Vörður


Vörður - 14.11.1925, Page 4

Vörður - 14.11.1925, Page 4
4 VÖRÐUR inu, en litlar líkur virðast þó til að framgangi samninganna sje nein hætta buin af. — 1. des. er ráðgert að þeir verði undirskrifaðir af fulltrúum ríkj- anna á fundi í London og verða þing þeirra áður að hafa sam- þykt þá. — Fyrirsjáanlegt er að samningarnir muni hafa í för með sjer bráða takmörkun á vígbúnaði í Evrópu, enda lofa aðiljar því að vinna sam- an að afnámi hans. Símfregn liermir að hollenska þingið hafi þegar samþykt að veita J/5 minna til hersins að ári en undanfarin ár. Ítalía. í síðasta blaði var skýrt frá því, að upp hafi kom- ist um samsæri gegn Aíussolini. Ætlaði jafnaðartnaðurinn Zani- boni að skjóta hann aftan frá á fundi, sern halda átti í Róm. Stjórnarblöðin itölsku riluðu af afskaplegum æsingi um tnálið og fullyrtu, að ef Mussolini hefði verið myrtur, þá hefði öll Ítalía verið roðin blóði and- stæðinganna. Mussolini hefir síðustu dagana látiö handtaka fjölda jafnaðarmanna, þar á meðal marga þingmenn. Er ekki fyrir það sjeð, hvað hljót- ast kann af þeim ófriðareldi, sem nú blossar á Ítalíu. Grettir Algarsson, hinn vest- ur-íslenski landkönnuður, hefir í sumar verið í rannsóknarför norður með Grænlandsströnd- um. Fyrir skemstu barst sú fregn að skipverjar hans hefðu neyðst til þess að svifta hann skipsstjórn og nú er símað frá New York, að þeir skýri frá því, að hann hafi hegðað sjer eins og brjálaður maður. Kvað hann sig vera ríkiserfingja ís- lands og eiga höll, sem hjeti Akureyri. Hefði hann þar 3000 vopnaða berserki og þar hefði hann oftlega tekið á móti kon- ungi Dana. Málaði hann ís- lenskan fána á skipshlið og hneykslaði með því hina bresku áhöfn. Verslunarstrið. Símað er frá Madrid, að verslunarsamningur milli Fjóðverja og Spánverja hafi farið í handaskolum. Stjórn- in hefir lýst verslunarstríði á hendur þjóðverjum. Tollur á innfluttum þýskum vöriím hefir verið hækkaður um 80%. »EldvÍg8lan« heitir allmikið brjef sem Þórbergur Þórðarson hefir skrifað ritstjóra Varðar og birt í Alþýðublaðinu 6. þ. m. Tekur það yfir 1372 síðuíblað- inu Svar við þessu brjefi birtist í næsta tbl. Varðar. Kaupdeiian. Svo leit út á mið- vikudag sem horfur væru á sættum í kaupdeilunni. Hafði sátlasemjari borið fram nýja miðlunarlillögu og fulltrúar út- gerðarmanna [Ólafur Thors, Jón Ólafsson og Páll Ólafsson) annarsvegar, en fulltrúar Sjó- mannafjelaganna í Rvík og Hafnarfirði (Sigurjón A. Ólafs- son, Björn Jóliannesson, Jón J. Bjarnason og Jón Bacli) og verkamannafjelagsins »Dags- brún« (Magnús V. Jóhannes- son, Jón Balduinsson og Felix tíuðmundsson) hinsvegar fallist á hana og lofað að mæla með henni við umbjóðendur sína. Tillaga sáttasemjara var svo- hljóðandi: »Samningur milli Fjelags ís- lenskra bolnvörpuskipaeigenda og Sjómannafjelags Reykjavíkur dagsettur í Reykjavík 1. októ- ber 1924 haldist óbreyttur til 1. janúar 1926. Frá þeim degi til 1. október 1926 gildi sami samningur með eftirgreindum breytingum: 1. gr. Mánaðarkanp skal vera: hásetar (lágmarkskaup) kr. 230,00 — tvö hundruð og þrjá- tíu krónur —, matsveinar kr. 302,00 — þrjú hundruð og tvær krónur —, aðstoðarmenn í vjel kr. 360,00 — þrjú hundruð og sextíu krónur —, kyndari kr. 336,00 — þrjú hundruð þrjátíu og sex krónur —, hafi hann stundað þá atvinnu samtals í sex mánuði. Iíaup óvans kynd- ara skal vera kr. 300,00 — þrjú hundruð lcrónur. 2. gr. Aukaþóknun sú fyrir lifur, sem um ræðir í þessari giein skal vera kr. 27,00 — tuttugu og sjö krónur — fyrir hvert fult fat. 4. gr. Aftan við greinina bæt- ist: Ennfremur fái hver háseti, matsveinn og kyndari viku sumarfrí með fullu kaupi, ef hann hefir unnið samfleytt í 10 mánuði bjá sama útgerðarfje- lagi«. (Miðlunartillaga þessi er að því leyti frábrugðin tillögunni þeirri urn daginn, að kaup há- seta var þar ákveðið 226 krón- ur á mánuði (bjer 230), mat- sveina 297 kr. (hjer 302), þókn- un fyrir lifur var 26 krónur á fat (hjer 27). Og samningurinn, sem verið hefir, átti eftir fyrri miðlunartiliögunni að gilda til 1. febrúar 1926, en á eftir þessari aðeins að giida til ný- árs). »Samninganefndir Fjelags ís- lenskra bolnvörpuskipaeigenda og Dagsbrúnar, hafa orðið sam- mála um að mæla með því, að nefnd fjelög aðhyllist eftirfar- andi kauptaxta fyrir þá, er stunda vinnu við fermingu og affermingu skipa og alla hafn- arvinnu. Dagtímakaup sje kr. 1,25, og gildi samningur þessi til 1. janúar 1927, en þó skal samið að nýju um kaupgjald á árinu 1927 í september 1926 og er ætlast til að þeim samningum sje lokið íyrir 1. október 1926«. (Dagsbrúnar-kaupið er nú kr. 1,40 á tímann). — Útgerðarmenn sainþyktu á fundi á fimtudag, að ganga að tillögunni, ef bæði sjómanna- fjelögin og verkamannafjelagið »Dagsbrún« samþyktu hana. Fundir voru í sjómannafjelag- inu og verkamannafjelaginu sama kvöld. Á fundi sjómanna- fjelagsins í Bárunni, sem stóð yfir frá kl. 8 —11, voru um 500 manns. Atkvæðagreiðsla var leynileg og fór svo, að 167 neit- uðu að ganga að tillögunni, en 145 greiddu henni atkvæði. 8 seðlar voru auðir. En nálægt 200 manns, sem á fundinum voru, greiddu ekki atkvæði. Fundur »Dagsbrúnar« stóð yfir framundir miðnætti. JÞar greiddu eiuir 36 atkvæði með lillögunui, en 130 á móti. — Meira en helmingur togar- anna er nú kominn í liöfn og hefir hætt veiðum. H.f. Tóbaksverslun íslands. — »Nýlega hafa 5 menn í Reykja- vík stofnað hlutafjelag, til að reka heildsölu með allskonar tóbaksvörur, og hefst sala þessi eftir áramótin, er tóbakseinka- sala ríkisins hættir. Mennirnir sem stofna heildsölu þessa eru: Magnús J. Kristjánsson forstjóri Landsverslunar, Hjeðinn Valdi- marsson skrifstofustjóri hennar, Sigurður Kristinsson forstjóri S. í. S., Richard Torfason bók- ari Landsbankans og Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri h.f. Iíol og Salt. Höfuðstóll þessa nýja hlutafjelags er 100.000 krónur. í brjefi, sem þetta nýja heild- sölufjelag hefir sent verslunum út um landið, segist það hafa ágæt samhönd og telur upp því til sönnunar um 30 tóbaksverk- smiðjur, sem það kveðst hafa sambönd við — og einkaum- boð fyrir flestar þeirra. Enþess- ar verksmiðjur, sem taldar eru upp, eru einmitt þær, sem Lands- verslunin hefir skift við áður. Hið nýja fjelag hefir, ef brjefið segir satt og rjett frá, náð und- ir sig fleslum eða öllum þeim samböndum, sem Landsverslun- in liefir haft til þessa. Húsakynni Tóbakseinkasöl- unnar verða eftir 2. jan. n. k. heimkynni hins nýja heildsölu- fjelags«. (íslendingur.) Hjónaband. Síðastliðinn sunnu- dag voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Auður J. Víðis og Sigurður Sigurðsson frá Kálfa- felli. Óskar Vörður brúðhjónun- um allra heilla. Páll Zóphóniasson skólastjóri á Hólum er nýfarinn til útlanda og hygst að dvelja erlendis til vors, fara um Norðurlöud og Þýskaland til þess að kynna sjer búfræðiskenslu og búfjár- rækt. Guðmundur iónsson búfræðis- kandídat frá Torfalæk, stjórnar Hólasköla meðan P. Z. dvelur ylra. Guömundur Hagalin rithöfundur hefir undanfarið verið á fyrir- leslrarferð um Noreg og talað um íslensk efni. Er góður róm- ur gerður að fyrirlestrum hans í norskum blöðum. Hefir hann nýlega lokið skáldsögu, sem út kemur í vetur. Borgarstjórakosning fer fram hjer í bæ í janúar næstkoinandi. Dánarfregn. 1. þ. m. ljest hjer í bæ frú tíuðrnn tíuðnadóilir, kona Steindórs Björnssonar leikíimiskennara. Var hún 34 ára gömul og dó frá fjölda ungra barna. Dáin er nýlega hjer í bænum ráðskona Oddíjelaga, ungfrú Guðbjörg Porsteinsdóttir. Frá Færeyjum. Fregn frá Pórs- höfn í Færeyjum segir, að á- kveðið sje að 20 vjelkúttarar þaðan úr eyjunum verði sendir hingað tií veiða næsta ár. Bæjarstjórnarkosning fer fram hjer í bænnm í janúar næslk. Úrganga: Gunnl. Claessen, Pjel- ur Halldórsson, Ólafur Friðriks- son, Sigurður Jónsson og Pórð- ur Bjarnason. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Um 140 nemendur stunda þar nárn í vetur. í gagnfræðadeild- inni eru um 115 nemendur. — Framhaldsnámi er haldið uppi í 2 deildum, 4. og 5. bekkjar námi. Auk reglulegra nemenda, sem taka þátt í framhaldsnámi, nota allmargir bæjarbúar sjer þar kenslu í ensku, þýsku og frönsku. Bio lækkar aðgangseyri. Bíóið á Akureyri hefir nú lækkað verð aðgöngumiða, að því er íslend- ingur segir frá. Almenn sæli kosla nú 1 kr., betri sæti 1,50 kr., sæti á svölum 1,75 kr. og barnasæti 50 aura. Ný bök: Uppsprettur, ljóða- safn eftir Halldór IJelgason frá Ásbjarnarstöðum í Borgarfirði. Jóhannes Kjarval hefir opna sýningu á málverkum sínum í Templarhúsinu. Dánarfregn. Látinn er á Eyr- arbakka Ölajur Teitsson hafn- sögumaður, 86 ára að aldri. PrentsmiðjanGutenberg. V etrarbraut. Sólstjörnur, íiskeið. Litrof wtjarnauna, 38, Sólstjörnum skipa menn nú á tímum í allskyns flokka, eftir efnum þeim, sem ætla má að yfirgnæfi í ljós- höfum þeirra. Einföldust er skifting Secchis. Skiftir hann þeim í 4 flokka, aðallega eftir lit. Skal þeim nú lýst. 1. Bláhvítar stjörnur. Pær eru allra stjarna bjartastar. Litrof þeirra sýn- ir að helíum er aðalefni Ijóshvolfs þeirra. Pað er Ijettast allra frum- eína og ef til vill foreldri efna, sem koma síðar í Ijós. Dæmi: Delta og Epsilon í Fjósakonum. 2. Hvítar stjórnur. Pær eru einnig mjög bjartar. Litrofið sýnir að vatnsefni yfirgnæfir í ljóshvolfum þeirra. Dæmi: Hundastjarna og Alfa í Arnarmerki. 3. Gular stjörnur. Pær eru eigi feikna bjartar af sljörnum til. Litrofið sýnir, að auk ofantalinna efna, eru ýmsir málmar í þeim í gufu líki. Dæmi: Sólin og Kapella. 4. Rauðar stjörnur. Pær eru daufastar allra stjarna. Litrofið sýnir þar margvisleg efni, meðal annars járn. Dæmi: Nautsauga og Betelguese. Pannig virðist sjerhver flokkur hafa ákveðin efni í yfirgnæfandi mæli. Pó er líklegt að frumefnin sjeu jafndreifð um allan heim, en engar likur til hins, að viss efni sjeu á vissum stöðum í rúm- inu. Álíta menn því að efni og efna- sambönd myndist í sólunum1 jafnótt og aðstæður leyfa, á sinn hátt eins og líf- verur spretta þar upp, sem lífvænterorðið. Sumlit ar stjöi’iiui* lijilii svipað liitnisti 39. Mælitæki nútírnans eru svo ná- kvæm að undrum sætir. Hitageislar fjar- lægra stjarna eru afardaufir, sem vænta má, en tekist hefir þó að mæla þá og reikna síðan hita á ljóshöfum ýmsra 1) Auk pess sem efnin virðast myndast hvert fram af öðru, þá blandast þau óaflát- anlega. Veldur því geislaspyrnan, sem dreyf- ir rykinu um heim allan. Vígahnettir blanda þeim einnig, því að líkindum berast þeir víðsvegar um rúmið á mitlum stjarnanna. stjarna, sem liggja innan þeirra vje- banda, að fjarlægð verði mæld. Útkoman er að meðaltali1 þessi: Stjörnur Hitastig flokkaðar eftir lit: á celsíusmæli: Bláhvítar.................. 9500 Hvitar..................... 8200 Gular...................... 4700 Rauðar..................... 3200 Lengi sat að völdum skoðun sú, að sljörnur breyttu Ht með aldri, þannig að þær væru bláhvítar í æsku, síðan hvítar þá gular og loks rauðar í elli sinni, er þær væru að koluin komnar. Petta studdist eigi við næga þekkingu og litbreyting sólnanna, með aldrinum reynist allmjög á annan veg. Ðæmisagu Herschols. 40. Pað eitt er víst að æfiskeið sóln- anna eru óralöng. Æfi mannkyns er augnablik eitt, ef miöa skal við þau örófi alda, sem ætla má að líði frá æsku til æfiloka sólkerfis í rúminu. Veitist því mannkyni jarðar æði erf- itt að sjá á svip stjarnanna hvaða lífs- 1) Æðilangt utanvið meðaltal þetta, liggja margar svo nefndar »B« stjörnur. Pær eru bláhvítar og ofsaheitar. Stjarnan Kappa í Drekamerki er t. d. 22500°. »B« stjörnur eru afar merkilegar margs vegna. ferill liggur að baki þeim. Samt er það eigi með öllu ókleift. Herschel notaði líkingu þessa: Maður nokkur barst inn í stóran skóg. Aldrei hafði haun skóg sjeð og aldrei heyrt um hann getið. Eigi aö siður vildi hann þekkja sögu hans alla. Einum degi hafði hann yfir að ráða og eigi breyttist skógurinn neitt á þeirn cina degi. Hann var samur að morgni og kvöldi Fer hann nú viða um skóginn og verður í fyrstu slarsýnt á hin slóru trje, sem rísa hvert að baki öðru, svo langl sem augað eygir. Pá sjer hann fræin í moldinni. Suin eru lukt, sum uppsprungin. Viðatteinunga lýtur hann af ýmsum stærðum. Hann sjer trje í ýmsum myndum — sum í blóma onn- ur fúin og fallin. Loks sjer hann í blómum trjánna samkyns fræ og iiggja við rætur þeirra. Opnast honum þá æfisaga skógarins: Fræin vaxa og verða trje. Trjen ala ný fræ, sem falla til jarðar og festa þar rætur. Gömul trje deyja að lokum. Önnur kynslóð sest að í þeirra stað. Pannig er mannkyn jarðar á vegi slatt, er það vill skygnast inn í leynd- ardóma stjarnanna og þekkja síðan æfiskeið þeirra. Á. M,

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.