Vörður


Vörður - 20.11.1926, Side 3

Vörður - 20.11.1926, Side 3
V Ö R Ð U R 3 helmingur landsmanna, sem eflir er, aðeins rúmlega 5% skattsins, cða einn tntiugasta hluta. 'Jeg hefi sagt, að báða hina al- varlegu fjárhagslegu galla, sem á skattinum eru, mætti rekja til sömu orsaka. Það er nú ofur skiljanlegt, að tekjur þær, er skatturinn færir ríkissjóði sjeu ekki miklar, þar sem hann að mestu leyti hvílir aðeins á nokkr- um hluta landsmanna. Og hitt er Ijóst, að hann hlýtur að verða mjög mismunandi frá ári til árs, þar sem hann hvilir nær ein- göngu á bæjunum og þá höfuð- þunginn á aðalatvinnuvegi þeirra, sjávarútveginum, cn það er vitanlegt að svo mikil ára- skifti eru á afkomu hans, að fá- dæinum sætir. En þá er einnig sýnt, að á skattinum er enn einn galli og hann siðferðislegur. Þessi mein- bugur skattsins er fyrir það al- variegri, að eftir kenningunni á hann að fara ailra skatta næst því, að vera í rjettu hlutfalli við gjaldþol manna. Skatturinn er ranglátur, kemur misjafnlega hart niður. Og af þessu leiðir aftur að skatturinn gefur minna af sjer í bæjunum og Reykjavík en ella myndi, þó að ekki sjeu eins mikil brögð að skattsvik- um þar og til sveita. Því að þeg- ar mönnum finst að þeir greiði hhitfallslega of mikið, ef þeir greiða það sem þeim ber eftir hókstaf laganna, þá eykur það að miklum mun þá lmeigð til að draga undan skatti, sem fyrir kann að vera. En Svartipjetur lendir á launþegum í bæjunum, sein ekki geta dregið undan. En hvernig á að ráða bót á þessu? Jeg hygg að þó það hafi verið of fljótráðið að taka hjer upp nýtísku tekju- og eigna- skatt, þá sje þó nú of seint að snúa aftur á þeirri braut, af því huga hvernig henni er farið og hvað hún aðhefst. Hún gefur mönnum undir fótinn og laðar þá með augunum. Og menn grípa við. Og þegar hún svo finn- ur, nð hún er komin í fangið á manninum, lætur hún augun aftur. Það er merki þess, að hún sje búin að sleppa sjer. Það er merkið, scm hún gefur ma^inin- iim, það þýðir: „Verðu nú blind- ur, jeg er orðin blind“. Og faðirinn heldur áfram að skýra örlög sín, sem eigi að verða efni leiksins: „í þessu er sorgarleikurinn að minum dómi fólginn; í þeirri vilund minni að hver einstakur bkkar — — er ekki svo---------- þykist vera „einn“, en er þó i raun rjettri,, hundrað “, já, jeg held jeg inegi segja „þúsund“ —- -— það er að segja, eins mörgum sinnum „einn“ eins og eru marg- ir eðlismöguleikar í okkur. Með tilliti til eins er hann einn, með tilliti til annars er hann annar — og mjög ólíkir sin á milli. Og eftir sein áður heldur hann ilauðahaldi í þann liugarburð, að hann sje samur við alt, það er að segja sá „einn“, sem við þykj- wmst vera í öllu, sem við gjör- wm. En í rauninni er þetta al- veg rangt. Við sjáum það fljótt ef okkur alt í einu af slysni er bægt frá og varnað að koma ein- hverri af athöfnum okkar í fram- að þróunin stefnir ótvírætt í þá átt, að slíkur skattur verði mögulegur hjer eins og annars- staðar. En hitt er engu síður víst, að ekki má una í aðgerða- leysiVið þá stórfeldu galla, sem nú eru á skattinum. Fyrir utan þann höfuðgalla skattsins, sem jeg hefi nefnt og veldur óviðunandi framtali, koma fleiri annmarkar til greina, sem ofþyngja kaupstaðarbúum hlutfallslega. Ef við hugsum okkur tvær fjolskyldur, aðra í sveit og hina í kaupstað, sem ekkert leggi upp, hafi nákvæm- lega sömu neyslu og telji síðan báðar rjett fram, þá myndi heim- ilisfaðirinn í kaupstaðnum þó verða að greiða mun hærri tekju- skatt en hóndinn, vegna þess hve útsöluverðið í kaupstöðu^tum er miklu hærra en verð það, er framleiðandinn reiknar sjer og gæti selt fyrir ýmsar helstu lífs- nauðsynjar sínar. Enn má benda á það, að þar sem í sveitum má draga frá skattskyldum tekjum, kaup og annan kostnað við hjúa- hald, þó það að nokkru leyti ætti að teljast undir neyslulið heim- ilisins, þá er slíkt ekki leyft í kaupstöðum. Fleira mætti nefna af þessu tagi, sem ýmist liggur í hlutarins eðli, eða leiðir af reglu- gjörðinni um tekju- og eigna- skattinn, en þó skal hjer nú staðar numið. Að nokkru leyli má nú vafa- laust ráða bót á þessum göllum með hreytingum á lögum og reglugjörð. Mismunandi verðlag og framfærslukostnað má t. d. að einhverju Ievli jafna upp með því að hafa skattfrjálsu upp- hæðina og frádrátt vegna barna hærri í kaupstöðunum en úti um landið1). Og með ýmsum breyt- i-------- 1) í Danmörku eru t. d. þessar uppliæðir liæðstar í Kaupmannahöfn kvæmd. Þá finnum við, að jeg held, að alt eðli vort var ekki við þetta verk riðið, og að það væri blóðug rangsleitni að dæma okkur eftir því einu, halda okk- ur í gapastokknum langa æfi, al- veg eins og æfi okkar væri öll saman komin í þessu eina at- viki“. Þcssi sálarfræði höfundarins er engan vegin ný, en sett fram af skarpleik og andríki. Marg- lyndi manna og öll sú smán og ógæfa, sem af því hlýst, hvað upp kemst um einn og einn, en ekki fjöldann, er höfuðyrkis- efni í nýrri bókmentun. Fyrir löngu hafa skáldin lýst því, hve mikil víðátta er milli hins æðsta og Iægsta í sömu mannssál. Shakespear lætur Hamlet, hinn siðferðislega næina og göfug- lynda ungling, segja þessi orð við Ófelíu: „Jeg er sjálfur sæmi- lega hreinlífur, en gæti þó sakað mig um að hafa framið þau verk, að það væri betra að móðir mín hefði aldrei fætt mig“. I bók sinni um Shakespear segir Georg Brandes, að allir menn, líka hin- ir betri mcnn, myndu geta tek- ið undir þessi orð Hamlets. Verurnar sex og öll aðstaða þeirra innbyrðis er átakanleg mynd af hrjáðum og vesæluni mannssálum, sem lífið neyðir saman, þröngvar til að hittast i sora og niðurlæging og dæmir til ingum á reglugjörðinni mætti jafna enn frekar það misrjetti, sem nú á sjer stað. En stærsta skrefið i þessa átt, sem hægt er að taka á núverandi stigi máls- ins, er að setja yfirskattanefnd yfir alt landið með víðtæku valdi, sem hefði það fyrir mark, að gera skattinn jafnari og liærri. Svo áberandi og augljósir, sem gallarnir eru á núverandi fyrir- komulagi, þá er enginn vafi á þvi, að slík nefnd gæti kipt geysimildu í lag. Og þá fyrst er von um að tekju- og eignaskatt- urinn geti orðið ein af máttar- stoðunum í íslenska fjárhags- kerfinu, í stað þess að vera eins og nú er — „quantité neglige- able“. \ Gunnar Viðar. Endurnám Islendinga á Grænlandi. Eftir því sem nær dregur sam- komu alþingis virðist alménnur áhugi fara’ vaxandi um fram- sókn Grænlandsmálsins, í á- kveðna stefnu, samkvæmt lög- um og rjetti sem nú gilda, eftir stofnun ríkjasambandsins með Dönum. Er ástæða til þess að skoða nokkur meginatriði þess máls. í fljótu bragði hafa ýmsir kunnað að lita svo á, scm „ráð- gjafarnefnd“ sambandslaganna (16. gr.) eigi að hafa tillögurjett um breytingarákvæði, er varða þegnstöðu og rjett beggja ríkja, yfirleitt, þannig, að ágreiningur í slíkum efnuin eigi jafnan að ræðast og álítast af nefndinni. En í þessu felst mikilvægur mis- lægri i minni kaupstöðunum og lægstar í sveitunum. að lifa hverja í návist annarar, í andstygð, hatri og hörmungum. En hvers vegna samdi nú Pirandello ekki leikinn um ver- urnar sex, sem sjálfstætt verk — hvers vegna lætur hann þær koma óboðnar á leikæfingu og heimta að líf þeirra sje gert að sjónleik? Hvers vegna felur hann sögu þeirra innan i öðrum leik — hver er sú meginhugsun sem tengir saman þessa tvo leiki, hvar er hjarta verksins, sem veitir einum og sama krafti út í allar æðar þess? Einn af leikdómurum hlað- anna gerir lítið úr leiknum utan um leikinn, finst hann nánast brella úr Pirandello. „En þetta sjerstaka form leiksins!" skrifar hann. „Hvers virði er það? Tak- ið það alt saman burtu -— og hvað verður eftir? Ekkert ann- að en venjulegt leikrit". Og hon- um finst það muni verða próf- stcinn á „smekk bæjarbúa“, hvort þeir láti Pirandello gabba sig og taki „nýtt leikgerfi, nýtt form, fram yfir hinn eiginlega kjarna“. 1 Já, það má vel vera, að Piran- dello hefði skrifað venjulegan sjónleik, ef honuin hefði ekki þóknast að semja „genialt“ verk — með öllum þeim óþarfa um- búðum(!), sem til þess þurfti. Sagan um verurnar sex, er nefni- skilningur. Það eru' einungis á- greiningsefni, sem koma fram, eða gjört er ráð fyrir í lagaformi, sem háð verða fyrirmælum hinn- ar nefndu lagagreinar. Allar ráð- stafanir og fyrirskipanir stjórn- arvaldanna, aðrar heldur en lög eða lagafrumvörp, eru óháð af- skiftum sambandsnefndar eftir 16. gr. Með þessari grundvallarsetn- ing er rudd braut fyrir lögheim- ilaða sókn íslendinga um rjett- indi og notkun á Grænlandi, nú þegar, eftir því sem einstakir menn, fjelög eða stofnanir hjer á landi kunna að æskja, og má' búast við því að sú hreyfing fari mjög vaxandi með aukinni þekk- ing vorri um landkosti, fiski og föng ásamt með auðlegð málma og ýmsra jarðefna þar vestra (kopar, kol o. s. frv.). Ennfrem- ur er ástæða til að geta þess um leið, að það væri algert brot á móti þegnajafnaðarreglu sam- bandslaganna að neita hjerlend- um mönnum um siglingar og kaupskap á Grænlandi fyrst og fremst til jafns við þá sem danskir samþegnar vorir fram- kvæma á hinni fornu nýlendu vorri, eins og er. Til þess að gera sjer ljóst hve mikilsvert er að afskifti ráðgjafa- nefndar eru þannig takmörk- uð, verða menn að líta á hin almennu fyrirmæli stjórn- arvalda, er heyra ekki undir löggjöf i ákvarðaðri merldng. Stjórnarskrá íslands (12. gr.) gerir hjer eina meginskifting, þeirra stjórnarráðstafana, sem eru mikilvægar óg skulu berast upp fyrir konungi i ríkisráði (sbr. einnig 13. gr. um ráðherra- fundi) — og allra annara stjórn- arráðstafana. í þessum siðast- nefndu málum hlýtur það að verða almenn regla, að sá ís- lenski ráðherra, sem málið heyrir undir, eftir eðli þess, hef- lega ekki „hinn eiginlegi kjarni“ verksins. Pirandello hefir viljað sýna, það sem enginn hefir ráðist í á undan honum, svo mjer sje kunnugt — og til þess þurfti hann nýtt form. Hann hefir vilj- að sýna hvernig skáldverk verð- ur til — hvernig sjónleikur verð- ur til, frá því persónur hans vitr- ast höfundinum og þangað til á að fara að sýna á leiksviði, það sem skáldið hefir sjeð og heyrt í ímyndun sinni. Pirandello lýsir því hverjum örðugleikum er bundin sköpun hreinnar og sannrar listar — ekki síst á leik- sviði. Verurnar sex — það er verkið, sem vill verða til, sem leitar á höfundinn, lætur hann ekki í rónni fyr en hann tekur til við að koma því saman. Leikhús- sjórinn -— hann er í senn höfund- urinn og sá, sem á að stjórna sýningu verksins á leiksviði. Leikararnir hans eru þeir mögu- leikar, sem eru á þvi, að verkið verði sýnt. Verurnar sex birtast höfund- inum, skýrast smám saman í vit- und hans, hrífa hann með mann- leik sínum, ástríðum sínum og örlögum. Hann verður að hlusta" á þær með þolinmæði, spyrja þær, virða þær fyrir sjer, rann- saka hjörtun og nýrun, semja við þær um forrn og efni verksins. Þaö er afarörðugt að fást við ur rjett til‘ þess og jafnframt skyldu, eftir atvikum, að skrifa undir hverja slíka ráðstöfu* sem hann álítur rjetta og greiða þar með fyrir lögmætuin hags- munum þeirra ríltisþegna, sem hann hefur verið settur yfir. Tökum eitt dæmi. Umsókn kem- ur fram frá togarafjelagi 1 Reykjavík um skrifaða heimild stjórnarráðsins í Reykjavík til þess að leita hafna við Græn- land, taka þar vatn, leggja þar upp afla o. s. frv. Enginn efi er á því, að sambandslögin bjóða hjer og fvrirskipa þegnajöfnuð, sbr. 6. gr. („Dönsk skip njóta á íslandi sömu rjettinda sem ís- lensk skip og gagnkvannt“). Hlutaðeigandi íslenskur ráð- herra á að líta á þetta atriði sera undanþegið stjórnarráðs og ráð- herrafundum. Hjer er einungis að ræða um framfylgd lögheimilað- rar kröfu. Hann getur bakað sjer íibyrgð fyrir landsdómi, ef hann gætir ekki stöðu sinnar og skyldu í svo augljósu máli. Og sjerstaklega ætti sá sami ráð- herra, er tregðaðist við rjettláta afgreiðslu sliks erindis, að fá að sæta dómi almenningsálits, með öðrum orðum, að hafa fyrir- gert trausti alþingis. Einbeittur, löghlýðinn ráð- lierra, sem eðlilega heldur taum íslendinga í Grænlandsmálinu (og trauðla mun ráðherra nje þingmaður annarar skoðunar njóta mikils fylgis hjer á landi, á þeim tíma sem fer í hönd) hefur það í sínu valdi, gagnvart Dönum, að skýra rjettarstöðu íslands, að því leyti sem hjer er drepið á. Hiklausar framkvæmd- ir á sambandsskilyrðum um þegnjöfnuð, af hálfu stjórnar- valda vorra, mundu að öllum líkindum nú þegar mæta góð- vild og samþykki hinnar dönsku þjóðar sjálfrar. Á þennan hátt má og skjót- þær — hver þeirra vill koma sín- um skilningi, sínum skýringura að á kostnað hinna. Og þær heimta vægðarlaust að allur sannleikinn komi fram -— að alt verði sýnt eins og það i raun og veru var, þær vilja ekkert til- lit taka til blygðunarsemi eða siðferðishræsni fólksins, sem á að horfa á leikinn. Og loks verð- ur að þjappa efninu saman, fella úr og breyta til, ef ekki alt á að verða að óskapnaði, sem ekki er hægt að sýna á leiksviði — en hins vegar verður að gæta varúðar að skerða ekki sannleik verksins. Og þó eru örðugleikarnir hálfu verri þegar á að fara að leika verkið. Leikararnir eru svo gjörólíkir mönnunum, sem þeir eiga að sýna. Verurnar — eins og þær eru í raun og sannleika, eins og skáldið hefir sjeð þær, þessar sex verur, sem eru sjón- leikurinn — verða æfar þegar þær sjá hvernig leikararnir ætla að sýna þær. Þegar faðirinn sjer leikarann, sem á að sýna hann, þá segir hann að leikur hans geti aldrei orðið annað en „mynd af skilningi hans á mjer — ef hann þá yfirleitt skilur mig — frekar en af jiví, hvernig jeg er og finn til í minni eigin meðvit- und“. Og eftir allar tilraunir til þess að leika atvikin sem verurn- ar sýna úr lífi sinu, þá segir son-

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.