Vörður - 03.04.1926, Side 3
V O R Ð U R
3
Þórarinn í Kollavík.
%
Er daginn slyttir, drungi að bygðum sígur;
á dapurleíkastöðuum gerir hljótt.
En milli svefns og vöku í fjarska flýgur
sú fórnarhugð. er styttir sjúkum nótt;
Og alföður í angist sinni biður,
að aldurtili víki úr sínum bœ.
En hrap jrá stjörnu á hlaðið kemur niður.
Við hlunninn fremsta brýlur alda-sœ.
En getur pað ei’ laðað sorg til sœtta,
og sárin grœlt, er blœða djúp og heit,
að fglgdi heiman fjöldi heillavœita
þeim fremdarmanni, er kvaddi bœ og sveit.
1 fararbroddi greindin var sú góða,
er gcefu styrkir heima, í lengd og bráð,
og laðar hug að lífsins megingróða
og lœtur völdum frœjum niður sáð.
Og stilling mœt var staðin þar að verki,
er slyður mjög að heill í hverjum bœ.
Og hj álp f ý s i með heimaunnið merki,
svo hreint og hvítt, að jafna má yið snœ.
Og dagfarsprýði og dr en g lun d fylgdu að beði —
að dánarhvílu máttarstölpa peim,
er sveit og landi sína krafta Ijeði
og svinnum kostum býtti höndum tveim.
Og s k y Id u r œkni skeið til enda þreytti.
Til skila verður haldið, snemma og seint,
að húsvörðurinn handa og anda neytti.
Á hjartansmáli þakklœtið er greint.
Og ekki skyldi árvekninni gleyma,
sem augnablikið fyrsta greip til starfs,
nje þeirri trú, er dásemd þá rjeð dreyma :
að dygðin manns er borin þó til arfs.
í sekk og ösku silur virðing eigi,
er sœmdarmanni er fylgt til höfðalags;
því honum lið sitt bauð á brúðkaupsdegi
og bar hans merki, að kveldi lokadags.
Sú líkfylgd verður lengi þeim í minni,
er litu kransa, er sjerhver d í s i n bar
og hafa þekt þau hugumljúfu kynni,
er hans og þeirra jafnan milli var.
Og þegar gyðjur þannig kveðjur vanda,
við þjóðleið farna, yfir grefti manns —
á fremsta hlunni er fróun peim að standa,
er finna í vitum ilm af dánarkrans.
Og undir merkjum auðnuvœtta slíkra,
er ekkju og b'órnum nœrri Ijelt um spor.
Og undir fceti mun þeim verða mýkra
á möl og hjarni, þar til kemur vor.
Gnðinundur Friðjónsson.
komist að samningum við er-
lenda háskóla um að fá að láni
hjá þeim tæki öll og útbúnað
til þess að taka lögin í phonó-
graf ettir hinum bestu kvæða-
mönnum.
Hann gerir ráð fyrir að dvelja
hjer 12 vikur á sumri í þessum
erindum, en auðvitað verður
hann að vinna lengri tíma á
ári hverju að því að ganga að
öllu leyti frá verki sínu.
Jeg skora fastlega á Alþingi,
að taka Jón Leifs í þjónustu
rikisins til þess að bjarga frá
glötun þjóðlögum vorum og
rímnalögum, hinum dýra efni-
viði í listrænan íslenskan tón-
skáldskap.
í hittiðfyrra sendi Jón Leifs
Alþingi brjef um tónlistarlífið á
ísiandi og gerði þar ýmsar til-
lögur er lutu að því, að efla
það. Tillögunum fylgdu meðmæli
ýmsra stofnana og nokkurra
frægra manna erlendra, þar á
meðal fyrv. kennara J. L., hins
fræga þýska tónskálds Pauls
Graeners. Hann bætir því við
ummæli sín um tillöguna, að
hann hafi lært að virða læri-
svein sinn J. L. »fyrir þá al-
vöru og þann háleita listamanns-
vilja«, sem hann leggi í störf sín.
Mörgum árum áður hafði
Graener gefið J. L. meðmæli,
og með því að jeg býst við að
hann sje merkastur allra þeirra,
sem sagt hafa skoðun sína á
þessum landa vorum, þá vil jeg
einnig tilfæra þessar línur úr
niðurlagsorðum meðmælanna:
»Jón Leifs hefir til að bera
mikla og alvarlega tónlistargáfu.
Mjer þykir vert að bæta því
við, að hann hefir trausta, vand-
aða skapgerð og tiginborinn
hugsunarhátt«.
Jeg skora fastlega á Alþingi
að styrkja Jón Leifs til starfa,
að trúa honum nú þegar fyrir
verkefni. Ií. A.
getið sjer frægð, setn Pjetur
Jónsson, að viðurkent sje að
þeir geri fósturjörð sinni sóma.
En einmitt þessi maður, »sómi«
íslendinga, mun á námsárum
sínum hafa leitað styrks frá
Alþingi og verið neilað. Nú er
P. J. í tölu bestu söngvara
Þýskalands og ef til vill heims-
ins, en það er ekki Alþingi að
þakka. Af fje því, er veitt er til
skálda og listamanna, fá ein-
stöku söngnemar árlega 300—
500 kr. — en 300 kr. endast
n: lVa mán. ef kennara eru
greiddar 80 kr. á mán. og að
öðru leyti Iifað mjög spart.
Hvar eiga svo þessir menn að
fá fje til 10l/2 mán? Eins og
allir heilvita menn sjá, er þelta
langt of lítið. f*að gæti þó varla
verið minna en að styrkurinn
væri veittur svo að hann entist
í hálft ár með 200 kr. á mán-
uði. —
Til þess að niðurjöfnunin
verði svolitið rjettmætari verður
Alþingi að veita styrkinn í
þrennu lagi. (1.) Til skálda,
(2.) til söngnema, (3.) til mál-
ara, sem einnig munu oftast
verða út undan við úthlutunina.
Eins og kunnugt er gela ís-
lenskir námsmenn sótt um styrk
U1 Dansk-Islansk Forbunds-
fond í Kaupmannahöfn og hafa
söngnemar, er numið hafa þar
fengið úr þessum sjóði. Söng-
Mályerkasýning
Ásgrims Jónssonar
er óbrigðull árlegur vorboöi í
páskahretunum, glitrandi sumar
í þröngum hálídimmum sýning-
arsal.
Ásgrímur stendur ílestum is-
lenskum málurum framar að
alhliða tekniskri kunnáttu. Hann
elskar glæsilegt yfirborð náttúr-
uDnar og sýnir að sið impress-
ionista meistaralega leik ljóss
og lofts, líbrá og regnhöfgi, kvöld-
bjarma og morgunljóma. Það
er llk áferðarfegurð i myndum
hans og Monets’s. Litirnir eru
brotnir í ótal brigði, þess vegna
lifa þeir og ljóma. Þessi áferð-
arfegurð og ást á náttúrufyrir-
brigðufn er um leið hættan, sem
vofir yfir öllum impressionist-
um. Form og bygging gleymist
og staðlitir eru ekki til — til-
vera hlutanna er gefin í skyn
bak við blæju yfirborðsins, en
sá dýpri sannleikur, sem meist-
ararnir sýna í hreinu, innblásnu
formi, kemst ekki að. Ásgrímur
byggir ekki landslög sin inn í
myndflötinn eftir reglum Cé-
zannes um »cube, cone et cy-
lindre« — hann velur sér lands-
lag til meðferðar og sýnir dyggi-
lega ljós- og litbrigði þess, lofts-
lag og veðurlag — I stuttu máli:
stemningu, yfirborðsfegurð. En
formið, sá eini grundvöllur, sem
listin getur bjTgt á, er alt of oft
brotið í mola.
I myndinni af Oki (nr. 4) eru
einna sterkust og stórfenglegust
fjallaformin, litirnir fastir og
hreinir, en framsýnin nokkuð
veikbygð. í Eiríksjökulsmynd-
inni (nr. 5) eru hinar mjúku
línur fellanna ágætar. Enu get
jeg nefnt reiðmanninn við Meyj-
arsæti — mjög skemtilega bj’gða
mynd. Aftur á móti finst mjer
mynd af skógi og blárri á í
Borgarfirði (jeg man ekki nafn
nje númer) hreint dæmi þess,
nemar sem annarsstaðar hafa
numið hafa sótt um styrk þenn-
an hvað eftir annað og þeim
alt af verið neitað. Hafa þó
menn þessir haít meðmæli
þektra sjerfræðinga. — Hefir
nefndin gerst svo djörf að lýsa
því yfir skriflega þvert ofan í
geröir sínar, að það væri eigi
takmark sjóðsins að styrkja
söngnema. Sjer hverheilvita mað-
ur hvað hjer stendur á bak við.
En að mínu áliti er mikið kok-
hljóð slæmt fyrir söngvara.
Munu neitanir nefndarinnar vera
marg endurtekin saga þar sem
íslenskir námsmenn utan Dan-
merkur hafa átt hlut að máli.
Pað er engum vafa bundið,
að ísl. söngnemar eiga við þröng
kjör að búa á námsárurn sínum.
Hafa sumir þessara ungu manna
orðið að grípa til þeirra úrræða
í peningaþröng sinni, að fara
heim til ættjarðar sinnar og
reyna að innvinnar sjer fje með
söng. Móttökur sumra þessara
manna eru öllum svo kunnar,
að eigi gerist þörf að minnast
þeirra hjer, en hver sannur ís-
lendingur mætti bera kinnroða
fyrir þær svívirðingar sem á þá
hafa dunið. Hver sem þekkir
svolítið til söngnáms, veit að
menn, sem enn, eru við nám
eiga eftir að bæta miklu við sig
til að fullkomnast. En það er
ljett að dæma, en dæma rjett
hvernig á ekki að byggja mynd,
og er hún þó, eins og allílestar
hinar, mjög litfögur. Litprýðin,
ásamt afarmikilli kunnáttu og
náttúruást, eru þeir kostir Ás-
grims, sem gera hann að líf-
gjafa og braulryðjanda íslenskrar
landslagslistar.
E. Th.
Ritgerð Guðbrands Jónssonar
un kirkjufornfræði, þá hina stóru
er hann var að vinna að í íyrra,
er nú verið að prenla í Safni
til sögu íslands. Er það mikið
rit og merkilegt. Á síðasta ári
hefir þessi höfundur og gjör-
ransakað ýms handrit islensk
þessu efni viðvíkjandi og búið
þau að nokkru undir prentun.
Sömuleiðis hefir hann samið
ílarlega og fróðlega ritgerð
um Sunnefumálið svonefnda,
hneykslismál af 18. öldinni,
sem flestir kannast við, og verð-
ur hún birt neðanmáls hjer í
blaðinu. Neðri deild feldi við
aðra umræðu fjárlaganna 1200
kr. styrk til hans, en þess styrks
nýtur hann nú í ár. Er vonandi
að Efri deild bæti úr þessu, og
setji styrkinn inn aftur, hann
var á fjárlagafrumvarpi stjórn-
arinnar.
Nýjar bækur: Miðaldasaga
eftir Porleif H. Bjarnason og
Arna Pálsson, ætluð til náms í
æðri skólum er jafnframt hin
eigulegasta alþýðulestrarbók. —
Bókin mín eftir Ingunni Jóns-
dóttur húsfreyju á Kornsá í
Vatnsdal, endurminningar, hug-
leiðingar og æfintýri.
»Pór« tók um fyrri helgi
fjóra togara (tvo þýska, einn
franskan og einn ítalskan) að
ólöglegum veiðum fyrir Suður-
landi og bjargaði í ofviðri tveim
bátum sem farið var að örvænta
um að myndu ná landi.
er örðugt. Söngdómari þarf að
geta fundið á hvaða þrepi náms-
ins söngneminn sje, en það er
auðvelt að heyra fyrir þá sem
vit hafa á söngnámi.
Almenningur heima hefir átt
lítinn kost á að heyra góðan
söng og »tekniskt« rjettan, und-
antekningar eru Hanna Grön-
felt, sem mun vera ein besta
söngkona Evrópu, og svo Pjetur
Jónsson. Pað er því auðskilið
að þeir eigi erfitt með að gera
sjer í hugarlund hve óstjórnlegt
verk það er fyrir söngvara að
afla sjer þeirrar fullkomnu kunn-
áttu, sem sönglist nútímans út-
heimtir. Starfið verður að vera
unnið með einbeitni, vilja sem
flutt getur fjöll. Sá sem ekki er
reiðubúinn að fórna öllu fyrir
sönglist sína, verður aldrei sig-
urvegari. En landið verður að
gera sitt tii þess aö markið
náist. Nemandinn verður að
starfa sem trúr og dyggur þjónn,
sem helgar drottnara sínum
allan vilja sinn og mátt. Hugsi
ísl. söngvarar þannig, mun land-
inu verða starf þeirra fyr eða
síðar til sóma, en það á að
vera ósk okkar allra.
Milano 7/2 1925.
Guðm. Kristjánsson.
Alþingi.
Fjárlögin.
Annari umræðu þeirra í Nd.
lauk á þriðjudag. Feld var með
17 atkv. gegn 10 tillaga
fjárveit.nefndar um að fella úr
stjórnarfrv. 45 þús. kr. til sendi-
herra í Khöfn. Pingmenn Norð-
Mýiinga fengu samþ. breytinga-
tillögur eru fóru fram á 46 þús.
kr. hækkun á fjárveitingum til
vegagerða og sima í kjördæmi
þeirra. Samþ. að veita 2500 kr.
til að »rita og safna gögnum til
menningarsögu«. Hafði þinginu
borist áskorun frá Vattý Stefáns-
syni ritstjóra um að veita fje til
þessa. »Fje þessu skal varið
eftir ráðstöfun landsbókavarðar
og fornmenjavarðar til að draga
saman ýmiskonar fróðleik um
lifnaðarháttu og hagi alþýðu á
liðnum tímum«. Styrkurinn til
Leikfjelags Reykjavikur var
hækkaður úr 4 þús. upp í 6
þús. kr., slyrkur Goodtemplara-
reglunnar úr 6 þús. kr. í 10
þús., til U. M. F. I. úr 1800 í
3 þús. Samþ. var 2 þús. kr.
styrkur til Guðm. Finnbogasonar
til þess að vinna að riti um
eðlisfar íslendinga, 3 þús. kr.
styrkur til Pórarins Jónssonar
til tónlistarnáms, 2 þús. kr. til
Önnu Borg til leiklistarnáms,
1000 kr. viðbótarstyrkur til
Soffiu Kvaran til leiklistarnáms,
2500 kr. ferðastyrkur til Jóns
Porleifssanar málara, 1200 kr.
utanfararstyrkur til Óskars Ein-
arssonar læknis og 2500 kr. til
Karls Ó. Runólfssonar til hljóm-
listarnáms. Feldar voru tillögur
um styrki til Haralds Björnsson-
ar leikara, söngvaranna Sigurð-
ar Birkis og Einars Markans
og málaranna Jóns Stefánssonar
og Gunnlaugs Blöndals.
Tekjuhallinn á fjárlögunum
eftir 2. umr. í Nd. er rúmar
21 þús. kr.
Veðnrstofan.
Sjávarútvegsnefnd flytur frv.
um vcðurstofu á íslandi. Hjer
hefir starfað veðurfræðistöð síð-
an 1919 og hefir verið veitt til
hennar fje á hverju ári, síðast-