Vörður


Vörður - 12.06.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 12.06.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Heildsala. V.] B. ] L Smásala. Verslunin hefir nú fyrirliggjandi mikið úrval af fjölbreyttum og vönduðum, mjög ódýrum V eínaðarvörum JPappír* og ritföngfixnr allsk. Leður og skinn og flest tilheyrandi skó- og söðlasmiði. Conklíns lindarpenrmr og 'Víli- ing' blýantar. — Saumavjelar handsnúnar og stígnar. "Vegnalihagstæðra innkaupa og verðloljs- lækkunar eru vörurnar mjög lágt verðlagðar. Pantanir afgreiddar um alt Iand gegn póstkröfu J3estu sherry og port- víri eru frá firmariu GONZÁLEZ BYASS & Co. Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um þau. Veggfóðurverslun Sv. Jónsson <fc Co. Kirkjustræti 8 B., Rvík. hefir ávalt miklar birgðir af þvigbesta og íalleg-asta vegg- fóöri, sem til landsins flyst. Sömuleiðis fjips-Ioftlisia og gflps-loftrósir. Einnig pappír á striga, og svo þennan sjer- staka veggpappa (panelpappa), sem nothæfur er á veggi, og sem verður 4—5 sinnum ódýrari, en strigi og pappír, þegar hann er á kominn, og'alveg eins göður. Kaupið að eins Kon- ungfa Pram- leiðsla bestu Golden Guineadrykk' vín- hjeraða Frakk- lands. Golden Guinea er fram- borið Gólden Ginní. Reynið og sannfærist. að halda því fram, að það sem hjer hefur sagt verið um lands- kjörsfx-ambjóðendurna væri út- úrdúr frá efninu: „Hvað hefur íhaldsflokkurinn gert?“, að eitt eitt af því góða, sem flokkurinn hefur gert, er að velja svo vel menn á landskjörslista sinn, sem gert hefur verið og á það ekki einungis við um efstu mennina heldur alla, sem á list- anum eru. Ihaldsflokkurinn hefur einnig við þetta tækifæri sýnt yfirburði sína. Spectator. Konungur vor og drotning koma hingað í dag kl. 9 árdegis. Fer forsætisráðherra strax um borð. Klukkan 11 ganga konung- ur og drotningíland.ásamt fylgd- arliði sínu. Tekur borgarstjóri á móti þeim ásamt ýmsum embætt- ismönnum. Klukkan 7 um kvöldið verður konungshjónunum og fylgdar- liði þeirra haldið samsæti á Hótel fsland. Á morgun klukkan 10 f. há- degi gengur konungur í.kirkju. Kl. 12% verður ekið af stað til Þingvalla. Verður landsstjórnin þar í fylgd með konungi, kon- ungsritari o. fl. o. fl. Lands- stjórnin heldur þar miðdegis- yerð fyrir konung kl. 5. Verður oíðan ekið heím.. ; Á mánudaginn verður ekið á stað til ÖIfusárbrúarkl.9.Verður síðan ekið austur um Flóa til Þjórsárbrúar og til baka aftur að Tryggvaskála kl. 4. Að af- loknum miðdegisverði þar verð- ur ekið til Reykjavíkur. Á þriðjudaginn verður ríkis- ráðsfundur uppi í Alþingishúsi kj. 9 að morgni. Kl. 11 Ieggur drotningin hornsteininn undir Landsspítalann. Kl. 7 um kvöld- ið hefir konungur boð hjá sjer um borð í skipi sínu. Lagt verð- ur af stað hjeðan að morgni þess 16. Engin viðkoma á ísafirði. Til Akureyrar er búist við að komið verði kl. 2—3 á föstu- dag þ. 18. Gengúr konungs- fylgdin þar í land stutta stund þann dag. Laugardaginn þann 19. verður farið inn i Eyjafjörð að Krist- nesi og Grund. Boð hjá Konungi í skipi hans kl. 7 um kvöldið. Sunnudaginn þ. 20. verður farið austur í Vaglaskóg, ef veð- ur léyfir, til baka aftur sam- dægurs, og frá Akureyri þá um kvöldið. Komið verður til Seyðisfjarð- ar að kvöldi þess 21. Fer kon- uiigur og fylgdarlið hans þar í land þ. 22. Konungur og drotning búa í húsi forsætisráðherrans meðan þau dvelja hjer í bænum. Rjörgólfur Ólafsson læknir er koininn hingað til bæjarins á- samt fjölskyldu sinni og mun hann ætla að setjast hjer að. Hef- ur hann undanfarið verið hafn- arlæknir í Singapore. Hervamarráðherra Dana kemur til íslands í sumar. Samkvæmt fregn í »Politiken« leggnr Rasmassen, hervarnarráð- herrann danski, af stað í leið- angur til Færeyja, Islands og Jan Mayen, 1. júli í sumar. Fer Fylla með hann og þá, sem með honum verða, svo sem Rechnitzer aðmirál, Förlund pró- fessor, Zahle, fyrv. forsætisráð- herra. og Piirschcl þingmann. Á Færeyjum ætlar ráðherrann að kynna sjer vitamálin, á íslandi landhelgisgæsluna, og á Jan Mayen ætlar hann að rannsaka skilyrði fyrir uppsetningu á jarðskjálftamælingastöð. Tímaritið „Iðunn“ hefur verið seld nýju fjelagi og verða þeir ritxtjórar síra Eirikur Alberts- son á Hesti og Árni Hallgríms- son. Hefir hinn síðarnefndi stundað nám á lýðháskólanum í Voss og lengi dvalið í Noregi. Kosningafundir. Efstu menn- irnir á landkjörslistunum hafa verið á ferðalagi út um land til fundarhalda. Þeir Jón Þorláks- son, Magnús Kristjánsson og Sigurður Eggcrz hjeldu fundi saman á Norðurlandi. Hinn fyrsti stóð á Sauðárkrók og hafði verið boðaður um allan Skagafjörð, enda varð hann mjög fjölmennur. Fór þar sein við var að búast, að fjármála- ráðherra bar af öðrum ræðu- niönnum en M. Kr. þótti dauf- ur og tilkomulítill. Enn hjeldu þeir fundi á Siglufirði og Akur- eyri. Vildi M. Kr. á Akureyrar- fundinum afneita öllu vinfengi milli Framsóknar og Sig. Eggerz. En S. E. svaraði því svo, að það vissu bæði M. Kr. og aðr- ir flokksbræður hans, að ef S. E. yrði kosinn og flokkaskipun í þinginu yrði þannig, að stjórn- arskifti stæðu fyrir dyruni, þá myndi Framsókn koma til hans og liiðja hann „krjúpandi á knjánum" að mynda stjórn. Var svo á S. E. að heyra, sem hann myndi ekki ófáanlgur til þess, ef nógu auðmjúklega væri beðið. Fjármálaráðherra hjelt fund í Vestmannaeyjum á heimleið. Var fundurinn eindregið fylgj- andi íhaldsflokknum. Auk J. Þ. töluðu þeir Jóhann Jósefsson al- þm. og Sig. Sigurðsson skáld, en enginn hreyfði andmælum gegn ræðum ráðherrans. -— Hinn 19. þ. m. verður fundur við Ölfusár- brú og hinn 20. þ. m. að Stór- ólfshvoli. Hljómleikasveitin þýska hef- ur nú haldið 8 hljómleika við mikla aðsókn. — Á kirkjuhljóm- leiknum á sunnudaginn var ljek sveitin mimodrama og sorgar- hljómleik Jóns Lcifs við „Galdra Loft“ Jóhanns Sigurjónssonar. — Móttökunefnd bauð sveit- inni til Þingvalla á þriðjudaginn var en í gær hauð bærinn henni að ölfusárbrú. Báða daga var veður ágætt og Ijetu gestirn- ir hið hesta yfir ferðunum. Mbl. hefur haft tal af formanni hljómsveitarinnar hr. Rieck- mann og J jet hann svo ummælt að áliugi Reykvíkinga á tónlist færi langt fram úr því sem hann hefði gert sjer vonir um, og að auðfundið væri, að fólk hjer hefði djúpa og óspilta til- finningu fyrir hljómlist. Dánarfregn. Sigurður Lýðs- son cand. jur. andaðist í Vest- mannaeyjum 3. þ. m. eftir stutta legu. Togaraflotinn í Reykjavík er nú hættur veiðum í bili sökum aflaleysis og lágs verðs á fiski. Útflutningur ísl. afurða hef- ur numið 1.924. 250 kr. í maí- mánuði, en samtals á því sem af ér ársins 14.852.060 kr. Fimm fyrstu mánuði ársins í fyrra nam liann 21.080.340 kr. Grasvö^tur hjer í nærsveitun- um er með betra móti. Hjer í Reykjavík er þegar byrjað að; slá túnbletti. Gj alddagi VARÐAR er 1. júlí. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.