Vörður


Vörður - 22.08.1925, Side 2

Vörður - 22.08.1925, Side 2
2 V ö R Ð U B ♦OOOOOOOOGOOOOOOOOOOOOO* g VÖIÍÐ tJ K kemur út O á laugar dögum § Rilstj órinn: g Kristján Alberlson Túngötu 18. O Símar: § 1452, 561. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 siðdegis. Sími 1432 Ve rð: 8 kr. árg. g Gjalddagi 1. júlí. q ♦OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO? Ávarp. Bandalag kvenna, sem er myndað af ýmsum kvenfjelögum, utan Reykjavíkur og innan, hefir um nokkur ár haft eitt sjerstakt mál efst á dagskrá sinni, þótt því ýmsra kringumstæðna vegna hafi ekki til þessa orðið hrundið í framkvæmd. Þetta mál er að koma upp Kvennabyggingu hjer í Reykjavík, sem væri nokkurs- konar miðstöð, er allar landsins konur, gætu átt aðgang að. öllum er kunnugt hið mikla húsnæðisleysi, sem verið hefir og enn er hjer í bænum, og hvað erfitt ókunnugum aðkomukonum verður að fá sjer sæmilegan og ekki alt of dýran samastað, þeg- ar þær koma hingað til lengri eða skemri dvalar, ef þær eiga hjer engin skyldmenni eða vini, sem taka á móti þeim. Sama má segja um stúlkur, sem taka sjer vistir i húsum hjer í bæn- um, eða aðra atvinnu. Þær hafa engan stað utan heimiiis þar, sem þær geti óhultar eytt fri- stundum sínum, nje heldur haft tækifæri að kynnast góðum og velviljuðum konum, sem þær gætu leitað til og fengið hjá ýmsar nauðsynlegar leiðbein- ingar. AUmargar ungar stúlkur koma einnig bingað til náms árlega, bæði verklegs og bóklegs, og verða margar þeirra, sem enga eiga hjer að, að leigja sjer ljeleg herbergi hingað og þangað um bæinn, og jafnvel stundum mið- ur góð og fæða sig sjálfar. Af þessu leiðir, að þær lenda oft í óheppilegum fjelagsskap, sem hefir áhrif á þær og fram- tíð þeirra. Alt ungt fólk þarf skemtana og kunningsskapar við, við aðra, sem eru á liku reki. En í borgunum eru ýms vand- kvæði á því og verður það mörg- um unglingum að fótakefii. Þá eru einnig hjer í borginni sjálfri stúlkur, sem ýmsa atvinnu stunda, og eiginlega engin heim- ili eiga sem þær geli unað við. Ef þær eiga enga lifandi vanda- menn, þá eru þær jafnt settar og aðkomustúlkurnar. Pær vanta stað, þar sem þær gætu fengið gott og ódýrt fæði, þar sem þær gætu setið í frístundum sínun. og lesið bækur og blöð inni í hlýjum og vistlegum herbergjum. Rar sem þær fyndu að þær ættu vini, sem vildu þeim vel, og þaí sem þær væru aldrei óvel- komnar. Úr öllu þessu ætlumst við til að slík kvennabygging gæti bælt. I henni höfum við hugsað okkur að ætti að vera góð og vistleg gistiherbergi handa aðkomu- konunum, sem hjer væru á ferð. Þar yrði einnig góð og ódýr matsala og kaffisala, þar sem einhleypar slúlkur gætu fengið sjer gott og ódýrt fæði daglega, og kaffibolla handa kunningjun- um, þegar svo bæri undir. Par mundi verða Lestrarfjelagkvenna Reykjavíkur og ljettur aðgangur að góðum bókum og blöðum í hlýjum og vistlegum lestrarsal, þar sem þær einnig gætu skrifað brjef sín í næði, talað við kunn- ingja sina o. s. frv. í sambandi við þetta höfum vjer einnig hugsað okkur að í þessari byggingu yrði skrifstofa sem veitti einkum aðkomustúlk- um allar nauðsynlegar leiðbein- ingar um nám, atvinnu, hús- næði o. s. frv. En hvað margar stúlkur gætu átt þarna fullkomið heimili um lengri tíma, færi auðvitað eftir þátttöku kvenna í þessu fyrir- tæki. Fyrst um sinn yrði það iiklega aðallega gistiheimili um skemri tima, þótt við ætlumst til að nokkur herbergi gætu einnig orðið fyrir allan veturinn. í*ar mundi einnig hússtjórnar- kensla verða samfara rekstri heimilisins og yrðu það liklega aðkomustúlkur sem þar rjeðu, og mundu þær þá vera þar að öllu leyli meðan námið stæði yfir. í öllum stærri bæjum erlend- is eru konur farnar aö setjg á fót slikar stofnanir, þarsemein- hleypar konur geta daglegafeng- ið góðan og ódýran mat og kaffi, setið í hlýjum vistlegum herbergjum, við bóka- eðablaða- lestur og tekið kunningja sína með sjer þegar svo stendur á. Þar getr þær einnig fengið ýms- ar ráðleggingar og hjálp I vand- ræðum sínum, og kynst mörg- um sjer til gagns og gamans. Pessar byggingar eru með ýmsu fyrirkomulagi, eftir efnum og á- stæðum. En allar hafa þær það sameiginlega markmið : Að sam- eina konurnar, vernda yngri konurnar og hjáipa og draga þær eldri og einstæðingslegi i til sfn. Láta þær allar finna að þær sjeu ekki framandi og óþektar, heldur sje þetla þeirra heimili. Má hjer minna á tvær slíkar byggingar, sem ýmsir hjer munu kannast við — »Kvindelig Læseforening« I Kaupmannahöfn, sem er aöal- lega gistihús kvenna og mat- sölu- og kaffihús með lestrar- sölum o. s. frv, og ýmsum þæg- indum, og »Hjemmenes Vel’s« bygging í Osló, sem er aðallega matsölu og kaffihús ásamt mat- reiðsluskóla. í báðum þessum stofnunum borða fjölmargar ein- hleypar konur árum og tugum ára saman og skoða það sem kært heimili. — Hvernig okkur tekst að koma f kring og sameiua sem flesta af kostum þessara stofnana fer aðallega eftir þvf hvað miklu fje við höfum yfir að ráða. Al- þingi hefir litið svo á, að þetta væri nauðsynjamál og í þvf skyni gefið lóð á ágætum stað hjer í bænum undir þessa bygg- ÍDgu, þegar hún yrði reist, með þeirri hugsun að af því gætu allar landsins konur haft meira eða minna gagn. Og þessari byggingu hugsum við okkur að nllar landsins konur eigi að koma upp. öbkur <‘>11- um. er gefin lóðin undir hana. Og við vonum að við getum sýnt í verki að við áttum þetta traust Alþingis skilið. Éslensbar konur! Nú snúum við okkur til yðar allra og biðjum yður að fylkja yður um þetta nauðsynjamál. Við höfum hugsað okkur að mynda hlutafjelag í þessum tilgangi, þar sem við væntum að þjer allar, ungar og gamlar, ríkarog fátækar takið höndum saman við okkur, til að koma þessari hugsun í framkvæmd. Ef þjer sæjuð nauðsyn þessa fyrirtækis eins og þeir sem hjer eru bú- settir, þá munduð þjer ekki ef- ast um að þetta væri gott fyrir- tæki. Verið getur að þjer hafið einhver önnur mál, hver f sínu bygðarlagi, sem þið viljið koma f framkvæmd. En auðvitað ó. þetta mál elsRi og þa.rf eRlii að taka alla krafta ykk- arnjeframkvæmdir.Þaðerfyrstog fremst skilningur á mál- inu og velvild til þess og trú á því sem þarf. Verið þið allar meö því9 allar sam- taka að skilja það, að láta ykkur þyfeja vsent um það og vilja því vel, og trúa á þaö. Allar samtaka að leggja eitthvað af mörkum, eftir efnum og ástæð- um. Látið litlu stúlkurnar ykk- ar leggja sitt tillag, eins og litlu drengirnir lögðu sinn skerf f Eimskipafjelagið. Við hugsum okkur að hlutafjelagið verði stofnað í haust eða snemma næsta vetur, ef undirtektirnar verða góðar. Hlulirnir mundu veröa kr. 25, 50, 100 og 500. Flestar sjálfbjarga konur gætu lagt fram 25 kr. í tvennu lagi, ef þær hafa trú á fyrirtækinu og vilja málinu vel. Munið að i Eimskipafjelagið söfnuðust á skömmum tíma 600,000 kr., og þar voru smáhlutirnir það, sem best studdu. Það voru almennu samtökin. Smádrengirnir lögðu spariaurana sina, og kölluðu svo fyrsta skipið »skipið silt«. Látið litlu stúlkurnar ykkar skilja að þetta hús á að verða »húsið þeirra« fyrst og fremst. Þetta tekst ef við viljum það allar. Ef við verðum allar sam- taka. Þær, sem engan skerf geta látið í peningum, geta þó unnið fyrir málið. Vakið samhygð og góðan vilja og áhuga, og á þann hátt verið með. Fóið karlmenn- ina til að vera með, þeir eru margir þessu velviljaðir, og þeir Hvernig fær fólk sullayeiki? Eftir Matth. Einarsson. Niðurlag Sullir vaxa fremur hægt, á 3—4 mán. geta þeir orðið á stærð við titlings-egg. Vaxtar- hraðinn er mismunandi, en alt af hlýtur það að taka þó nokk- ur ár, að ná þeim vexti, að þeir valdi verulegum óþægindum. Nú er venjan hér á landi að láta stúlkur byrja að mjólka ær fyrir og um fermingaraldur, og ætti því, ef rjett er það, sem að framan er sagt um smitunar- mátann, að bera mest á sulla- veiki í kvenfólki frá tvítugsaldri og fram um fertugt, og þá einn- ig að vera mestur munur sýktra karla og kvenna. Þetta er líka svo, eins og dr. Jónassen hefir bent á, og sjá má á eftirfarandi töfiu, er jeg hefi gert um tölu, aldur og kynferði sjúklinga þeirra, er vitjað hafa læknanna. Taflan ber það með sjer að svo mikið ber á sullaveiki frá tvítugu til fertugs, að ekki er sambærilegt við nokkuð ann- að aldursskeið, og að munur karla og kvenna er þá einnig mestur. Jeg er nú ekki í nokkrum vafa um, að smituninni er þann- ig varið, enda skýrist þá alt í senn, hvernig á því stendur, að konur sýkjast fremur en karlar, og hvernig stendur á því, að þær sýkjast helst (eða rjettara sagt, að veikin kemur í ljós) á aldrinum frá tvítugu til fertugs, og að smábarnasmitun er til- tölulega sjaldgæf. Um síðastliðin aldamót varð sú breyting á búnaðarháttum, að sumir hættu að færa frá. Breiddist sá siður út og mátti heita orðinn almennur um 1910. þessi tilbreytni ætti í framtið- inni að hafa áhrif á sullsmitun fólks, bæöi draga úr hæltunni og þeim hættumun, sem verið hefir milli karla og kvenna. Meira að segja mætti gera ráö fyrir, að nú þegar sæist högg á vatni. Jeg hefi nú gert töflu um tölu og kynferði sullsjúklinga, sem verið hafa á spítölum í Reykja- vík síðastliðin 20 ár, 1905— 1924, incl., til þess að komast að raun um, hvort hún styður ágiskanir mínar: Ár Karlar Konur AIIs 1905-09 22 53 75 1910-14 33 71 104 1915—19 31 48 79 1920—24 30 35 65 Tafla þessi sýnir, að meiri jöfnuður er að komast á milli karla og kvenna, en ekki er það eins glögt um rjenun veik- iunar, þó virðist það vera í átt- ina.1 Jeg geri ráð fyrir, að inn- 1) Er pó gieggra en viröist, pví að pó svo tiltölulega margt hafi leitað lækninga 1910—14, þá stafar pað ekki af þvi, að veikin hafi auk- ist, heldur af því, að þá fyrst var kominn verulegur skriður á fólk með að láta óperera sig. hafa fjárráðin. Við höfum oft hjálpað þeim við mörg þeirra fyrirtæki. Ef þeir vilja fá okkur með í pólitisku samvinnuna, þá verða þeir líka að sýna að þeir vilji vinna með okkur, þó ekki sje um beina þeirra eigin hags- muni að ræða. Nú á 10 árum hafa konur safnað í annað hús á fjórða hundrað þúsund króuum, og þó ekki orðið einum eyri fátækari. Er það mál nú komið á svo góðan rekspöl, að það ætti frem- ur að hvetja konur en letja að vinna að öðrum byggingamálum. Okkar hús þyrfti að komast sem allra fyrst upp. Ákjósan- legast væri að það kæmist upp fyrir 1930. Að við gætum safn- ast þar saman á þúsund ára afmæli Alþingis. — Reykjavík 14. júlí 1925. Virðingarfylst í húsne/nd Bandalags kvenna Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Laufey Vilhjálmsdóttir. Steinunn Bjarnason. Guðrún Pjetursaóttir. Krislín V. Jacobson. Hólmfríður Porláksdó ttir. t Sig. Kristófer Pjetiraon rithöfundur. Hann andaðist 19. þ. m. á Lauganesspitala. Banamein hans var holdsveiki. Hafði hann dval- ið á Lauganesspítala frá því á barnsaldri. Sig. Kr. Pjetursson var gáf- aður maður og víðlesinn. Not- aði hann tímann og næðið á Lauganesspitala til fræðiiðkana og ritstarfa. Hann hefir skrifað um esperanto, guðspekileg efni og íslenska tungu. Siðasta rit- verk hans er »Hrynjandi ís- lenskrar tungu«, sem mikla eft- irtekt hefir vakið. Pessa stór- merka manns verður nánar getið í næsta blaði. — an næstu 5—10 ára verði af- leiðingarnar svo skýrar, að öll- um verði augljóst, að happa- drýgsta sporið, sem til þessa dags hefir verið sligið til útrým- ingar sullaveikinnar sje einmitt þessi breyting á búnaðarháttum, að hætta að færa frá, þótt ekki væri breytingin í því skyni gerð. Samkvæmt framanrituðu horf-, ir nokkuð öðru vísi við um sullsmitun en gert hefir verið ráð fyrir hingað til. Samt verð- ur í aðalatriðum engin breyting á vörnum gegn veikinni. Varnir verða þær sömu, sem H. Krabbe sagði fyrir um 1863: Takmarka hundahald, gæta þess, að hund- ar ná ekki i sulli til átu og auka þrifnað. Sjerstaklega verður þó að brýna fyrir fólki að þvo sjer um hendur, áður en það matast (maladie des mains salles) eða skamtar og ber öðrum mat, en mestrar varúðar verða mjalta- konur að gæta og þeir, sem handleika óþvegna ull, hvort

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.