Vörður


Vörður - 12.06.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 12.06.1926, Blaðsíða 2
2 V Ö R Ð U R ♦OOOOOOOOOOOOOOOOO00000» 8 VÖRÐUR kemur út ~ á laugardögum Ritstjórinn: Kristján Albertson Túngötu 18. Simi: * 1961. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis, Sími 1432. V e r ð : 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlf. X ° ♦0000000000000000000000» Þjóðabandalagið. Talið er að Spánn og Brasilía muni ekki ætla að beita sjer gegn því frek- ar, að Þjóðverjar fái fastan full- trúa í ráði Þjóðabandalagsins. Jafnframt leikur orð á því, að Brasilía muni segja sig úr bandalaginu, og hefur það kom- ið af stað umræðum vestan hafs urn stofnun nýs þjóð- bandalags fyrir öll ríki í Ameríku. Danir og Þjóðverjar hafa gert með sjer sainning um gerðar- dómstól í deiluefnum er upp kunna að koma milli þjóðanna. Bretar og Tyrkir hafa með samningi bundið enda á deiluna um yfirráðin í Mosul. Ameríka. Þingið í Washing- ton hefur samþykt fjárveitingu til þess að bygðar verði 1800 flugvjelar handa hernum á næstu 5 árum. Sigvalda Kaldalóns lækni og tónskáldi hefur verið veitt Flat- eyjarhjerað og flytur hann vest- ur þangað 15. þ. m. Vinir hans hjeldu honum kveðjusamsæti á Skjaldhreið í fyrrakvöld. Sigurjón Jónsson alþm. hef- ur verið skipaður bankastjóri á útbúi Landsbankans á Isafirði. Niðurlag. Verklegar framkvæmdir. Eitt af því, sem Framsóknar- málgögnin hafa tönlast mjög á, er það, að íhaldsflokkurinn sje fjandsamlegur öllum verklegum framkvæmdum. Hann skeyti ekki um annað en að verna hag sinn og sinna, vilja litla skatta o. s. frv. Það er því rjett að láta ' staðreyndirnar tala og vita hvort þær staðfesta þetta eða ósanna. Um skattana er þess þá fyrst að geta, sem reyndar hefur áð- ur verið vikið að, að enginn flokkur hefur verið harðari um skattaálögur en hann, en það var gert í þeini lofsamlega til- gangi að greiða skuldir ríkis- sjóðs. Á þinginu 1924 fylgdu Framsóknarmenn þessum skatta- álögum, en gugnuðu strax á eft- ir, er þeir urðu þess varir, að ýmsum þótti fulllangt gengið, sjerstaklega um verðtollinn. Eins og vant er heyktust þeir eins og deigur nagli á þeirri sameiginlegu fyrirætlun þingsins 1924, að losna sem fyrst úr skuldunum. Kom þetta best fram í því, að í tillögum þeim, sem Miðstjórn Framsóknarflokksins sendi út til þingmálafunda um áramótin 1924 og 1925 var lagt til, að verðtollurinn yrði afnum- inn að mestu aða öllu leyti. Hefði að þessu ráði verið horf- ið, sætum vér enn í skuldasúp- unni upp fyrir höfuð. Þetla er nægiiegt til þess að sýna, að íhaldsmenn tíma að krefja skatta og eru ekki sjer- lega hlífnir í þeim efnum, þegar nauðsyn krefur. En hitt er satt, að þeir vilja ekki að óþörfu í- þyngja landsmönnum og þess- vegna gengust þeir fyrir því á síðasta þingi, að létta af ýmsum sköttum. Ástæðan til þess, að íhalds- flokknum var það hið mesta kappsmál að greiða sem mest af skuldum ríkissjóðs á sem skemstum tíma, var einkum sú, að flokkurinn sá, að meðan skuldasúpan var gífurleg, hlaut svo mikið að fara til greiðslna afborgana og vaxta að ekkert gæti orðið afgangs til verklegra framkvæmda í land- inu. Greiðsla skuldanna og hinir háu skattar var því nauðsynlegur áfangi að hinu þráða marki verklegra fram- kvæmda. Það stendur íhalds- flokknum mjög Ijóst fyrir sjón- um, að verklegar framkvæmdir má engin þjóð leggja á hylluna nema um skannna stund. Eins og fyr er vikið að, voru hinar ósamningsbundu skuldir greiddar að fullu i árslok 1925, um það leyli sem frv. til fjár- laga fyrir árið 1927 var undir- búið. Það gat því eftir stefnu flokksins þá fyrst komið til mála, að leggja verulegt fé í verklegar framkvæmdir. Og frv. þetta og fjárl. 1927 bera þessar- ar stcfnu greinileg inerki og til þess að sýna fram á þetta nægir að benda á, að í fjárl. 1927 er ætlað til verklegra frain- kvæmda: 1. Til vegamála . . 2. „ nýt-ra simal. 3. „ brúagerða . . 4. „ vitabygginga kr. 697620,00 „ 319400,00 „ 224000,00 „ 170000,00 1411020,00 Auk þess má nefna, að á yf- irstandandi ári er lagt fram fje til kaupa á strandvarnaskipi. Því 350 þús. kr. til kæliskips. Því nær alt þetta er gert að undir- lagi og með samþykki íhalds- flokksins og sýnir ^reinilega, að það er fjarri öllum sanni að halda því fram, að hann skeyti Kvemskóliim í Reykjavik. Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eiginhandar umsókn í umboði foreldra eða forráðamanns. í umsókninni skal tekið fram fult nafn, aldur og heimilisfang umsækjanda og foreldra. Umsóknum nýrra námsmeyja fylgi bólu- vottorð, og kunnáttu-vottorð frá keunara eða fræðslunefiid. Stúlkur þær, er ætla að sækja um heimavist, tilkynni það um leið og þær sækja úm skólann. Upptökushilyrði í T. bekk eru þessi: 1. að umsækjandi sje fullra 14 ára og hafi góða kunnattu í þeim greinum, sem heimtaðar eru samkvæmt lögum um fræðslu barna; 2. að um- sækjandi sje ekki haldin af neinum næmum kvilla, sem geti orðið skaðvænn hinum námsmeyjunum; 3. að siðferði umsækjanda sje óspilt. — Skólaárið byrjar 1. október. Hússtjórnardeild skólans byrjar einnig 1. október. Náms- skeiðin eru tvö; hið fyrra frá 1. október til febrúarloka, en hið síðarn frá 1. mars til júníloka. Umsóknarfrestur er til jólíloka; en það skal tekið fram, að stúlkur þær, sem voru f skólanum síðastliðinn vetur og ætla að halda átram námi i skólanum, ættn að gefa sig fram sem fyrst, vegna fjölda nýrra umsókna, sem skólanum hafa þegar bor- ist. — Öllum umsóknum verður svarað með pósti í ágústmánuði. Reykjavík, 4. júní 1926. Ingibjörg; H. ltjarnason. ekki um verklegar framkvæmd- ir. • Það er aftur á móti rjett, að flokkurinn vill, hvorki í þessu efni nje öðrum, rasa um ráð fram. I þessu sambandi má og benda á akveginn milli Norður- lands og Suðurlands, sem flokk- urinn hefur beitt sér fyrir á- samt hafnarbótum í Borgar- nesi, sein eru nauðsynlegur Jið- ur í hættum samgöngum milli Norðurlands og Suðurlands. Hið franiantalda nægir fyllilega til þess að sýna hversu fjarri sanni það er, að íhalds- flokkurinn sje flokkur kyrstöðu og athafnaleysis. Enginn flokk- ur hefur sýnt betri skilning á þessum málum. Aldrei í sögu íslands hefur verið ætlað eins mikið gje lil framkvæmda hjer á landi og árið 1927, og það er fyrir framkvæmdir og athafn- ir Ihaldsflokksins. Og þegar staðreyndirnar tala svo skýru máli, inun geypan Tímamanna í gangstæða átt ekki villa mönn- urn sýn, hversu oft sem hún er endurtekin. Landkjörið. Þó að margt meira inætti telja til gildis starfsemi íhaldsflokks- ins á undanförnum 2 áruin, þá verður þó hjer staðar numið að sinni. En af því, sem hjer hefur verið sagt, er það deginum ljós- ara, að þessi flokkur hefur af- kastað meiru en dærni eru til áður á jafnskömmum líma. Þessi flokkur getur því gengið óskelfdur til kosninga, hvort sem landskjör er eða almennar kosningar. Flokkur sem á 2 ár- um hefur framkvæmt alt það, sem gert hefur verið að um- talsefni í greinuin þessuin, á vísa hylli kjósenda bæði til sjávar og sveita. Hvorirtveggja hafa fengið sannanir fyrir því, að af flokkunum er íhaldsflokk- num einum það ljóst, að ef þjóð vor á að liera giftu til framfara SamviDDan- og stjórnmálaflolíkarLir 1 Sviss eftir l)r. Óskar Schár, þingmann og varaformann í fram- kvæmdastjórn neytendafélaganna svissnesku. Eins og kunnugt er, er Sviss skift í 25 kantúnur, sem hver um sig hefur allmikla sjálf- stjórn, og má heita að pólitískir flokkar á sambandsþingi þeirra skiftist í 25 smáflokka eftir einskonar hreppapólitík, og verð- ur alls eigi talið að gömlu flokkarnir: róttæki eða radikal- demókradiski flokkurinn og kaþólski íháldsflokkurinn séu heilsteyptir eða hafi nokkra þá stefnuskrá, er gilt geti fyrir alt landið. Einu undantekningarnar frá þessari reglu eru yngri flokkarnir þ. e. socíal-demo- kratiski fldkkurinn og kristilegi socíalistaflokkurinn, sem þó, enn sem komið er, er hluti af kaþólska íhaldsflokknum. Gagn- vart samvinnunni hafa stefnu- skrár tveggja flokkanna á- kveðna afstöðu, sem sé sócial- demokratiskiflokkurinn og kristi legi socíalistaflokkurinn auk demokratiskaflokksins í Aust- ur-Sviss, en hann er enganveginn stór. Allar þrjár stefnuskrárnar beinast að því, að styðja og efla samvinnuna, en tvær þær fyr- nefndu hafa kaupfjelagshreyf- inguna fyrir aúgum, einnig býst demokratiskiflokkurinn til að efla samvinnufjelagsskap með öðrum stjettum þjóðarinnar. Nýlega hefur verið stofnaður bændaflokkur, er skoðar.eflingu búnaðarsamvinnu aðalhlutverk sitt. Sosíal-demokratiskiflokkur- inn hefur á sinni stefnuskrá — að minsta kosti til skaipms tíma — ekki stofnun sérstakra verkámannakaupfjelaga, heldur alhliða samvinnufjelaga, sem hyggjast á hlutleysis grundvelli (but the organisation of all em- bracing cooperative societies baced on neutrality). (The Peoples Year Book, 1922, bls.209). Samvinnan á þingi. Hversu margir starfandi sam- vipnumenn hafi verið kosnir til þingsins, er spurning, sem ekki er hægt að svara nákvæmlega, sökum þess, að það er ekki kunnugt um hvern einstakan þingmann, hvort hann hefir þegar starfað að samvinnumál- um eða er samvinnufélagsmað- ur. En þegar litið er á hinn geysilega fjölda samv.fjelaga og hin margvíslegu verksvið þeirra, má telja það áreiðanlegt, að sjerhver Svisslendingur sje fje- Iagsmaður í ininst einu samv.- fjelagi, þótt það hinsvegar þurfi ekki að vera sönnun þess, að hann sje samv.maður, eða starfi að útbreiðslu málefnisins. Ann- ars má um leið geta þess, að til eru þau samvinnuf jelög, sem hafa fyrir framkvæmdastjóra menn, sem eru eindregnir auð- valdssinnar (whosé interest are purely capitalistic). (The People’s Year Book 1922, bls.211). Þjóðaratkvæði. Þingnefnd af sama tagi og samvinnumenn hafa i Englandi, er ekki til í Sviss, en þegar þess gerist þörf, að gæta hagsmuna samvinnunnar gegn frumvörp- um, er koma fyrir þingið, er æ- tið reynt til þess að vekja áhuga þeirra þingmanna, sem eru sam- vinnunni hliðhollir. Auk þess er það, um afgreiðslu mála í þing- inu, að þvi er til frumvarpa kemur, að hún er ekki eins mik- ilvæg í Sviss og í Englandi, þar sem i Sviss má leggja öll lög und- ir þjóðaratkvæði (Referendum) þ. e. a. s. atkvæði allra kjósenda, því er það, að samvinnufjelögin pieð hinum mikla fjelagsmanna- fjölda og með öflugum blöðum sínum, sem koma inn á 300,000 heimili, hafa það á valdi sínu, ef þörf gerist, að heimta þjóðarat- kvæði og koma því í kring. (Tlie People’s Year Book 1922, l>ls.214). Samband neytenda svisnesku fjelaganna. Samband neytendafjelaganna í Sviss starfar samkvæmt þeirri meginreglu, að samvinnuhreyf- ing neytendafjelaganna sé iangt fyrir ofan alt það, sem veldur pólitískri sungrungu og þurfi alls ekki stuðnings pólitískra flokka (and that it does not need the support of the political parties), og sökum þessarar heil- hrigðu skoðunar mun sambandið dafna og þroskast, hvort sem stjórnmálaflokkarnir eru því hlyntir eða fjandsamlegir. (Thc People’s Year Book 1922, bls.214). SíjórDDiáliD og ssmviDnan eftir Charles Gide, prófessor i saravinnufræðum við Parisarliáskóla. Hann segir meðal annars: „Afskiflaleysisástæðan í sam- vinnustarfi voru er sú, að „landssamband“ fjelaga vorra hefir gert sjer það að reglu, að halda sjer algerlega utan við stjórmnálaflokkana, (to remain absolutely outside of political parties) og þess vegna hefir það á engan hátt reynt að hafa und- irbúning til kosninga eða til þess að hafa þingmannsefni á boð- stólum. Að vísu er það satt, að sumir menn í miðstjórn Sambandsins (fjórir alls að meðtöldum einum aðalritara og einum af stjórn- endum stórsölunnar) voru þing- mannaefni við síðustu almennu kosningarnar, en þeir voru það í eigin nafni á lista eins flokks- ins, en ekki með stjórnarlegu leyfi (ekki einu sinni óbeinlínis) „Saiuvinnusambandsins". Auk þess náði enginn þeirra kosn- ingu. En myndi það nú leiða af þessu, að vjQr höfum álilið stjórnmála og löggjafarstörf þýðingarlaus, um þróun sam- vinnunnar? Nei, alls ekki. Oss er það fullljóst, að til eru mörg lög, sem.eru gagnleg neytandafjelög- um og önnur, sem eru þeim skaðleg. En vér lítum svo á að hálf tylft fjelagsháðra þing- manna geti ekki haft nein áhrif vor á að liera giftu til framfara

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.