Vörður


Vörður - 29.08.1925, Qupperneq 3

Vörður - 29.08.1925, Qupperneq 3
V ö R Ð U R 3 rýrari og verðminni peningur og það ekki að eins um stund, heldur áfram, varanlega, mundi í lengstu lög verða óvinsælt, særa þjóðarmetnaðinn og mönn- um mundi finnast eins og verið væri að gera þá að minni mönnum. Það er hælt við, að þjóðin gengi aldrei jafn háleit og upplitsdjörf frá þeim leik eins og hún var áður. Hún yrði eins og stoltur en heiðarlegur maður, sem helði orðið að »þiggja«. En sleppum þessu. Einhver kann að kalla það hjegóma, þó að það sje nú kannske þaö, sem mestu varðar, jafnvel hreint efnalega. En erfiðleikarnir eru nógir samt. Setjum nú svo, að kaup- máttur íslenska gjaldeyrisins væri ákveðinn, og rjett ákveð- inn við 70% af gullverði og stýfður þar við, og gullinnlausn tekin upp. Væri þá alt trygt? Sumir sýnast halda það i einfeldni sinni. Þá er gengið út frá því, að gullinnlausnin tryggi alt. Pað sje bara að grípa tæki- færið, þegar gjaldeyririnn sje í skaplegu veiði og festa hann þá með gullinnlausn. Annars eigi maður á hættu að hann sveiflist niður á viö aftur o. s. frv. En þetta er bygt á háskalegri villu. Gulilrygging seðlanna er lílil trygging í þessu efui. Sje ekki hægt að ráða við verðlag- ið, kaupmátt gjaldeyrisins, svo að liann vill fara að sveiflast alvarlega niður á þá þyrfti þann heljar gullforða til þess að standast slíkt, að engri átt nær, og engu tali tekur að eign- ast slíkan gullforða. Eina trygg- ingin er stöðvun verðlagsins og hlutfallsins milli vörumagns og gjaldeyrismergðar. Fyrst er að sjá uin það. Svo má taka upp gullinnlausn, og þá tala um seðlatrygginguna, en ekki láta þelta dæmi standa á höfði, eins og oft er gert. Hvernig eru nú horfur á að það megi takast, eins og nú stendur? Jeg er hræddur um, að sjóferðin verði ekki alveg í rjómalogni. arlega sem það tekur trygging- una að sjer. En töluverður vafi getur leikið á því, hvort kjöi þau sem fjelagið tekur trygg- inguna að sjer fyrir, sjeu þau bestu sem hægt er að bjóða, ef öll þau atvik, sem máli skifta við ákvörðun iðgjaldanna væru fyllilega kunn. Fjelögin vilja auðvitaö í lengstu lög hliðra sjer hjá að neita að taka að sjer trygginguna, en efþau hafa ekki vissu fyrir að áhæltan sje sú saina, sem gert er ráð fyrir við ákvörðun iðgjaldanna heima fyrir, hljóla þau eðlilega að á- lita áhættuna við trygginguna aukna og ákveða iðgjöldin eftir því, hvort sem ástæðan til þeirr- ar aukniugar er virkilega fyrir hendi eða ekki. Innlend fjelög, sem safna og nota innlenda reynslu, mundu þannig stuðla að því að koma tryggingunum á þann grundvöll, sem sann- gjarnastur er fyrir báða aðilja, tryggjanda og trygða. Auk síns eiginlega hlulverks hafa tryggingafjelögin nú á tím- um einnig að mörgu leyti öðru Fyrst koma nú allir þeir, sem lifa af peningaborgun. Þeir hafa lapið dauðann úr bláskel og verið haldið við á draumum um betra síðar. Nú eru þeir rifnir upp úr þeim draumi. Pen- ingarnir og verðlagið á að hald- ast í þessu sama áfram. Það verður alveg óbjákvæmilegt að taka á sig öll stórviðri, sem því eru samfara, að ákveða kaup og aftur kaup, hundraða og þúsunda. Rað mundi óhjá- kvæmilega hækka til muna t. d. bjá starfsmönnum þess opin- bera og víðar, og það mikið. En nú eru verkalaun öll einn mikilsverður þáttur í verðlagi í landinu og þarf þá ekki fleira að segja. Fyrsti brolsjórinn mundi dyuja á. íslensku krónunni hefir nú um skeið verið haldið í föstu hlutfalli við gull, alveg eins og verða mundi að staðaldri, ef stýíing færi fram. Danska krón- an (og norska) halda aftur á rnóti áfram uppá við. Dönsk króna, sem var í jafogengi við íslenska að heita mátti er nú komin langar leiðir fram úr. í raun rjettri ælti þelta ekki að hafa áhrif á verðlag hjer, þar sem gullverðið er hjer óbreylt. Því meir, sem danska krónan hækkar, því færri ættu þær að þurfa fyrir hvern hlut, eða þá viðskiftin að hverfa frá Dan- mörk og t. d. til Englands, sem helst óbreylt. En það skeður nú bara hvorugt. Viðskiftin haldast að rnestu við sama land eftir sem áður, að minsta kosti í svip, og vörurnar hækka. Krónutalan danska breytist ekki á svipstundu, en hver þeirra kostar meira. Verðið hækkar. Önnur hrönnin skellur á. En alvarlegast er þó það, sem nú skal nefna. Setjum svo, að hjer hafi krónan verið »stýfð« en i nágrannalöndunum, Dan- mörku og Noregi, þéim löndun- um, sem vjer höfum mest og greiðust viðskifti við, haldi hún áfram að hækka. Par sýnist stefnt beina braut upp í gull- gengi. Hvoit sem nú er skyn- samlegt eða ekki þá dregur það peningana að sjer. Hjer er ekki mikilvæga þýðingu i þjóðfjelag- iuu. Við margar tryggingagrein- ar, einkum líftryggingar, hafa fjelögin altaf mikið fje undir höndum, sem þau verða að á- vaxta á tryggan hátt. Er al- gengasta aðferðin lil þess sú, að þau leggja fje til lánsstofn- ana, sem veita lán gegn fast- eignaveði og verða á þann hált grundvöllur undir framkvæmd margra stórnytjafyrirtækja. Nú er svo ástatt hjer á landi um t. d. framfarafyrirtæki landbúnað- arins, að þau bera seintekinn en öruggan arð, og verða því þeir, sem lánsfje þurfa til að legga í slík fyrirtæki, að geta fengið það til langs tíma og er varla annar vegur hentugri til þess en sá er myndaðist, ef sjóðsöfnun yrði í innlendum tryggingafjelögum. Sama er að segja um ýms önnur fasteigna- veðlán, t. d. til húsabygginga. Pá er og eitt atriði enn, setn nefna má í þessu sambandi. Tryggingafjelög, sem tryggja gegn einhverju vissu tjóni, ganga oft á undan og benda á ráðstafan- ir, sem gera má til að afstýra tjóninu. Má þar til nefna ráð- stafanir gegn brunahæltu við byggingu og fyrirkomulag húsa, sem oft eiga rót sína að rekja lil tryggingafjelaganna. Frh. framar von um hækkun pen- inganna, og hvað er þá eðliiegra en að innstæðueigendur, sem óánægðir eru, ílytji fje sitt þangað, sem það getur hækkað í verði. Pað er hinn svokallaði fjárflótli, eitt erfiðasta fyrir- brigði, sem óhjákvæmilega verð- ur afleiöingin. Fjárflóttinn or- sakar óhjákvæmilega sveiflu niður á við á gjaldeyri lands- ins, vegna þeirrar eftirspurnar eftir erlendum gjaldeyrir, sem hann orsakar. Er hætt við að »gullíorðanum« yrði hælt með- an á því stæði ef ekki væri með öðru, því betur um hnút- ana búið, að ekki sje um það talað, að stýfingin mundi hjer orsaka þá kreppu fyrir atvinnu- vegina, sem verið er að vernda, að lillu mundi betri en hin. Pá sæju menn hvort »sparifjeð« er engis virði fyrir atvinnuvegina. Má þar segja að enginn veit hvað ált hefur fyr en mist hefur. Nei, ef til stýfingar á að grfpa er ekki til neins að láta eins og óður maður með hníf- inn á lofti. Pað þarf grandgæfi- lega rannsókn og undirbúning. Verðlag verður að komast i fult jafnvægi, og Norðurlöndin þrjú að ná samkomulagi um það. í mörgum málum á það heima, en ekki síst í þessu, að flas er ekki til fagnaðar. Pað verður að athuga vel hvert spor áður en það er stigið. Og um- fram alt ætti sú sómatilfinning að vera eftir í okkur, þrátt fyrir alt brask stríðsástandsins, að við værum ekki að lala um það, hvort þægilegra sje að borga skuldir eða velta þeim af sjer. Hjer sem annarstaðar á ekki að tala um annað en standa i skilum, ef það er hægt. Pað borgar sig, jafnvel peninga- lega. , J1. Á tengdapabbi „að rjetta fjárhaginn?" 38. tbl. Tímans frá 8. þ. m. hefst með langri grein eftir rit- stjórann, Tr. P., með yfirskrift- inni: »Að rjetta fjárhaginn«. Grein þessi er að sumu leyti laglega færð í stílinn og líkleg til þess að hafa tilætluð áhrif. En hún er svo full af ófyrir- leitnum blekkingum og staðlaus- um stöfum, að henni má með engu móti ómótmælt vera. — Reyudar þykist jeg vita, að allir, sem eitlhvert verulegt skynbragð bera á íslensk stjórnmál og ís- lenska stjórnmálamenn, ogþeklcja dóm ritstjóra Tímans um þá hluti, muni láta sjer fátt um greinina finnast. En Tr. Pórhalls- son er ekki að skrifa fyrir slíka menn. Hann hefir fyrir löngu valið sjer þá leiðina, að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur, reynt að veiða þær sálir, sem minsta stjórnarfarslegaþekk- ingu eiga yfir að ráða, og fæst liafa skilyrðin til þess að fylgjast með og finna hvað sannast og rjettast er skrifað og rætt um hin opinberu mál. Tr. P. hefir fyrir löngu sýnt það að hann hugsar um ekkert annað en að ná í atkvæði ís- lenskra kjósenda. Oghann virðist ekki vandari að virðingu sinni en það, að það fái honam hvorki angurs nje iðrunar, þólt við og við sjeu rekin ofan í hann ó- sannindi og blekkingar, sem stað- ið hafa í Tíinanum. Hann hikar jafnvel ekki við a*ð skýra rangt frá þýðingarmestu málum þjóðar sinnar, ef hann hyggur sig geta ófrægt andstæðinga sína með því í augum almennings. Pessi blygðunarlausa mann- skemdapólitík Tímans náði þó hámarki sínu þegar hann sner- ist á móti Pétri sál. Jónssyni ráðherra, formanni Sambandsins, einum elsta og besta, bænda- höfðingja, samvinnufrömuði og þingmanni landsins. En jafnframt þvi sem Tíminn hefir lagt marga bestu menn þjóðarinnar í einelti með ósann- indum og ósvífnum getsökum, hefir Jiann aldrei hikað við að hampa fylgifiskum sínuin og hæla þeim á hvert reipi. Hefir margur flokksbróðir Timafor- kólfanna brosað að þessum fleðu- látum blaðsins, því flestir skilja til hvers refirnir eru skornir. Áðurnefnd grein ber með sjer öll helstu einkenni ritmenskunn- ar í Tímanum: Skammir um andstæðingana og hól um Fram- sóknarflokkinn. Hins er óþarft að gela, að í greininni er ekki vikið einu orði að fjárhag lands- ins, nje heldur minst á neitt, sem gæti orðið honum til við- reisnar. Ritstjórinn, sem jafn- framt er þingmaður, hefir ekkert um fjármálin að segja. Pegar hann sest niður til þess að skrifa »leiðara« á fyrstu síðu um fjár- hag landsins, lætur hann sjer næeja útúrsnúninga eina, blekk- ingar og staðleysur. Eins og öllum er kunnugt, þá hefirnúverandi fjármálaráðherra, Jón Porláksson, rannsakað fjár- hag landsins betur en nokkur annar. Fyrir þetta á fjármála- ráðherrann vitanlega þakkir skyHar, enda er hann að dómi fleslra hæfustu fjármálamanna landsins, allra manna hæfastur til þess að hafa á hendi æðstu stjórn fjármálanna eins og á stendur. Fylgi Jóns Porlákssonar hefir vaxið svo mjög siðan liann tók við tjármálunum, að jafnvel Jónas og Tryggvi hafa ekki þor- að að ganga verulega í berhögg við hann. Eru þeir kumpánar þó ekkert feimnir við sannleik- ann að jafnaði. Hitt kynni að vera, að þeir óttuðust almenn- ingsálitið, þegar um núverandi fjármálaráðherra er að ræða. Peim hefir ekki en sem komið er tekist að snúa því gegn hon- um. Út af því sem fjármálaráð- herrann hefir sagt um fjármálin á undanförnum árum, kemst ritstjóri Tímans að þessari nið- urstöðu: »Hann (J. P.) staðhæfði að frá því að fjármálastjórnin fluttist alfarið inn í landið, 1904, og til ársloka 1916, hefði fjármála- stjórn íslands verið heilbrigð og ágæt. En með ársbyrjun 1917 hefði alt versnað og farið versnandi úr því. J. Porl. rökstuddi þetta með tölum og Tíminn er honurn al- veg sammála um þessa niður- stöðu. En hvaða lærdóm má nema af þessari niðurslöðu? Öli árin þessi, 1904—1916, þeg- ar fjármáiastjúrn íslands var svo góð, var einn eg sami maöur hægri hönd þeirra ýmsu ráðherra sem þá fóru með völdin. Einn og sami maður vann aðalverkið að undirbúningi fjárlaganna öll þessi ár. Enginn einn maður á islandi hafði jafnmikil áhrif um hvern- g fjármálastjórnin fór úr hendi. Sessi maður er Klemens Jónsson, láverandi landritari, hinn sami, sem var fjármálaráðherra Fram- sóknarflokksins þá er stjórnar- skifti urðu siðast. En í ársbyrjun 1917, þegar J. Þorl. lætur fjármálaóstjórnina hefjast varð elnmitt sú breyting á ger að landritaraembættið var afnumið, Kl. J, fjármálaráðherra Framsóknar fyrverandi, fór úr stjórnárráðinu en þriggja ráð herra stjórn kom i staðinn. Fjár- málaráðherra varð einn íhalds- þingmaður núverandi, Björn Krist- jánsson, en forsætisráðherra hinn sami og nu er forsætisráðherra íhaldsins, Jón Magnússon. Lengst af síðan hefir Jón Magnússon ver- Ið forsætisráðherra, nálega endi- langt fjármálaóstjórnartimabil Jóns Þorlákssonar. Og þegar allra verst keyröi um þvert bak, þegar fjár- aukalögin miklu urðu til, þá var fjármálaráðherra annar núverandi íhaldsráðherra, Magnús Guðmunds- son. [Leturbr. Tímans]. »Pessi er lærdómurinn, sem nema má af fjármálaræðu Jóns Porlákssonar« segir Tryggvi. . Veslings Tr. Þórhallsson! Sjer hann ekkert annað ráð til þess að rjetta við fjárhaginn enn tengdaföður sinn, Klemens Jóns- sou. Eða er hann búinn að gleyma týndu miljónunum? Pað er rjett, að KI. Jónsson var landritari noklcur ár áður enn hann fjekk hvíldina og komst á eftirlaun í ársbyrjun 1917. En jafnvel þóll KI. Jónsson gegndi þessu embætti og færi það sæmilega úr hendi, þá er það vitanlega taumlaust oflof að hann hafi ráðið mestu um fjár- málaslefnuna á þessum árum. Eða dettur Tr, P. í bug, að hann geti komið nokkrum til að trúa því, að Kl. J. hafi haft meiri áhrif á fjárlögin í sljórnartíð Hannesar Hafstein, en sjálfur ráðherrann. Og þótt Sigurður Eggerz læki Klemens í ráðu- neyti sitt, þá veit það allur landslýður, að það var »pólitískt fiff« hjá S. E. og ekkert annað. »Fiffið« var fólgið í því, að Klemens var tengdafaðir Tímans! Pótt Iílemens Jónsson verði sennilega aldrei talinn spámað- ur í sinu föðurlandi, á hann þó töluvert merka stjórnmálasögu að baki. Merkasti kafli þeirrar sögu hefst árið 1922, þegar hann varð atvinnumálaráðherra. Pá sat hann, eins og áður er sagt, á eflirlaunum, með dansk- an riddarakross, og góðar end- urminningar um liðna daga. Var það engin furða, þótt Kle- mens væri talinn meðal helstu »oddborgara« þessa bæjar. Hann var »Konservatív« eins og oft vill verða um gamla efn- aða embætlismenD, sem sestir eru í helgan stein. Stjórnmála- stefnur hinna síðari ára voru honum lítt að skapi. Hrópaði hann »bravó« af öllum kröftum

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.