Vörður - 05.03.1926, Síða 4
4
VORÐÖR
Slysatrygging&r o. fl.
Slysatryggingar eru og hafa verið
nauðsynlegar, enda er hugmyndin
ekkert nýmæli; en lög þau um
tryggingar, sem afgreidd voru á síð-
asta þingi og nú eru að ganga í
gildi, eru sýnilegt tákn þess sem
verða mun.
Að því leyti sem þau eru flókin
og á ýmsum verklegum sviöum
alsendis óþörf, auka < fyrirhöfn og
of mikla skriffinsku, og að því leyti
sem þau leggja allar hvaðir á frain-
leiðslu og ríkissjóð án íhlutunar
vinnuþiggjenda, sýna þau glögg
ættarmerki; en við nánari athugun
kemur til greina i þeim víðtækari
stefna, sem sje sú, að ábyrgjast
skyldur og kaupa rjettindi vinnu-
þiggjenda. Pvi með þvi að tryggja
líf og athafnir þeirra er þeim trygð
eign í mönnunum sjálfum, alveg
eins og húsdýrum og öðrum eign-
um, sem trygðir eru fyrir hættum
og tjóni; með því er verkalýður-
inn gerður ósjálfstæður og sviftur
fjárráðum, og eru því svo langt
sem það nær bein mannsals hug-
mynd; því fyrir peninga gælu at-
vinnurekendur hagnýtt sjer að
ganga feti framar en hóflegt væri,
að tryggja menn til afgreiðslu
þeirra starfa sem vinnuþiggjandi
tæki eigi þátt í sjálfur ef það snerti
fjárhag lians; þvi með því að á-
byrgjast skyldur einstaklingsins
verður sá aðilinn sviftur að miklu
leyti umsögn sinni um ráðningu,
en vinnuveitendur og rikið hafa
þar með lýst óbeinlínis eignarrjetti
sínum á vinnulýðnum og þjóðnýtt
hann; en þau gera honum meiri
óleik, þau draga úr eftirspurn á
vinnukrafti til ýmsra þeirra starfa,
sem hættulaus eru og setja má eða
sett verða til hliðar og þannig
draga lögin úr drift þess verklega
að miklum mun.
Ed eru lögin svo hlutdræg, að
þau hvila með öllum sinum þunga
á bæjum og kauptúnum, láta land-
búnaöinn sjálfráðan rekstur síns,
þar sem menn eru eigi tryggingar-
skyldir fyrir hættum i útlegð: ferða-
lögum, nema pósta. vatnsföllum,
fyrir skolum, sláttufærum og öðru
þv.l.; en að breiða þurran fisk á
reit og jafnvel að veita áburði á
túnblett sinn við sjávarsíðuna, til
þess þarf að »munstra«H
Sem beíur fer er alment að vakDa
áhngi fyrir því að liftryggja sig, en
um það á einstaklinguriun að vera
4. tbl. I. árg'. ¥arðar ósk-
ast keypt á afgreiðslu blaðsins.
sjálfráður, löggjafarvaldið og ríkið
á að lofa mönnum þar að velja og
hafna sjálfum; svo að það er síður
en svo að jeg harma það, þótt
þingið hafi enn gieyrnt að svifta
sveitafólkið umráðarjetti sínum.
Slysatryggingarlög þessi eru sýni-
lega sniðin eftir erlendum stór-
iónaði, og auk þess eftir rússneskri
fyrirmynd, og nema að reglugerð
stjórnarinnar hæti mikið úr skák,
verður framkvæmd þeirra kák og
handahófs kisuþvottur; eins og líka
mörg ákvæði þeirra þurfa skýringa
við í ýmsum greinum. T. d. í 4. gr.
b. eru fullar örorkubætur ákveðn-
ar 4000 kr. og í 5. gr. 1. málsgr. eru
dánarbætur taldar 2000 kr., en í
siöustu málsgr. sömu gr. stendur:
»skal draga greiddar örorkubætur
frá dánarbótum«; kemur það dálít-
ið skringilega fyrir, að eiga að draga
hærri upphæð frá minni, þvístyrk-
ur tii eftirlifandi barna mun held-
ur eigi koma þar til greina. Jafn-
vel þó hjer sje eigi alt sagt um lög
þessi, sem þörf væri á, heíir oft
gefist tækifæri til að víta hugsun-
arleysi þingsins, enda afleiðingin
sú, aö óumflýjanlegar verða hinar
tíöu breytingar jafnóöum og á aö
fara að starfrækja lögin, og að
undirstöðuna til þess, sem hald-
best verður, ber því að sækja í hin
eldri ákvæði, að því ieyti sem þau
geta fylgt timanum; eru lög þessi
framhald af sama kapitula; eins og
þaö heldur eigi er samboðið sóma
þingsins, að fitja upp á öllu og
þvaðra um allar smekkleysur, sem
fyrirfram, jafnvel í meðvitund flutn-
ingsmanna sjálfra er dauðadæmt.
T. d. voru eitt sinn afgreidd lög
um að selja egg eflir vigt, kostaði
það þingiö 25 þús. kr., en er mjög
sjaldan notfært.
Breyting á forðagæslulögunum,
aö flytja inn hjera, ala upp refi —
þessi frumvörp bökuðu pjóðinni
100 þús. kr. skatt, en voruöllmold-
uð. Þetta sem sýnisliorn er lekið
hjer af handahófi. Enn voru hinar
bráðnauðsynlegu breytingarástjórn-
arskránni drepnar i góðum fjelags-
skap, og sveitarstjórnarlögin flej’g-
uð, afbökuð og færð úrsínumbetri
skorðum og væri uú óskandi að
næsta þingi tækist aö samræma
þau aftur, samkv. hinum eldri lieil-
hrigðu forsendum.
Porsleinn á Grund.
Styrkur
til
Dýraverndunarfjelags íslands.
Flestir munu kannast við Dýra-
verndunarfjelag tslands, þótt skamt
sje síöan það var stofnað. Eins og
nafn þess bendir til starfar það að
verndun varnarlausustu litilmagn-
anna — dýranna. Fá munu fjelögin
hjer á landi meö göfugra markmiði.
Ávalt stendur það Ijósara og ljós-
ara fyrir mjer hve svívirðilegt það
er aö heita grimd og harðneskju
við dýrin, varnariaus og mállaus.
Önnur hlið er lika á þessu máli,
fjáhagsliliöin. Mundi það ekki vera
há upphæö, sem bændur liafa grælt
á þvi að fóðra gripi sína vel?
Dýraverndunin á við marga örð-
ugleika aö striöa, en sjerstaklega er
þó erfitt að etja við rótgróinn vana,
sem hefur sína afsökun í margra
alda eymd og fátækt.
Hvaö veldur því að ríkið styrkir
ekki þá sem í óeigingjörnum til-
gangi berjast fyrir verndun dýra?
Svo er það annarstaöar í heimin-
um, þar sem jeg þekki til.
Dýraverndunarfjelagið starfar að-
eins í Reykjavík. Pað ætti að hafa
deildir um land alt, að minsta
kosti í hverjum landsfjóröungi.
Síðasta árið, sem jeg sat á þingi
bar jeg fram tilögu um smástyrk-
veitingu, 1000 kr., til Dýravernd-
unarfjelagsins, án þess fjelagið bæði
mig um. Styrkurinn var samþyktur.
En hvað gerðist svo? Styrkurinn
er feldur næsta ár. Þeir eru stund-
um sparsamir þingmennirnir, en
sjerstaklega þó þegar um smáupp-
hæðir er að ræða.
Nú sækir Dýraverndunarfjelagið
sjálft um smáupphæð. Ætlar þingið
að sinna henni? Jeg trúi ekki öðru.
Suma hef jeg heyrt kasta því
fram, dýraverndunarstarfseminni til
uiðrunar, að hún væri öfgakend.
Vera má aö þetta hafi nokkuð til
sins máls um fjelög, sem starfa ein-
hliða, sjerstaklega ef forgöngumenn-
irnir eru æsingamenn.
Um DýraverndunarQelag fslands
held jeg að ekkert þurfi að óttast í
þessu efni.
Formann þess og ritstjóra »Dýra-
verndarans«, Jón Pórarinsson frœðsl-
umálastjóra, þekkja allír að hinu
mesta hóglæti.
Gunnav Sigurðsson
frá Selalæk.
Dýrasti þingmaðurinn.
Um þingtímann í fyrra var vikið
að þvi hjer i blaðinu, hversu mjög
nokkrir þingmenn eyddu tíma þings-
ins með óhæfilegum málaienging-
um og væri svo alt þetta prentað
á kostnað alþjóöar. Voru lil þessa
nefndir Framsóknarmennirnir Jón-
as frá Hriflu og Tryggvi Pórhallsson.
Nú er í Alþingistíðíndunum birt
skrá yfir ræðulengd allra alþingis-
manna og staðfestir hún átakanlega
þenna sannleika. Ræður Jónasar taka
yfir 468 dálka í þingtíðindunum og
Tryggva yfir 315 dálka. Til saman-
burðar má geta þess, að ræður
forsætisráðherrans hafa komistfyrir
í 267 dálkum, og er þó ólíku saman
að jafna, þar sem liann — eins og
auðvitað hinir ráðherrarnir — þarf
jafnan embættisstöðu sinnar vegna
að standa fyrir svörum í fjölda
mála, enda hefir hann haldið tals-
vert fleiri ræður en J. J., en jafn-
framt gert sjer far um að forðast
máialeugarnar. J. J. er langorðastur
allra þingmanna og þá einnig lang-
dýraslur, Hann er höfundur nærri
’/io hluta alls umræðuparts Alp tíð.
1925, en prentun hans hefir kostaö
um 53 þús. kr.
En það er ekki einungis i ræðu-
höldum að J. J. er dýrasti þing-
maðurinn. Þingtiöindunum fylgir
einnig skrá yfir símanot þingmanna
1924, og þar er J. J. einnig hæstur.
Hann hefir bakað ríkissjóði á 6.
hundrað kr. kostnað mcð simtölum
sínum og sfmskeytum um þingtím-
ann 1924. Nú er það svo um sima-
afnot þingmanna, að þeir mega á
þingsins kostnað tala til hcimila
sinna og annað, sem nauðsyn er á
vegna þiiigmenskunnar, en þetta
notar J. J. til þess að rabba við
fylgismenn sína út um land, segja
þeiin almennar frjettir og þing-
frjettir. Hann hefir nú fundið, að
hann þurfti að verja þetta, því að
í Timanum fyrir nokkru afsakaöi
hann þessa miklu símanotkun meö
því, að hann væri landkjörinn
þingmaður og var svo að skilja á
því, að hann þyrfti þessvegna að
tala um alt land. Það er því fróð-
legt að sjá hvernig aðrir lands-
kjörnir þingmenn hafa litið á þetta.
Skráin sem fylgir Alþ.tíð sýnir, að
Sigurður Eggerz og Ingibjörg II.
Bjarnason hafa alls engu eytt í
símagjöld, Jón Magnússon 34 au.,
Hjörtur sál. Snorrason 28 kr. 25 au.
og Sigurður sál. Jónsson 68 kr. 55
au. Eftir kenningu J. J. hafa þeir
vanrækt mjög skyldur sínar un
samtöl við kjósendurna.
Ör brjefi frá Sigíufirði.
Veturinn hefir mátt heita ágætur
það sem af honum er, frostalans,
snjóalítill, en stormasamur til sjáf-
arins. Reitingsafli til þessa, þá á
sjó hefir gefið. Eigum við Siglfirð-
ingar það íshúsinu að þakka, að
við höfum þessa tvo vetur, síðan
það fór að starfa, alljafnan haít
nýjan fisk að borða. Áður var búið
með róðra að mestu, þegar síldreið-
inni var hætt. Áður var hjer aðal-
drift til sjávarins hákarlaveiði, sem
gaf að jafnaði þeim er þá atvinnn
ráku og stunduðu oft góðan arð.
Nú er sú veiþi búin að vera eftir
nokkura ára reynslu, en þorskur
og síld komin í staðinn, sem alls
ekki þektist áður fyr, nema lítils-
háttar þorskveiði með handfæruna
á haustin. Nú á að gjöra tilraun
með hákarlaveiði í vetur af tvei«»
útgerðarmönnum hjer, Helga Haf-
liðasyni og Matthíasi Hallgrímssyni.
Ætia þeir að gera út með línn, er
sú veiðiaðferð lítið þekt h jer ennþá,
en margir halda þó að það muni
vera líklegasta ráðið til að ná Grána.
Um þe'ta leyti ársins er hjer
fremur dauft og þögult yfir öllu.
Pólitikin í móki, nema þegar svo
stendur á að kjósa þarf til þings,
eins og kom fyrir í vetur. Voru
menn hjer alment glaðvakandi þann
daginn, sem upptalning atkvæða
fór fram í Hafnarfirði í jan. og
glaðir um kvöldið, þegar úrslitin
urðu heyrum kunn.
Ekki valda þingmenn okkar
miklu ónæði með hingað komum,
síöan Stefán heitinn frá Fagraskógi
fjell frá. Það er mjög leiðinlegt af
þingmönnum yfirleitt, að tala ekki
við kjósendur áður þeir fara til
þings, um ýms áhugamál þjóðar-
innar, og vekja menn af dvala
hugsunarleysisins.
Siglufjörður er ungur bær, er
því margt sem kallar að í einu,
sem þörfin krefur að sje gjört. Af
húsum vantar okkur spítala og
kirkju tilfinnanlega; er í ráði að
byggja kirkjuna á þessu ári, og ef
lánið leikur við okkur, er meining-
in að spítalinn sjáist 1927—’8
Prentsmiðjan Gutenberg.
V etrarbrant.
Sólstjörnur.
íítjörnurílíi.
FjölHth’nið í Heraklesmei'lii.
45. Þeir sem hafa góða siÖn. geta á
heiðskýrum vetrarkveldum, sjeð í Hera-
klesmerki1, slæðu eina Ijósleita.en daufa
þó. Slæða sú er fjölstirníð mikla i
Heraklesmerki, sem er eitt af mestu
undrurn veraldar.
Svæði sem er frá jörð að sjá eigi
stærra en tungl í fyllingu, er svo þjett
sett stjörnum, að margfalt meiru nem-
ur, en öllum sýnilegum stjörnum him-
insins.
Enginn lítur þá sýn í fyrsta sinni,án
þess að verða frá sjer numinn af undr-
un og aðdáun.
Shapley hefir leitast við að telja stjörn-
ur í Heraklesþyrpingu. Teljast þær að
minsta kosti 100000, og má þó búast
við að fjöldi rauðra sólna falli undan
talningu, vegna daufrar birtu.
Löguu íjölstirna.
46. Fjölstirni skiftast í tvo flokka,
eftir lögun sinnni.
1) Drag þrihyrning, sem hefir topphorn í
Pólstjörnu, en annað grunnlínuhorn i miðj-
um Stóravagni og hitt í blástjörnu. Hera-
klesmerki liggur þá utan við grunnlínu þrí-
hyrningsins, nálægt miðjn.
Heraklesfjölstirnið virðist i stórum
dráttum hnaltlaga.
Stjörnur liggja þá gisnast á útjöðrum,
en þjettast um miðbik. Alls þekkjast
nú 86 hnattlaga stjörnuríki.
Hin hafa enga þá löguu, er lýsa má
í einu orði. I*au eru með ýmsu móti
eða ýmislaga.
Stjörnur þeirra liggja einnig skipu-
lagslaust. Sjöstirnið telst til þeirra.1
1) Sjöstirnið er lítið fjölstirni. Menn sjá í
þvi 6—7 stjörnur, með berum augum. Innan
við 12. stærOarflokk eru 200 stjörnur. Gisin
itíWi í rikinu.
47. Fjölstirnin eru geisimikil sólna-
söfn, er sveima á fjarlægum stöðvum í
rúminu. Ýmislaga íjölstirni eru þó ná-
læg á móts við hin.
Dæmi:
Nöfn. Fjarlæg talin í Ijósárum.
Sjöstirnið...................90
Fjölstirnið í krabbamerki. 136
Fjölstirnið í Perseusmerki 800
Ýmislaga fjölstirni halda sig yfirleiit
innan Vetrarbrautar vorrar eöa stjörnu-
veldis.
Hnattlaga fjölstirni halda sig þar á
móti á útjöðruin Vetrarbrautar eða al-
veg utan við hana, og eru því í geysi-
mikilii fjarlægð. Tekist hefir með hug-
vitsamlegum aðferðum að reikna fjar-
lægð þeirra. Liggja hin næstu í 70000
Ijósára fjarlægð en hia ystu í 200000
ijósára firð. Eigi að síður álíta menn
þau öll sömun Vetrarbrautinni háð.
Fjölstirnin öll eru einskonar ríki í
rílcinu — sjálfstæð á sína vísu1 en lúta
þó enn meira stórveldi, sem er Vetrar-
braut sú er girðir alheim vorn.
Áfjlnkun Sliapleyn.
48. Undarlegt er að utan Vetrarbraut-
ar hafa íjölstirnin ávalt hnattlögun, en
þokuslæða fylltr rúmið á milli þeirra. Er
liún algeng meðal þess kyns sólstirna.
2) Hnattlaga fjölstirni, sem ber natnið N.
G. C. 5272, er 470 Ijósár í þvermái. Önnur
lialda menn álíka stór. — Shapley áætlar
ljósmagn hvers fjölstirnis að meðaltali 275
innan hennar allkyns aðralögun. Shap-
ley skýrir það svo:
Fjölstirni sem liggja utan Veti arbraut-
ar hafa hnattlögun líkt og valnsdropi
er svífur í lausu lofti. Jafnvægi þeirra
haggast eigi sökum geisilegrar einangr-
unar. En berist þau inn í stjarnahvirf-
ingu Vetrarbrautar, þá raskast jafnvæg-
ið. Ljettar, hraðfara stjörnur sogast út
úr þyrpingunni og völdum nálægra
sólna, en þungar sólir halda saman.
Þyrpingin hefir þá mist lögun sína. Hún
er orðin misþjett og ólöguleg í alla
slaði.
Petta er skarplega hugsað. Samt er það
talið vafasamt — enda alt þetta erfitt
viðfangs.
Fegnrð miUil.
49. Fjölstirnin eru svo dásamlega fög-
ur að eigi má með orðum lýsa. Sólir af
öllum iitum glitra í þeim og tindra.
Líkjast þau síbreiðum glóandi perla og
gimsteina. Sum eru eigi stærri nje þjett-
ari eh svo, að þau eru að mestu leyti
gagnsæ. Önnur renna saman í eittblik-
andi ljóshaf, svo að hvergi sjer í botn.
Á. M.
000 sinnum meira en Ijósmagn sólar vorrar.
Sýnir það hver geisifjöldi sólna lýsir þar.—
Sólir fjölstirna hreyfast innbyrðis. Auk þess
berst allur skarinn áfram i rúminu. Fjöl-
stirnið í Herakles rennur t. d. með 300 km.
hraða á sek. áieiðis til Vetrarbrautar vorrar.