Vörður


Vörður - 18.09.1926, Page 4

Vörður - 18.09.1926, Page 4
.4 V Ö R Ð U R % Söðiasmíðabúðin S L E I P N I R. ^gætir erfiðisvagnar, ásamt vönduðum aktýgjum, ódýrara en áður. Hin margeftirspurðu handvagnahjól komin aftur. Reiðtýgi og alt tilheyrandi. Lækkað verð. Pantanir afgreiddar út um land. — Beislisstangir, ístöð keyrslumjel og reiðbeislamjel selst ódýrt í heildsölu og smásölu. Símnefni: „SLEIPNIR“. .Laugaveg 74. Sími 646. Gjalddagi „Varöar“ var 1. júlí og eru umboðsmenn blaðsins vinsamlega beðnir að minnast þess, og gera skil við fyrstu hentug- leika, einkum þeir, sem eigi hafa enn gert skil fyrir eldri árgöngum blaðsins. — Sömuleiðis eru einstakir kaupend- ur, sem eigi vita af neinum umboðsmanni í nánd við sig, vinsamlega beðnir að gera oss skil hið fyrsta, sjerstak- lega þeir, sem eiga ógreidda marga árganga. Nokkrir menn, sem hafa verið beðnir að annast inn- heimtu á andvirði blaðsins í sinni sveit, hafa enn eigi svarað brjefum vorum er þar að lúta, og er þess vænst, að þeir geri það hið allra fyrsta. Öllum fyrirspurnum, sem lúta að greiðslu eldri ár- ganga blaðsins er svarað viðstöðulaust. Sömuleiðis er bætt úr vanskilum og er æskilegt að menn tilkynni þau; einkum ef mikil brögð eru að. AFGREIÐSLAN. Bækur Einars Helgasonar: RÓSIR Leiðarvísir í ræktun inniblóma. 1.00 kr. BJARKIR Leiðarvísir í trjárækt og blómrækt, með myndum. 2.00 kr. HÆNSN ARÆKT Leiðbeiningar. 1.00 kr. F R E Y R .. Mánaðarrit um landbúnað, þjóðhagsfræði og verslun. Allir 22 árgangarnir. FYRIRLESTUR um heilbrigðismál og heilsufræðL Eftir Jónas Kristjánsson, læknir. Bókaversl. Guðm. Gamatíelssonar Reykjavík. gengnar og loks voru týndar upp tvær veigalitlar rckaspítur, sem engum hafði til hugar kom- ið að nota í reftið. Greinar af góðum stofni og bakaðar Sam- bandssól, sagði Tryggvi. Þar við sat. Nú hefur Tryggvi kynt mönnum „persónurnar". Að hans dómi eru þær „miklar per- sónur“. Önnur hefur farið um landið með skáldlegum hug- leiðingum um andlega sam- nautn og tóvinnu. Hin hefur um nokkur ár haft það starf með höndum, að segja já og amen við reikningum kaupfjelaganna. Hvorttveggja starfið er vinsælt og velsjeð i Vatikaninu. Frá sjónarmiði Tr. Þ. er val- ið skiljanlegt, þó það sje ekki að sama skapi mannúðlegt. Hann hefur borið sig illa undan því að þurfa að „beygja sig fyrir kröfum bændat* um að taka „reyndasta, duglegasta og hæf- asta manninn, sem völ var á“ efstan á lista Framsóknar við Jandskjörið í sumar. Nú átti ekki aftur að brenna sig á sama soð- inu. — Það er ekkert ilt um þessar „persónur" að segja. Það er yfirleitt svo sem ekkert um þær að segja. Þetta eru dálitlir bros- andi postulínsenglar, sem blása á litlu básununa sina Tímalofið, eftir því sem vindorkan leyfir. Það er ljótt að ota þessum sakleysingjum fram. Frá and- stæð ingunum verður ekki veg- ið að þeim. Og þeim verður ekki heldur fylgt vegna neinna afreka. Einu verðleikarnir eru það, að þeir hafa ekki unnið sjer tíl óhelgi. Kostalausir og gallalausir sem stjórnmálamenn. Það stenst víst á. Þetta er útkoman af vikna erfiði, heilabrotum og andvöku- nóttum. Fjöllin tóku jóðsótt — Það er oft sagt um óreynda menn að þeir sjeu óskrifuð blöð. „Persónur“ Tímans eru óskrifuð blöð. Blöðin geta verið nógu góð. En hvað verður skrifað á þau? Báðir flokkarnir, sem að þeim standa, þykjast víst hafa rjett til að letra á þau sín boð- orð. Sagt er að Jónas og Jón Bald. sjeu báðir búnir að ydda blýantana. Og það er jafnvel talið að Ólafur Friðriksson vilji fá að krota eitthvað á spássíurnar. Eftir því sem þess- um flokkum hefur farið á milli yrði áletranirnarnar á þessa leið: Öðrum megin Framsókn: Stýfing. Hinum megin Jafnaðarmenn: Gullgengi. Öðrum megin Framsókn: Kauplækkun. Hinum megin Jafnaðarmenn: Kauphækkun. Öðrum megin F’ramsókn: Einstaklingsrekstur. Hinum megin Jafnaðarmenn: Rikisrekstur. Öðrum megin Frainsókn: Þingræði. Hinum rnegin Jafnaðarmenn: Handafl (á spássíu). Jeg segi eins og biskupinn sálugi: Eg sje eftir pappírnum, Klemens. Vestur-íslenskar frjettir. íslendingadagurinn var haldinn í Winnipeg þ. 2. ágúst að venju. Fyrri hluta dags- ins fór fram allskonar kepni í íþróttum og varð allsherjarsig- urvegari dagsins Rögnvaldur F. Pjetursson. Vann hann 7 fyrstu verðlaun og tvenn önnur verðlaun. „FjalIkonan“ (Ida Swainson) flutti ávarp. Stephan G. Stephansson skáld var heið- ursgestur dagsins og flutti hann þar ræðu. Prestarnir Albert Kristjánsson, Rögnvaldur Pjet- ursson, Jónas A. Sigurðsson fluttu og ræður. Að ræðunum loknum fóru fram glímur og vann piltilr að nafni Kristinn Oliver fyrstu verðlaun, en Bene- dikt Ólafsson önnur verðlaun og verðlaun íyrir fegurðarglímu. — „Fjallkonan" afhenti sigurvegur- unum verðlaunin. Heimskringla kveður áhuga yngri manna fyrir glímunni heldur að dafna. Skrifari Winnipegborgar var Magnús Pjetursson nýlega kosinn. Magnús var fæddur í Winnipeg 1883. Faðir Magnúsar var Pjetur Magnússon, frá ísa- firði. Ellefu ára misti hann föð- ur sinn, en móðir hans var dáin áður. Magnús var aðeins á tólfta ári, er hann var tekinn til vika á bæjarritaraskrifstofu Winni- pegborgar. Forstöðu veitti þá þeirri skrifstofu ágætismaður að nafni Charles Brown og sá hann fljótt hvað í Magnúsi bjó og reyndist honum hið besta. Mátti svo heita, að hann gengi honum í föður stað. Árið 1906 var Mag- nús gerður að aðstoðarmanni Mr. Brown. Og árið 1907 ‘varð hann ritari hinnar . svo nefndu r^ð- gjafastjórnar, er þá var mynduð í Winnipegborg. Er Magnús því manna kunnugastur öllum bæj- armálum Winnipegborgar. i Jón Þorláksson, forsætisráðherra og frú hans komu heim um síðustu helgi úr mánaðarför til útlanda. Frambjóðendur við landskjörið: Jónas Kristjánsson læknir og Einar Helgason, garðyrkjustjóri, af hálfu Ihaldsmanna. Jón Sigurðsson Ysta-Felli Jón Guðmundsson, endurskoð- andi S. I. S. af hálfu Framsókn- ar- og Jafnaðarmanna. Skólahúsið á Eiðum. Búist er við að nýja húsinu verði lokið um veturnætur og geti nemendur þá sest að í þvi. Aðsókn að skólanum er mikil. Síldveiðin eystra. I sumar hefir verið meiri sild- veiði á Austfjörðum en í mörg ár undanfarið. Hafa allir firðir verið fullir af síld og hefði veið- in eflaust orðið stórum meiri, ef menn hefði verið búnir að veið- arfærum svo sem skykli. Verð- ið hefir verið ágætt, miklu hærra en á síldinni, sem veiðst hefir Norðanlands. Eftir síðustu fregn- um er síldin nú i rjenum og á hin stirða veðurátta eflaust sinn þátt í því. Fiskifulltrúinn á Spáni og Ítalíu óskar þess getið, að utaná- skrift sín sje: Sr. D. Gunnar Egil- son, Via Layetana 12, Barcelona. íslendingur veginn í Frakklandi. Nýlega barst hingað fregn um það, að ungur islenskur sjómað- ur, Pjetur Sigþórsson að nafni, ættaður af Snæfellsnesi, hefði verið skotinn til bana í Rúðu- borg á Frakklandi. Hafði Pjetur viljað koma til hjálpar norskum manni, er lent hafði í ryskingum við blökkumann. En blökkumað- ur þreif þá til skammbyssu sinn- ar og skaut Pjetur.til bana. Sjúkrahús í Hafnarfirði. Eins og kunnugt er hafa St. Jósepssystur látið reisa Landa- kotsspitalann hjer í Reykjavík og rekið hann frá upphafi. Nú hafa þær látiö reisa sjúkrahús í Hafnarfirði. Var það vigt fyrra sunnudag með mikilli viðhöfn. Meulenberg prefekt hjelt aðal- ræðuna og lýsti byggingunni og tilgangi hennar. Magnús Jónsson bæjarfógeti þakkaði St. Jóseps- systrum húsbygginguna fýrir hönd bæjarins. Nýja sjúkrahúsið er mjög vandað og frágangur allur sam- kvæmt kröfum timans. Eru þarna rúm handa 50 sjúklingum. Dálítil kirkja er bygð áföst við sjúkrahúsið, en er ófullger erin. * Lækkun matvöruverðs. Samkvæmt hagtíðindum síð- ustu hefir matsöluverð lækkað um rúml. 1% í ágúst, og elds- neyti og ljós tæplega 1%. Mest hefir lækkunin orðið á kjöti og fiski. fslenskur botnvörpungur sektaður. Nýlega tók varð- skipið „Þór“ togarann Belgaum við veiðar í landhelgi á Þistil- firði. Fór varðskipið með togar- ann til Siglufjarðar og var hann dæmdur í 5000 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Læknar: Ari Jónsson hefir verið settur læknir í Hróarstunguhjeraði. Guðmundur Guðmundsson, sem verið hefir settur í Reykhólahjer- aði, hefir verið skipaður hjeraðs- læknir þar. Sex úrvals sönglög. er nafn á nótnahefti, er Helgi Hallgrímsson hefir gefið út. Eru lög þessi öll eftir heimsfræg tón- skáld, svo sem Schubert, Mas- senet, Brahms. Tekstarnir eru á íslensku og hafa gert þýðingarn- ar þeir Bjarni Jónsson frá Vogi, sira Friðrik Friðriksson o. fl. Hjer er um þarft fyrirtæki að ræða, því mjög er óviðkunnanlegt að söngvarar vorir þurfi jafnan að syngja á erlendu máli. Fer allur hinn ósöngfróðari almenn- ingur mikils á mis við að skilja ekki tekstana. Oftast er sungið á dönsku, jafnvel þótt um lög sje að ræða af þýskum eða frönsk- um uppruna. Það er órjettmæt vantrú á tungu vorri, að ekki sje hægt að fella hana að efni bestu söngsmíða. Sú vantrú kann að hafa skapast af því að oft hefir verið kastað höndunum til þýð- inganna. En um þýðingar sem ætlaðar eru til söngs gildir það ekki fyrst og lremst að frum- textinn sje þræddur nákvæmlega, heldur hitt, að textinn sje söng- hæfur, án þess þó að blær frum- textans raskist 'til muna. Mestu sönglagaperlur heimsins geta því aðeins orðið almenningseign hjer á landi, að til sjeu við þær ísl. tekstar. Tunga vor á nógan auð til þess að svo megi verða, nóga mýkt og blæbrigði. En það er ekki öllum henf að gera slikar þýðingar. Til þess þurfa menn ekki aðeins að hafa smekk fyr- ir máli heldur einnig söng. Bæði brageyra og söngeyra og til- finningu fyrir því hvað sönghæft sje. Með þessari tilraun Helga Hall- grímssonar er stefnt í rjetta átt. Og er ekki að efa, að sönglög- unum ver.ður vel tekið. Sigurð- ur Birkis hefir safnað lögunum og búið undir prentun. Er hann söngfrrður vel og smekkmaður hinn mesli. Misprentast hafa nokkur orð í greininni „íþróttaleikir“ í síðasta tölubl. Þar steridur Tmndknattleikur, á að vera handknattleikur; liron- knattleikur, á að vera kross- knattleikur og bnðknattleikur, á að vera boðknattleikur. BYSSUR og RIFFLAR og alskonar SKOTFÆRI seljum við með vel sam- keppnisfæru verði í heild- og smásölu. Kynnið yður verð og vörur sem fyrst. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einar Björnsson) Símn.: Sportvöruhús, Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.