Vörður


Vörður - 20.11.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 20.11.1926, Blaðsíða 1
¦ Ritstjóri og ábvfgð" armaður Kristján Alberíson Túngötu 18. Afgreiðslu- og irm- heimtumaður Ásgeir Magnússott kennari. Utgref ancli : BÆidstiórn íhaidsflokksiiis. IV. ár. Rcykjavík. ««. nóv. 1036. 48. blað. Veníimiglía. og Garibaldi-hneyksliö ítölsku stjórnarblöðin hafa síðustu mánuðina lagt mikið kapp á að vekja andróður gegn Prökkum. Telja þau þjóðinni trú um að franska stjórnin dauf- heyrist við öllum kröfum ítala um ný rjettindi í Afríku og víð- ar og lu'm líti það með velþókn- ún, að hvert hanatilræðið á fæt- ur öðru gegn Mussolini sje und- irbúið í Frakklandi af ítölskum Garibaldi. flóttamönnum, sem hafa sest þar að. Eftir banatilræðið í Bologna um mánaðarmótin hófust enn að nýju æsingar gegn Frökkum í ítalíu. Fascistar fjölmentu þá í Ventimiglía, sem er lítill bær á landamærum Frakklands og Italiu og kváðust nú mundu gera alvarlega gangskör að því að stöðva för ítalskra stjórn- leysingja inn i ítalíu. Þeir hjeldu mikinn fund fyrir framan járn- brautarstöðina, sem er frönsk- itölsk sameign og fögnuðu því í ræðum, að ekki hefði tekist að myrða Mussolini. Meðan fund- urinn stóð sem hæðst, komu nokkrir franskir járnbrautar- J'ienn út af stöðinni og stað- "æmdust til að hlusta. Þegar sunginn var hersöngur fascista, urðu þeir ekki nógu fljótir til þess að taka ofan. Fascistar rjeð- ust þa 4 þa svo hundruðum skifti og eltu þá inn í stöðvar- bygginguna. Þeir ruddust inn í dvalarstofur járnbrautarmanna, bundu og ílettu klæðum 15 varn- arlausa Frakka, og láu sumir þeirra og sVáfu, er árásin var gerð. Siðan eltu þeir þá með bar- eflum inn yfir landamærin, og stöðvuðu litlu síðar för járn- brautarlestar, sem var á leið inn í Frakkland. Því næst ætluðu þeir að hefja áhlaup á bústað franska ræðismannsins í bæn- um, en lögreglan kom í veg fyrir það. Aðeins einn fascisti var tek- inn höndum, en auðvitað fær hann enga hegningu. Eftir þetla hneyklsi neyddist Mussolini til þess að tilkynna Frökkum að hánn myndi nú banna blöðum sínum allan and- róðu gegn þehn. En fáum dögum síðar kom nýtt hneykslismál til sögunnar. Sonarsonur frelsishetjunnar i'rægu, Ricciotti Garibaldi obersti, sem árum saman hefur búið í Frakklandi, varð uppvis að þvi að hafa i'ramselt landa sína, sem báru traúst til hans og hugðu hann skoðanabróður sinn, i hendur lögreglunnar í ítalíu. Garibaldi er mjög þektur mað- ur bæði í ítalíu og Frakklandi. Hann var hinn fyrsti sjálfboða- liði sem gekk í franska herinn í ófriðarbyrjun og gat sjer orðs- tí fyrir kjark og hetjulund. Heimili hans í Nissa hefur á síð- ari árum verið samkomustaður pólitískra flóttamanna frá ætt- jörð hans. Hann virtist vera svarinn f jandmaður harðstjór- ans Mussolini, og varð brátt for- ingi andstæðinga hans, þeirra er í útlegð lifa í Suður-Frakklandi. En fyrir skömmu vakti það grunsemdir hjá frönsku leyni- lögreglunni, hve mikið hann fjekk af skeytum frá ítalíu — þó að strangt eftirlit sje þar í landi með öllum skeytasending- um til andstæðinga stjórnarinn- ar i útlöndum. Lögreglan tók nú að lesa skeytin til hans. Hún komst brátt að því, að Garibaldi var í þjónustu ítölsku lögregl- unnar, að'hann vann að því fyr- ir hana að koma itölskum stjórnarandstæðingum heim til ítalíu, svo að ha'gt yrði að taka þ'á fasta þar, ljet þá hafa fje til fararinnar, útvegaði þeim vega- brjef o. s. frv. Um þessar mundir var Garibaldi t. d. að koma hséttu- legum stjórnleysingja Sivoli að að nafni, inn í ítalíu, en þessi maður hafði tjáð sig fúsan á að reyna að myrða Mussolini. ítalska lögreglan hafði sent Garibaldi vegabrjef og heimfar- 'arleyfi handa Sivoli, en þegar hann kæmi inn yfir landamærin átti að handtaka hann. Garibaldi var nú tekinn fast- ur og játaði hann umsvifalaust að vera njósnarmaður ítölsku stjórnarinnar og verkfæri henn- ar til undirróðurs og óhæfu- verka. Hann gekst við því aÖ .hafa undirbúið samsæri gegn Mussolini meðal andstæðinga'' hans, þeirra er flúið hafa á náð- ir Frakka. Átti að saka Frakka um framferði þeirra, eftir að þeim hefði verið komið i hendur lögreglunnar i ítalíu. Þá hefur hann og játað að hafa með vit- und og stuðningi ítölsku stjórn- arinnar undirbúið samsærið gegn spönsku stjórninni, sem getið var um fyrir skemstu hjer i blaðinu. Tilgang þess samsæris kveður hann hafa verið þann að æsa Spánverja gegn Frökkum, því að Mussolini vinni að því öllum árum að koma á öflugu itölsk-spönsku bandalagi gegn Frakklandi. Eins og nærri má geta eru frönsku blöðin æf út í Mussolini fyrir allar aðfarir hans í þess- um málum — en ítölsku stjórn- arblöðin steinþegja og reyna engum vörnum við að koma. Eftir síðasta banatilræðið hef- ir Mussolini gert enn frekari ráð- stafanir en áður til þess að festa einræði sitt. Fjelög og blöð and- stæðinga hans hafa verið bönn- uð og þingmenn þeirra sviftir þingsætum sínum. Þá hefir hann og hert á eftir-' liti með símskeytum og símtöl- um og boðið lögreglunni að hafa vakandi auga á öllum útlending- um í landinu. Margir Frakkar hafa verið kyrsettir vegna póli- tískra skoðana sinna. Símað er 11. þ. m., að senni- legt þyki, að stórveldin muni mótmæla nýjum ítölskum laga- ákvæðum um hvernig refsa megi útlendingum sem til Italíu koma og haft hafa niðrandi ummæli um Mussolini erlendis. Kolaverkfallið í Englandi. Námamenn hafa enn að nýju felt sáttatillögu stjórnarinnar. Foringjar þeirra eru ráðþrota í bili. Talið er hætt við því að samband námamanna klofni. 370 þús. eru farnir aftur til vinnu sinnar. fct T:,:-'rJ. £* _1 " Í ' •¦' '. ¦ ' i l;-.:.t±.:::«:;„•. ¦...--......„_*./,-.......L_j Leikhúsiöjí Björgvin var reist fyrir 50 árum og verð- ur þess bráðum minnst með miklum hátíðarhöldum. Ole Bull stofnaði fyrstur norskt leikhús í bænum 1850, en fyrir þann tíma hafði nálega eingöngu verið leik- ið á dönsku í Noregi af leikur- um frá Kaupmannahöfn. Um þessar mundir hófst iþarátta Björnsons og samherja hans fyr- ir norskri leiklist og var stofnun leikhússins i Björgvin einn af fyrstu sigrum þeirra. Bæði Björnson og Ilbsen urðu síðar forstjórar leikhússins í nokkur ár. Byggingin sem á myndinni sjest, var reist 1876. I anddyri hennar er marmarastytta Ole Bulls, en fyrir utan hið stór- fagra líkneski Vigelands af Björnson. Myndin yfir höfuð- inngangi leikhússins er af for- stjóra þess, Thomas Thomassen. Hans E. Kinck látinn. Hans E. Kinck, eitt af merk- uslu skáldum Norðmanna á þessari öld, Ijest 14. okt, sextug- ur að 'aldri. Hann hefir ritað f jölda af smærri og stærri skáld- söguin, nokkra sjónleiki og all- mörg bindi ritgerða um bók- mentir og menningarleg efni. bygðamál það, er hann reit á sögur sinar, þykir torskilið. En meðal rithöfunda og andans manna á Norðurlöndum eru skáldvcrk hans mjög í hávegum höfð, og margir spá því að þau eigi eftir að sigra allan almenji- ing og skipa' Kinck sæti meðal mestu og lýðfrægustu skálda þjóðar sinnar. Höfuðverk hans mun mega telja söguna „Snéskavlen brast" (2 bindi), sjónleikinn „Drifte- karen" og smásögur hans, en úr- val af þeim hefir verið gefið út í tveim bindum. Hans E. Kinck. Meðal annars hefir hann ritað stórvel um islenskar fornsögur. Höfuðyrkisefni hans var líf norskrar alþýðu til sveita, skap- ferli og einkenni Norðmanna .í frumlegustu og sönnuslu mynd- um þjóðlífsins. Því er af mörgum haldið fram, að hann hafi lýst þjóð sinni af meiri skarp- leik og djúpsæi en nokkurt ann- að af stórskáldum Norðmanna og listfengi hans í frásögn og mannlýsingum er óviðjafnanleg. Bækur hans náðu aldrei mik- illi útbreiðslu og hafa til skams tíma þótt óaðgengilegar af öll- um almenningi. Það hefir og staðið honum fyrir frægð meðal frændþjóða Norðmanna, að Olía úr kolumr Símaðer frá Berlín, að þýskur maður að nafni Bergius hafi fundið upp nýja aðferð til þess að vinna olíu úr kolum. Vekur uppfundning þessi hina mestu at- hygli, því eftir öllum likum að dæma, tekur hún langt fram fyrri uppfundningum á þessu sviði. Fari svo að hún reynist vel, en því búast menn fastlega við, gera menn ráð fyrir að verð á benzíni og steinolíu muni falla um heim allan að miklum mun. Sumir álíta, að uppfundnins þessi inuni leiða það af sjer, að xjóðirnar i Evrópu muni geta gert sig algerlega óháðar olíu- markaðinum í Ameriku. Bernhard Shaw. Sænska Akademíið ákvað ný- lega að veita, Bernhard Shaw bókmentaverðlaun Nobels á þessu ári. En skáldið hafnaði þeim, kvaðstt ekki þurfa pen- inga og óskaði þess, að verð- launaupphæðinni yrði varið til þess að auka þekkingu Englend- inga á sænskum bókmentum.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.