Vörður


Vörður - 22.03.1924, Blaðsíða 3

Vörður - 22.03.1924, Blaðsíða 3
VÖR0UR. Til ritstjóra „Varðar". París 28. jan. 1924. Herra ritstjóri — gamii góði skólabróðir og vinur! Jeg var að fá »Vörð« frá 7. f. m. með langri grein eftir þig um sjón- leik minn »Hilmar Foss«. Eins og þú veist, hefi jeg oftar en einu siíiii í blaðagreinum bent á þá óhollustu, sem andlegu lífi heima stafi af einurðarleysi og óheilindum ritdómara vorra, sjerstaklega við unga menn. Það gladdi mig því að sjá, að þú hlífir ekki leik mínurti við þung- um ámælum, þó að gamall vin- ur eigi í hlut. En þó bregst þjer hreinskilnin og samkvæmnin í niðurlægi dóms þfns — og það er þetta, sem mig langar til þess að víta í ritgerð þinni. Hitt ber mjer auðvitað að láta liggja milli hluta, hvort dómur þinn um verk mitt er viturlegur og sanngjarn eða ekki. Þó get jeg ekki stilt mig um að geta þess, aö mjer kemur lýsing þín á leikhetju minni, Hilmari Foss, mjög á óvart: »Hilmar er sjálf- um sjer« o. s. frv. »Hilmar er sjálfum sjer sam- kvæmur í eigingirninni og sjálfs- elskunni, alt leikritið út«, segir þú. »Allar gerðir hans og til- finningar snúast um hann sjálf- an« o. s. frv. Þú skrifar um hann eins og málafærslumaður, en ekki eins og listdómari. Þú gerist ákærandi Hilmars Foss, velur skaplöstum hans sem þyngst orð, ýkir og býrð til getsakir í garð hans — en hirðir ekki um að reyna að skiija lund hans og eðlisfar, allar andstæður þess, alt þetta »sambland af frosti og funa« í sál hans. Annars fer að vonum að okk- ur litist nokkuð ósvipað á Hilm- ar Foss, mjer, "sem lagði honum þau orð i munn, sem átti að lýsa honum, og þjer, sem ekki tekur mark á þessum orðum, nema að svo miklu leyti sem þjer þóknast. Eitt litið dæmi: »Hann (Hilmar Foss) hraðar sjer með próf sitt, til þess að geta óskiftur snúið sjer að ó- drengnum, sem svifti hann dýr ustu eigninni sem hann átti«. Hilmar Foss gefur sjálfur alt aðra skýringu á þvi, hversvegna hann ekki hætti við próf — en þú tekur hann ekki trúanlegan, þú veist betur. Svipað ferst þjer viðar í grein þinni. En — svo jeg snúi mjer að höfuðefni þessara lína — eftir að þú erl búinn að halda því fram, að jeg hafi ekki ráðið við viðfangsefni leiksins, að höfuð- persónaþess hafi ennfremur mis- hepnast, að þeim persónum öðr- um, sem nokkuð kveði að í leikn- um (Unni og Laxdal) sje »ekki nægilega glögt« lýst, að aðrar persónur leiksins sjeu »meðal- menn eða tæplega það«, sem ekki verði lesendum »minnis- stæðar« o. s. frv. — þá hlýtur niðurstaða dóms þins að verða sú, að verkið i heild sinni sje yfirleitt lítils eða einkisvirði. Hjer er það, viuur, að þjer fatast flugið. Hjer bregst þjer breinskilni, hjer segir vinátta þín til höf. verksins, þíns gamla skólabróður, ti| sín, 3 T"1 1 1 .....-»IM ......................... II I............... .............................. ....... ... ............ Þú skrifar: »En þrátt fyrir þessi mistök, er leikritið mikill fengur í ís- lenskum bókmentum og það er óeíað betur gert og hefir meira skáldskapargildi en fyrstu leik- rit flestra annara íslenskra leik- ritahöfunda«. Og ennfremur: »Vafalaust á Kristján Albertson eftir að auðga mikið bókmentir vorar, og eitt er víst, að yfir öllu því sem hann skrifar, verð- ur heiðrikjunnar og djarfleikans blær«. En hvað verður um hina vits- munalegu heiðrikju þess höfund- ar, sem leggur »rangan dóm« á höfuðpersónu verks síns, sem ætlar að gera hann að mikil- hæfum manni, en úr verður meðalmaöur, og sem hleypur frá viðfangsefni leiks síns ó- leystu ? Hvað verður um hina siðferðislegu heiðríkju i verkum hans, ef hann ætlar sjer að skapa mann, sem elskar heitt og talar heitt, en úr verður maður, sem »er sjálfum sjer samkvæmur í eigingirninni og sjálfselskunni, alt leikritið út«? Og hvers virði er sá djarfleiki, sem virðist helst koma fram í því, að gera svart að hvítu og hvítt að svörtu, að gera þorparann i leiknum að hetju hans og kæra sig koll- óttan um að lýsa þeim af per- sónunum, sem meiri sálarstyrk og göfugmensku hafa til að bera? »Móralskur idiót« er sá höfund- ur, sem þannig fer að ráði sínu, og þekkir ekki mismun góðs og ills. Gamli vinur! Meiri strangleika, meiri rökfestu, meiri skapfestu — alls þess óska jeg þjer. Mundu, að meðan maður situr í dómarasælinu, á maður að gleyma öllum vinum sínum — öllu nema: Sannleikanum! Sannleikauum! einum. Kærar kveðjur og þökk fyrir birtingu þessara lina. Þinn einlægur Kristján Albertson. AthngKsemd. Gamli vinur! Unga skáld! Alls góðs óska jeg þjer og gjarnan gæti jeg unt þjer, að þú yrðir frægastur allra núlifandi íslendinga og einnig þeirra sem óbornir eru. En jeg efast um hve bænheit- ur jeg er orðinn, barnatrúin er farin að kólna, og þessvegna treysti jeg ekki á, að þú verðir þetta fyrir ósk mína eina, held- ur verðir þú einnig að leggja þar fram þína orku, og jeg hef trú á því að þú komist langt gamli vinur ef þú beitir við sjálfan þig meiri strangleika, meiri rökfestu og meiri skap- festu. Þú verður að muna það, að skáldið sjálft verður ætfð að vera strangasti dómarinn um sín eigin verk, og má aldrei verða »skotinn« í þeim eða per- sónum þeirra eins og saklaus sveitamaöur sem brennur upp af ástareldi jafnskjótt sem,ver- aldarkonan kinkar kolli og brosir til hans. Ekki má heldur ást skáldsins á verkum sínum og persónum líkjast ást móðurinnar sem elsk- ar heitast það barnið sitt, sem verst er gefið af náttúrunnar hendi og fæstir vilja um skeyta. — Ást skáldsins til barna sinna verður að vera ströng, siðavönd og kröfumikil. — Barnaútburður er fyrir löngu numinn úr lögum vor Islend- inga, en skáldunum er hvergi bannað að bera út vansköpuð börn sem þeir geta meö sjálfum sjer og engin hegning er lögð við eyðingu fósturs þeirra í föð- urkviði. — Börn skáldanna eiga þvf að eins óskoraðan tilveru- rjett, að þau stökkvi albrynjuð úr höfði þeirra eins og Aþena úr höfði Seifs. Nú máttu ekki skilja orð min svo, að jeg áliti »Hilmar Foss« vanskapning, það er hvorki leikurinn sjálfur »Hilmar Foss« eða persónan »Hilmar Foss« en þar fyrir er ekki sagt að engir gallar sjeu á sköpunarverkinu. Þjer finst jeg skrifa um Hilm- ar Foss eins og málafærslumað- ur. Það er nú frekar lof en last, því að góður og samviskusam- ur málafærslumaður, og það þykist jeg vera, athuga yel málin og metur hvað með er og móti, kost og löst. — Hitt er öllu lakara - ef þaö væri rjett hjá þjer »að jeg byggi til get- sakir á hann« og ýkti löstu hans. En þetta get jeg ekki kannast viö að hafa gert. — Það er 'rjett hjá þjer, að Hilmar Foss gefur aðra skýringu á þvi hvers- vegna hann lauk prófi en jeg, en þau orð hans er ekki hægt að taka trúanleg vegna þess, að öll framkoma hans og allar at- hafnir hans eftir þaö vitna á móti honum og sanna það hver aðaltilgangur lifs hans var. — Orðin ein lýsa ætíð mönn- unum minst »af ávöxtunum skuluö þjer þekkja þá« og af þeiin dæmdi jeg »Hilmar Foss« á þann veg sem jeg gerði. Það er rjett, að Hilmar Foss er ssambland af frosti og funa«, en gallinn er, að hann frýs og funar einungis þegar eitthvað kemur ónotalega við hann sjálf- an. i öllum sjálfselskufuna hans bregður aldrei fyrir hreinum glampa af samúð, skilningi eða meðaumkvun tilmótstöðumanns- ins, ekki einu sinni til konunn- ar sem hann segist elska og hann álítur að hafi lent i hönd- um varmennis, saklaus. »Hilmar Foss« hefir marga eiginleika sem mikilmennið þarf að hafa en hann skortir líka marga, og vegna þessa skorts er það sem mjer finst að aðalvið- fangsefni leiksins sje óleist að leikslokum og höfuðpersónan ekki þannig úr garði gerð, sem skáldið vildi vera láta. En þá sný jeg mjer að því, að verja mig gegn ásökunum þinum fyrir þau lofsyrði sem jeg ljet falla um þig og leikinn þó að jeg viti það, að jeg þarf þess ekki því að þú munt sjá það jafnvel og jeg, að þau eru ekki staðlansu stafir, en gjarn- an skal jeg þó undirstrika þau betur. Þjer finst dómur minn vera ósamkvæmur og óhreinskilinn sökum þess, að jeg til verk þitt ekki lítilsvirði, enda þótt þjer hafi að sumu leyti brugðist að gera aðalpersónu leiksins svo úr garði sem þú vildir og sök- um þess hafi þjer ekki tekist að leysa það viðfangsefni sem þú ætlaðir þjer að leysa. Og auk þessa hafir þú ekki lagt næga rækt við aðrar persónur laik. síns. — Þjer sýnist, að skáld sem svona fer að ráði sínu sje »Móralskur Idiot«. Móralskur Idiot finst mjer nú, að skáldið þurfi alls ekki að vera þótt honum hafi feilað i þessu en fljótfærir menn gætu freist- ast til að draga þá ályktun af því, að þaö væri rjettur og sljettur »Idiol« en nú vil jeg leitast við að sýna fram á það, að þrátt fyrir þessi vansmíði getur »Hilmar Foss« verið gott verk og skáldið sem skóp það efnilegt og liklegt til þess að auðga bókmentir vorar verulega. Snúi maður sjer fyrst að að- alpersónu leiksins Hilmar Foss dylst það ekki, að sá maður er skáld, sem hann hefir meitlað. Skáldið hefir að eins ekki getað látið myndina sýna alt sem það vildi að hún sýndi, en þrátt fyrir það er myndin góð eins og hún er. Málari, sem hefði ætlað sjer að mála andliltsmynd af Matt- hiasi Jochumssyni en málaði ósjálfrátt mynd af Einari heitn- um bróður hans gæti verið besti málari fyrir því ef myndin væri lifandi eftir mynd Einars. — — Og sannleikurinn er, skáldið hefir skapað skýra og minnis- stæða persónu þar sem Hilmar Foss er, en hann er talsvert ó- líkur þeim Hilmari Foss sem hann vildi gera myndina af. Vegna þess hve skáldið hefir haft hugann fastan við aðalper- sónu leiksins leggur bann ekki þá rækt við aðrar persónur hans sem lesendur hans mundu kjósa, en þar fyrir er ekki illa frá þeim persónum gengið. Með nokkrum fleiri pennadráttum hefði skáldið vafalaust ' getað gert mynd Laxdals ógleyman- lega. Gæti jeg vel trúað þvi að skáldið ætti eftir að sýna oss Laxdal í endurbættri útgáfu í einhverju siðari leikrita sinna. Nokkuð svipað má um Unni segja. Skáldið hefir dregið þar fyrstu drættina og gert það vel og ekki kæmi mjer það heldur á óvart þótt hún kæmi öðru sinni fram á leiksviðið og skip- aði þá heföarsessinn. Myndin af móður Hilmars Foss er mjög vel gerð. Sýnir sú persónulýsing mjög glöggan skilning á tilfinningúm og sálar- lífi móður gagnvart barni sínu. Þetta er nú það helsta sem jeg vildi segja um persónulýs- ingar skáldsins. . í ritdómi minum tók jeg það fram, að bygging leiksins væri góð, samtölin eðlileg og málið þróttmikið, fagurt og hreint og að því hugaö, að velja þau orð sem helst áttu við og skýrast lýstu því, sem þau áttu að lýsa. Að þessu öllu athuguðu þótt- ist jeg ekki gera hvorki sann- leikanum, hreinskilninni sje strangleikanum rangt tilþóttjeg teldi leikritið feng islenskum bókmentum og skáldskapargildi þess meira en fyrstu leikrita ann- ara íslenskra leikritahöfunda. Og af þessu leikriti, skrifum þínum og allri viðkynningu og þekkingu á þjer þóttist jeg mega vona það, að þú ættir eftir að auðga bókmentir vorar. Og þesjsa [von hef jeg enn, ef þú gætir vel þeirra viðvörun- arorða sem þú gafst mjer í enda brjefs þíns, og jeg er þjerþakk- látur fyrir. „Vörður w kemur út á laugardegi í viku hverri. Verö 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. — Ritstjóri til viðtals dagl. kl. 10—12 f. h. Simi 1191. Afgreiðsla á Berg- þórugötu 14, opin 11—1 og 5—7. Sími 1432. — Kaupendur snúi sjer til afgreiöslumanns meö borgun fyrir blaðið og alt sem að afgreiðslu pess lýtur. Svo þakka jeg þjer fyrir gam- alt og nýtt og óska þjer alls góðs. Þinn vinur. Magnús Magnússon. (Frh.) Lunalscharski er rithöfundur og fagurfræðingur eins og Kam- eneff en óneitanlega miklu meiri. Hann hefir ekki snúið bakinu að bókmentunum eins og Kam- eneff hefir nú gert, heldur má segja að , hann lifi og hrærisl f eintómri fagurfræði. Hann hallaðist snemma að jafnaðarstefnunni og var þá einnig mjög gefinn fyrir dul- fræði og guðspeki. Hann er kaþólskur. Hann hefir skrifað ritverk mikið, sem heitir: »Trúin og jafnaðarstefnan« og hlaut fyrir það viðurnafnið »Hinn helgi Anatolius«. Hafan er vinur Henri Barbusse og Romain Rolland. Lengi dvaldi hann í Sviss og skrifaði þar bækur ýmislegs efnis, þar á með- al þrileikinn »þjóðin« og auk þess ýmistegt dulræns efnis t.d. »Ivan í Rardis« »Hinn frelsaði Don Quixote« og »Faust og bær- inn«. Hann hefir ennfremur skrifað um Cromwell, Shake- speare og Hebbel og skáldsögur hefir hann einnig skrifað margar. Frá þvi 1917 hefir Lunat- scharski kiverið mentamálaráð- herra Rússlands. Sem mentamálaráðherra er hann jafnframt skáld og list- frömuður, rithöfundur og ræðu- snillÍDgur. Hann er athvarf allra ungra listamanna og gerir alt sem í valdi hans stendur til að koma þeim áfram. Hann hefir sama mikla áhugann fyrir bók- mentum, málaralist og sönglist og hlúir að þessu eftir mætti. En eitt vantar Lunatscharski, honum er ekki sýnt að koma skipulagi á hlutina. Hann hefir miklu minni áhuga fyrir skólunum, sem hann heflr yfirumsjón með, heldur en fyrir handriti ungs skálds. Samverkamenn hans verða að sjá um alt sem að uppfræðing- unni lýtur og þar hefir hann á- gætan aðstoðarmann i prófessor Michael Rohrowsky. Lunatscarski er tvímælalaust mestur hugsjónarmaðurinn af öllum forvigismönnum Commun- ismans. Hann sér framundan í hyll- ingutn nýjan tíma þar sem hin- ar fögru listir njóta sín eins og vera ber. (Framh.). Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.