Vörður


Vörður - 22.03.1924, Blaðsíða 2

Vörður - 22.03.1924, Blaðsíða 2
2 VÖRÐBR konar œynd á að koma á fyrstu hæð, sem tákni sjávarútveginn, og á Jóhannes Kjarval listmái- ari að mála hana. Myndir þessar eiga að minna alla þá, er i bankann koma, á þessa tvo að- alatvinnuvegi og máttarstoðir Islendinga. Guðjón Samúelsson hefir unnið stórvirki með þess- ari byggingu og mun hún lengi halda nafni hans á lofti. Hann hefir teiknað húsið, og yfir höfuð haft alla yfirumsjón með bygg- ingunni, og með honum hefir unnið samverkamaður hans Ein- ar Erlendsson byggingameistari. Guðjón Gamalíelsson múrara- meistari hefir haft eftirlit með byggingu hússins og frágangi öllum, fyrir hönd bankans, og þá sjerstaklega að sjá um, að öllum útboðsskilmálum væri fullnægt. Bankastjórnin þakkar hjer með öllum þeim, er hjer hafa að unnið, bæði þessura mönn- um, smiðunum og öllum verka- mönnunum. Allir hafa þeir unnið vel og af frábærum dugnaði og snild, svo að sagt hefir verið, að aldrei hafi eins vel og dug- lega verið unnið að nokkurri byggingu hjer á landi. Jeg hefi orðið var við það, að það var eins og hver vildi gera það besta, eins og þeim þætti vænt um að vinna að byggingunni, og væri vel við þá stofnun, sem þar ætti að búa. Hjer hafa íslendingar einir unnið að, og alt er smiðað hjer heima, að undanteknum skrám og lásum, geymsluhólfum og járnhurðum. Jeg þori óhikað að fullyrða, að bankahúsið er fegursta bygg- ingin, sem vjer íslendingar höf- um enn þá bygt, og mun ætíð verða til sóma þeim mönnum, sem unnu að henni. Hún er sýnilegt tSkn þess, hve langt islenskir iðnaðarmenn og verkamenn eru komnir í sinum atvinnugreinum og mun verða litið á hana með aðdáun, jafnt af innlendum mönnum sem útlendum. Því getum vjer veriö stoltir af byggingunni. Á þessum stað ljet Tryggvi Gunn- arsson byggja Landsbankann í lyrsta sinn. Eftir 9 ára hrakn- ing er hann nú aftur kominn heim til sin, og bjer mun hann búa öld eftir öld og öll fslands bðrn að honum hlúa. Hljómleika hjelt Páll ísólfsson í dómkirkj- unni siðastl. sunnudag. Voru þeir mjög vel sóttir og er slikt ekki að furða, því hjer er ann- að og meira á ferðinni en al- mennar skemtanir. Alt eru það stórmerk tónverk sem leikin eru og listfengi Páls og annriki mun flestum koma saman um, er til þekkja. — Mun blaðið siðar geta hljómleika þessara, sem eru í raun og veru stórir viðburðir í sðgu íslenskrar sönglistar. A. A. V. Haflð þjer gerst kaup- andi að Eimraiðinni ? *- Ping-sag-a. Jón Baldvinsson bar fram 2 frumv. um einkasölu á síld og saltfiski. Bæði frv. voru feld eftir nokkra orðasennu. Tryggvi Pórhallsson og Pjetur Ottesen bera fram frumvarp um bann gegn áfengisauglýsingum. Má ekki á nokkurn hátt birta almenningi að áfengi sje til sölu. Sprúttsalarnir telja frv. borið fram í vináttuskyni við sig því þess fleiri renni á lyktina. Sömu þingmenn og Magnús Jónsson í viðbót bera fram frv. um ýmsar breytingar á bann- lögunum. Er þar mjög hert á ýmsum ákvæðum bannlaganna, einkum sektarákvæðum. Brennivínssalarnir telja frv. meinlaust hvað sjer viðvíkur en meinlegt almenningi. Búast við því aö þurfa að hækka brennivínsflöskuna um 100°/« til að standast áhættunaaf atvinnu- rekstrinum. Tryggvi Pórhallsson ber fram frv. um stofnun búnaðarlána- deildar við Landsbankann. Skal samkv. frv. stofnuð sjer- stök deild með þessu nafni. Skal Landsbankinn leggja henni árlega til 500 þús. kr. og á að verja því fje eingöngu til bún- aðarframkvæmda. — Lánstími skemstur 20 ár, vextir 4°/o og lánið afborgunarlaust fyrstu 4 árin. Vel Hklegt að frv. verði sam- þykt eins og ríkisveðbankinn, en svo verði enginn eyrir veittur. Magnus Guðmundsson flytur frv. um aukaútsvör ríkisstofn- ana. Skulu þær samkv. frumv. greiða 5°/0 af nettó ágóða i bæj- arsjóð þar sem aðalaðsetur þeirra er. Annarstaðar greiðist ekkert. Pjetur Ottesen ber fram breyt- ingu á samvinnulögunum sams- konar og i fyrra, Pjetur Þórð- arson hefir skorast undan lið- veislu. Hefir hvíslið Jónasar í eyra hans orðið áhrifameira en raddir kjósendanna og sjálfs hans skoðun á síðasta þingi. Jón Baldvinsson flytur frumv. um breytingu á fátækralögun- um. Skal samkv. því sá styrk- ur ekki skoðast sveitarstyrkur; sem veittur er vegna ómegðar, slysa og vanheilsu, atvinnuskorts og elli. Ef þingmenn þjáðust af öllu þessu mundu þeir samþykkja frumv. Ásgeir og Jón Kjartansson flyfja þingsályktunartillögu um bann gegn innflutningi útlendinga í atvinnuskyni. Er full þörf á að hjer sje hafist handa, því að alt er að fyllast af útlendingum og fer óspart orð af því, að sumir þeirra verki spillandi á siðsam- ar dætur höfuðstaðarins, sém »insta þráin« hefir byrjað að gera vart við sig hjá. Jakob Möller flytur frv. um afnám tóbakseinkasölunnar. Þyk- ir honum hagnaðurinn af söl- nnni orðið mun minni en á- atlað var eða aðeins rúmar200 þús. kr. á ári í stað 500—000 kr. sem fjárhagsneíndin áætlaði þær. Magn Jónsson og Ásgeir flytja þingsályktunartill. um undir- búning þegnskylduvinnu. Skal eftir henni skipuð kauplaus nefnd til að athuga möguleikana á því að koma henni hjer á. — Gott að byrjað er á að hreyfa þessu þarfa máli aftur. Magnús Torfason ber fram frv. um sparisjóði. Eru í frumv. frekari tryggingarráðstafanir fyr- ir því, að vel sje með fje spari- sjóða farið, en áður voru í lög- um. Bernharð Stefánsson ber fram frumv. um bygðarleyfi. Má sam- kvæmt því enginn flytja sig inn í framfærsluhjerað nema með leyfi sveitar eða bæjarstjórnar viðkomandi hjeraðs. Pjetur Ottesen flytur frv. um breytingu á’ lögunum um bann gegn botnvörpuveiðum. Er þar hert mjög á refsiákvæðunum. Við 1. brot missir skipstjóri rjett til skipstjórnar um 1 ár, við annað brot um 2 ár og við þriðja missir hann skipstjórnar- rjett sinn fyrir fult og alt. Auk þessa er svo fangelsishegning. Ástæðan fyrir flutningi frv. hin mikla ágengni botnvörpunga við veiðar innan landhelgi og þar afleiðandi eyðilegging þeirra fiskimiða sem smábálar sækja afla sinn á. Ásgeir, Sigurjón og Árni flytja till. í sambandi við þetta mál, að sektir skuli borgaðar í gull- krónum. Jón Kjartansson flytur frv. um útgáfu 5. flokks bankavaxta- brjefa í veðdeild Landsbankans alt að 27« miljón kr. Skal ein- ungis lánað gegn veði i jarð- eignum og graslendum f kaup- stöðum. Lánstími 25 ár. Veð- deildin má lána upphæðina í bankavaxtabrjefum en er skyld að koma brjefunum í gjaldgenga peninga fyrir lántaka endur- nú. Frumvarp þetta er svipað gjaldslaust. Ætlast er til að af- föll af brjefunum verði ekki nema 6—10°/» í stað 25—30°/«. Frv.þettaer svipað frv. Tr. Þórh. um sjerstaka búnaðarlánadeild en er öllu ítarlegra. Björn Kristjánsson flytur frv. um seðlaútgáfurjett ríkisins. Er það aðalefni, frv. að sett verði á fót sjerstök stofnun, sem hafi með alla seðlaútgáfu ríkisins að gera. 30°/» af seðlunum skulu þegar gulltrygðir en gulltrygg- ingin aukast upp í 50°/« af arði þeim sem stofnunin hefir af við- skiftum sínum við bankana, sem fá alla sina seðia til láns hjá þessari stofnun. Þetta, sem nú hefir verið tal- ið, eru helstu frv. sem lögð hafa verið fyrir þingið. Umræður um þau hafa ekki enn orðið miklar og yfirleittmá segja að þingið sje fremur mein- hægt og róstulítið enn sem kom- ið er. Útlit er fyrir, að frv. um inn- flutningshöftin hafi talsvert mik- ið fylgi í þinginu hjá öllum flokkum, en vafalaust verða gerðar allmiklar breytingar á því, enda er Það aannilega full- víðtækt eins og það nú liggur fyrir þinginu. Frv. Jóns Magnúss. um fækkun dómara i hæstarjetti sýnist hafa mikið fylgi í Efrideild og ekki sætt þar mótmælum nema af hálfu Sig. Egg. sein engar breyt- ingar vill hafa á rjettinum. Frumvarp sama um stjórnar- skrárbreytinguna hefir verið samþykt til 3. umræðu, en feld var 1. gr. þess um landritarann. Frv. um að fella niður prent- un alþingistíðindanna hefir verið samþykt í Ed., en afdrif þess eru talin vafasamari í Nd., því að þar leggjast Framsóknarmenn og sjálfstæðis á móti því senni- lega óskiftir, enda þótt ýmsir úr Framsóknarflokknum hafi áður verið þvl fylgjandi. Annars verður sagt hjer i blað- inu frá afdrifum allra helstu frv. jafnskjótt og vissa er um þau fengin. Fjárveitingarnefnd hefir skilað af sjer fjárlögunum og má þvi búast við, að þing verði frem- ur stutt. Innlendar frjettir. Fískaílf er nú mjög góður sunnanlands þegar á sjó gefur svo að elstu inenn muna tæpast jafnmikinn. Eftirspurn er sögð mjög mikil eftir fiski og verð hækkandi. Taugavelkl gengur nú á Akureyri. 8 menn liggja. Frá Akureyri hefir hún borist i Barðardal og Fljót og liggja 2 menn í hvorum stað. IJ mVestmanneyJ apresta- kall sækja kandídatarnir Hálf- dán Helgason, Baldur Andrjess. og auk þeirra Sigurjón Árnason sem er settur þar og Vigfús Þórðarson prestur i Eydölum. IJm Laufás (ekki sr. Tryggva) sækja sr. Ásmundur Gislason á Hálsi, sr. lngólfur Þorvaldsson, sr. Hermann Hjartarson á Skútustöðum, sr. Gunnar Benediktsson i Saurbæ sr. Björn O. Björnsson Ásum, sr. Sigurjón Jónsson Kirkjubæ og Sveinn Víkingur aðstoðarpr. að Skinnastað. mannalát. Nýlátnir eru: Guðmundur Þorsteinsson læknir sonur Þorsteins heitins Guð- mundssonar fiskimatsmanns. Maður á besta aldri og vellát- inn, og Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur hjer í Rvik. Hjónaböinl. 11. mars voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna dóttir Jóhannesar bæjar- fógeta og Haraldur Jóhannessen kaupmaður. 13. mars voru gefin saman í Hafnarfirði ungfrú Halldóra Flygenring og Benedikt Gröndal verkfræðingur sonur Þórðar Edilonssonar læknis. Sktpatrönd. Kútter Sigrið- ur strandaðivið Slafnestanga að- faranótt 13 mars. Menn björg- uðust en skipið sökk nokkru eftir áreksturinn. Aðfaranótt þess 14. strandaði færeysk seglskúta Delflnen við Skaftárós. 1 maður af 16 drukn- aði. Þann 14 strandaði frakk- nesk skúta utan við Fáskrúðs- fjörð. Mannbjörg varð. Þann 10 strandaði frönsk skúta í ör- æfum. 1 maður fórst. Húsbruni. 11 mars brann ibúðarhúsið á Þingeyrum í Húnavatnssýslu til kaldra kola. Kviknaði út frá ofnpipu á efsta lofti. Húsið var mjög reisulegt og nýbygt og sagt fremur lágt vá- trygt. Innanstokksmunir björg- uðust að mestu en mikið branu af matvælum. Botnvörpuug. sektaðlr. »Fylla« hefir nýverið tekið tvo erlenda botnvörpunga að veið- um í landhelgi. Voru þeir sekt- aðir um 10 þús. kr. og afli og veiðarfæri gert upptækt. Horöanpóstur lenti i hin- - um mestu hrakningum í siðustu póstferð. Skall stórhrið á hann er var á Stóra-Vatnsskarði. Viltist hann suður að Bollastöð- um í Svartárdal og var þá orð- inn mjög lamaður og kalinn. Lagðist hann á sjúkrahús á Blönduósi en annar maður var fenginn til að fara með póstinn. Fyrirlesttur um Vilhjálm Stefánsson og viðskifti hans við Eskimóa flutti Ólafur Friðriks- son s. 1. sunnud. Fyrirlesturinn var vel fluttur og hinn fróðleg- asti. Trachom. Einn maður í Hafnarfirði hefir fenginn þenna augnsjúkdóm. Er haldið, að hann hafi smitast i Englandi. Maðurinn hefir verið einangaður. Terðliækkuu allmikil hefir orðið á ýmsum vörum hjer nú siðustu dagana. Iunflutnlngsliöit. Stjórn- in hefir gefið út reglugerð sem bannar innflutning á öilum þeim vörum sem taldar eru í inn- flutningshaftafrv. Iiántaka Fraklta. Banka- firmað Morgan í New-York hefir lánað Frökkum 100 milj. doll. Vextir 6°/o. Frakkar eiga endur- greiða lánið i gulli eftir ár. Sagt er að Frakkar sjeu að semja um samskonar lán við Breta. Áhrif lánsins hata orðið þau, að frankinn hefir hækkað stór- kostlega. Mikið af láninu á að nota til að kaupa upp franskan gjald- eyri. Stjórnin franska heldur því fram, að Þjóðverjar hafi notað fje sitt, sem þeir eiga er- lendis til að spilla fyrir frank- anum og af því hafi fall hans stafað. Ensku blöðin fara hörðuin orðum um þessa lántökustefnu Frakka og leggja á móti þvf, að Bretar láni þeim meira fje en orðiö er. / Franika öldfungad«ll<l> In hefir nýlega samþykt heim- ildarlög sem gefa stjórninni vald til að gera ýmsar fjárhags- ráðstafanir á eindæmi sitt. Lög þessi voru samþykt með 13 atkv. meiri hluta og ætlaði stjórnin að segja af sjer ef deild- iu feldi fruravarpið.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.