Vörður - 27.09.1924, Side 4
4
V ö R Ð U R
ráðhússins, og hafði hann þó
birt í blöðunum, áður en dóm-
urinn var uppkveðinn, hvernig
dómurinn myndi falla.
Dómarinn fékk fjölda af hót-
unarbrjefum áður en dómurinn
fjell. — Hótuðu sumir að drepa
hann, ef þeir yrðu dæmdir til
deuða, en aðrir, ef hann dæmdi
þá í lífstíðar fangelsi.
Stórkostieg fjársvik hafa
nýlega sannast í Svíþjóð á einn
af þektustu foringjum járnbrautar
verkamannanna sænsku Carlbo
að nafni, sem nú er nýlátinn.
— Var hann gjaldkeri í fjelagi
sænskra járnbrautarmanna og
naut hjá þeim hins mesta trausts.
— Fjekk hann þau eftirmæli í
Socialdemokratablöðum ýmsum,
að hann hefði verið sjerstaklega
vandaður og heiðarlegur maður,
en þegar farið var að athuga
bókfærslu hans nánar, eftir að
hann var kominn til feðra sinna,
kom það i dagsljósið, að hann
hefði dregið ólöglega undir sig
um í1/i miljón krónur, sem hann
hafði eytt í ýmiskonar gróða-
bralisfyrirtæki á styrjaldarárun-
um.
Alþýðublaðið hefir gleymt að
geta þessa mæta manns, og Jónas
hefir heldur ekki minst hans í
Kristjaníu pistum sfnum.
Roald Asmundseu hinn
frægi pólarfari hefir nýlega orðið
að gefa sig upp sem gjaldþrota
vegna kostnaðar, sem hann hefir
haft af leiðangrum sfnum og
undirbúningi við þá. — Hann
er einn af frægustu mönnum
Norðmanna, og sýnist tæpast
vansalaust af norska rfkinu, að
það skyldi ekki hlaupa undir
bagga með honum.
iUorgan, ameríski auðmað-
urinn nafntogaði, hefir enn á ný
boðið Frökkum 100 milj. dollara
lán, og er talið að sú upphæð
nægi Frökkum til að halda gengi
sinu uppi, en án stórrar lántöku
mundi það tæpast hafa hepnast.
— 1 martsmánuði i vetur lánaði
hann þeim aðra 100 miljónir
dollara, og gátu þeir með því
stöðvað gengið sem fjell þá óð-
fluga og sýndist vera á hraðri
ferð f sömu eyðileggingu sem
þýska markiö.
SviiRlendingar og ítalir
hafa gert samning með sjer um
það, að leggja öll deilumál sem
upp kunna að koma á millum
þeirra i gerðardóm, en ekki hafa
nánari fregnir komið um hvernig
sá gerðardómur skuli skipaður.
Innlendar frjettir,
Húsbruni. Að kveldi þess
17. þ. m. kl. um 7 kviknaði í
húsinu nr. 93 við Hverfisgötu
hjer í bænum. Var það timbur-
hús allstórt og áfast við vestur-
enda þess skúrbygging úr steini.
— Brunaliðið kom fljótt á vet-
vang og tókst að slökkva eldinn
áður en húsin fjellu, en þau
eyðilögðust að mestu og megin-
ið af innanstokksmunum brann
eða skemdist stórkostlega.
Útbyggingin var vátr. fyrir 11
þús. kr. og mun það hafa látið
nærri rjettu lagi, en aðalhúsið
var vátrygt fyrir að eins 12 þús.
Byggingaref ni.
Vjer höfum fyrirliggjandi:
Þakjárn nr. 24,
do. » 26,
Sljett járn » 24,
Faksautn, 2 ^/z",
Pakpappa, »Víking«,
do. »Glefant«,
do. sandpakka,
Panelpappa,
Gólfpappa,
Pappasaum,
Gaddavfr,
Saum, 1"—6",
Ofna, Bornholms,
Skipsofna,
Eldavjelar, Bornholnis,
Pvottapotta,
Ofnrör,
Eldf. stein & leir,
Zinkhvftu,
Blýhvitu,
Fernisolíu,
Allsk. málningarvörur.
H.f. Oarl HLöepfner
kaupir hæsta verði
(Móttaka i Skjaldborg við Skúlagötu).
GÆRUR
kaupjr hæsta verði
r
J ö n O laísson
híiuí OOO, simueínl: Gnitar.
Móttaka Sjávarborg, (sími 1241).
©
©
©
Tryggingar gegn eldsvoða
hvergi ódýrari en hjá
O. Johnson & Kaaber.
Aðaluuiboðsmenn á íslandi fyrir:
Brunabótafjelögin
„Magdeborg", „Víking", „Norí & Syd" 09 „Auto".
Hvítárbakkaskólinn.
Nokkrir nemendur geta enn fengið rúm í skólanum næsta vetur.
Kendar eru þessar námsgreinar: íslenska, íslandssaga, danska,
enska, mannkynssaga, landafræði, dýrafræði, grasafræði, eðlisfræði
heilsufræði, söngur, leikfimi og hannyrðir, svo og þýska og bók-
hald þeim, er þess óska.
Kostnaðurinn var siðastliðinn vetur ca. 315 kr. fyrir stúlkur og
ca. 382 kr. fyrir pilta.
Umsóknir sendist undirrituðum, eða Birni Jakobssyni á Varma-
læk (simleiðis).
Hvítárbakka, 22. sept. 1924.
<jr. A. Sveinsson.
GAR N I R ‘“£232
Spyrjið um verðið hjá oss,
áður en þjer seljið öðrum
<j* arnahreinsuniii.
( J « K ÓLAF8§OI. - Síiul 606).
Símnefni: Gnítar.
Móttaka í Sjárarborg. — Sími 1241.
kr„ en núverandi eigandi þess
hajði keypt það fyrir rúmu ári
síðan á 23 þús. kr. og verður
hann því fyrir miklu tapi. Inn-
anstokksmunir allra íbúenda
húsanna, 5 að tölu, voru óvá-
ttygðir.
Orsökin til eldsvoðans var sú,
að einn af leigjendum útbygg-
ingarinnar, Guðmundur Guð-
mundsson að nafni, hafði tekið
að sjer að hreinsa 4 lítra af
»pólitúr« fyrir eiganda skúrsins,
sem einnig bjó þar, Ólaf nokk-
urn Lárusson, sem orðinn er
alkunnur hjer í bænum fyrir
brennivínssölu.
Pólitúr þessum helti Guð-
mundur á suðudúnk, sem hann
setti á olíugasvjel, en gætti þess
ekki, að illa var um lokið á
dúnknum búið svo að pólitúrin
vall upp úr og rann niður í
eldinn. Varð bálið þegar svo
mikið að Guðmundur gat við
ekkert ráðið.
Peir ólafur og Guðmundur
voru þegar settir í varðhald og
viðurkendu það sanua i málinu,
að tveim dögum liðnum.
Eigandi »pólitúrsins« fjekk
1000 kr. sekt, en sennilega verð-
ur mál höfðað gegn bruggaran-
um fyrir gáleysisbrennu og ligg-
ur fangelsi við þeim verknaði
ef skaðinn er ekki að fúllu
bættur.
Húsrannsókn framdi lög-
reglau nýlega í húsinu nr. 8 A
við Bergátaðastræti, eign Sig-
urðar Berndsen, og fann hún
þar hreinsunartæki og »pólitúr«
hjá eigenda hússins og hjá ein-
uin leigjandanum, Ásgeiri Ás-
mundssyni, nokkra litra af
brennivíni og talsvert af lands-
verslnnar portvíni og voru verð-
miðarnir af flöskunum skafnir
af.
Sigurður Berndsen kannaðist
við að vera eigandi »pólitúrs-
ins« og suðutækjanna og fjekk
hann 1000 kr. sekt og 2 aðrir,
sem verið höfðu honum til að-
stoðar við bruggunina og út-
vegun »pólitúrsins«, annar 500
en hinn 200 kr.
Mál Ásgeirs Ásmundssonar er
óútkljáð enn. Heldur hann því
fram að Sigurður Berndsen hafi
beðið sig fyrir brennivínið til
geymslu, en Sigurður neitar
því harðlega og er talsvert
vandasamt að vita hver sann-
ara segir.
l'iskiafllnn. Hann er enn
þá ágætur bæði hjá þeim tog-
urum sem veiða í salt og ís. —
Peir sem í salt veiða fiska á
sömu slóðum og í vor, útaf ísa-
fjarðardjúpi og er ekki sjáan-
legt að nokkurt lát sje á fiski-
gnægðinni þar. — ísfiskssalan
hefir gengið vel og eftirspurnin
og verð á saltfiski fer fremur
vaxandi en minkandi.
JÖrundiir BrynJólfsBon
alþingismaður hefir legið rúm-
fastur mikin hluta sumarsins
og er talið óvíst að hann verði
fær til þingsetu næst.
iigurAnr Sig;urössoii frá
Kálfafelli er nýkominn austan
úr Rangárvallasýslu eftir nokkra
vikna~dvöl þar.
Segir hann nýtingu hafa orð-
ið ágæta í Árnes- og Rangár-
vallasýslum og grassprettu í
meðallagi. — Flestir þar eru nú
að enda við að hirða hey sin.
H vítárbakkaskóllnn.
Peir sem ætla sjer að fara á
alþýðuskóla í haust ættu að
gefa góðar gætur að auglýsing-
unni um Hvítárbakkaskólann
hjer í blaðinu. Er skóli þessi
bæði góður og ódýr.
GengiA hefir verið stöðugt
nú síðustu dagana. Pundið á
30 kr. og dönsk kr. verið lík.
Sláturtíöiu er nú byrjuð
hjer sunnanlanda. Verð á kjöti
mun verða heldur hærra en í
fyrra.
Helgi Bergs hefir verið
ráðinn framkvæmdastjóri Slát-
urfjelags Suðurlands í stað
Hannesar Thorarensen, sem nú
veitir áfengisversluninni forstöðu.
Ólafur HLjartanss., bróðir
alþingismanns Jóns Kjartans-
sonar hefir verið settur kennari
við Eiðaskóla.
H.rlstján Albertsou rit-
höfundur hefir verið ráðinn
leiðbeinandi við leikhúsið í vet-
ur. — Má mikils af honum
vænta því að hvorutveggja er,
að hann þekkir vel til alls, sem
að leiklist lýtur eftir hina löngu
dvöl síua erlendis viða í lönd-
umog svo er hann sjálfur leik-
ritaskáld.
kíguröur H.ristjánsson
bóksali varð sjötugur 23 þ.
m. Sýndu prentarar og ýmsir
aðrir þessum mæta borgara
ýmiskonar vírðingarvott, en hann
færði styrktarsjóði prentara 1000
kr. minningargjöf.
Atliygli skal vakin á aug-
lýsingu Ríkharðs Jónssonar.
Kennir hann heimasmíði og
teikningu í vetur og ættu þeir,
sem við þá hluti fást, ekki að
láta ganga úr greipum sjer að
njóta tilsagnar jafnfærs manns
í þeirri grein og hann er.
Símagjöld við útlönd hafa
nýlega lækkað að mun sökum
gengishækkunar íslensku króu-
unnar.
Prentsmiöjan Gutenberg.