Vörður


Vörður - 05.07.1924, Page 4

Vörður - 05.07.1924, Page 4
4 V 0 R Ð U R Sögufjelagið. Athygli skal vakin á því, aö stjórn Sögufjelagsins hefir á- kveðið að setja niður bækur fjelagsins, bæði ef eitt rit er keypt einstakt eða allar bækur þess eru keyptar í einu lagi er það hefir gefið út. Sá, er allar bækur fjelagsins kaupir í einu, (bókhl.verð 192 kr.) án þess að gerast fjelagi, fær þær tyrir 122 kr. Sá er gengur i fjelagið með árstillagi, fær allar bækur þess fyrir 80 kr., en nýir æfifjelagar fá sömu kjör sem utanfjelags- menn. Fjelagiö hefir gefið út mörg merkileg heimildarrit að sögu landsins, svo sem Alþingisbæk- ur Islands 1670—1619, Tyrkja- ránssögu, Morðbrjefabæklinga, Biskupasögur, Skólameistaratöl, Æfisögur Jóns Steingrímssonar, Fórðar Sveinbjörnssonar og Gísla Konráðssonar, Dómasafn Lands- yflrrjettar 1800—1824, Blöndu, safn ýrnsra alþýðlegra fræða o. m. fl. Hefir alþingi 1924 svift fjelagiö bæði styrk til útgáiu Alþingisbókanna og Dómasafns- ins. Á fjelagið allerfltt uppdrátt- ar nú, eins og reyndar flest bók- mentafyrirtæki, og ættu menn að vikjast vel undir vandræði þess. Allsherjamöt I. S. I. Að venju var allsherjamót I. S. I., sett 17. júnl. Fólk streymdi saman, við Austurvöll, og siðan, á leiö suð- ur á íþróttavðll. Numið var staðar við kirkju- garðinn. Þar mælti prófrssor Sigurður Nordal, fram ræöu til minningar afmælisbarnsins. Mæltist prófessornum vel að vanda. Að þessu loknu, var blómsveigur lagður á leiði Jóns Sigurðssonar. Síðan var haldið suður á 1- þrótta röll. Setti formaður í. S. í. A. V. Tulinius mótið. Loks talaði fyrv. sendiherra Sveinn Björnsson, brýndi dreng- skap og góða framkomu fyrir iþróttamönnum. Siðan hófst mótið. Veður var slæmt 17. júni. Rokið skóf þurmoldina yfir vöil- tn, enda varð lítill árangur þann daginn. Seinni dagana var veð- ur skaplegt, svo þátttakendur nutu sin betur. Árangur af móti þessu, er all- góður. Ný met sett i 6 eftirfar- andi iþróttum: Stangarstökk (Ottó Marteinsson) 2,81 m. Þrí- stökk (Osvald Knudsen) 12,40 m. Spjótkast (beggja h. saml.) Helgi Eiríksson 65.405 m. Kapp- ganga 5000 m. (Ottö Marteins- son) 28 m. 12,8 s. Kringlukast (beggja h. saml.) Fórður Jóns- son 60.23 m. Á þessu móti var kept, i fyrsta sinn, i tveim atrennulaus- um stökkum, hástökki og lang- stökki. 1 mótinu tók þátt norskur maður að natni Reider Sörensen Hann mun vera 10. besti iþrótta- maður í Noregi. Enda vann hann bæði atrennulausu stökkin hæð- arstökk 1,41 og langstökk 3,12. Þar að auki stökk hann, þri- stökkið lengdst 18,87 m. Mótið fór eftir föngum, sæmi- lega fram, neraa hvað dómarar drógu leikinn að óþörfu. Allir keppendurnir vóru úr Kjósar- sýslu og Reykjavik. Það er leið- inlegt, að mótið skildið ekki vera sótt utan af landi. Væri óskandi að næsta ár verði mót- ið betur sótt. Að lokum var Íslandsglíman háð. Hlutskarpastur varð Sig- urður Greipsson. Er þetta i 3 sinni i röð, sem hann verður Glimu-konungur íslands. Verð- laun fyrir fegurðarglímu vóru veitt að þessu sinni. Er það horn eitt mikið og skrautlegt. Steinn Emilsson er gefandinn, nefnir hann hornið Stefnuhorn, á það að vinnast 3 í röð, svo til eigna verði. Enn þá er óútkljáð, hvaða fje- lög muni hafa flest stig. Áhorf- endur sóttu mótið ilia alla dag- ana, mun það eiga rót sina að rekja til fólksfæðar i bænum. K. Innlendar frjettír. Lik Gtuójón* Flnnuon* ar frá Melum í Melasv. er fyrir nokkru fundið hjer i höfninni. Rannsókn i því máli er hafln aftur. Mlnllngarntr. Þeir hafa ekki breiðst meira út og er út- lit fyrir að tekist hafl að stöðva þé. Veóráttan. Sffeldir þurkar eru nú um alt land og lítur út fyrir hinn mesta grasbrest af þeim ástæðum. Þrátt fyrir gróðurleysið og harðindin hafa fjenaðarhöld orð- ið góð og sauðburður gengið á- gætlega. Mœnnaótt gerir viða mjög vart við sig einkum i Eyjaflrði. Margir hafa dáið. Preatastefnu og kenn> aratuudl er nýlokið. Verður sagt frá hvorutveggia i næsta blaði. Palladómurlnn um Jónaa. Vegna Qarveru hr. Jónasar mun palladómurinn biða þar til hann kemur heim. Til uppbótar fyrir dráttinn mun mynd fylgja aí manninum ef »Verði« tekst að ná í nokkra sem honum líkar. Vonar blaðið, að bæði les- endur þess og Jónas kunni því þökk fyrir. Athugasemd. í siðasta tbl. Varðar, þarsem Iðnsýningarinnar var getið, gleymdist að geta ölgerðarinnar »EgilI Skallagrimssona. ölgerð þessi hafði myndar- lega sýningu á drykkarvörum sinum. Hafa vörur hennar þóttvand- aðar og fallið neytendum vel i geð. Leidrjetting. I blaðinu »Vörður«, sem út kom laugardaginn 28. júní, þar sem sagt er frá Iðnsýningunni, stendur þessi klausa: Eggert Kristjánsson, söðlasmiður sýnir þar hina viðurkenda hnakka sína og ýmislegt annað sem Sleipnir vinnur. Þetta er ekki rjett frá sagt. Hann á þar ekk- ert sem aö reiðskap lýtur. Sá eini hnakkur sem þar er til sýnis er smíðaður af ísleiki Þor- steinssyni á vinnustofu Jóns Þorsteinssonar Laugaveg 48. Kaupendur Varðar eru vinsamlega beðnir að athuga, að gjalddagi II. árg. blaðsins var 1. Júlí. Amerískt lystiskip mikið, 20 þús. tonn, kom hingað þann 3 júli. Far- þegar sagðir um 400. Margt þeirra fór.til Þingvalla, en aðrir skoðuðu bæinn. Veður var hið fegursta. Skipið sr sagt afskaplega skrautlegt, enda kvað kosta skilding að ferðast með því. Skipið heflr hjer rúmlega 2ja daga viðdvöl. Amerísku flugmennirnir, sem eru að ferð- ast í kringum hnöttinn koma hingað i ágústmánuði. Sagt er að þeir hafi engan flöt á landi nægilega stóran til að lenda á og muni þeir því lenda á ytri höfninni. Flugið befir gengið sæmilega til þessa. Vegna þrengsla verða bæði frjettir og ritdóm ar að biða næsta blaðs. „Y örðnrs< kcmur út á laugardegi i viku hverri Verð 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júli. — Ritstjóri til viðtals dagl. kl. 10—12 f. h. Simi 1191. Afgreiðsla á Berg- þórugötu 14, opin 11—1 og 5—7. Simi 1432. — Kaupendur snúi sjer til ufgreiðslumanns með borgun yrir blaðið og alt sem að afgreiðslu pess lýtur. Athugið. 6—10 drengir komi á Bergþórugötu 14 kl. 5—6 hvern laugardag að selja »Vörð«. Góð sölulaun. Kaupið og útbreið- ið „Vörð“. Prentsmiðjan Gutenberg. ULL þvegna og óþvenga kaupir Hiilii. Garflars Gíslasaaar Frá Landssímanum. Frá 1. júli hækka talsímagjöld, eins og hjer segir: 25 aura gjald uppí 35 aura. 75 — — — 100 — 100 — — — 125 — 150 — — — 175 — 175 — — — 200 — 225 — — — 300 — en 35 aura og 50 aura gjöldin haldast óbreytt. Frá sama tima lækkar loftskeytagjald að því er snertir síma- viðskifti við skip, skrásett hjer á landi, eins og hjer segir: Strandargjald frá 40 ctm. niður í 25 ctm. fyrir orðið, minsta gjald 2 fr. 50. Skipsgjald frá 40 ctm, niður í 10 ctm. fyrir orðið, minsta gjald 1 fr„ en innanlands gjaldið (10 aurar fyrir orðið, minsta gjald kr. 1.00), helst óbreytt. Reykjavík, 1. júli 1924. Smásölu verð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbaksteg- undum, en hjer segir V indlar: Yrurao*Bat (Hírschsprung) Fiona --- Benourrel --- Cassilda --- Punch --- ExoepionaleH —— La VnlentlMfi------ Vasco <lo Oama----- Kr, 21.85 25.90 27.00 24.15 25.00 31.65 24.15 24.15 7« ks. Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutningskostnaði frá Rvik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/°. Landsverslun íslands. Rvennaskólinn áBlöndaösi. Kensla hefst á skólanum hinn 15. október í haust og stend- ur til 14, mai í vor. Kent er: Hússtjórn, vefnaður, alskonar kvenfatasaumur og önnur handavinna og karlmannafatasaumur í sjerstakri deild. I bóklegu er aðaláhersla lögð á íslensku, reikning og náttúrufræði. Inntökuskilyrði á skólann eru þessi: a. Að umsækjandi sje ekki yngri en 14 ára; undanþágu má þó veita, ef sjerstök atvik mæla með. b. Að hánn hafi engan næman sjúkdóm. c. Að hann hafi vottorð um góöa hegðun. d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sje greitt við inntöku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum. e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi tekið fullnaðarpróf samkvæmt fræðslulögum, ella gangi undir inntökupróf þegar hanh kemur í skólann. — Skólagjald er 75 kr. um námstimann. Nemendur hafa haft matarfjelag og skólinn sjer um allar nauösynjar. Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum og púðum. Annan sængurfatnað verða þær að leggja sjer til. Umsóknir um inntöku á skólann sendist formanui skóia- stjórnarinnar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, fyrir miðjan september n. k.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.