Vörður


Vörður - 14.06.1924, Blaðsíða 4

Vörður - 14.06.1924, Blaðsíða 4
4 VÖRÐUR o)iWo6. Hjermeð er öskað eflir lilboðum í eflirgreindar eignir liiheyrandi protabúum Jóns Björnssonar jrá Bœ, Jóns Björnssonar frá Svarfhöli og firmans Jón Björnsson & Co. i Borgarnesi: 1. Verslunarhús ásamt vörugeymsluhúsi. ibúðarhúsi, bryggju, o. jl. í Borgarnesi. 2. ibúðarhús sama slaðar. 3. Ishús sama staðar. 4. Hlaða með jjósi og hesthúsi sama staðar. 5. Geymsluhús á Seleyri. 0. Vörugeymsluhús í Reykjavík. 7. ióð i Reykjavik. Tilboð er hœgt að gera hvorl sem vill i allar eignirnar i einu lagi eða hverja einstaka. Allar jrekari upplýsingar um eignirnar gejur undirritaður. Tilboð í eignirnar með tilgreirídu verði og greiðslu- s/dlmálum ber að stíla til mín i Reykjavik, og sjeu þau komin mjer i hendur fyrir 1. júli þ. á. ' Skiftaráðandiiin í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, • 4. júní 1924. St. &unnlaucjssön. Seltur. T ófuy rðliaga kaupir eins og að undaníornu hæsta verði Ólafur Jónsson í Elliðaey. Umboðsmaður i Reykjavík, Tómas Tómasson Berjjþórugötu 4. ULL og LAMBSKINN KAUPIR Garðar Gí5la$orv @ # AkveÖin tilboð ó^kast. (Fiamh. frá 1. síðu). Grimdarverk llolne- vlklut. Fyrir nokkru varð uppreisn í Siberíu, eu Vutseles hershöfðingi hefir kæft hana niö- ur og beitt við það hinni meslu hörku. Ljet hann skjóta 1500 fanga, limlesta 3000 og knepli í fangeisi um 5000. Fyrir þetta athæfi sitt setti rússneska stjórn- in hann af. Innlendar frjettir. Fuudnlr iienlngar. 1 Öl- vesholti í Holtum fann maður fyrir nokkru á annað hundrað gamia peninga í moldarflagi. Voru peuingarnir 40 spesíur, 21 rfkisdalur, 30 hálfir dalir og 24 skildingamyntir. Lyfatiluhúilð nýja. Stef- án Thorarensen hefir reist lyf- söluhús, mikið og vandað við Laugaveginn. Sýndi hann það á fimtudag- inn læknum, blaðamönnum og ýmsum öðrurn. Frágangur allur í húsinu og lyfjabúðinni er sjerstaklega góð- ur og eigandanum til hins mesta sóma. Bæjarbrunl. íbúðarhúsið á Haukstöðum í Jökuldal brann fyrir nokkru. Fólk bjargaðist með naumindum því að það var í svefni er eldurinn kom upp. Inntfnstokksmunir brunnu allir óvátrygðir, en húsið var vá- trygt. Óvfst hver upptök elds- ins voru. Prófi i efnafræði við Há- skólann hafa þessir nemendur lokið: Ásbjörn Stefánsson, Bragi Ó- lafsson, Jón Karlsson, Karl Jón- asson, Magnús Magnússon, Ó- lafur Einarsson, Sigurður Sig- urðsson og Fórður Pórðarson. Árnl Pálnon sonur Páls Einarssonar hæstarjettardómara hefir lokið verkfræðisprófi við Kaupm.hafnarháskóla með hárri 1. einkunn. Hllsllngar. Peir hafa lflið breiðst út enn, og fyrir fáeinum dögum vóru menn farnir að vona, að öll hætta væri afstaðin. Svo var þó ekki, þvf að þann 9. þ. m. varð veikinnar vart á Hverflsgötu 93 í 3 börnum, og hafði hún borist þangað frá Bókhlöðustfg G B. Börn þessi hafa nú verið flutt á sóttvarnarhúsið. Veikin mun hafa verið frem- ur væg í þeim börnum, sem veikst hafa. Afhygll skal vakin á þvi, að gjalddagi blaðsins er 1. júlf. Eru kaupendur þess vinsamlega beðnir að gera skil hið fyrsta eftir að gjalddagi er kominn, og þeir sem enn ekki hafa greittl. árg. eru beðnir að senda and- virðið — kr. 5 — svo fljótt sem unt er. Lesendur blaðanna og kaup- endur verða að athuga það og skilja, að þvf að eins er hægt að hafa blöðin góð og vanda alt efni þeirra, að kaupendur greiði blöðin skilvfslega. Hefir lengi viljað við brenna hjer á landi, að andvirði blað- anna gyldist bæði seint og illa, en slíkl má ekki eiga sjer stað. Kjnllurl ,1'arAar6. Eilt af skyldum góðra blaða gagnvait lesendum sínum er að flylja þeim fjölbreyll efni til lestrar og helst þarf að vera 1 hverju blaði eitthvað sem að varan- legu gagni má Icoma lesendum. Vörður hefir að þessu reynt að gera skyldu sína íþessuefni. Hefir haun flult ágælan og fróð- legan fyrirleslur eftir Jónas lækni Krisljánsson, langa og merki- lega ritgerð um ullariðnað eftir Porvald Árnason sjerfræðing í þeirri grein og góða og sann- gjarna grein um verslunarsam- tök eftir Sigurð Sigurðsson frá Káifafelli, sem mun vera ein- hver fróðasti maður í samvinnu- málum á landi hjer og hefir auk þess þann mikla kost, að segja hlutdrægnislaust og satt frá þeim málum og án nokk- urar óvildar hvorki til kaup- manna nje kaupfjelaga. Munu lesendur sjá af þessu, að »Vörður« hefir int skyldu sína vel af hendi í þessurn efn- um, ekki lengra en orðið er sið- an hann hóf göngu sfna, ogmá mikið vera ef hugsandi menn í landinu og rjeltdæmir kunna þessu ekki vel og líki það bel- ur heldur en margupptuggnar blekkingar og orðaglamur, sem hin svokölluðu »bændablöð« fylla dálka sína með. Vill »Vörður« nú halda þessu áfram í góðu trausti þess, að skynsamir og góðir menn kunni þetta vel að meta og hafi bæði gagn og gaman af. Mun þvf framvegis i hverju blaði verða neðanmál eða »kjallari« með ýmiskonar fróðleik og svo fjöl- breyttum, sem kostur er á. Ættu menn að halda blað- inu sarnan, því að þeir, sem það gera munu sannfærast um það, að inargl góðgæti verður að finna í »kjallara« Varðar er stundir lfða. Nr. Jólmnn ÞOrkelsion. Hann hefir nú sótt um lausn frá embætti frá 1. okt. n. k. Hefir hann þá verið prestur í 47 ár. Hjer i Reykjavík frá 1890. Dómkirkjusöfnuðurinn ákvað að veita honum 1500 kr. eftir- laun með dýrtíðaruppbót. Fáir menn munu vinsælli í þessum bæ en sr. Jóhann. Vísir. .Takob Möller alþing- ismaður hefir látið af ritsljórn Vísis, en við hefir tekið Páll Steingrfmsson póslritari. Jafn- framt hefir Möller selt */“ blaðs- ins, V3 núverandi ritstjóra og 7* Jóni Sigurpálssyni, sem verið hefir afgreiðslumaður blaðsins. Laxvelöin í Elliðaánum hefir verið leigð Laxveiðafjelag- inu fyrir kr. 4000, Lftið hefir enn veiðst af laxi, enda eru árnar mjög vatnslitlar vegna hinna sffeldu þurka. Melöyröamál hefir h/f. »Kvöldúlfur« höfðað gegn rit- stjóra Alþýðublaðsins, Hallbirni Halldórssyni. Gerði blaðið fyrir nokkru mjög harða og ósvifna árás á Kveld- úlf og bar það fram, að lág- gengi fslensku krónunnar væri Kveldulfi uö kenna. Iljeldi hann af ásettu ráði, f eigin hagsnuina- skyni, krónunni niðri. Verður gaman að sjá hvað verður úr kappánum Hallbirni þegar á hólminn er komið. 'Veðráltaii. Sama sagan al- slaðar af landinu. Sífeldir þurk- ar og hreinviðri og frosl oft á nóltum. Gróðurleysi mjög mikið og sumstnðar í útkjálká og liarð- indahjeruðum fannir niður í lág- lendi. — Pað sem frjest hefir, hafa þó skepnuhöld orðið sæmi- leg og sauðburður hefir gengið vel. Sveliin B]öriisson. Sendi- herra er nú á förum frá Kaup- mannaböfn. Hafa honum verið haldin skilnaðarsamsæti mörg og sýnd margskonar virðing. Mun það einróma álit bæði innlendra og erlendra manna, sem kynni hafa haft af hon- um, að hann hafi rækt starf silt afburða vel. Markaðsliorfur. Talið er fullvist, að verð á ull muni verða mjög hátt í sumar, jafnvel kr. 5,50—6 kgr. Ástæðan lil þessa háa ullar- verðs mun vera sú, að iðnaður er nú víða að rísa við aflur eflir slyrjaldarárin. — Sagt er líka að Amerikumenn flytji nú mikið inn af ullarvöru, þvi þrált fyrir hina háu verndartolla sína þoli þeir ekki samkepni Pjóð- verja og annara þjóða vegna hins háa kaupgjalds sem þar er. Heyrst hefir að verð á hross- um muni verða svipað og í fyrra. Talið er, að æðardúnn muni verða í mjög háu verði, jafnvel kr. 05—70 kgr. Aflinii. Enn þá fiska togar- arnir ágætlega. Fyrir Vesturlandi, þó einkum við Dýrafjörð, er nú ágætur afli. Veitti Veslfirðingum ekki af því að mjög aflalitið hefir verið þar undanfarandi ár og viðasl því mjög hart í ári. Eftirspurn eftir fiski mun hafa verið fremur lítil nú upp á síð- kastið, en verð hvað enn ekki hafa fallið. SIy» i Drangey. Lesendur »Varðar« muna að sjálfsögðu vel eftir karlmenskuraun þeirri, sem Friðrik Jónsson frá Sauðákróki inti af höndum í Drangeyjarbjargi í fyrra sumar er hann barg manni frá bráðum bana. En nú fyrir nokkru ljet þessi ofurhugi lífið í Drangey. Var hann að síga niður í bergið efl- ir eggjum og hjóst vaðurinn þá sundur. — Fanst lík hans nokkru siðar sjórekið. Friðrik var hinn mesti full- hugi og íþrótlamaður og dreng- ur hinn besti. Kaiip á síldvclAum. í samningnm, sem gerðir hafa ver- ið millum sjómannafjelagsins og fjelags íslenskra togaraeiganda er svo ákveðið, að lágmark hásetakaups skuli vera 250 kr. og 5 aurar ágóðahlutur af hverri sildartunnu saltaðri, eða hverju máli, sem fer í bræðslu. Einnig frítt salt í fisk. Matsveinakaup kr. 330 á mán. Kaup æfðra kyndara kr. 324 en óæfðra kr. 290. Vanrifýgiiir læknar. Ný- lega er úlrunninn umsóknar- frestur um 7 læknishjeruð og sóttu engir um 3 þeirra, Reyk- hóla, Nauleyrar og liöfðahverfis- hjerað. Guðni Hjörleifsson læknir sælt- ir um Hróarstunguhjerað, Egg- ert Briem um Pistilfjarðarh. Knútur Kristinsson um Flateyr- arhjerað, en um Hólmavíkur- hjerað sækja þeir Halldór G. Stefánsson, Karl Magnússon og Kristm. Guðjónsson. Kaupið og útbreið- ið „Vörð“. „V örður“ kemur úl á laugardegi í viku hverri. Verð 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júli. — Rilstjóri til viðtals dagl. kl. 10-12 f. h. Sími 1191. Afgreiðsla á Berg- þórugötu 14, opin 11—1 og 5—7. Sími 1432. — Kaupendur snúi sjer til afgreiðslumanns með borgun fyrir blaðið og alt sem að afgreiðslu þess lýtur. Adiugið. G—10 drengir komi á Bergþórugölu 14 kl. 5—6 hvern laugardag að selja »Vörð«. Góð sölulaun. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.