Vörður


Vörður - 22.03.1924, Blaðsíða 1

Vörður - 22.03.1924, Blaðsíða 1
Ræða Magnúsar Sigurðss. bankastj. við sýningLandsbankahússins nýja 29. febrúar 1924, Bankastjórnmni fanst það vel við eigandi að bjóða ríkisstjórn- inni, alþingismönnum, stjórn ís- landsbanka og nokkrum öðrum mönnum hingað, til þess að skoða bankann, áður en hann verður opnaður hjer, en ákveðið er, að afgreiðsla fari fram í honum í fyrsta skifti á morgun — laugardaginn 1. mars. — Eins og mönnum er kunnugt, var Landsbankinn fyrst til húsa í húsinunr. 3 í Bankastræti hjer í bænum, húsi Sigurðar bóksala Kristjánssouar. Löngu seinna bygði bankinn sitt eigið hús, á sama stað og þetta nú stendur, ög-<var það gert fyrir forgöngu og dtrgnaði Tryggva sál. Gunnarssonar bankastjóra. Var smiði þess húss iokið 1899, og þótti það þá veg- legasta bygging hjer á landi og mesta bæjarprýði. Yfirsmiðurinn var Valdimar Baldt danskur maður. Mun hann hafa haft fleiri útlendinga í þjónustu sinni, þvi íslendingar voru þá óvanir að byggja slík stórhýsi, eu siðan hafa þeir lært það smátt og smátt, ýmist af útlendum byggingarmeisturum, er hjer hafa komið og unnið, og svo með þvi að fara utan og læra byggiugarfræði. Þvi að kunnátta í byggingarlist var lítil hjer á landi þá, þótt hjer væru góðir handiðnamenn. Eftir því, sem mjer er best kunnugt, mun bankinn hafa verið opnaður i hinni nýju byggingu 17. ág. 1899. Er fróð- legt að sjá kvað blöðin þá segja um húsið. í þjóðólfi 28. júlí 1899 er komist svo að orði: »Ætlast er til að hún (þ. e. s. a. kyg8*n8‘D) verðisýnd almenningi, að eins fullorðnum, fyrstu dag- anna i ágúst. Er unnið aö henni fram á nætur lil þess að hafa hana fullgerða um það leyti, bæði innan og utan. Húsið er eflaust mesta skrauthýsi hjer á landi, fyllilega á borð við slíkar byggingar í stórborgum. Vjer bjuggumsl viö þungri hurð upp að ljúka eftir stærð, en hún var Ijett sem íis, svo vandlega er frá því sem öðru gengið. For- dyrið er sjerstaklega prýðilegt, með skrúðmáluðum veggjum og upphleyptum myndum. Loftið í íjórum hvilftum, er mætast í miðju, og hangir þar nlður for- kunnarfagurt 'ljósker. Allur vest- urhelmingurinn er einn stór sal- ur, afgreiðslustofa bankans, einkar björt, prýðilega vönduð. Gólfið i fordyrinu og þeim hluta afgreiðslustofunnar, sem ætlaður er almenningi, og mest verður umferð um, er ú».<brendum leir, svo börðum, að í t o daga var verið að reka nagla níður í gólfið til að festa járnristina framarlega í fordyrinu. Er gólfið í ferhyrntum, skrúðmáluðum plötum. Á afgreiðsluborðinu um þveran salinn, má sjá merki islenskrar skurðlistar; er það verlt hins efnilega trjeskurðar- manns, Stefáns Eirikssonar, sem og hefir verið látinn gera stoðir þær, i fornum stíl, er prýða stig- ann upp á loftið. Var það vel hugsað að nota til þess innlenda krafta. í austur-helmingnum er biðberbergi fyrir þá, er finna vilja bankastjórnina að máli, en hún á að sitja í löngum sal fyrir austurendanum, og þar innar af er aftur sjerstakt her- bergi fyrir bankastjórann sjálf- ann. Uppi á lofti eru tveir stór- ir salir, á við afgreiðslusalinn niðri, var Bertelsen málari þar að leggja síðustu hönd á loft og veggi. Eru þeir ætlaðir fyrir forngripasafn og málverkasafn. Niðri í norðurherberginu fyrir miðju eru innmúraðir geymslu- •klefar, með rammgerðum járn- hurðum og járnslá fyrir. Ein járnhurðin er íslensk, gerð af Porsteini smið Tómassyni. Eru læsingar á þeim einkennilegar. Skal þar geyma bækur, verð- skjöl, seðla og fje bankans. Hjer og hvar meö veggjunum í hverju herbergi eru snotrir skápar; eru þar umgerðir um upphitunar- pípurnar, því að alt húsið er hitað upp frá miðstöðvarvjel í kjallaranum. Ekki mun bygging- in fara fram úr 80000 kr. Mun enginn álasa bankastjórnina á næstu öld, að hún vandaði bygginguna svo einkar vel úr því bankinn þurfti á nýju húsi að halda á annað borð«. Biaðið »ísafold« segir 18. ág. 1899: »Landsbankinn fluttist í nýja bankahúsið í fyrradag, það er hin mesta bæjarprýði, lang fallegasta og vænsta húsið á landinu«. Blaðið »Fjallkonan« 28. sept. 1899 lofar fyrst fegurð hússins, og segir svo: »Svo má ekki gleyma því, að þetta er fyrsta húsið á landinu með miðstöðv- hitun, sein er langtum hentugri og ódýrari hitunaraðferð í stór- hýsum en gömlu ofnarnir. Tryggvi bankastj. Gunnarsson á miklar þakkir skyldar fyrir húsið þó bankanum væri það jafn vel um megn að byggja það í þessu árferði, en það ínátti ekki drag- ast lengur að hann bygði sjer hús. Honum, er eflaust mest að þakka, hve vandað og prýðilegt húsið er, því útlendur yfirsmið- ur mundi annars naumast hafa gengið svo frá því«. Bankahúsið brann í april 1915, þegar mikli bruninn varð Rvík, lá þá beint fyrir að byggja hann strax upp aftur á sama stað, en af ástæðum, sem hjer ekki skal farið út f, var það ekki gert. Bankastjórnin, sem þá var, seldi laudinu lóðina, brunarúst- irnar og brunabæturnar, fyrir tæpar 120000 kr. með kaup- samningi gerðum 4. oktbr. 1915, en afsalið er dagsett i janúar 1916. Það mun hafa verið ætlun landsstjórnarinnar að byggja liúsið upp aftur og nota það fyrir landsímastöð, en árin liðu, og stríðið hjelt áfram, og erfitt var að fá fje til símabyggingar, og sama gilti eftir að friðurinn komst á. Endirinn á öllu sam- an varð sá, að bankinn keypti aftur rústirnar, lóðina og bruna- bæturnar fyrir rúmar 173 þús. kr. með afsalsbrjefi dags 16. oktbr. 1922. Frá því að brann 1915 leigði Landsbankinn fyrst i pósthúsinu og síðan í húsi Nathan & Olsen’s við Austurstræti. Nú er hann loks, eftir tæp 9 ár kominn á sinn gamla stað og hjeðan af er lítil hætta á því að hann verði fluttur burtu. 1922 var mikið atvinnuleysi í Reykjavik, og var farið fram á það, bæði af bæjarstjórninni og landsstjórninni, að farið væri að vinna að bankabyggingunni. Guðjón Samúelsson, húsagerðar- meistari, gerði teikningu að nýrri bankabyggingu, sem átti að standa á gömlu lóðinni, og var sú teikning samþykt af bankastjórninni og þáverandi fjármálaráðherra, Magnúsi Guð- mundssyni. í marsmánuði 1922 var byrjað að rifa það sem með þurfti af gömlu brunarústunum, en í júlímánuði sama ár var byrjað að vinna að nýju banka- byggingunni og hún fullsteypt og komin undir þak þá um haustið. En ekki vanst tími til þess að sementsljetta húsið að utan fyr en næsta sumar. Eftir áramótin 1923 var byrj- að að sementsljetta húsið að innan og setja í það miðstöðvar- hitunartæki, og var því verki að mestu leyti lokið uin mitt sum- arið, þá var farið að þilja og leggja marmara á gólf og stiga. í september 1923 var byrjað að mála húsið að innan og 1. febr. þ. á. mátti segja að smiði hússins væri lokið að öllu leyti. Húsið er 34 metrar að lengd utanmáls, 13 m. á breidd, hæð þess frá jörðu og upp á vegg- brún rúml. 14,50 m. Bankasal- urinn er að flatarmáli 273 fer- metrar og lofthæðin i honum 4,40 m. Auk kjaliara og stofu- hæðar eru 3 hæðir í húsinu. Á fyrstu hæð er lofthæðin 3,65 m., á 2. hæð 3,20 m. og á 3 hæð 2,90 m. Alls eru i húsinu 50 herbergi, en sjeu gangar og snirtingarherbergi talin með, eru þau 65. Húsið hefir mest alt verið bygt í útboðum, og hefir verið æði mikill mismunur á hæstu og lægstu tilboðunum, og er gaman að sjó mismuninn á nokkrum þeirra. Lægsta tilboðið i klofið grjót var 4000 kr., en það hæsta 7500 kr. Lægst tilboð Byggingarefni: Sement, Þakjárn, Þakpappi, Saumur, Rúðugler, Kalk, Reyrvefur, Strigaskinnur, Gólfdúkar, Filtpappi, Steypu- — — — — styrktarjárn, Gaddavír. — — — — Eldfteri. Einkaumboð á Islandi fyrir hið góðkunna firma C. M. Hess Fabrikker A, S. Vejle. Miðstöðvartæki og 'VatnsleiÖsluLr. Allskonar miðstöðvartæki, Ofnar, Miðstöðvareldavjelar, Katlar o. fl. Ennfremur Fittings, Vatnspipur, Kloset og asf. Pípur. Smlðaj árn allskonar, sívalt og ferstrent, svart plötujárn. Vjelar og- verkfæri. Járnbrautarteinar og vagnar, Trjesmíðavjelar, Slökkvi- tæki, Dælur, Lausasmiðjur. öllum fyrirspurnutn <freiðlega s v a r a ð. J. Þorlákss. & N orðmann Reyltlavik. Nímneíni.: Jón Porláks. í að rífa niður það af gamla bankanum, sem þurfti, og grafa grunninn var 5000 kr., en það hæsta 16000 kr. Lægsta tiiboðið i að gera húsið fokhelt og ljúka ’við það að utan var 165700 kr. en það hæsta 263700 kr. Lægsta tilboðið í þakskífur var 11300 kr., en það hæsta tæpar 17000 kr. Mismunurinn á hæöstu og iægstu tilboðunum mun hafa numið samtals kringum 170000 kr. Alls voru útboðin 25, og samdi húsagerðarmeistari ríkisins alla útboðsskilmála og var það mikið verk og vandasamt. Ólafur Jónsson, Ólafur Ás- mundsson, Kornelíus Sigmunds- son og Einar Einarsson gerðu lægstu tilboð i aðalverkið. að koma byggingunni undir þak og ganga frá öllu múrverki innan- húss, og unnu þeír fjelagar á- samt verkamönnum sinum af mesta kappi og vel. Jón Halldórsson trjesm.meist- ari hefir smiðað flest alt innan- húss, sem að trjesmíði lýtur, af snild mikilli. Hafliði Hjartason hefir smíðað útihurðir og Jóhannes Reykdal i Hafnarfirði gluggaramma. Miklar sögur hafa af þvi gengið hve dýrt húsið hafi orðið og ekki er því að leyna, að ali- dýrt hefir það orðið, en ekki neitt nálægt þvi, sem sagt er manna á milli hjer í bænum. Lóðin og brunarústirnar hafa kostaðrúmarl240Q0kr. Geymslu- hvelfingin meðskápum ogtilheyr- l andi kringum 80000 kr. En sjálft húsið tæpar 700 þús. kr. Þess skal getið, að byggingin hefði ekki orðið dýrari þótt rústirnar hefðu alveg verið rifn- ar niður og alt bygt upp að nýju, eftir því sem byggíngar- fróðir menn telja, svo telja má aö bankalóðin kosti rúmar 124000 kr. Ætlað er að geymslu- hvelfingin borgi sig sjálf með leigu á geymsluhólfunum. Ef litið er til þess, hve húsið er stórt og vandað í alla staði, og vel frá öllu gengið, þá má segja að það, eftir atvikum, sje ódýrt og meira að segja mjög ódýrt, í samanburði við hús Eimskipafjelagsins, Hvanneyrar- húsið og læknishúsið á Vífils- stöðum. Af landsstjórnarinnar hálfu var áskilið, að hún fengi að leigu húsnæði i húsinu handa opinberum skrifstofum, og eru henni ætlaðar 2 efstu hæðirnar og eru herbergin á þessum hæð- um að míuu áliti svo góð, að hver starfsmaður ríkisins má 'vera fullánægður með þau fyrir skrifstofur. Ætti það að vera gróði fyrir landssjóð, að fá hæðir þessar fyrir hæfilega leigu undir skrifstofur sinar. Hagstofan er þegar flutt í húsið; auk þess mun ríkisfjehirðir flytja þangað o. fl. 1 bankasalnum er mynd, sém á að tákna ísl. landbúnað, mál- uð á steinvegginn af Jóni Stef- ánssyni iistmálara. Önnur sams-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.