Vörður


Vörður - 20.11.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 20.11.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Öllum þeim, er sýndu mjer samúð og hluttekningu við heim- komu mína og jarðarför mannsins míns, E. E. Sæmundsen, sendi jeg hjer með innilegt þakklæti. ■ Blöncþiósi 29. október 1926. Þuríður Sæmundsen. ERÁ ÚTVEGSBÆNDAFJELAGI VESTMANNAEYJA. Hjer með tilkynnist sjómönnum þeim, sem ætla að ráða sig á báta fjelagsmanna á komandi vertíð, að fjelagið hefir samþykt að taka ekki við vermönnum fyr en eftir áramót. Vestmannaeyjum 17. nóv. 1920. Fjelagsstjórnin. tíee&im,' BafMiisisitsrí! siííiæiii Túrbína og rafmagnsvjel sambygðar, alt að 4 hestöflum. Útvegum einnig vjelar af öllum öðruin stærðum. Veum upplýsingar, og gerum áætlanir. Einnig föst lilboð, ef óskað er. Bræðurnir Ormsson Reykjavík. lega ryðja braut fyrir kröfu is- lenska ráðuneytisins í ríkisráði, umdir forsæti konungsins yfir ís- landi, þar sem yrði gert út um það í eitt skifti fyrir öll með hTerjuin hætti það gæti orðið hagkvæinast fyrir nýlendustjórn- ina á Grænlandi að opna hafnir •g atvinnuvegi alla þar vestra fyrir íslenskum þegnum. Með þeim hælti yrðum vjer og mun betur settir en Norðmenn lil þess að ná fyrstu fótfestu í landinu, sein mjög væri æskilegt vegna fámennis vors. Með þessari frumsókn í mál- inu er auðvitað að engu leyti veikt, heldur einmitt efld að miklu krafa vor óskert um rjett- arsókn íslands til fullrar viður- kenningar um sögurjett vorn til eylandsins í heild. Á þennan hátt kemur í ljós mjög áþekk aðferð niálsrekstrar vors gegn Dan- jBÖrku, um' nýlenduna gömlu, eins og beitt var — að lokum til sigurs, í hinni langvarandi deilu vorri um sjálfstæði íslands sjálfs. Vjer sækjum nú eins og þá með þeim hætti, að heimta þegar það allt, sem verður fengið og þegið án þess þó, að loka nokkru sundi fyrir úrslit- um fullkomins rjettlætis. Stig af stigi höldum vjer fram á þeirri braut uns þjóðunum skilst, að sannir hagsmunir Norðurheims- þjóða eru best farnir með rjett- sýni í þessu máli gagnvart fs- landi. I riti Einars Arnórssonar: „Þjóðrjettarsamband fsl. og Danm.“ Rvk. 1923, bls. 113 o. f„ er talið að „analogia“ sje fullgóð fyrir því, að tilskipanir, opin brjef, samningur o. s. frv. eigi einnig að leggjast fyrir ráð- gjafarnefndina. En jeg get ekki sjeð að hjer sje um þá „liking orsakanna“ að ræða, er geti rjettlætt slíka lagaþýðingu. Fyrst og fremst hlýtur ákvæðið í 16. gr. urinn í leikslok við leikarana: „Eruð þið ekki enn farnir að skilja það, að þið eruð ekki færir um að leika þennan sjónleik. Þið hafið okkur ekki annan í ykk- ur“. Þetta er þá í stullu máli það sein Pirandello vill segja uin hina erfiðu list sjónleiksins: Það er margvíslegum vanda bundið að semja verkið, eins og það verð- ur til í sál skáldsins — og það er altaf ómögulegt að sýna það á leiksviði, eins og það var í raun og veru í þeirri ímyndun, sem fóstraði það. Sýning þess verður aldrei annað en mynd af skiln- ingi eða skilningsleysi leikar- anna á verki og persónum, sem þeim eru meira eða minna ó- skyld. Þessi er hinn „eiginlegi kjarni" í tragedíu Pirandellos. Höfuðsorgarefnið í leiknum um verurnar sex er ekki ógæfa þeirra og þjáningar — heldur hitt, að þær geta ekki orðið að því skáldverki, sem þær Jirá að verða, að ekki er hægt að sýna Jiau- á Ieiksviði nema gjörólikar sjálfum þeim. Leikurinn er sorg- arleikur skáldverks, sem ekki fær notið sín þar sem það á að njóta sin, á leiksviðinu. Hann er skapaður af Jijáningum leik- skáldsins yfir þeirri afmyndun, sem gengur yfir verk hans, fyrst meðan hann er að glima við sbsl. eftir alinennum reglum, að skýrast stranglega takinarkað. Hjer er að ræða um afarmikil- væg afskifti af hálfu annars rík- is um löggjöf íslands, og mun víst almennt álit íslendinga um þetta fara í líka átt sem Bjarna Jónssýni fórust orð í Andvara 1923. í öðru lagi hafa sambands- lögin sjálf, svo freklega sem framast er unt, bundið þessa starfsemi ncfndarinnar við lög, í eiginlegri merking þess orðs; enda er einasta undantekningin frá reglunni í þessari sambands- lagagrein á þann veg, að rýra en ekki auka vald nefndarinnar, þar sem gjört er ráð fyrir því, að lagafrumvörpin þurfi ekki að leggjast fyrir nefndina, sje það „sjerstaklega miklum vand- kvæðum bundið“. Að fella einn- ig önnur fyrirmæli æðstu stjórn- ar íslands undir 16. gr. væri í raun rjettri að gjöra Dani lög- ráðamenn vora, sem vissulega hefur ekki verið tilgangur sam- bandslaganna. Við mikilvægar stjórnarráðstafanir, sem eiga eftir stjórnarskránni að koma fyrir ríkisráð gætu slíkar höml- ur gegn samning umboðslegra skipana orðið alóþolandi. Kæmi einhver rígur upp milli land- anna, sem ekki væri óhugsandi, mundi hlekkur ráðgjafarnefndar á löggjöfinni sjálfri og kunna að reynast ærið nægur þótt fram- kvæmdarvaldið fengi að vera frjálst frá þeim afskiftum. Er því vonandi, að tekið verði í tíma fyrir þessháttar venju, sem gæti t. d. — þótt annað sje hjer látið ónefnt — orðið til ómet- anlegs tjóns fyrir framtíð og velferð hins íslenska fullveldis, við framsóknina um rjett vorn yfir Grænlandi. Einar Iienediktsson. form Jiess, og síðar í meðferð leikendanna, sem eiga að sýna það. Leikurinn er svo vel sýndur af hinum ungu kröftum Leik- fjelags Rej'kjavikur, sem frek- ast er hægt að búast við. Sýning hans er víða á borð við það besta, sem hjer hefir sjest á leik- sviði. Agúst Kvaran leikur föðurinn. Honum tekst best 'að sýna þá hlið hans, sem að leikhússtjóranum veit, alla hina varfærnu en þrá- látu baráttu hans fyrir tilorðing sjónleiksins, hvernig hann fer að vekja áhuga og sköpunargleði höfundarins. Frú Guðrún lnd- riðadóitir leikur móðurina á- gætlega, mædda og beygða konu, ístöðulitla og einfalda. Ungfrú Arndis Björnsdóttir leikur dótt- urina og eru viða mikil tilþrif í leik hennar, sjerstaklega þegar hún lýsir þeim hrylling og við- bjóði, sem tengdur er við ógeðs- Iegustu stundir lífs hennar. Ind- riði Waage leikur soninn, dreg- ur upp mynd lians með fáum föstum línum — fyrirlitninguna, lífshatrið, einstæðingsskapinn mitt í allri þeirri spilling og eymd, sem eitrar andrúmsloftið í kring uin hann og hann hvorki skilur nje vill skilja. Brynjálfur Jóliannesson sýnir leikhússtjór- Sýningar. Eyjólfur J. Eyfells. Guðm. Einarsson. Það eru fáar nýjungar á sýn- ingu Egjólfs Eyfells. Efnaval og meðferð eru hin sömu og þau hafa verið síðan jeg man fyrst eftir myndum hans. Öll þessi sólarlög, glóandi himnar og glampandi sær eru sjálfsagt í miklum hávegum höfð meðal fólks, en mjer sýnist frændsemi þeirra við sanna list vafasöm. Þó hefur Eyjólfur gáfur og nátt- úrutilfinningu til að bera, svo sem sjá má á stöku stað, en gáf- urnar eru á rangri braut og fjötraðar vana og „manierisma“. Þessa list skortir alla fram- sækni, alla baráttu — Eyjólfur kann þetta svona og lengra fer hann ekki. Lognmollan ríkir á þessari sýningu. Hjá Guðmundi Einars- syni blæs aftur á móti röskur byr, og þó enginn stormur. ís- lensk. náttúra virðist hafa verið list hans til bóta, skýrt litina og stækkað formin. Suðurþýska ídýfan er horfin, blær myndanna er orðinn íslenskari og þó sjálf- stæður og ólíkur öðrum hjer- Lendum listamönnum. I Vest- mannaeyja-myndunum má Ijós- ast sjá þessa framför. Guðmundur er fjölhæfur lista- maður, og meitill, pensill og radernál fara honum öll vel í hendi. Nálin ef til vill best. Rad- eringar á við „í vör“ og „Sjávar- þorp“ eru frumburðir íslenskrar svartlistar, og í þeim setur hann það fram í fám strikum, sem honum tekst ekki að ná i mál- verkunum, þótt í stærra formi sjeu. E. Th. ann af miklu fjöri og miklum myndugleik, inanninn, sem er vanur að stjórna, skipa fyrir, koma af stað hreyfing og vinnu, vastra og hamast, örva og knýja áfram. — Hinn ungi stjórnandi Leik- fjelagsins, Indriði Waage, á skil- ið þakkir og viðurkenning fyrir það starf, sem þegar liggur eft- ir hann. Hann hefir sjálfur sýnt ágæta leikgáfu og það er aðdá- anlegt, hve hinum yngri leikend- um hefir farið fram undir Iiand- leiðslu hans. Hann stefnir hátt í vali sínu á verkefnum og kemst vel frá því. Hann hefir fyrstur ráðist í að sýna leilti Shakespears á íslensku leiksviði — í fyrra „Þrettándakvöld" en nú eftir jól verður „Vetraræfin- týri“ leikið. Og jafnframt hikar hann ekki við að sýna nýtísku- verk, þau er ör.Sug eru viðfangs og óviss um almenningshylli — „Á útleið“ og „Sex verur leita höfundar“. Nú kemur til kasta þeirra sem unna listuin hjer í höfuð- staðnum, livort þeiin leikur hug- ur á að kynnast þeim höfundum, sem á vorum dögum fara nýjar leiðir og seinja frumleg verk. K. A. Af Austurlandi. Frá Seyðisfirði er símað 9. þ. in.: Ofsaveður og flóðgangur að- faranótt laugardags austanlands. Á Norðfirði brotnuðu um 30 ára- bátar, sumir í spón, smábryggj- ur og sjóhús brotnuðu allmikið. Um 20 kindur týndust í sjóinn, átta skippunda fiskhlaða tók út af þurkreit. Á Mjóafirði týnd- ust í sjóinn 3 árabátar og á bæn- um Eldleysu 15 skippunda fisk- lilaði af venjuleguin þurkreit. Fiskhlaðinn var fergður með klöppum. — Menn búast við þvi, að brúin á Eskifjarðará verði fullger í vikulokin. -— Fiskafli var ágætur á Fáskrúðsfirði síð- ustu viku og afli er hjer dógóð- ur þegar gæftir eru sæmilegar. — Bæjarstjórnin hjer ákvað fjár- framlag minst 50,000 krónur til byggingar fyrirhugaðs fjórð- ungsspítala fyrir Austurland. — Á Seyðisfirði hefir verið stöðug hláka síðan á föstudag. Að mestu autt orðið á láglendi. Snjóflóðið nyrðra. Frá Akureyri er símað 13. J>. m.: Bley tuhríðar undanf arið liafa viða orðið orsök að slæm- um búsifjum. Torfbæir flestir orðnir blautir i gegn og lekir og sama er að segja um hlöður og peningshús. — Snjóflóð hala fallið viða og valdið skaða. Mest- ur skaði af völdum snjóflóðs er til spurst hefir, var á bænum Skeri á Látraströnd. Snjóflóðið tók fjárhús með 60 kindum og heyhlöðu og 4 báta og sópaði öllu á sjó út. Að eins 9 kindum varð bjargað. Lá við, að fióðið tæki bæinn líka. Slapp fólkið nauðulega. 'Hefir J>að nú flúið hann og búpeningurinn hefir verið fluttur á næstu bæi. — Maður lir Svarl'aðardal, Dag- bjariur Borsteinsson, fórst i snjóflóði á Háagerðisfjalli. Var hann á rjúpnaveiðum. Síra Ólafur Magnússon í Arnarbæli er skipaður pró- fastur í Árnessýslu. Hressingarhæli Hringsins í Ivópavogni var opnað siðasl- liðinp sunnudag. Formaður Hringsins, fóú Kristín Jac.obson, sagði sögu fjelagsins. Var það stofnað 1906 og hefir síðan unn- ið að líknarstarfsemi. Hælið í Kópavogi er ætlað berkaveiku í'ólki, sem ekki er svo þjáð að^ liauðsyn krefji að það liggi á heilsuhæli, en hins vegar ekki fært um að rækja nema á- reynslulitil störf. Hefir hælið lcostað 75 ]>ús. kr. og Hringur- inn þegar greitt 50 þús. af þeirri upphæð, en 40 þús. hefir fjelag- ið varið til ýmsrar annarar starl'semi síðastliðin 20 ár. Auk frúarinnar fluttu ræður síra Friðrik Ilallgrímsson og Guðm. Björnsson landlæknir. —- Krist- jana Guðmundsdóitir hjúkrun- arkona veitir hælinu forstöðu, en læknir þess verður Sigurður Magnússon á Vífils;- '"ðuin. Prentsmiðjan Gulenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.