Vörður - 01.05.1926, Blaðsíða 1
Rifstjóri og ábyrgd-
- .aimaðuv \_
Hristián AfJ}ért$Öti
TjingötuítB..
VORÐUR
Utg-efancli : JMiöstjövii íhaldsflokl*sins.
Afsreiðslu- og inn-
,heimtumaður '
Ásgéir Magnússon
IV. ár.
. Reykíavík I. maí 1 926.
19. blað.
„Stómjhneykslin".
Svo sem einu sinni á missiri
(minst) ærir Tíminn sig upp út
af imynduðum stórkostlegum
hneykslismálum, sem ríða eiga
virðingu íhaldsflokksins að fullu.
Blaðiö flytur nokkrar feitletrað-
ar og fjálgar greinar um alla
»spillinguna« og »svívirðuna«,
bölsótast og bannfærir og hróp-
ar hástöfum á reiði þjóðarinnar
yfir hina seku — uns það átt-
ar sig á því, að enginn tekur
mark á öllum látum þess, að
loddarahátturinn kemur því i
koll sjálfu og engum öðrum
— þá bjaðnar alt niður og
steingleymist. En illa væri ís-
lenska þjóðin komin, ef alt
væri heilagur sannleikur, sem
Timinn segir við slík tækifæri.
Mönnum mun til dæmis f
fersku minni árásirnar á Morgun-
blaðið. Meðal þeirra manna, sem
áttu hlutabrjef í því, voru nokkr-
ir kaupmenn hjer í bæ danskir
að ætt — alt menn, sem ekk-
ert hafa látið til sín taka í ís-
lenskum stjórnmálum og engra
hagsmuna hafa að gæta, ann-
ara en sameiginlegra hagsmuna
íslenskra kaupmanna. En þessa
átyílu notaði Timinn til þess að
setja saman ógurlegan reyfara
um »danska valdið«, sem stæði
að baki stærsta ihaldsblaðs á ís-
landi, — um Bessastaðavaldið
illræmda, sem nú væri risið úr
gröf sinni og legði aftur hramma
sína um frelsi og gæfu íslensku
þjóðarinnarl
Á síðastliðnu sumri gaf Tím-
inn i skyn i gifurmæltri feitletr-
aðri forustugrein, að mútur frá
erlendum og íunlendum stór-
gróðamönnum hefðu ráðið því,
að lagðar voru niður einkasöl-
urnar á tóbaki ' og steinolíu.
Hvflikt regin — hneyksli — ef
satt hefði verið! Vörður krafðist
þess þá, að Tíminn tæki skýrar
til orða og legöi spilin á borð-
ið. Það var nóg til þess að
blaðið mintist ekki framar einu
orði á þúsuodirnar, sem ame-
riski steinolíuhringurinn hafði
átt að borga fyrir afnám einka-
sölnnnar. Vörður eggjaði Timann
lögeggjan — helti sjer yör hann,
reyndi með góðu og illu að fá
hann til að tala tvímælalaust
og fletta ofan af hneykslinu. En
það var ekki nærri því kom-
andi. Blaðið forðaðist eins og
heitan eldinn að minnast fram-
á múturnar.
Nú er enn eitt »stórhneyksl-
ið« á ferðinni í Timannm. Bæj-
arfógetinn í Reykjavík hefir
dæmt Tr. I>. í allháar skaða-
bætur fyrir ummæli um hesta-
verslun Garðars Gídasonctr. Blað-
ið hnýtir þeirri athugasemd aft-
an við frásögnina um dóminn,
að bæjarfógetinn sé lhaldsþing-
maður og »einn harðsnúnasti
pólitíski andstæðingursamvinnu-
stefnunnar og ritstjóra Tímans«.
Jafnframt flytur það forustu-
grein um »Misbeiting dómsvalds-
ins«, talar um að þessi mis-
beiting sje »einhver algengasta
aðferðin sem yfirstjett nútímans
noti til þess að klekkja á for-
ystumönnum nýrra hreyfinga«.
Öll er greinin tilraun til að
hnekkja virðingu þjóðarinnar
fyrir dómsvaldinu í landinu al-
ment, og jafnframt grímuklædd
árás á bæjarfógetann í Reyk|a-
vík sjerstaklega.
Það virðist lítil ástæða til
þess að eyða mörgum orðum
að þessu síðasta »stóra hneykslk.
Það er nú orðið svo margreynt
hve blekkingar og óhemjulæti
Timans hafa lítil áhrif. Þjóðin
festi aldrei trúnað á að Morg-
unblaðið væri í höndum nýs
Bessastaðavalds, sem seildist lil
pólitískra áhrifa á íslandi. Hún
trúði því heldur ekki, að ame-
rískir milljónamæringar hefðu
borið fje á þingmeirihlutann
1925. Hún trúir þvi aldrei að
dómsvaldið á íslandi sje notað
af einhverri yfirstjett til þess að
klekkja á andstæðingum hennar.
Og það er með öllu vonlaust,
að ætla að læða þeirri skoðun
inn hjá henni, að bæjarfógetinn
í Reykjavík dæmi eða sýkni
eftir þvi, hvort hioir ákærðu
sjeu andstæðingar hans eða
samherjar í stjórnmálum. Til
þess er Jóh. Jóh. altof kunnur
maður, alt of vinsæll og virtur.
Tíminn hefir aldrei getið sjer
orð fyrir rjeltdæmi um pólitíska
andstæðinga og aðra þá, sem
blaðinu er I nöp við. Það er
þrí lítil von til þess fyrir blaðið,
að þjóðio fáist til þess að trúa
þvi, að það riti af sanngirni og
rjettsýni um dómara, sem er
nýbúinn að dæma það í 25
þús. kr. skaðabætur.
Tíminn hefir ekki reynt með
einu orði að rökstgðja dylgj-
ur sínar um að dómurinn
væri hlutdrægur. Eða heldur
blaðið að það sje frambærileg
rök fyrir slíkri ásökun — að
minna á að dómarinn sje í-
haldsmaður?
Hvað yrði þá um alla dómana
sem t. d. Trgggoi Pórhallsson
og Jónas frá Hrifla kveða upp
yfir stjórnibni og íhaldinu?
Vill Timinn viðurkenna að
þeir hljóti allir að vera rang-
látir — vegna þess að dómar-
arnir sjeu Framsóknarmenn?
Auðvitað eru dómar þeirra
um stjórnina yfirleilt ranglátir.
En hvort fyndist mönnum t. d.
Vörður geta látið sjer nægja að
sanna það raeð þvi einu, að þeir
Tr. Þ. og J. J. væru stjórnar-
andstæðingar?
JLioítfaviÖ „TVorge".
sem Amundsen ætlar að fljúga í til Norðurpólsins í þessum mánuði, er smíðað í Italíu og var áð-
ur ríkiseign og notuð í þjónustu hersins. Massolini afhenti sjálfur Amundsen loftfarið hátíðlega og
árnaði honum heilla á norðurförinni.
Myndin er tekin í Palham, rjett hjá London, þar sem »Norge« kom við á leiðinni til Oslo.
Þaðan tók það krók á leið sína til Leningrad, en flaug í gær áleiöis til Spitsbergen. Er Amund-
sen þangað kominn sjóleiðis, til þess að undirbúa förina til Pólsins.
Lieikhúsið
»í*rettá.nd»li völd«.
Um sömu mundir og nokkrir
víðsýnir þingmenn eru að reyna
að efla þjóðleikhússjóðinn, fækka
með þvi árunum, sem isl. þjóðin
verður að bíða eftir þessu vænt-
anlega óskabarni sinu, þá skeð-
ur sá merkilegi atburður í sögu
ísl. leiklistar, að fyrsta skiptið
er leikið bjer leikrit eftir heims-
meistarann Shakespeare, — gleði-
leikurinn »Þrettándakvöld«. Og
þrátt fyrir þau húsakynni, sem
leikfjel. á við að búa, og ekki
eru 'ísl. leiklist samboðin, og
þrátt fyrir það hve mikla fjöl-
breytni og fegurð leikrit þetta
útheimtir á leiksviði, verða á-
horfendur þess lítt varir að
nokkru sje ábótavant.
Leiktjöld og búningar er
hvorutveggja skrautlegt, og með-
ferð leiksias öll leiðbeinandan-
um, hr. Iodriða Waage til mik-
ils sóma.
Léikur þessi er að mörgu
leyti óvenjulegur fyrir okkur
Reykvíkinga, og ekki ólíklegt,
að mörgnm finnist að ýmislegt
í honum heíði mátt vera á ann-
an veg. En sem heild, getur
engum dulist, að skemtilegri og
gáskafyllri leikur heíir ekki sjest
hjer.
»Prettándakvöld« er sjónleik-
ur blekkinga. Gáfaðasta persón-
an í leiknum tekur á sig fífls-
gerfi, og innan friðhelgi þess
sýnir það mönnunum vankant-
ana á þeirra innri manni.
Oiivia, greifafrú, fær ást á
konu er tekið hefir á sig karl-
mannsgerfi, og sú sama kona
blekkir hertogann af Illyriu,
Andrjes Bleiknefur, ímynd ó-
menskunnar, hefir ekki snefil
af sjálfsþekkingu og nýtur lífs-
ins fyrir það. Og innan um
alla þá, er þannig vaða í villu,
reikar hinn hátiðlegi, sjálfs-
elskufulli, ærukæri vesalingur,
Malvolio. En inn í leikritið er
svo vafið fögru ástaræfintýri
þeirrar af kvenpersónum Shakes-
peare's, í karlmannsgerfi, er
talin hefir verið fegurst, Violu
»hirðsveins« hertogans. Hún
gengur þau þungu spor, að
biðja þeim manni konu. er hún
elskar. En hún sveipar dásam-
legri gleðiblæju yfir alvöru sína
og flytur erindi húsbónda sins
falslaust.
Meðfefð flestra leikenda á
hlutverkum sfnum er piýðileg,
en nokkuð skemmir það heild-
arsvipinn, að valið í sum hlut-
verkin er ekki sem ókjósanleg-
ast; eru það hlutverk Sebast-
ians, Fabians og Oliviu. Pó að
ungfrú Emilía leiki hlutverksitt
(Oliviu) vel, þá er það ekki við
hennar hæfi.
Mesta athygli vekja þeir
Bryn. Jóhannesson (Andres
' Bleiknefur) og Indriði Waage
(Malvolio) fyrir frumlegan og
oft snjallan leik. Er sýnilegt
hvert hæfileikar þeirra stefna,
og að þar eru á ferðinni ungir
leikendur, sem leggja mikla al-
úð við starf sitt. Munu Reyk-
víkingar tæplega hafa sjeð
mannleysuna í átakanlegri
mynd, en Brynjólfur sýnir hana.
Fiflið er eitt vandasamasta
hlutverkið, útheimtar fjölbreytta
ieikarahæfileika. Ágúst Kvaran
leikuf það, ög tekst Oftast
prýðilega.
Violu, meyjuna í karlmanns-
gerfi, leikur frú Soffía Kvaran,
og er leikur hennar mjög glæsi-
legur, einkum er hún flytur
mál hertogans.
Þessi leiksýning er merkisvið-
burður, og vonandi taka Reyk-
vikingar henni ekki ver en öðr-
um leiksýningum fjelagsins á
þessum vetri. Til þess bendir
líka aðsókniu þau kvöld, er
leikið hefir verið.
A. G. P.
Dánarfregn. Pjetur Gunnlangsson
bÓDdi í Álfatröðum f Dalasýslu
ljest hjer á Landakotsspitalan-
um 24. þ. m. eftir uppskurð við
krabbameini. Var hann í tölu
bestu bænda fyrir sakir greind-
ar og mannkosta. Hann var
bróðir ungfrú Katrínar Gunn-
laugsdóttur.
= ¦ Halldór Kiljan Laxness kom til
bæjarins með »Gullfossi« siðast.
Hefir hann dvalið tæpt ár ytra
og lokið nýrri skáldsögu, »Vef-
aranum mikla frá Kasmír«. í
fyrra sumar dvaldi hann á íta-
líu, í vetur i Luxemburg, en
kemur nú frá London.
Nýja strandvarnarskipinu var
hleypt á flot í Khöfn 24. f. m.
Var það skírt Óúinn. Er það
væntanlegt hingað í þessum
mánuði.