Vörður


Vörður - 22.08.1925, Síða 4

Vörður - 22.08.1925, Síða 4
4 VÖRfiUR svo mjög hjer á landi. Öllum skilst, að þá fyrst er mentun þjóðarinnar í rjettu horfl, er saman fer atgerfi anda og lík- ama. Á þessu sumri hafa þessir atburðir helstir orðið á sviði í- þróttanna: ferð íþróttafjelags Reykjavíkur kringum land og Sundskálabyggingin við örfiris- ey. Eiga íþróttamenn mlkinn heiður skilið fyrir þetta hvort- tveggja. Samt verður ekki hjá því komist, að segja nokkur orð í sambandi við vígslu sundskálans. Einn af merkustu iþróttamönn- um vorum hjelt þar ræðu og gat þess meðal annars, að í- þróttamenn hefðu snúið erindi Jónasar Hallgrimssonar: Vísind- in efla alla dáð o. s. frv., þannig: íþróttir efla alla dáð. Þetta er í fljótu bragði skoðað ofur mein- laust gaman iþróttamanna. En sje lengra rakið dylst mönnum ekki, að smekkleysa sem þessi, má ekki vera óátalin. Því ekki er rjelt að sund eða nokkur önnur likamleg iþrótt sje íþrótt iþróttanna eins og segir í fyrr- nefndri ræðu. íþrótt iþróttanna hefir jafnan verið talin hjer á Iandi, orðsins list, ljóðagerðin. 1 þeirri iþrótt stöndum við eng- um að baki. Hreimfegurð máls- ins, mjúkleiki og orðkyngi á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess sjerstaka hæfileika, sem vjer Islendíngar eigum og nefnt er brageyra. — Alt, sem sljófgar þá tilfinningu er því skemd á málinu. Þeim sem hafa óbrjálað brageyra er jafn mikill ami i þvi, að heyra afbakaðan kveðskap, eins og músikölskum manni að heyra sungið falskt. Það lítur út fyrir, að iþrótta- menn hafi ekki sem næmastar hlustir á islenska visu, ef þeir fara alment að syngja erindi Jónasar eftir nýju útgáfunni. Þeim hefir máske fundist Jónas fullspar á stuðlana, en svo er ekki. Jónas hefir áreiðanlega haft bæöi brageyra og brag- fræðilega þekkingu, svo að ekki verður um bætt. Erindið eins og iþróttamenn vilja hafa það er of stuðlað og verður þar með að óskapnaði og leirburði í öll- um islenskum eyrum. Ekki dugir að spara stuðlana um of, svo sem stundum vill verða, en af öllu má of mikið gera. Umbótin sem frömuðir fótamentanna hafa hafa viljað gera á erindi Jónasar minnir á manninn, sem lengi braut heilann um, hvort hann ætti heldur að skrifa Holland með þremur eða fjórum I-ura og skrifaði það seinast með fjórum — til að vera vissl Fimtugur varð prófessor Ágúst H. Bjarnason 20. þ. m. Hefir hann starfað hjer á landi óslitið um 20 ára skeið. Hann naut fyrstur manna styrks úr sjóði Hannesar Áinasonar og hjelt fyrirlestra heimspekilegs efnis hjer i Reykjavík veturinn 1905 —1906. Fyrirleslrar þessir voru síðan gefnir út undir nafninu »Yfirlit yfir sögu mannsandans«. Er óhætt að fullyrða, að á síð- ari tímum hafa fá ritverk komið út, er betur sjeu sniðin við al- þýðuhæfi. Hefir Á. H. B. gert mikið til eflingar sjálfmentunar alþýðumanna hjer á landi með þessu ritverki. Ágúst H. Bjarnason var kenn- ari við mentaskólann til ársins 1911. Kendi hann þar dönsku og þýsku og rækti störf sín af mikilli samviskusemi. Þegar há- skólinn var stofnaður 1911 var hann skipaður prófessor í heim- speki, en hafði áður varið dokt- orsritgerð, heimspekilegs efnis, við Hafnarháskóla. Hann hefir auk kenslunnar fengist mikið við ritstörf. Gaf t. d. f nokkur ár út tímaritið »Iðunn«, auk hinna stærri ritverka siðari ára, sálarfræðinnar og rökfræðinnar. Fáum lærðum mönnum tekst jafnvel og Á. H. B. að rita svo að almenningur lesi sjer til gagns. Siglufirði 20. ág. 1925. Iho hæstur 2517 mál, Eir frá ísaflrði næstur 2330, Forsetinn 2053, Björgvin (Duus) alls 1932, Seagull 1802, Bifröst 1675, Há- kon 1466, Svanur 1301, Margrét 1186, Svanur 2 (Lofts) 1050, Skjaldbreið 952, Björgvin (Lofts) 933, Ingólfur 817, Alden 807, Keflavik 600 mál. Afli afar mis- jafn mikil þoka daglega tefur fyrir veiðinni. Utan úr heimi. Apamálið. Menn eru nú ýmsu vanir frá Ameriku. Þar gerast daglega at- burðir, sem óhugsanlegir vseri hvervetna annarstaðar í menn- ÍDgarlöndum. Enginn tekur til þess þótt hann heyri að múg- urinn hafi hengt nokkur sak- laus negragrey án dóms og laga, eða þótt ræningjar hafi ráðist á saklausa menn og haft í burlu fjármuni. Slíkir atburðir eru ekki fátíðir. Þeir gerast jafnvel um hjábjartann daginn á götum stórborganna. Enginn kippir sjer upp við það, þótt nokkrir tugir manna sjeu drepnir eða limlest- ir af völdum bifreiða. Daglega farast margir tugir manna af þeim sökum í Bandaríkjunum Morð eru í New York talin 20 sinnum tíðari en í London. Heimurinn stendur ekki á önd- inni af undrun. nema eitthvað sjerstaklega merkilegt gerist þar vestra. Nýlega hafa þó Ameríkumenn vakið alveg óvenjulega eftirtekt á sjer. Það er með hinu svo- nefnda apamáli, sem kent er við smábæinn Dayton í ríkinu Tennessee. Eins og kunnugt er, er algert trúarbragðafrelsi f Bandaríkjunum. Skólarnir halda þar ekki uppi trúarbragðafræðslu, en þess er þá jafnframt krafist, að þeir kenni ekki neitt það, sem fari í bág við trúarskoðan- ir borgaranna. I ríkinu Tennessee eru menn æði gamaldags og ófrálslyndir í trúarefnum. Höfðu þeir leitt í lög hjá sjer að ekki mætti kenna þróunarkenningu Darwins, vegna þess, að hún færi í bág við sköpunarsöguna í biblíunni. Núhafðiungurkennari, Scopes að nafni, gerst svo djarfur að syndga móti þessu banni. Var hann óðar kærður og færður fyrir lög og dóm. Urðu út úr þessu einhver merkilegustu mála- ferli, sem heyrst hefir um á slðustu árum. Sækjandi málsins var Bryan, hinn alkunni stjórn- málamaður, fyrverandi forseta- efni Bandarikjanna og einhver mesti ræðuskörungur þarí landi. Hann sótti málið af framúrskar- andi afli og heilagri vandlæt- ingu fyrir hönd hinna sanntrú- uðu Tennessse búa. Lýsti hann því yfir að hann tryði hverju orði sem stæði í biblfunni bók- staflega. Verjandi málsins spuröi hvort hann tryði því að hval- urinn hefði glejTpt Jónas og Jón- as komist af, svo sem biblían hermir. Og játti Bryan því. Þá spurði verjandi hvort hann hefði trúað því ef sagt hefði verið að Jónas hefði gleypt hvalinn. Já, ef það hefði staðið í biblíunni, svaraði Bryan. Málinu lauk svo að kennar- inn var dæmdur í 100 dala sekt fyrir rjettinum í Dayton. Eftir- tektarvert er það að í kviðdómn- um, sem dæmdi kennarann sek- an, áttu sæti tveir menn, sem hvorki voru læsir nje skrifandi. Málinu var áfrýjað til hæsta- rjettar Bandarfkjanna, en dóm- ur er þar ekki uppkveöinn. Þótt Scopes kennari biði þann- ig lægra hlut í bili, þá hefir mál þetta orðið honum til stór- kostlegs hagnaðar. Stofnuð hafa verið fjelög, sem bera nafn hans og hafa það hlutverk að berjast fyrir frjálsum vísindarannsókn- um. Er þetta næsta spaugilegt, þegar þess er gætt, að Scopes hafði eklci kynt sjer þróunar- kenningu Darwins neitt fram yfir það, sem í algengustu kenslu- bókum stendur, fyr enn hann lenti í þessum merkilegu mála- ferlum. — Scopes hefir verið boðið að leika hlutverk f vís- indalegri kvikmynd. Hann hefir selt útgáfurjett af endurminn- ÍDgum sínum fyrir of fjár, o. s. frv. En aðalatvinna Scopes er nú sem stendur bifreiðasala. Gengur salan ágætlega, því allir vilja eiga kaup við hinn víð- fræga mann. Kalifornía er kyn- legt landl stendur þar. En það er af Bryan að segja, að hann ofreyndi sig á máli þessu og varð það hans bani. Bryan var fæddur í smábæ í Illinois árið 1860 og tók lög- fræðipróf 1881 með ágætiseink- unn. Eftir það var hann nokk- ur ár málafærslumaður í Uli- noes og Nebraska. Auk þess Baldvin Einarsson Aktýgjasmlður Hverfisgötu 56 A. — Rvík. fjekst hann allmikið við blaða- mensku og var meðal annars ritstjóri blaðsins Omata World Herald. Árið 1893 var hann kosinn þingmaður til öldunga- ráðsins í Nebraska. Árið 1896 var hann frambjóðandi demo- krata við forsetakosningar í Bandarikjunum. Kosningaleiðangur Bryans þetta ár er enn í minnum hafður. Hann ferðaðist fram og aftur um Bandaríkin f járnbrautum, sivakandi, sístarfandi, sítalandi. Hvar sem hann kom var lands- lýðurinn sleginn undrun og hrifningu. Þó fóru leikar svo, að þegar til úrslitakosninga kom, fjekk McKinley 271 at- kvæði en Bryan 176. Eftir þelta var Bryan 3var í kjöri við for- setakosningar, en komst aldrei aö. Síðast var hann í kjöri haustið 1912, en fjell fyrir Wil- son. Gerði Wilson hann þá að utanríkisráðherra. Bryan hefir á síðari árum rit- að mikið. Einlcum hefir hann barist með oddi og egg fyrir vínbanninu í Bandaríkjunum. Bryan var hugsjónamaður mikill á ameríska vísu. Mælska hans var karlmannleg og kröft- ug. Miljónir manna kystu klæða- fald hans í lotningu. Fleiri voru þó miljónirnar sem snjeru við honum bakinu og vildu hvorki sjá hann nje heyra. Seinasta málið, sem vakti eftirtekt alheims á honum var apamálið fræga. Bryan sigraði, en fjekk skamma stund notið sigursins. Hann »fjell en hjelt velli« eins og sagt var um nafna hans Brján. — Frakkar eiga í vök að verjast. Símað er frá Lundúnum 16. þ. m. að ætthvísl ein á Sýr- landi hafi gert uppreist og drep- ið alla Frakka, sem þeir náðu til. — EÍDnig er búist við að Arabar muni hefja uppreist gegn Frökkum þar eystra. Prentsmiðjan Gutenberg. Yetrarbrant. Jafnvægi heims. Verður þyngdin yflrunnin? 26. Nú hefir verið skýrt frá því, að geislaspyrnan, eða dreifiorka hitans í heiminum, geti stundum upphafið þyngd- ina eða aðpráttaraflið. Af því leiðir margt og mikilvægt í augum þeirra, sem leitast við að hugsa og skilja. Því vil jeg nú verja fáeinum línum, til þess að færa sönnur á það, sem sagt hefir verið og gera dæmi, sem allir fá skilið, sem vita undirstöðuatriði í tölvísi og rúmfræði. Dæmið byggist á þeirri staðreynd, að 1 ten.mm. vatns vegur 1 mg á jörðu vorri, en 27.* mg á sólunni. — Þyngd- in fer eftir ýmsum staðháttum, sem eigi er hægt að lýsa hjer. Einnig byggist það á þvi að geisla- spyrnan telst vera O.mb mg á fer mm við þann hita sem ríkir í ljóshafi sólar- innar. Dæmi er sýnir hvernig geislaspyrnan yfirvinnur þyngdina, miðað við 6200 st. hita. Þvermál ten- ings m. eðlisþ. vatns: Geislaspyrna á botnflöt hans: Pyngd sama tcnings á sólu: Eftir verður aí þyngd hans: 1 mm. 1 • O.om mg 1 * 27.t mg 1 • 27.4 mg -f- O.0275 mg = 0,0275 mg = 27.4 mg = 27.4 mg 0.0276 mg = 27.1725 mg tV mm. (tV)2'0.0276 mg (iV)" ' 27.4 mg (*)» * 27.4 (*)9 • 0.0267 íng = TÍD ‘ °-0270 mg = ttVtt ’ 27.4 mg = 0.027400 mg' -7- 0.000276 mg = 0.000276 mg = 0.0274 mg = 0.027125 mg rhr mm. (rUy ' °-0275 mg (tÍtt)8*27.4 mg (tÍtt)8'27.4 mg = (Tiir)z 0.0276 mg = nVinr' °-0275 mg TTnrirTrTTTr 27.4 mg — 0.00002740 mg -Í- 0.00000276 mg = 0.00000275 ing = 0.0000274 mg = 0.00002466 mg ttsVít mm. (ttAtít)2 * 0.0276 mg (nV"ö)a * 27.4 mg (ttVtt)* * 27.4 mg (ttVtt)2'0.0276 mg ^ Ttnr'i'TrTnr * O.0276 mg = T7TTOT)VTnnnr ’ 27.4 mg = 0.0000000274 mg 0.0000000276 mg = 0.0000000275 mg = 0.0000000274 mg = ~r 0.0000000001 mg Endurkast ljóss o. fl. myndi breyta niðurstöðum lítið eitt. En hjer er eigi fengist við »praktisk« efni, svo að þessi nákvæmni nægir fyllilega. Augljóst verður hversu þyngdin rjen- ar hröðum fetum. Síðast verður hún TTinrtVTiTniir m8' er: hefir dropinn fengið neikvœða þyngd og leit- ar nú upp á við. Aðdráttaraflið er þá yfirunnið til fullnustu og dropinn flýgut út í rúmið á sannnefndum »ljóssins vængjum«. Menn hafa leitast við að reikna hve miklu efni sólin stafaði á þennan hátt út í rúmið. Arrhenius telur það 300000 milj. tonna um árið eða hiuta af efnismagni sólar í biljón ár og er það mjög óviss tala. Eigi geta menn þó staðnæmst við að vita það sem nú er sagt og vilja nú rekja feril þessa ryks út um geiminn, til þess að vita hvað af því verður. Á. M.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.