Vörður


Vörður - 24.04.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 24.04.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R verðlag. Hefir kolamáiafundur- inn í London tekið vel í þessa tiilögu og eru samningatilraunir byrjaðar. — Á fjárlögunum bresku er gert ráð fyrir nýrri tekjugrein — veðmálaskatti. Tyrkir vígbúast, segir ný sím- fregn, og telja sig hafa áreiðan- legar heimildir fyrir því, að Grikkir og Italir hafi orðið ásáttir um að taka lönd af þeim í Litlu-Asíu. Meðal annara orða -. Dýpra og dýpra. Ekkert virðist hafa haft meiri áhrif á Jónas frá- Hriflu upp á síðkastið, en þegar Sigurður Pórðarson lýsti hanu »ærulaus- an lygara og rógbera«. Greinar hans á fremstu síðu Tímans um »sölu landsins« er ljós vottur þess, hve ruglaður og ráðalaus hann stendur eftir yfir- lýsingu S. I1. í fyrri greininni segir hann að tveir helstu íhaldsmenn á þingi hafi bannað að bera Vörð (sem hann hjer sem endranær kallar »mörð!«) í hús sín, svo mikinn »viðbjóð« vekti blaðið — eftir grein þess um »Nýja sáttmála«, að manni skilst. f seinni greininni segir hann að ritstjóri Varðar hafi »gert gælnr við þá hugmynd að ís- lendingar eigi að verða aftur pólitisk undirlægja annara þjóð- ar«. En í síðasta tbl. Tímans segir hann að stjórnin hafi »í blöðum sínum talað hátt um nauðsyn að hefja málaferli á hendur Sigurði þórðarsyni!« Svona eru allar þessar feitletr- uðu greinar, sem J. J. hefir skrifað eftir að hann var lýstur ærulaus — endileysur og hauga- lýgi- Maður getur ekki lengur reiðst Jónasi frá Hrifiu eða fengið af sér að nota hörð orð um skrif hans. Til þess er maðuvinn of djúpt sokkinn — ósannindi hans og rangindi hata 'fyrir löngu náð þvi hámarki, að þau hljóta að vera orðin skaðlaus með öllu. Pað er enn hægt að undrast þau — en að reiðast þeim, svara þeim, reyna að hnekkja þeim — getur nokkur maður, sem ekki vill gera sjálf- an sig hlægilegan, lagt sig í það framar? í sameinuðu þingi var um daginn skorað á J. J. að hreinsa sig af þeim áburði, að hann væri »ærulaus lygari og rógberi« — því var haldið fram að sómi þingsins krefðist þess. J. J. svar- aði með því að S. þ. væri aannað hvort geðveikur eða landráðamaður« ! það er ekki von að J. J. vilji stefna honum. Alt sem hann myndi upp úr því hafa yrði i mesta lagi það, að S. þ. fengi lítilförlega sekt fyrir haröoröan rithátt. En hins vegar væri á- hætta J. J. gífurleg. því gerum ráð fyrir því að S. Þ. tæki sig til, færi í gegnum 10 árganga af Timanum og semdi svo bók uin það, hvað J. J. er búinn að ljúga miklu síðasta áratuginn — hvílíkt rit gæti það ekki orðið! Ætli J. J. gæti sýnt sig á þingi eða á málafundum eftir að það væri út komið? Nei, sannleikurinn er sá, að nú orðið getur hver sem er alveg áhættulaust lýst J. J. æru- lausan lygara og rógbera — það verður engin málsókn úr því. En þó að hinn landkjörni þingmaður J. J. þykist ekki þurfa að fara í mál við S. þ., þá ber hann nú fram tiilögu um að Alþingi stefni honum og ennfremur forsætisráðherrann og bæjarfógetinn í Reykjavík. Er nokkur heil brú í þessu? J. J. getur ekki verið sæmdur af því að stefna S. þ. — en Alþingi getur það! Fyrst gefur hann í skyn að S. þ. sje geð- veikur — svo Ieggur hann til að Alþingi íslendÍDga fari í mál við hann! íslenskur kommnnismi. Fyrir nokkium dögum ritaði Ársœll Sígurðsson í Alþýðublaðið um »þáittöku öreigalýðsins í kosningum og þingstörfum«. Niðarlagsorð hans eru á þessa leið: »þÍDgið er ein af ríkisstofnun- um auðvaldsins, sem verkalýð- urinn veiður að brjóta á bak aftur til þess að ná völdunum. það er vígi sem verður að I leggja í rústir. Með þetta fyrir augum fara jafnaðarmen 1 inn á þing. þeir nota aðstöðu sína sem þingmenn til þess að veikja þessa auðvaldsstofnun og rýra álit almennings á henni, ef nokkuð er, með því að sýna almenningi hana í rjettu Jjósi, — svo að síðar meir verði auð- veldara að varpa henni um koll«. Á. S. telur sig kommúnista eins og Ól. Fr. þeir voru sam- an í nefndinni sem semja átti í vetur um kaup daglauna- manna og verkamanna og sigldi þá öllum samningum í strand með ósanngirni sinni. það þarf engum að koma á óvart að heyra þessa menn tala um að leggja í rústir, veikja og rýra, að varpa um koll núverandí þjóðskipulagi — og þó er gott að þeir tali svo skýrt, að allir skilji hvað þeir vilja. það er auðvitað, að þegar þeir eru kosnir í samninganefndir fyrir alþýðuna, þá muni þeim meira um það hugleikið að nota að- stöðu sína þar til þess að leggja í rústir og veikja, en til þess að stuðla að bráðum og sann- gjöinum málalyktum. En þó að kommúnistar lýsi yfir því, að jafnaðarmenn eigi að neyta áhrifa sinna á þingi til þess að eyðileggja störf þess og hnekkja virðingu þess, þá gegnir sú bíræfni furðu, að Al- þýýublaðið skuli flytja þessar kenningar þeirra athugasemda- og mótmælalaust. þingmanni flokksins, Jóni Balduinssyni, hefir vafalaust of- boðið þessi ósvífni blaðsins, því þrem dögum eftir að grein Á. S. birtist svarar hann henni í Alþýðublaðinu. Er auðfundið að J. B. kærir sig ekki um að því sje haldið tram í flokks- blaði hans, að hann hafi verið sendur á Alþingi til þess að reyna að koma á það smánar- orði og leggja það rústir. Jafn- aðarinenn vilja ekki fara svo að — þó að kommúnistar vilji það. wþingið er vígi, sem jafn- aðarmenn eigi að vinna og stýra þaðan landinu til hagsmuDa fyrir alla alþýðu«, segir J. B. það væri vel ef þessi orða- skifti Á. S, og .1. B. gætu orðið til þess að skýra afstöðuna milli jafnaðarmanna og kommúnista hjer á landi — svo að alþýða manna eigi framvegis betra með að átta sig á því en hingað til, hvorum flokknum hún á áð trúa fyrir málum sínum. Ibsen ogyngri kynslóðin. Norska skáldið Jakob B. Bull hefir nýlega ritað um Ibsen í Poli- liken. Meðal annars segir hann frá | þvi, að eftir heimkomu sína til Noregs 1890 var Ibsen kosinn heið- ursfjelagi í norska rithöfundafjelag- inu og litlu síðar sótti hann aðal- fund pess. Meðal viðstaddra voru tveir af gáfuðustu yngri rithöfundum Norðmanna, þeir Gabriel Finne og Nils Kjœr. (Hinn siðarnefndi skrif- aði sjö árum seinna ágæta ritgerð um Ibsen í minningarrit það, sem út var gefið á sjötugsafmæli hans). »Pegar dagskránni var lokið bauð formaðurinn heiðursgestinn vel- kominn«, skrifar Bull, »og Ijet fagna honum með dynjandi húrrahróp- um. Þá stóð Níls Kjær alt í einu upp, talsvert drukkinn og mótmælti ræðunni til Ibsens. »Að minum dómi«, sagði hann, »verðskulda bæði Ibsen og Björnson-----með leyfi að segja . . . flengingu á ber- ann rassinn fyrir alt það sem þeir hafa ilt gert norskri æsku«. Síðan snjeri hann sjer að Gabriel Finne, sem sat drukkinn á stól, og bað hann að taka við skál fyrir æsku Noregs. Finne stóð upp og þakkaði fyrir skálina, riðandi á fótunum. Pað var steinhljótt í salnum af undrun. þar sem formaðurinn hafði látið undir höfuð leggjast að áminna ræðumann, kvaddi jeg mjer hljóðs. Jeg sagði að ef nolckrir við- staddir ættu skilið ílengingu, þá væru það herrarnir Kjær og F'inne, og að ef annarhvor þeirra ætti lil nú á yngri árum ofurlítið af þeirri snild og þeim æskukrafti, sem Björnson og Ibsen' miðluðu af á efriárum sínum, þá væri framtíð norskra bókmenta borgið í bili. Jeg lauk ræðunni með að skála fyrir »hinum síungu« og bað Ibsen að taka við skálinni. Hann þakkaði með brosi meðan fagnaðarópin streymdu til hans. Litlu siðar stóð hann hljóðlega upp og fór. þetta var eina skiftið sem hann kom á fund í norska rithöfundafjelaginu«. Nokkrum árum síðar rjeðist Hamsun á Ibsen bæði i hinni töfr- andi skáldsögu sinni »Myslerier« og í fyrirlestri sem hann flutti í Osló og Ibsen hlustaði á. — það kemur fyrjr víðar en á ís- landi, að eldri skáldin sæta ómild- um dómum bjá yngri kynslóð rit- höfunda eða fremstu fulltrúum hennar. Málaferli. Dómur er fallinn í undirrjetti á ísafirði í bryggju- máli bæjarins gegn Sameinuðu íslensku verslunum. Voru þær dæmdar til þess að nema burtu viðbótarbryggju frá 1920 innan 45 daga frá birtingu dómsins, annars væri hafnarnefnd heim- ilt að gera það á kostnað versl- ananna. þær voru ennfremur dæmdar til að greíða 100 kr. í málskostnað. Málafærslumaður þeirra Páll Jónsson dæmdur í 50 kr. sekt fyrir ósæmilegan rit- hátt. Setudómari var Brynjólfur Árnason. Allsherjarmót I. S. í. Með þvi að sljórn íþróttasambands íslands (f. S. í.) hefir falið Glimu- fjelaginu Ármann og Knatlspyrnufjelagi Reykjavikur að halda Allsherjar- mót fyrir alt land árið 192C, auglýsist hjer rneð, að mót þetta verður háð á hinuni nýja fþróttavelli í Reykjavik, dagana 17.-22. júni n. k. og er öll- um fjelögum innan í. S. í. heimil þátttaka. Kept vetður í ] I. íslenak glíma í tveim þyngdar- flokkum, (fyrsti flokkur undir 70 kg, annar flokkur 70 kg. og þyngri). II. Hlaup: 100, 200, 400, 800, 1500, 5000 og 10000 stikur, Boöhlaup 4 X 100 st. Boðhlaup 1500 stik- ur (100 + 200 + 400 + 800) Grindahlaup 110 st. III. Kappganga 5000 stikur. IV. Stökk: a. Hástökk með atrennu. b. Langstökk með at- rennu. c. Stangarstökk. d. þrístökk. V. Köst: a. Spjótkast. b. Kringlukast. c. Kúluvarp, öll köst eru samanlögð beggja handa. Dagskrá: etsiira íþróttnm: VII. Fimtarþrnnt grísk: 1. Laugstökk með atrennu. 2. Spjótkast betri hendi. 3. Hlaup 200 stikur. 4. Kringlukast betri liendi. 5. Hlaup 1500 stikur. VIII. Uelpdráttur: (8 manna sveitir). VIII. Fimlelkar í flokkum (minst 8 menn) IX. Snnd: a. 100 stikur, frjáls að ferð. b. 100 stikur, baksund. c. 200stikur,bringusund. d. 4 flokkasund frjáls aðferð. Sundið verð- ur háð við sundskál- ann í Ö/firisey. X. Íslandsglíma. Kept um glimu- belti í. S. í. Handhafi Sigurð- ur Greipsson. 17. júní. 1) Fimleikar. 2) 100 stiku hlaup. 3) 1500 st. hlaup. 4) Stangarstökk. 5) íslensk glíma. 6) þrístökk. 7) Boð- hlaup 4 X 100. 1S. Júuí. 1) 800 stiku hlaup. 2) Langstökk með atrennu. 3) Kringlukast, 4) Há- stökk. 5) 5000 stiku hlaup. 20. júní. 1) kl. 2 e. h. sundkeppni við sundskálann. 2) Spjót- kast. 3) 1500 st. boðhlaup. 4) Kappganga. 5) 200 st. hlaup. 6) Reipdráttur. 21. júní. 1) Grindahlaup 110 st. 2) Kúluvarp. 3) 400 st. hlaup. 4) 10000 st. hlaup. 5) Fimt- arþraut, grísk. 22. júnf. Íslandsglíman. Framkvæmdarnefndin hefir rjett til að breyta dagskránni, þó verður það ekki gert nema nauðsyn krefji. þess er fastlega vænst, að öll fjelög innan í. S. í. sendi menn á þetta mót og tilkynni þátttöku sína fyrir 7. júni n. k., stílaða til framkvæmdanefndar Allsherjarmótsins. pósthólf nr. 561 Reykjavík. í framkvæmdanefnd Allsherjarmótsins 1926. Magnús Kjaran formaður, Erlendur Pjelursson gjaldkeri, Jens Guðbjörnsson ritari. Kristján L. Gestsson, Björn Rögnvaldsson, Guðmundur Ólafsson, Karl Guðmundsson. Kínverskt talmál og ritmál. Hámentaður kínverskur prófessor að nalni dr. P. C. Shii, sein dvaldi í Kaupmannahöfn í vetur til þess að kynnast skólamálum Dana, sagði svo frá í viðtali við blaöa- mann: »það er feikna örðugleikum bundið að læra Idnversku. Maður getur verið 20 ár að nema ritmálið og þó ekki þekt öll tákn þess eftir þennan langa námstíma. þjer getið fengið nokkra hugmynd um mun- inn á ritmáli og talmáli í Kína ef þjer reynið að hugsa yður að danska þjóðin talaði dönsku en skrifaði latínu og notaði þar að auki tugi túsunda sjerstakra tákna til þess að rila orðin í stað 20—30 bókstafa. það er auðskilið mál, að ómögulegt er að efla þekkingu og mentun alls almennings meðan rit- málið er svo gerólíkt talmálinu og táknkerfi þess svo margbrotið og auðugt. þess vegna hefir á síðari árum myndast hreyfing í Kína, sem berst fyrir því að skrifað sje eins og menn tala og með bókslöf- um í stað lákna. Stafrof hefir verið búið til með 3 bókstöfum og stofn- sett föst námskeið um alt ríkið, þar sem menn geta orðið fullnuma í hinu nýja ritmáii á þrem mánuð- um. Síðustu þrjú ár hefir rúm miljón manna, sem áðurvoru ólæsir og óskrifandi, lært bæði lestur og skrift á þessum námskeiðum. Áður gat yfirstjeltin ein aflað sjer ment- unar, en nú geta bændur og verka- menn sent börn sln i skóla. Frjáls samtök hafa hrundið þess- ari hreyfingu áfram. Flestir kenn- aranna eru prófessorar, stúdentar eða kennarar við aðra skóla — og engir taka borgun fyrir vinnu sína á lestrar- og skriftar-skólum al- mennings«. Notuð ísl. frímerki kaupir undirritaður báu verði. Verðskrá sendist gegn 20 aurum í ónotuðum frímerkjum. Bfarni Guðmundsson Túni, Árnessýslu. Hrg. 4. tbl. I. árg. Varöar ósk- ast keypt á afgreiðslu blaðsins. f'" Frá ísafirði er símað 22. þ. m.: Konungs-heimsóknin rædd bjer í bæjarstjórn í gær. Oddviti lagði til, að veittar yrðu til móttöku- fagnaðar 2000 kr. úr bæjar- sjóði, og að kosin væri nefnd til þess að sjá um undirbúning. Fjárveitingin var feld með 5 atkv. gegn 4. Voru móti henni: Vilmundur Jónsson, Finnur Jónsson, Jón M. Pjetursson, Jón H. Sigmundsson og Magnús Ólafsson. En með voru: odd- vitinn, Sigurður Kristjánsson, Stefán Sigurðsson og Eiríkur Einarsson. Engin nefnd kosin. — Finnur Jónsson lýsti yfir því, að það væri stefnumál sitt, að veita ekki fje til þessa. Frettándakvöldið, eftir Shake- speare, var leikið í fyrsta sina í gærkvöldi og var því tekið með miklum fögnuði af áhorf- enduin. Karlakór K. F. U. M. lagði af stað í Noregsför sína á sumar- daginn fyrsta. Bæjarbúar fjöl- mentu á hafnarbakkanum, til þess að kveðja þá og hlýða á söng þeirra af skipsfjöl. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.