Vörður - 14.06.1924, Blaðsíða 1
t
I h a 1 d.
Andslæðingum íhaldsflokks-
ins verður af skiljanlegum á-
stæðum mjög tíðrætt um hann.
f’eim þykir ekki byrvænlega
horfa um framtíðina, er þeir at-
huga hvernig kosningarnar fóru
síðastliðið haust. Þá voru kosn-
ir 36 þingmenn og af þeim skip-
aði nákvæmlega helmingurinn
sjer undir merki íhaldsflokks-
ins. Ef dæma á eftir þessu er
kelmingur allra kjósenda lands-
ins fylgjandi íhaldsflokknum.en
ef athuguð er kjósendalala í
hinum einstöku kjördæmutn,
kemur það i ljós, að rniklu
meir en helmingur greiddra at-
kvæða á landinu hefir fallið á
þá menn, er íhaldsflokkinn skipa
og þá menn sem vitanlegt var,
að þann flokk mundu skipa, ef
að hefðu komist. í raun rjettri
heíir því íhaldsflokkurinn feng-
ið færri þingmenn, en hann átti
kröfu á eftir lögmáli sanngirn-
innar samkvæmt atkvæðamagni
sínu. Úr sveitum skipa því nær
jafnmargir þingmenn aðalflokka
þingsins. Fylgi íhaldsflokksins
er því ekki síður í sveitum en
kaupstöðum. I kaupslöðum er
baráttan á rnilli íhaldsntanna
annarsvegar og sócialista hins
vegar og Framsóknarmenn í
kaupstöðunum fylgja að málum
sócialistunum. Mun það liafa
verið undantekningarlaust í öll-
um kaupstöðum við siðustu
kosningar, í sveitum var viðast
eingöngu kept milli íhaldsmanna
og Framsóknarmanna með þeim
órslitum, sem áður er tekið fram,
að nærri stappaði jafntefli um
mannfjölda hvors flokksins.
Ef nú spurt er um livernig á
því geti staðið, að alveg nýstofn-
aður stjórnmálaflokkur hefir náð
svo miklum lökum með þjóð-
inni, þá virðisl svarið hljóta að
verða það, að það hafi veriö
sökum þess, að Sparnaðarbanda-
lag undantarinna þinga hafl á-
unnið sjer svo rnikið trausl kjós-
endanna, því að það er alkunn-
ugt, að íhaldsflokkurinn erbeinl
áframhald á Sparnaðarbanda-
laginu og að hann starfar í
anda þess. Fyrir því er fyrsla
og aðal stefnumál Ihaldsflokks-
ins gætni í íjármálum og þótt
vila megi, að flokkurinn hafi,
áður en hann var stofnaður,
rætt utn ýms önnur mikilsvarð-
andi mál, hefir hann í raun og
veru ekki látið uppi opinberlega
slcoðun sína í mörgum öðrum
málum. Og þella er mjög eðli-
legt, því að til hvers er að láta
uppi ákveðná stefnu um fram-
kvæmdamál m. m., meðan alt
verður að slöðva sökum erfiðs
fjárhags. Meðan svo er verður
að beina allri athygli að því að
greiða úr þeirri kreppu. Hitt eru
(fé
Hveiti og haframjöl
frá Ameríku,
er best að kaupa hjá
Reii. Garðars Gislasonar
Reykjavik.
Eldfærin
frá O. JM. Hess Fabrilrlrer, A. S. Yejle
eru viðurkend best.
Kinkaumboðsm. á íslandi
J.
k
Ummæli Ásgeirs Torfasonar efnafræðings í
greininni »Mór« í Eimreiðinni 1905:
„Til dærais um hve vel raá hagnýta eldsneyti með góðum
ofnum og vel hirtum, skal ieg nefna síbrennandi ofn er jeg
rannsakaði i fyrra fyrir hinn kunna ofnasmið C. M. Hess (
Vejle. Ofn þessi var ætlaður í stórhýsi t. d. kirkjur eða þá til
að hita mörg herbergi i einu. I 29'/s klst. var reyktapið: —
hitinn sem fyr burt með reyknum — að meðaltali að eins
4 6°/o eða með öðrum orðum 95 4 hlutar af hitamagni elds-
neytisins fór út í herbergið, en að eins 4 6°/o hlutar þess eða
ekki tuttugasti parturinn, út í reykháfinn, og tímum saman
var reyktapið að eins 2.0 — 2.5°/o. Meira verður ekki með
sanngimi heimtað af neinum ofni. Arinpípan var aðeins’A aln“.
Á 25. mynd er einn af skartofnum C. M. Hess. Ofninn er i
Empire stíl. Jeg hefi nákvæmlega kynt mjer ofna þessa, og
get borið um að þeir hagnýti eldsneytið ágætlega, það er
þægilegt að passa þá, og þeir eru í alla staði mjög vandaðir.
Við próf sem gert var með ofna í fjöllistaskólanum í Kaup-
mannahöfn, reyndist notagiidi þessara ofna 95 4°/o. Með öðr-
um orðum að eins 4.6 hundraðs hlutar a( hitamagni elds-
neytisins fóru að forgörðum, en alt hitt varð
að notum til að hita herbergið.
framlíðardraumar eða vevður að
minsta kosli að bíða fyrsl um
sinn.
Því hefir verið haldið fram af
andstæðingum Ibaldsflokksins,
að hann væri andslæður öllum
framförum og væri i rauninni
afturhaldsfiokkur, er svaraði til
svæsnustu hægri manna erlend-
is. En þetta er ekki annað en
sljórnmálabrella andstæðing-
anna. Eegar í stað er fjárhagur
vor þolir, vill íhaldsflokkuriun
snúa sjer að verklegum fram-
kvæmdum, bættum samgöngum
og öðrum framfaramálum. En
til hvers er að geypa um þetta,
meðan vjer gelum það ekki ?
Um þetta eru í raun og veru
flestir sammála, ekki síst Fram-
sóknarmenn, því að í fjárlagafrv.
þeirra, er lá fyrir síðasta
þingi, var svo að segja brent
með glóandi járni fyrir all-
ar verklegar framkvæmdir Eessi
áburður andstæðinganua á í-
haldsmenn er því með öliu á-
stæðulaus, enda ekki gerður til
annars en að villa. bað sem I-
baldsflokkurinn ætlar sjer er
fyrst og fremst að reisa viðfjár-
haginn og því næst snúa sjer að
öllum framfaramálum þjóðfje-
lagsins. Hann vill taka hvert
mál, sem fyrir liggur og reyna
að lej^sa það, en kærir sig ekki
um að strá um sig með gulln-
um loforðum út í framtíðina.
Ihaidsflokknum íslenska svip-
ar því mest til vinslriflokkanna
erlendis. Hjer á landi hefir í
raun og veru aldrei verið flokk-
ur manna, er svarar til hægri
manna erlendis, enda vantar
hjer að meslu skilyrði fyrir slík-
um flokki, því að hjererhvorki
aðalsmenn, gósseigendur nje
miljónamæringar og kosninga-
rjellur gengur jafnt yfir. Eigi að
líkja Ihaldsflokknum við ein-
hverja erlenda flokka hljótaþað
að verða vinstrimenn, enda eru
þeir nú vfðast aðalkjnrni íhaids-
manna erlendis, því að hægri
manna gælir víðast fremur lilið
og sumstaðar alls ekki.
Eegar atliugað er íhaldsnafn-
ið á íslenskum stjórninálaflokki
þá er það villandi að bera sam-
an ástandið eins og það var
hjer á landi fyrir 16 árum, eins
og blað eilt hjer í bænum hefir
gert. Það hlað gleymir því sem
sje alveg, að á þessum 16 ár-
um hefir alveg ný stjórnmála-
flokkun komið upp í landinu.
Gömlu flokkarnir, þeir sem þá
voru, eru annaðhvort alveg eða
nálega út dauðir vegna lausnar
samhandsmálsins, sem áður var
mál málanna og skifti flokkum.
I þeirra stað eru komnir auk
Ihaldsflokksins, Framsóknar-
flokkurinn, Sócialistar og Kom-
múnistar. Hjer á landi halda
hinir tveir siðastnefndu flokkar
saman, en í öðrum löndum ber-
ast þeir á hanaspjótum og leið-
ir þeirra hljóta að skilja hjer á
landi fyr eöa siðar. Og niilli
Framsóknarflokksins og þessara
flokka var við síðustu kosning-
ar gróflega náin samviuna, eins
og áður hefir verið vikið að.
Nú er það stefna þeirra af
andstöðuflokkum íhaldsmanna,
sem lengst ganga, að umturna
þjóðfjelagsskipulagi voru og larna
athafnafrelsi og framkvæmda-
semi einstaklinganna. Petta frelsi
einstaklinganna er dýrmælthnoss
og þvi vilja íhaldsmenn ekki
glala. feir lila svo á, að það sje
hyrningarsteinninn.sem ekki rnegi
hreyfa, ef húsið á að standa.
Feir vilja því »halda í« það
frelsi einstaklinganna sem nú er.
Þeir vilja »haida í« þegarbruðl-
unarsemi í fjármálum er ann-
arsvegar. beir vilja »halda í«
forna menning vora. Þeir vilja í
stuttu máli »halda í« gagnvart
öllu ofstæki, ölluin öfgum. Peir
vilja reyna aðþræðahinn gullna
meðalveg. Atli.
Utan úr heimi.
Flota-aukning- Bamla-
ríkjauna. — Neðri málsstofa
Bandaríkjanna hefir fyrir nokkru
samþykt, að auka herflota ríkj-
anna, að því hámaiki, sem leyft
var samkvæmt ákvörðunum af-
vopnunar ráðstefnunnar í Was-
hiugton.
Talið er að flota-aukning þessi
muni hafa 111 milj. dollara úl-
gjöld i för með sjer.
Frá Þjóðverjum. Talið
er, að ekki muni koma til stjórn-
arskifta í þýskalandi. Fer Marx-
ráðuneytið áfram með stjórn.
— Alt útlit er fyrir, að Fjóð-
verjar muni ætla að sætta sig
við tillögur sjerfræðinganefndar-
innar, og er þá vonandi, að
eitthvað fari að rakna úr skaða-
bótamálinu.
Sjerfræðinganefndin haggaði
ekkert við upphæö skaðabólanna,
en gerði þær tillögur, að Pjóð-
verjar gyldu engar skaðabætur
á yfirstandandi ári, en næstu 5
ár skulu þeir greiða um 8 bilj-
ónir gullmarka, en þaðan af
2J/a biljón gullmarka miust, ár-
lega, uns skaðabótunum er lokið,
en upphæð þeirra var 132 bilj.
gulhnarka, en nokkuð hafa Þjóð-
verjar þegar greitt, en mjög hefir
Bandamönnum og þeiin borið
illa saman um hve sú greiðsla
væri mikil.
Sjerfræöinganefndin lagöi á-
herslu á, að Frakkar og Belgir
hættu öllum afskiftum sinurn af
Ruhr, að öðru en því, að þeim
skyldi heimilt, að lxafa þar lið
nokkurt lil eftirlits.
Þessar tillögur liafa fengið
góðar undirtektir hjá báðum
aðiljum.
ÍTIalaría ■ Kíisslamll. Urn
G milj. manna eru nú veikir af
Malaría í Rússlandi.
MfjórnargklRI í Fimi-
lamli. Prófessor Ingmann hefir
myndað stjórn í Finnlandi með
stuðningi borgaraflokkanna.
Stjóriiarskiftln fröiaku.
Poincare hefir beðið lausnar fyrir
sig og ráðuneyti sitt, en ekki
hefir enn frjetst hverjir sljórn
mynda.
Stjórnarandstæðingar kröfðust
þess, að forsetinn, Millerand,
færi einnig frá, og að þeir vilji
ekki taka aö sjer að mynda stjórn
svo framarlega senx hann sitji
áfram við völd.
En litlar líkur eru til þess,
að hann fari, því að nýlega var
samþykt traustsyfirlýsing lil
stjórnarinnar með talsverðum
atkvæðamun, út af fraihkomu
hennar í utanrikismálunum.
Forsetasklfti ■ Frakk-
lamli. Síðustu simskeyti segja,
að Millerand hafi nú sagt af sjer
forsetatigninni.
Verður kosið um forseta þann
13. júní í Versölum.
Vppgötvun iflarcoiil. —
Marconi hefir nýlega gert upp-
götvun í sambandi við loftskeyta-
sendingar. Er talið, að upp-
götvun þessi muni gera skeyta-
sendingar mun auðveldari en
nú er og jafnframt draga mjög
úr kostnaðinum við starfrækslu
og hyggingu stöðva. (Frh. á 4. s.)