Vörður


Vörður - 03.07.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 03.07.1926, Blaðsíða 2
V Ö R Ð U R rita í næsta blað um saknæmi hennar. En áður yil jeg spyrja þess, hvort ekkert blað á landinu hafi neitt að athuga við kaupmála L. Jóh. og jafnaðarmanna? Hvers vegna þegir Timinn? . Hvers vegna þegir Vísir? Og hvers vegna þegir Morgun- blaðið? K A Jón Magnússon. Jarðarför Jóns Magnússonar fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Samkvæmt ósk hins látna voru engar ræður fluttar yfir líki hans. Við hús- kveðjuna las síra Bjarni Jóns- son bæn. Síðan var kistan borin í dómkirkjuna og las síra Bjarni þar aftur bæn, en kór söng fyrir og eftir. Hins látna forsætisráðherra hefur verið minst með virðingu og ástúð bæði í dönskum og ís- lenskum blöðum. Dönsk blöð hafa m. a. flutt hlýleg og lofsam- leg umniæli um hann eftir Stauning försætisráðherra og I. C. Christensen fyrv. forsætisráð- herra, ennfremur eftir Islending- ana .dr. Sigfús Blöndal bóka- vörð og dr. Valtýr Guðmundsson prófessor. Af því, sem ritað hefur verið um Jón Magnússon látinn í ís- lensk blöð, þykir Verði sjer- stök ástæða til þess að birta kafla úr minningargreinum Þor- steins Gíslasonar í Lögrjettu 30. f. m. og Indriða Einarssonar í Vísi í gær. Þ. G. hefur einn ís- lenskra blaðamanna, þeirra er nú eru á lifi, haft mikil kynni af J. M. um langt skeið og I. Ei. hefur átt mikla samvinnu við hann og haft náin kynni af hon- um meðan þeir báðir gengdu embættisstörfum í stjórnarráð- inu. Þorsteinn Gíslason skrifar (er hann hefur rakið æfi J. M. fram yfir aldamót og minnst á þing- mensku hans á fyrri stjórnarár- um Hannesar Hafsteins): „Á þeim árum óx vegur Jóns Magnússonar mjög mikið á Al- þingi, og einskis manns ráð og tillögur mun H. Hafstein hafa meira metið en hans ráð og hans tillögur. í öllum hinum meiri og vandasamari málum, sem Al- þingi vann að á þeim árum, átti Jón Magnússon mikinn þátt og góðan, og fór álit hans sívax- andi, bæði meðal samherja hans og andstæðinga í stjórnmálum. Hann ávann sjer með framkomu sinni allra traust, enda þótt hann væri einbeittur flokksmaður. Hann var einn þeirra þing- manna, sem sæti áttu frá ís- lands hálfu í sambandslaga- hefndinni veturinn 1907—08, og eftir það var lausn sambands- málsdeilunnar mesta áhugamál hans. I ársbyrjun 1909 varð Jón Magnússon bæjarfógeti í Reykja- vík, og hefur hann tvímælalaust verið einn af Iærðustu lögfræð- ingum og bestu dómurum þessa lands á sinni tíð. Þessu embætti gegndi hann til þess er hann varð forsætisráðherra í ársbyrj- un 1917. Hann tók við stjórnartaumun- um á örðugum tímum, þegar vandræðin, sem stöfuðu af sam- gönguhindrunum heimsstyrjald- arinnar og margskonar ófriðar- ráðstöfunum, surfu sem fastast að. Var þá fyrst myndað hjer samsteypuráðuneyti, að dæmi annara þjóða, til þess að allir aðalflokkar þingsins ættu ítök í stjórninni og bæru ábyrgð á henni, og átti með því að hindra, að flokkadeilur heima fyrir yrðu til þess að auka vandræðin út á við. Þótti flestum svó sem Jón Magnússon væri þarna sjálfkjör- inn til forgöngu, og varð hann fyrsti forsætisráðherra Islands, enda tók hann sæti í stjórninni sem fulltrúi stærsta þingflokks- ins, en það var Heimastjórnar- Loftskeyti o£ útvarp. Eflir Guðmund Jónmundsson. Óhætt er að fullyrða, að hin svonefnda „þráðlausa firðritun" hafi á síðustu árum tekið lang mestum framförum af öllum greinum rafmagnsfræðinnar. Loftskeytafræðinni hefur verið tekið með tveim höndum, og fjöldi gáfaðra vísindamanna hefur helgað henni krafta sína, og hún þvi aukist og endurbæst hröðum skrefum. Mörgum leikmanni þykir loft- skeytafræðin býsna torskilin, finst það ganga göldrum næst, að hægt skuli vera að senda loft- skeyti mörg hundruð mílna vegalengd með fremur óálitleg- um áhöldum.. En í rauninni minnir hin „þráðlausa firðrit- un" langtum meira á aðferðir vor mannanna til þess að láta hug okkar í Ijós, en t. d. símrit- unin. Hvort heldur maður tjáir hugsanir sínar með orðum eða hreyfingurn, þá er það einskon- ar „þráðlaus firðritun", sem þar á sjer stað, þegar hljóð- eða ljósöldurnar i loftinu bera hræringar hugans manna á milli. I þráðlausri firðritun koma loft- sveiflur eða loftöldur, í stað ljós- og hljóðsveiflanna, og eru þær í sjálfu sjer svipaðs eðlis og Ijóssveiflurnar, þótt þær ber- ist miljón sinnum hægar. Upphaf loftskeytafræðinnar. Talið er að loftskeytafræðin hef jist með Þjóðverjanum Hertz. Byrjaði hann loftskeytastöð til reynslu (um 1880), og gerði margar mikilsverðar rannsókn- ir. En ekki var þeim neinn veru- legur gaumur gefinn, enda ekki talið þá að þær myndi koma að neinu gagni. Það er fyrst um flokkurinn. Sigurður Jónsson frá Ystafelli varð fulltrúi Fram- sóknarflokksins í stjórninni, en Björn Kristjánsson fyrst, og síð- ar Sigurður Eggerz fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Jón Mag- nússon var þarna rjettur maður á rjettum stað, og engin fjar- stæða er það, að efast um, að nokkur annar af stjórnmála- mönnum okkar hefði getað gengið þar í hans spor. Lægni hans og lipurð, yfirburða vits- munir hahs, semvitskusemi hans og sanngirni á allar hliðar, gerðu honum fært, að fara svo með æðstu völdin, að flokkarnir sættu sig við samsteypuráðu- neytið árum saman, og fyrir milligöngu hans náðist svo það mark, sem íslendingar- höfðu sett sjer í sjálfstæðismálinu. Sú úr- lausn, sem fjekst á sambands- málsdeilunni 1918, undir hans handleiðslu, gerir nafn hans ó- dauðlegt í stjórnmálasögu þessa lands. Saga þess máls á síðasta áfanganum er enn óskráð. Jón Magnússon ljet ekki blása i lúðra fyrir sjer út af þvi verki fremur en öðrum. Hann gerði ekkert til þess að miklast af því sjálfur. Hann ljet sjer nægja, að málið gekk fram. Um heiðurinn deildi hann við engan". „Hjer hefur nú aðeins stutt- lega verið litið yfir áfangana í stjórnmálaferli Jóns Magnús- sonar. Um starf hans að ein- stökum löggjafarmálum er ekki hægt að ræða að gagni í stuttri blaðagrein. Hann hefur átt s'æti í mörgum nefndum Alþingis og mörgum milliþinganefndum, sem lagt hafa grundvöll nýrra laga eða lagabreytinga á ýms- um sviðum, og hann hefur átt mikinn þátt í flestum eða öllum þeim málum, er á síðustu ára- tugum hafa komið fram og skyld eru sjálfstæðismálinu, svo sem stofnun lagaskólans og sið- ar háskólans, heimflutningi hæstarjettar o. s. frv. Eftir að hann tók við stjórnarformensk- unni hlaut áhrifa hans að gæta meira eða minna á öllum svið- um þjóðlifsins. Hann var kirkju- og kenslumálaráðherra jafn- framt því sem hann var forsæt- 1895—96, þegar Italinn Mar- coni, sem nú fyrir löngu er heimsfrægur maður, kemur til sögunnar, að farið var að veita þessum rannsóknum eftirtekt, og tala um hvernig mætti hag- nýta þær. Marconi hjelt rann- sóknum Hertz áfram, studdist við þær, endurbætti aðferðir hans og gerði ýmsar nýjar til- raunir. Síðan ferðaðist hann til Englands, þar sem hann bæði fjekk fje til framkvæmda og verkfræðislega hjálp. I mars 1899 sendi Marconi loftskeyti frá fyrstu stöð sinni yfir sundið milli Englands og Frakklands, (ca. 50 kílometra vegalengd). I janúar 1901 hefur hann margfaldað vegalengdina 6 sinnum. Sendi hann þá skeyti frá eyjunni Wight til Lizard í Cornwall, og 12. desember sama ár tókst að koma fyrsta skeyt- inu yfir Atlantshafið, frá Poldhu i Cormvall til Newfoundlands. Ekki gekk þetta altaf jafnvel, og varð Marconi oft fyrir miklum vonbrigðum. En samt tókst hon- isráðherra. Á kirkjumálasviðinu veit Lögr. ekki til þess, að hann fylgdi fram nokkrum nýmælum. En á kenslumálasviðinu átti hann mikinn þátt í öllum þeim nýmælum, sem þar koma fram efHr að hann tók að hafa af- skifti af almennum málum, setn- ingu fræðslulaganna, háskóla- stofnuninni o. s. frv. Á atvinnu- málasviðinu var hann í hópi þeirra manna, sem lengst gengu í breytingaáhuga, var með járn- brautarlagning, fossavirkjun, á- veitum í stórum stíl o. s. frv. Yfirleitt var hann frjálslyndur framfaramaður, jafnvel að sumu leyti ekki fjarlægur ýmsu í skoð- unum jafnaðarmanna, en þótti mjög kenna hjá þeim öfga á síð- ari árum. Menn verða að gæta þess, að eftir að hann tók við völdum hafði ófriðarástandið umturnað öllu, svo að megin- húgsun þeirra manna', sem um stjórnartaumana hjeldu, hlaut að snúast að því, að gæta þess, að þjóðfjelagið kollsigidi sig ekki í því umróti. Og þessi tími er ekki um garð genginn enn, er Jón Magnússon fellur frá. Öll framkoma hans á stjórnarárum hans verður að dæmast með fullu tilliti til hins óvenjulega ástands, sem þá var ríkjandi. FUndið var að ýmsum stjórn- arathöfnum Jóns Magnússonar og sumar þeirra voru hart dæmd- ar. Stundum var það gert ærið óvingjarnlega og oft ómaklega. En allir, sem með völd fara, yerða að venja sig við að láta slíkt ekki á sig fá um of. Það gerði Jón ekki heldur. Hann tók öllu slíku með mestu stillingu, vildi jafnvel ekki að ansað væri árásum á sig, ef honum fanst það eiga að liggja í augum uppi, að þar væri farið með fjarstæður. „Jeg minnist á það á þingi", sagði hann stundum, ef hann var spurður, hvort honum fyndist ekki rjett að einu eða öðru af slíku tægi væri andmælt, eða ummælin leiðrjettt. Og svo ljet hann þau flakka afskiftalaus. „Þeir eru altaf að tuggast á því, að jeg sje enginn skörungur", sagði hann einu sinni við ritstjóra þssa blaðs, er hann kom inn til um á næstu árum að koma á nokkurnveginn stöðugu sam- bandi milli Ameríku og Eng- lands, og fjölgaði þá loftskeyta- stöðvunum óðfluga um allan heim. Síðan hefur hver upp- fyndingamaðurinn eftir annan aukið og endurbætt loftskeyta- tækin, og hafa þær framfarir orðið svo hraðfara að furðulegt má heita. Útvarpið. Fyrir nokkrum áru hefði þótt osennilegt, ef einhver hefði sagt okkur, að bráðlega myndi verða hægt að fá sjer loftskeytaáhöld, sem heyra mætt'i í til íslands hljóðfæraslátt, söng og ræðu- höld frá nágrannalöndunum. En hvað hefur orðið? Um allan hinn mentaða heim eru nú komnar sterkar og voldugar útvarps- stöðvar, sem senda út mestan hluta dagsins fræðandi og skemt- andi efni. Þar sem þjettbýlt er í löndunum hafa þessar stöðvar getað selt skemtun þessa ódýrt mjög, svo að allur almenningur hans, og lagði um leið brosandi frá sjer blað, sem hann var að lesa. „En hvenær hef jeg sagst vera skörungur, og hvað ætla þeir með skörung að gera?" bætti hann við. — Þesa tals um vöntun á skörungsskap hjá Jóni Magnússyni verður enn vart í eftirmælagreinum um hann í blöðunum. En hver hef- ur verið atkvæðamesti maður- inn hjer á landi á síð.ustu árum? Hver hefur ráðið mestu, — hver verið ráðríkastur? Er það ekki einmitt þessi maður, sem mest er brugðið um vöntun á skör- ungsskap? Hann hefur nú end- að æfiskeið sitt svo, að hann hefur skotið öllum skörungum landsins aftur fyrir sig. Hann heí'ur ekki gert það með oflæt- isfullri framkomu, ekki með ofbeldi, ekki með því, að fá hlaðið á sig lofi, heldur með yf- irburða vitsmunum samfara fá- gætri samvitskusemi í öllum störfum og sanngirni á allar hliðar. Sanideikurinn er sá, að Jón Magnússon var maður fastur fyrir, kappsfullur, ef því var að skifta, og kjarkmaður miklu meiri en ýmsir þeir, sein mikið berast á. Honum var ekki ljett um mál. En samt var því svo varið, að í orðasennum á Alþingi fór hann aldrei halloka fyrir neinum. Starfsmaður var hann mikill og fljótur að skilja hvert mál, þótt hann færi sjer oft hægt, er hann skyldi láta uppi álit sitt á því. Öllum mönn- um, sem með honum unnu, var vel til hans, og yfirleitt var hann vinsæll maður og mikilsvirtur af almenningi, bæði nær og fjær". Indriði Einarsson skrifar: Sem sýslumaður í Vestmanna- eyjum ávann hann sjer brátt traust og vinsældir, og jurta- garður frú Þóru Jónsdóttur komst í blóma og trjárunnarnir hennar þroskuðust. Svo hefir á- valt verið síðan, hvenær, sem hún hefir haft nokkra ferhyrnings- faðma af mold til að rækta. Jón gat sýnt bæði hugrekki og harð- fylgi, ef þess þurfti, og mætti sýna það með lítilli smásögu úr Vestmannaeyjum, sem hjer er hefur getað fengið sér móttöku- tæki. Hér heima hafa hingað til til- tölulega fáir fengið sér útvarps- móttökutæki. Hefur það sum- part stafað af því, hve við erum langt frá næstu löndum, sem hafa fullkomnar útvarpsstöðvar og einnig vegna þess, að mót- tökutækin þurfa að vera nákvæm og sterk til þess að þau geti að staðaldri veitt samband við út- varpsstöðvar erlendis. En'nú er það fullreynt, að með góðu fjögra lampa móttökutæki, má hafa stöðugt samband frá út- löndum allan ársins hring. Þó geta lofttruflanir altafkomið til greina, en örsjaldan nema stutt- an tíma í einu. Það er óþarft að fjölyrða um hve nauðsynregt útvarpið er hjer á íslandi, þar sem svo strjálbygt er og samgöngur illar. Er auð- sætt hver þægindi eru að þvi fyr- ir fólk til sveita, að geta fengið allar nýjustu fregnir daglega, heyrt fræðandi fyrirlestra, söng og hljóðfæraslátt. Hjer hafa

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.