mál-
um og er nú vatnamáladeilan á
enda kljáð fyrst um sinn, að
minsta kosti.
Lög um rjettindi og skyldur
hjóna eru mikill bálkur. Hafa
þau fengið ágætan undi.ibúning,
og má búast við góðri rjettar-
bót af þeim. Sifjalöggjöfin er nú
að mestu leyti ný orðin og mun
alment þykja taka stórum frarn
þeim reglum, sem áður giltu,
auk þess sem miklu handhæg-
ara er að hafa löggjöf um sama
efni í sem fæstum lögum.
Stjórnin lagði fyrir þingið frv.
um breyting á fátækralögunum,
en fremur fjekk frv. þetta kald-
ar viðtökur hjá þinginu, og i
raun og veru var það að eins
það ákvæði þess að stylta sveit-
festistímann, sem hafði alment
fylgi í þinginu, en nokkuð voru
þó skiftar skoðanir um hversu
langt skyldi ganga í þessu. Er
ekki tími til að fara frekar út
það hjer, en þess skal þó get-
ið, að það varð ofan á, að sveit-
festisliminn skyldi vera 4 ár, en
sumir vildu hafa hann 3 en
aðrir 5 ár. Hin samþj'kta till.
var því miðlunartillaga.
Lög um einkaleyfi voru sam-
þykt og helir frv. um það efni
legið fyrir undanförnum þing-
um og var nú samþykt með
nokkrum breytingum. Ressi lög
snerta lítið almenning og þj'kir
því ekki ástæða til að ræða
frekar um þau.
Alþingi samþykti lög um
breytingu á aöflutningsbanns-
lögunum í samræmi við bráða^
birgðalög um það efni, sem sam-
þykt voru á þinginu I fyrra.
Þessi lög voru samþykt vegna
samninga við Spán og Portúgal
eins og kunnugt er, og sá þing-
ið ekki annað fært vegna hags-
muna landsins í heild. 40 þing-
menn greiddu atkvæði með lög-
um þessum en 2 á móti, og
voru það þeir Jónas Jónsson og
Jón Baldvinsson. Fylgdust þeir
svo að í þessu máli eins og
fleirum, að ekki gekk hnífurinn
í milli. Flestum munu minnis-
stæð ærsl »Tímans« út af þessu
máli meðan Jón Magnússon fór
með stjórn, en síðan hefir hann
varla á það mál minst og sýnir
það meðat annars, að það er
persónuleg óvild, sem ræður
stefnu blaðsins. Eftir að tengda-
faðir ritstj. er orðinn ráðherra,
og heldur fram sömu stefnu og
Jón Magnússon, er snúið við
blaðinu. Nú viðurkenna því nær
allir, að vjer gátum ekki farið
öðruvísi að í þessu máli en vjer
gerðum og einmitt fyrir það
hversu viturlega var i þetta mál
tekið frá byrjun, njótum vjer
nú betri kjara hjá Spánverj-
um en nokkur þjóð önnur.
Undir þinglokin samþykti sam-
einað Alþingi yfirlýsingu með
yfirgnæfandi atkvæðafjölda um
að samþykt laga þessara væri
einungis gerð vegna nauðsynjar
landsins, en alls ekki af löngun
til að breyta bannlögunum. —
»Tíminn« hefir því það eittupp
úr ærslum sínum, að innsigla
opinberlega bandalag sitt við
socialistana, en það var hreinn
óþarfi, þvi að það var vilað
áður.
Stjórniu flutti einnig 2 frv.
um tekjuskatt og eignaskatt og
átti annað þeirra að vera til
bráðabirgða en hilt til fram-
búðar. Pað frumvarpið sem til
frambúðar átti að vera, lagði
þingið á hylluna og kom það
aldrei lil 2. umr. Pótti þing-
mönnum of snemt að grauta í
þeim lögum og vildu fá frekari
reynslu á þeim, enda þótti mörg-
um sú endurskoðun, sem fólst
i þessu frv. hið mesta raála-
myndakák. Bráðabirgðafrumv.
komst aftur á móti gegn um
þingið, en svo mikið var þvi
breytt, að ekki mun hafa slað-
ið eftir af því mikið annað en
fyrirsögnin. Urðu um þetta mál
allharðar deilur og mun svo
hafa farið að lokum um það
mál, að engir væru ánægðir. —
Ein aðalþreytingin, sem stungið
var upp á í stj.frv. var sú, að
fella alveg burtu skatt af tekj-
um undir 1000 kr. og persónu-
frádráltinn. Þetta þótti meiri
hluta þingsins ekki rjelt og var
bent á, að með þessu mundi
flest eða margt einhleypt fólk
sjerstaklega í sveitum, alveg
sleppa við tekjuskatt. Ennfrem-
ur var í stj.frv. gerl ráð fyrir,
að hækka frádrátt fyrir börn í
500 kr. í stað 300 kr. og gekk
sú brej'ting í gegn. En veiga-
mesta breytingin í stj.frv. var
breytingin á skattstiganum og
var sú lækkun allmikil á lægri
tekjunum en hækkuá á háum
tekjum. Pingið bjó til alveg nýj-