Vörður - 26.05.1923, Side 6

Vörður - 26.05.1923, Side 6
4 V 0 R Ð U R an skattstiga og er hann nú orðið svo kunnur um alt land, að um hann þarf ekki að ræða. Er enginn efi á því, að tekju- skatturinn lækkar mjög vegna þessara breytinga og einnig af því, að þingið heimilaði að draga frá skattskyldum tekjum bæði aukaútsvar og tekjuskatt. Meðal þingmanna voru ýmsir, sem helst hefðu kosið, að tekju- skatturinn hefði staðið óbreytt- ur, en beygðu sig til samkomu- lags, því að þeir óttuðust, að ella mundu ákvæði stj.frv. ganga fram, en þau töldu þeir stórum verri en það, sem náði fram að ganga. Það var mjög fundið til foráttu þessu frv., að það var svo seint á ferðinni i þinginu, að óhjákvæmlegt hlýtur að hafa verið að reikna út tekjuskatt- inn að nýju á öllu landinu. Frv. um samþykt á lands- reikningunum fyrir árin 1920 og 1921 var samþykt óbreytt eins og það kom frá stjórninni og engar ályktanir sjerstakar gerðar út af því frv. eins og oft hefir áður verið. Nokkur fleiri frv., sem sam- þykt voru, lagði stjórnin fyrir þingið, en þau varða almenn- ing ekki mikið, að undanteknu frv. um samþyktir um sýslu- vegasjóði. Sjest af þessu, að þegar undan eru tekin fjárlaga- frv. og fjáraukalagafrv. og þau frv., sem áður hafa legið fyrir þinginu, hefir stjórnin ekki lagt mikinn skerf til hinna samþyktu laga þingsins. Þau frv., sem mest var i spunnið, voru frá tíð fyrri stjórna, svo sem vatna- lagafrv., frv. um skyldur og rjettindi hjóna., frv. um einka- leyfi, o. fl. Alls lagði stjórnin fyrir þingið 29. frv. og af þeim voru að eins 17 samþ., en 29 þingmannafrv. voru samþykt sem lög. Meðal þeirra stjórnarfrv. sem ekki komust gegn um þingið má nefna, frv. um sameining ýmsra sýslumannaembætta. Var mikil andstaða gegn þessu frv. og að sjálfsögðu var það ekki flokksmál. Lögðust sumir mestu sparnaðarmenn þingsins á móti þvi og töldu, að stjórnin hefði borið þar niður um sparnaðinn, sem einna síst skyldi, að því undanskildu ef læknum hefði átt að fækka. Var bent á það, að nær hefði verið að ráðast að einhverju þeirra embætta í Reykjavik, sem telja má miður þörf eða alóþörf, og enn frem- ur var frv. fundið það til for- áttu, að það ylli engum sparn- aði í fyrirsjáanlegri framtíð, það væri að eins framtíðarhylling, þar sem það átti ekki að koma til framkvæmda fyr en jafnóð- um og sýslumannaembættin Iosn- uðu. Þá var og sýnt rækilega fram á, að stjórnin hefði áætl- að sparnaðinn miklu meiri en hann mundi verða í raun og veru. Stjórninni var borið það á brýn, að hún mundi varla hafa borið frv. fram í því skyni að fá það samþykt, heldur að eins til að uppfylla loforð sín í fyrra um fækkun embætta. — Forsætisráðherra varði frv. af miklu kappi, en við 2. umr. í neðri deild, var felt svo mikið úr frv. að ekki stóðu eftir aðrar sameiningar sýslna en Dala- og Strandasýsla, og Árnes-, og Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýsla. Ljet stjórnin þvl frv. ekki koma oflar á dagskrá og telst það því óútrætt. Frh. Kosningarnar í haust, Ekki er ráð nema í tíma sje tekið. Sum blöðin eru þegar tekin að ræða það mál, um hvað kosningarnar í haust muni snúast. »Tíminn« hefir fyrir löngu sagt, að þær muni snú- asl um íslandsbanka-málið, og forseti sameinaðs þings gat þess til í ræðu, er hann hjelt við þinglausnir, að kosningarnar mundu snúast um samvinnu eða samkepni. Hvorugt mun verða. Islandsbanki er kominn undir alinnlend yfirráð og kenn- ingin um, að stór flokkur manna sje í landinu, sem sje andvígur samvinnustefnunni, er ekki á rökum bygð. Það mun vera erfitt að finna marga menn, sem telji samvinnu yfirleitt óheppi- lega eða skaðlega. Um kaupfje- lagsskapinn er það að segja sjerstaklega, að það er fyrir löngu al-viðurkent aö hann sje bráðnauðsynlegur og hafi unnið mikið gagn. Það er því gersam- lega ómögulegt, að kosningar geti snúist um rjettmæti þeirrar stefnu, því að hún er al-viður- kend. Þegar t. d. »Tíminn« er að gera upp milli bænda, sem á þingi sitja, og segir um þá, sem Framsóknarflokkinn fylla, að þeir sjeu samvinnumenn, en hinir ekki, þá er það rangt. Það er hægt að benda á bændur á þingi, sem eru einlægir og á- hugasamir samvinnumenn, en vilja þó ekki standa í fylkingum þeirra, sem fylgja fram skoðun- um »Tímans«. En hvað er það þá, sem skilur? Það er fyrst og fremst bardagaaðferðin, það er tilraunin til þess að egna stjett- irnar hverjá á móti annari. — Allar stjettir eiga að vinna sam- an fyrir þjóðarheildina. Með því einu móti vegnar þjóðarlíkam- anum vel. Ef einhver stjett, t. d. kaupmenn, reyna að skara um of eld að sinni köku, er sam- vinna i verslunarmálum lækn- ingin. En samvinnan á að ná lengra. Hún á að ná til allra stjetta. Það er sú rjetta sam- vinna. Þá menn sem vilja stuðla að þvi á að kjósa á þing. Um það ættu kosningarnar að snú- ast. Samkomulagið. Tíniinn geypar mikið yfir hinu ágæta samkomulagi í flokki sin- um, en þeim sem kunnugir eru á þinginu, þykir það all-mjög orðum aukið. Flokkurinn fylgd- ist ekki að í afstöðu sinni til stjórnarinnar, ekki um sveitfestis- tímann, ekki um fossamálin, ekki um fækkun þinga og ráð- herra, ekki um embættafækkun- armálin, ekki um norska bank- ann, ekki um bankaeftirlits- manninn, ekki í íslandsbanka- málinu, ekki í skattamálunum. Þetta voru aðal-ágreiningsmálin í þinginu auk fjárlaga, og þar skiftist mjög sitt á hvað, enda er það eigi að undra, því að i flokknum eru sparsamir menn og líka einhverjir mestu eyðslu- menn þingsins. Efnahagur ríkissjóðs, 1 árslok 1919 voru skuldir ríkissjóðs kr.: 16064520,89, í árslok 1920 kr.: 14717589,61, í árslok 1921 kr.: 16385524,72. Á árunum 1920 og 1921 hafa skuldirnar þvi aukist um kr. 321003,83. Eignir ríkissjóðs um- fram skuldir voru í árslok 1919 kr.: 15890541,20, en í árslok 1920 kr.: 14508157,20 og í árs- lok 1921 kr. 13717728,44. Á árunum 1920 og 1921 hafa því tapast á þjóðarbúskapnum rúml. 1. milj. kr. hvort árið. Þessar tölur eru allar teknar eftir lands- reikningunum. Árin 1920 og 1921 voru mestu dýrtíðarárin sem nokkru sinni hafa yfir þetta land gengið. Báðir bankarnir hafa á þessum árum tapað miklu fje. Útgerðarmenn, bænd- ur og samvinnufjelög safnað skuldum, alt fyrir óviðráðanlega rás viðburðanna. Dýrtíðin kem- ur eigi siður niður á rikissjóði en öðrum. Hann fær aðeins peninga, sem eru því minni i verði, sem dýrtíð er meiri. Hann verður að kaupa alt af öðrum og ýmsar af þeim vörum, sem hann þarf allra mest af svo sem kol, olía og sement margföld- uöust í verði, að ógleymdri dýr- tíðaruppbótinni til embættis- manna, sem á þessum árum varð miklu hærri en nokkurn hafði grunað. Það er mjög hægt að kenna einstökum mönnum um alt þetta á eftir, en allir vita að þetta var óviðráðanlegt og getur þar hver stungið hend- inni i eigin barm. Tap rikis- sjóðs hvort áranna 1920 og 1921 hefir numið 50—60 kr. á fjöl- skyldu í landinu. Það virðist ekki meira en búast mátti við á hinum erfiðustu árum, sem yfir oss hafa gengið. Skuldirnar hafa á þessum árum aukist um sem næst 4 kr. á hvern mann í landinu. Fækkun ráðherra og þinga. Á hinu nýafstaðna Alþingi flutti Magnús Guðmundsson frv. um að breyta stjórnarskránni á þá leið, að aðeins skyldi vera einn ráðherra og þing annað- hvort ár. Frumvarp þetta var felt við 3. umræðu í neðri deild með 16 atkv. gegn 12. Með frv. greiddu atkvæði: Björn Halls- son, Einar Þorgilsson, Hákon Kristófersson, Jón A. Jónsson, Jón Sigurðsson, Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Proppé, Pétur Ottesen, Sigurður Stefánsson, Stefán Stefánsson og Þórarinn Jónsson. Á móti greiddu atkvæði: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Eiríkur Einars- son, Gunnar Sigurðsson, Ingólf- ur Bjarnarson, Jakob Möller, Jón Baldvinsson, Lárus Helgason, Magnús Jónsson, Magnús Pjet- ursson, Magnús Kristjánsson, Pjetur Þórðarson, Sveinn Ólafs- son, Þorleifur Guðmundsson, Þorleifur Jónsson og Þorsteinn Jónsson. — Síðar verður minst nánar á þetta mál. Hjer skal þess að eins geíið, að »Tíminn« segir um fækkun þinga i tölu- blaði því, sem kom út 3. mars, þetta: »Magnús Guðmundsson kemur með stjórnarskrárbreytingu um að þing verði annaðhvort ár og fækkun ráðherra. Tíminn mun fyrst og mest hafa barist fyrir þingi annaðhvort ár allra blaða hjer á landi, ög mun ýta á það mál eftir mætti, að fram nái að ganga«. Hvenær þessi barátta blaðsins átti sjer stað er ekki vitað, en ef »ýtt hefur verið á eftir mætti« hefur mátturinn ekki verið mikill, því að eins og at- kvæðagreiðslan hjer að framan sýnir, greiddu allir flokksmenn blaðsins atkv. gegn frv. nema Stefán í Fagraskógi. Kunnugt er, að Jónas Jónsson var frv. þessu mjög andvígur og tromfaði hann sinni skoðun í gegn i flokknum á móti vilja ýmsra manna þar. Verður það skýrt nánar síðar et tilefni gefst. Kjöttollurinn norski. Þegar Norðmenn hækkuðu kjöttollinn sagði Tíminn, að það væri gert vegna Spánarmáls- ins. Nú er það sannað, að svo er ekki og er blaðið hætt að halda því fram, en segir nú, að Norðmenn hafi hækkað toll þenna vegna fiskiveiðalöggjafar þeirrar, er vjer settum hjá oss á þinginu 1921. En þetta er ekki heldur rjett, og má meðal annars marka það af því, að fiskiveiðalöggjöf vor er einmitt sniðin eftir fiskiveiðalöggjöf Norðmanna sjálfra. Það liggur í augum uppi, að þeir geta ekki refsað oss fyrir að fara eins að og þeir gera sjálfir. Sannleikur- inn er, að tollhækkunin er gerð til þess að vernda norska kjöt- framleiðslu, er verndartollur, og sjest það best á því, að hann gengur yfir allar þjóðir, sem flytja kjöl til Noregs. En af þvi að tollurinn er þungatollur kem- ur hann hlutfallslega miklu harðara niður á íslensku kjöti en öðru kjöti, þar sem vort kjöt er flutt þangað saltað og er því í lægra verði en kjöt annara þjóða, sem er flutt þang- að nýtt. Þetta misrjetti ætti að vera hægt að fá leiðrjett og munar það allmiklu. Það er ekki ástæða tii að ætla, að frændur vorir Norðmenn vilji, aö vjer verðum harðar úti en aðrar þjóðir í þessu efni. Hjer er fyrir hendi þakklátt verkefni fyrir landsstjórnina og ekki skal það í efa dregið, að hún hafi áhuga fyrir málinu. Fyrir haust- ið þarf þessu máli að vera lok- ið. Út af hinum háværu kröf- um Tímans um endurgreiðslu á tolli þessum úr ríkissjóði, er rjett að geta þess, að á hinu nýlokna þingi kom engin tillaga fram um slíka endurgreiðslu og er því svo að sjá, sem lítill hug- ur hafi fylgt máli hjá blaðinu. Annars er það um kjötútflutn- ing vorn að segja, að vjer verð- um um fram alt að kappkosta að koma kjöti voru nýju(frystu) á markaðinn erlendis og stend- ur það þá fyllilega á sporði kjöti annara. Er nú vaknaður mikill áhugi í þessa átt og í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1924 er stjórninni heimilaö að greiða úr ríkissjóöi alt að 8/i af þvi tjóni, sem verða kaqn á tilraunum Sambands islenskra samvinnu- fjelaga til að senda kælt kjöt eða fryst á erlendan markað, miðað við saltkjötsverð á sama tíma. Að þessu máli mun verða vik- ið nánar hjer í blaðinu þegar tækifæri er til, og þá væntan- lega skýrt frá þeim tilraunum i þessu efni, sem Sambandið hefir þegar gert. Er það sjálfsagður hlutur að styðja það rækilega í þessu, því að þetta mál er meira fjárhagsmál fyrir landbúnaðinn en flest önnur. JardræktarmállA. Tíminn segir, að Þórarinn Jónsson hafi verið mótfallinn ræktunarlagafrv. þvi, sem lá fyrir þinginu. Sannleikurinn var, að hann var framsögumaður málsins í neðri deild og allir, sem til þektn, vissu að hann gerði meira fyrir það mál, en nokkur annar þingmaður. En þvi ber blaðið svona gróusögur? Skálaræður. Tíminn segir, að Sigurður Stefánsson hafi mælt fyrir minni samgöngumálaráðh. í sumbli er hinn síðarnefndi hjelt um borð í Esjunni fyrir þingmenn og blaðamenn, skömmu eftir að hún kom til landsins. Þetta er alveg rjett, en það mætti lika ef til vill nefna það, að Jónas Jóns- son hjelt við sama tækifæri ræðu fyrir minni Jóns Þorláks- sonaroghældihonum mikið fyrir hreinskilni. Við þetta tækifæri var vín veitt óspart, en ekki er þess getið að bindindispostulinn í Laufási hafi hneykslast eins mikið á því og þegar Jón Magn- ússon veitti vín í veislum sín- um. En það var líka tengda- faðir ritstj. sem stóð fyrir Esju- sumblinu. §amlokur. Að því er best er vitað, voru 2 menn á síðasta þingi betur sammála en flestir eða allir aðrir. Þeir heita Jón Baldvins- son og Jónas Jónsson. Guðmundnr Einarason pró- fastur í Ólafsvík, hefir verið kos- inn prestur á Þingvöllum, kosn- ingin var lögmæt. Forsætisráðh. 8ig. Eggerz, er farinn á konungsfund til þess að fá staðfestingu á hinum ný- samþyktu lögum Alþingis. Taugaveiki er all-útbreidd í Vestmannaeyjum, en ekki sögð mjög illkynjuð. Styrjold á Balkanskaga. Talið er líklegt, að til ófriðar dragi milli Tyrkja og Grikkja. Maguús Guðmnndsson alþm. hefir sjeð um útgáfu þessa tölu- blaðs, með því að ritstj. er fjar- verandi. — Hinn fyrnefndi hefir lofað að skrifa að staðaldri í blaðið, um ýms landsmál. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.