Vörður - 27.09.1924, Qupperneq 1
II. ár.
Reykjavík 27. september 1924.
Áfgreiðslu- og Itm-
heimfumaBu*
Ásgeir Magrtússoa
kemtaxL
Þjóðverjar og
Bandamenn.
Nýlega hefir hjer í blaöinu
verið rækilega sagt frá Dawes-
tillögunum og Lundúnasam-
þyktinni, sem löggjafarþing bæði
Bandamanna og Þjóðverja hafa
nú samþykt.
Siðan það gerðist hafa lík-
urnar sífelt aukist fyrir því, að
betri samvinna verði meðal
þjóðverja og Bandamanna hjer
eftir en verið hefir hingað til.
Talin er nú full vissa á því,
að Þjóðverjar fá 800 miljón
marka lán og er fullyrt að Frakk-
ar muni lána þeim af þeirri
upphæð 40 miljónir marka og
mundi það ekki hafa þótt senni-
legt fyrir 1 ári siðan eða svo.
Mikið kvis gengur nú einnig
um það, að Þjóðverjum verði
gefinn kostur á að ganga inn i
alþjóðasambandið og jafnvel að
lagt sje að þeim að gera það.
Hafa Þjóðverjar nú lýst því yfir
að þeir æski þess.en þó ekki
að svo stöddu.
Þjóðverjar eru þegar byrjaðir
á afborgunum sinum til Frakka
og hafa nýlega greitt þeim 20
miljónir gullmarka, en Frakkar
hafa hinsvegar staðið við lof-
orð sin um það, að draga setu-
lið sitt burtu úr Ruhr og eru
þegar á burtu úr sumum borg-
unum.
Um skort í Pýskalandi tala
erlend blöð ekki og af simfregn-
um og erlendum blöðum má
sjá, að verslunarjöfnuður rikis-
ins hefir jafnast stórlega nú sið-
ustu mánuðina og fiytja þeirnú
út fyrir talsvert meira heldur
en inn, en fyrra hluta þessa árs
var innflutningur stórum meiri
en útflutningur.
Er það hald margra nú, að
með þessari bráðabirgðaúrlausn
á skaðabótamálinu og lánveit-
ingum til Þjóðverja sje undir-
staðan lögð að stórfeldri iðnað-
arframleiðslu hjá þeim og er
þegar farið að bóla allmjög á
ótta hjá ýmsum þjóðum við
það, að þýskur iðnaður flæöi
yfir lönd þeirra, sem verði svo
ódýr, að innlendi iðnaðurinn
þoli ekki samkepnina við hann.
Eru þegar hafnar umræður
og byrjað á undirbúningi hjá
sumum þessara þjóða i þá átt
að stemma innflutning frá Þjóð-
verjum.
Rekast hjer á allóþægilega
hagsmunir þjóðanna eins og oft
vill verða.
Er Þjóðverjum lífsnauðsyn að
efla iðnað sinn og útflutning, því
að með þvi eina móti geta þeir
uppfylt Lundúnasamninginn að
einhverju leyti.
Að sumu leyti er Frökkum
þetta einnig áhugamál, þvi að,
að öðrum kosti er engin vontil
þess að þeir nái nokkru veru-
legu upp í skaðabæturnar frá
Þjóðverjum. — Hins vegar stend-
ur þeim stuggur af því.að þýska
iðnaðinum vaxi mjög fiskur um
hrygg. — Að siðustu koma svo
hlutlausu ríkin, sem engar skaða-
bætur eiga að fá, en eiga það
á hættunni, að hinn innlendi
iðnaður þeirra biði stórkostleg-
an hnekki ef Þjóðverjum vex
bolmagn að mun.
Búnaðarhættir
landsmanna 1922.
Rœktað land. Með lögum nr.
58 3. nóv. 1915 var svo ákveð-
ið, að öll tún og matjurtagarð-
ar á öllu landinu utan kaup-
staða skyldu mæld upp og átti
því að vera lokið fyrir 1920.
Nokkur misbrestur mun hafa
orðið á framkvæmd þessara
laga, því að þegar Hagskýrsl-
urnar fyrir þelta ár voru samd-
ar vantaði mælingar úr 12
hreppum að öllu leyti og úr
31 hrepp að nokkru leyti.
Hagstofan hefir því farið eftir
tún og garðamælingum þar sem
þær lágu fyrir en þegar þær
þrutu, hefir hún orðið að styðj-
ast við Búnaðarskýrslurnar.
Samkvæmt skýrslum Hagstof-
unnar er' túnstærðin 22.750
hektarar, en stærð matjurta-
garðanna 494 hektarar.
Er leitt til þess að vita að
fyrirmælum laganna skuli hafa
verið jafn slælega fylgt og sýnir
eitt með öðru hve trassaskap-
urinn og áhugaleysið er mikið.
— Sagði maður þeim, sem þetta
ritar, að hann mundi hafa á
árunum 1915 — 1922 unnið einna
mest að jarðabótum af mönnum
í sitíni sýslu — bæöi garð-
hleðslu og túngræðslu en aldrei
heföi verið mælt hjá s>jer. —
Mun svipað víðar.
Jarðargróði. Árið 1922 hey-
uðust 684 þús. hestar af töðu
en 1 milj. 152 þús. hestar af
útheyi.
Hefir töðufengurinn þetta ár
verið talsvert meiri en meðaltal
áranna 1900—1920, en árið
1921 fengust 723 þús. hestar af
töðu. — Útheysskapur þetta ár
var aftur á móti mjög rír, 18°/o
minni en árið 1921 og 20%
minni en meðaltal áranna 1917
—21.
Enn þá er ekki ræktun lands
vors komin lengra áleiðis en
svo að töðufengurinn er rúm-
lega % útheysins. — En ef vel
væri, og landbúskapur vor væri
sæmilega öruggur, hvernig sem
áraði um grassprettu, þyrfti nær
allur fengurinn að vera taða.
Er það lífsspursmál sveitabú-
skap vorum að efla túnræktina
sem mest.
Hingað til hefir það valdið
miklum örðugleikum hve litið
vjer höfum haft af hentugum
vjelura og jarðyrkjuverkfærum
við túnútgræðsluna og túna-
sljettuna, en nú er þúfnabaninn
fenginn og ýms önnur áhöld,
sem stórum Ijetta undir og er
þvi vonandi, að meiri skriður
verði á framkvæmdum í þessu
efni næstu árin, en verið hefir
að undanförnu.
Eitt er það þó, sem enn
stendur túnræktinni fyrir þrif-
um og hefir gert það sfðan
þetta land bygðist og það er
áburðarlegsið.
Fjárhagur flestra bænda er
svo, að þeir hafa ekki efni á
því að kanpa útlendan áburð
og það sem verra er, að margir
þeirra neyðast til brenna áburði
sinum, sauðataðinu.
En því verður ekki neitað,
þólt hörmulegt sje til að vita,
að bændur sjálfir eiga mikla
sök á þesum skorti. — Langt
er frá því, að nýting áburðar
sje víða enn svo góð, sem hægt
væri og vænta mætti. — Haug-
hús eru enn þá tiltölulega sjald-
sjeð á sveitabæjum, að minsta
kosli i sumum sýslum og sama
má segja um forir og vanhús.
Við þetta bætist svo, að
margir skeyta því litlu að drýgja
áburðinn og viða er hugsunar-
leysið og óhagsýnin svo mögn-
uð, að haugarnir eru í stórum
halla, svo að bestu efni áburð-
arins renna í burtu og verða
að engum notum.
Enda þótt ábótavant sje í
mörgu, hvernig ýmsir hirða
jarðir sinar og sitja þær, þá
mun þó þetta meinið vera einna
almennast og jafnvel alvarlegast.
Svo langt gengur áhugaleysi
sumra í þessu, að enda þótt
þeir hafi ágæta mótekju rjett
við bæjarvegginn, þá hafa þeir
ekki mannrænu i sjer til þess
að taka upp nægan mó tii elds-
neytis heldur brenna sauðatað-
inu, sem er jafnvel besti áburð-
urinn. — Miklu minna er líka
gert af því að nota þang og
þara til áburðar, þar sem þess
er kostur, en hægt væri.
Þess þarf auðvitað ekki að
geta, að fjöldi bænda á hjer
ekki óskilið mál.
Hver hagsýnn bóndi skilui
það, hve mikils virði honum og
jörð hans áburðurinn er. —
Hann veit það að »skíturinn«
er gulls igildi.
Vonandi er, að á næstu árum
verði mikil breyting til batnaðar
á þessu og, að ekki líði margir
tugir ára fyr en haughús, safn-
þrær og vanhús eru kominn á
hvern einasta bæ. — Er hjer
ekki einvörðungu að líta á gagn-
ið, sem af þessu hlytist fyrir
túnræktina og væri það þp eitt
nóg til framkvæmda í þessu
efni. — En annað kemur hjer
einnig til, sem líka er mjög
þýðingarmikið og það er þrifn-
aðurinn sem af þessu hlytist.
Er óskaplegt og viðbjóðslegt
að sjá, hvernig víða er umhorfs
við húsveggi og garða í sveitum
og enn þá skilja menn altof
vel þessa vísu Bólu-Hjálmars:
Vel er alin herrans hjörð —
hjerna liggur »bevísiö«. —
Sæmir vel aö sauðaspörð
sjáist kringum fjárhúsið.
Þeim er ritar þetta er ókunn-
ugt um, hve mikið Búnaðarfje-
lagið hefir aðhafst til umbóta í
þessu efni en sjálfsagt hefir það
eitthvað gert.
En það verður að beita sjer
hjer öfluglega. Þetta eru þær
búnaðarframfarir sem kosta til-
tölulega litið fje og fáum bænd-
um er ofvaxið að leggja í þann
kostnað, sem nauðsynlegastur
er til verndar þessu mikla verð-
mæti.
Ekki væri það heldur úr vegi,
að blöðin, að minsta kosti
bændablöðin, sem svo eru eða
þykjast vera, ræddu bæði þetta
mál og önnur, sem landbúnað-
inn snertir mest, meira en þau
nú gera.
Væri bændum sennilega öllu
gagnlegra að lesa meira um þau
efni, en þá heldur minna af
persónuniðinu eða trúmála-
skvaldrinu, sem sum »bænda-
blöðin« flytja sí eg æ í einum
hrærigraut.
Eftir þenna útúrdúr skal svo
aftur vikið aö árinu 1922.
Uppskera af jarðeplum varð
þetta ár 22 þús. tn. Er það 6
þús. tn. meira en árið 1921, en
um 4 þús. tn. minna en meðal-
tal áranna 1917—21, sem talin
var um 26 þús. tn.
Uppskera af næpum og róf-
um var 91/* þús. tn., en 11 þús.
tn. að meðaltali árin 1917—21.
Gildir hjer hið sama og um
túnræktina, að garðræktinni
miðar hægt áfram. — Leika þó
engin tvímæli á því, að garð-
rækt getur vel borið sig víðast-
hvar hjer á landi, og ógrynni
fjár fer árlega út úr landinu til
kaupa á þessum vörutegundum.
Mótekja á árinu varð 377 þús.
hestar og er miklu minni en
næsta ár á undan, þá 428 þús.
hestar dg meðaltal næstu 5 ár-
anna á undan er 467 þús. hest-
ar,
Á striðsárunum, þegar hörg-
ull varð á kolum, neyddust
menn hjer til þess að grafa gull-
ið úr jörðunni, en jafnskjótt og
innflutningsörðugleikarnir hurfu
hættu menn greftinum og fanst
það meiri hagsýni að senda gull-
ið út úr landinu og stuðla með
því til þess að krónan fjelli um
helming og jafnvel meir.
Jarðabœtur. Árið 1922 voru
búnaðarfjelögin 111 talsins, jarða-
bótamenn 1924 og dagsverkin
102 þús. eða 53 á mann. Jarða-
bótastyrkurinn nam þetta ár
20 þús. kr. alls og kom því á
hvert dagsverk 19% eyrir.
Er dagsverkatalan nákvæm-
lega sú sama og hún var 1921,
en talsverðum mun hærri en
árin 1918—20. Árið 1918 var
dagsverkatalan að eins 68 þús,
Þetta ár voru sljettaðir 175
hektarar, og er það talsvert
meira en næstu 4 árin þar á
undan. — Túnútgræðsla var 94,4
hektarar og er það einnig mun
meira en undanfarin 4 ár.
Aukning á kálgörðum og sáð-
reitum nam 7,9 he'kturum oger
er það lík aukning og undan-
farin 3 ár, en 1918 nam hún
I6V2 hektara.
Nýræktunin er þó vafalaust
mun meiri, því að í þessum
skýrslum mun lítið vera talið
með af nýræktun innan sjávar-
þorpa og verslunarstaða, því að
tæstir eru þar í búnaðarfjelög-
um.
Samtals hafa girðingar verið
lagðar á árinu 236 km., þar af
103 km. vírgirðingar. Eru þær
nokkru minni en næstu ár á
undan.
Flóð og stíflugaiðar voru
samtals lagðir á árinu rúmlega
56 km. að lengd og vatnsveitu-
skurðir voru grafnir um 117
km. að lengd.
Um 25 km. voru gerðir af
lokræsum. Áburðarhús og safn-
þrær voru bygð á árinu um
2400 kúbikmetrar að rúmmáli.
Rúmlega 15 kilóm. voru lagð-
ir af upphleyptum tún- ogengja-
vegum.
Hefir þá verið getið hinna
helstu búnaðarframfara sem
orðið hafa á árinu 1922. Hafa
þær að vísu ekki verið miklar
en aðgætandi er, að ár þetta
var mjög erfitt og hagur bænda
mjög þröngur.
Eyrarbakka 88/« 1924. —
Tíðin er hjer góð austanfjalls,
hafa menn hirt mjög mikið nú
síðasta hálfan mánuð. Gras-
spretta er ágæt hjer á Eyrum
og eigum við það Ölvesá að
þakka þvi, hún flæðir yfir allar
okkar engjar á vetrum og oft á
vorin. Skipakomur hafa verið
venju fremur miklar, í sumar
hafa komið tvö skip til hf.
Heklu, annað með kol og hitt
með salt, kom það frá Spáni
og var 14 daga á leiðinni upp.
Svo kom Esjan og tók ull hjá
Heklu og Villemoes með stein-
oliu til Landsverslunarinnar.
Hjeðan eru svo engar fregnir
fleiri því bæði pólítik og sögu-
legir viðburðir sofa í sumar-
dvalanum, annars ber lítið á
pólitík hjer siðan að Ingimar
»hökuibolsi« fjell við kosning-
arnar í haust því jafnaðarmenn
syrgja enn þá, þeir lifa í um-
þenkingu og búast við að hefj-
ast til valda við næstu kosn-
ingar.
Fl«klafliliin frá 1. jau. 1924
til 15 sept. nam alls tæpum
262 þús. skippundum.