Vörður


Vörður - 18.12.1926, Blaðsíða 3

Vörður - 18.12.1926, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 Lrcnna einni lúku meira til „togunar", því að það sem eftir væri af kolum, væri ekki meira en fyrir heimferðinni og heim váttum við að fara og ekki borg- aði sig að fara inn á tsafjörð til kolakaupa. —• Hjer fjekk skipstjóri „sinn yfirmann", sem hann varð að gera svo vel og hiýða, því að í kolamálum er yfirvjelmeistari einvaldur, og þeg ar varpan var komin inn fyrir borðstokkinn kallaði skipstjóri á mann til þess að taka við stýr- ishjólinu, hringdi „fulla ferð,, tii Jónasar, sem nú var kominn niður í ríki sitt, og sneri ,SkalIa‘ í áttina á Bjargtanga. Nú byrjaði eiginlega hátíðin, þ. e. a. s. þegar búið var að talca lil alt draslið á dekkinu og skola af því slorið og slubbið og dekkmennirnir höfðu gert sjálfuin sjer sömu skil, farið úr „gallanum“, rakað sig og snotr- að til á ýmsa vegu. Veðrið var lika hreinasta hátíðaveður: sól- skin og hægur kaldi á eftir og sjórinn eins og heiðartjörn. Vestf jarðanúparnir liðu fram hjá í öllu sínu svipmikla til- breytingajeysi; þverhníptir að l'raman, en eins og langhefil- stroknir að ofan, Deildin, Ösku- hakur, Gölturinn o. s. frv., en nú svo nærri, að þá har hátt við himin og þessi 40—50 hraunlög sem þeir eru hlaðnir upp aí', mátti telja af skipinu. Framdekkið á „Skallagrími“ var nú orðið þurt og finasta ■dansgólf, nógu stórt fyrir 20 pör, og eflaust voru þarria 20 „herrar“ og munnhörpu-músik (hljóm/í'sí vil jeg ekki beint nefna það!) mátti fá úr stýris- húsinu. Það vantaði aðeins döm- urnar til þess að menn gætu fengið sjer einn snúning. Stung- ið var upp á því, að senda loft- skeyti til Patró, ef „Leiknir“ lægi máske þar inni, og biðja konsúl- inn að senda hann út með döm- ur, en enginn vildi verða til þess uð orða skcytið og fara með það til stöðvarstjórans — svo fór um sjóferð þá! Við fórum fyrir Bjargtanga um nónbil og lá Breiðafjörður eins og' spegill — logni svæfð- ur — fram undan og hitinn kom- inn upp í 8 stig, hreinasta sum- arveður og þægileg umskifti eft- ir nepjuna úti fyrir Hornströnd- uin. Það er eins og fjörðurinn sje þarna á milli veðra, norðan- stormanna fyrir norðan Bjargið og landsynningsstormanna fyrir sunnan Jökulinn, og þannig var það nú, þvi þegar við komum fyrir Öndverðarnes, líðandi nátt- málum, lagði mórauðan mökk á móti okkur sunnan fyrir Jökul- inn, samfara vindi sem stóð af suðaustri, af Elliðaánum. Þar höfðu einmitt verðið háðar hin- ar miklu kappreiðar um daginn og' mikið ryk á mönnum og skepnum um kveldið. Gátu því gárungarnir á „Skallagrími“ þess til, að þessi umtalaði mökkur væri kominn frá Reykjavik, jó- reykur og mannaryk í samein- ingu. En það var ekki rjett; mökkurinri var lcoininn alla leið austan af Landi, því að þennan dag var 8 stiga austanrok í Vestmanneyjum og þurviðri — á landi að segja — og með því kom rykið, en um ellefuleytið fór undiralda af suðri að gera vart við sig í Jökuldjúpinu. Þá fór jeg að sofa og vissi elcki af rnjer, fyrri en jeg vaknaði kl. 8 við Battarígarðinn í Reykjavík, en þangað höfðum við komið um óttubil.- Hringferðinni kringum land var þar ineð lokið og hver fór heim til sín, en skipið með ölíum aflanum, 150 smál. af fiski, mest þorski og stútungi, og 110 lifrarfötum afhent hafnarverka- mönnum til affermingar og út- skipunar á nauðsynjum til næstu útivistar. Á leiðjnni frá skipi heim gerðist ekkcrt sögulegt. Þetta var þriðja ferð mín á „Skallagrími" út á djúpmiðin kringum ísland; hún lók rúina 12 daga, svo að samtals hefi jeg verið rúman mánuð á skipinu og enda þótt jeg hafi hvorki ráð- ið yfir því, nje gert ýmsar rann- sóknir, sem jeg hefði óskað að geta gert, þá hafa þessar ferðir verið injög lærdóm;sríkar fyrir mig. Jeg hefi haft mjög gott tækifæri til að kynnast ýmsu við víkjandi lífi margra vorra mestu nytsemdarfiska, á djúpmiðunum og útjörðum landgrunnsins, á þeim tímum ársins, sem jeg hafði ekki átt kost á áður og var svo heppinn að geta tekið margt af því upp í hina nýju fiskabók mina. Grunnmiðunum og lífinu á þeim var jeg orðinn all-kunn- ugur víða, eí'tir veru mína á rannsólcriarskipunum og af eigin rannsóknaferðum og lífinu í djúpunum fyrir utan landgrunn- ið kyntist jeg mikið á „Thor“ á árunum 1903—04, svo að jeg má vel segja, að athuganir mínar á „Skallagrími" hafi fylt upp i skörðin fyrir mjer, í mörgu til- liti. Auk þess hefi jeg kynst botnvörpuveiðunum á djúpmið- um og aðstöðu þeirra sæmilega vel, og fróðlegt væri fyrir menn, sem starida fyrir útgerð af þessu tægi og ekki»hafa sjálfir tekið þátt í veiðunum, að fara út við og við, lil þess að sjá með eigin- augrim, hvernig alt gengur. Margir hafa spurt mig að lok- inn útivist: „Er ekki gaman að vera á togara“? Jú, víst er það gaman fyrir þann sem er sæmi- lega sjósterkur og ekki alt of hræddur við sót, slor og lifrarföt, eða dálitla ágjöf, eða of ant um hendurnar á sjer og fötin sín, því að ekki er alt sem þriflegast ofan dekks á svona skipum, einkum þegar vel aflast og sjórinn er rólegur; er því nauðsynlegt að vera vel „gallaður“. En þess er að gæta, að jeg hefi aðeins verið kyrrari og bjartari tíma ársins á svona ferðum og þá er hægt fyrir við- vaninginn að vera sjóhetja; í skammdegisstormunum, hríðun- um og hörkunum er öðru máli að gegna, þá er viðvaningurinn víst best geymdur „undir þiljum niðri“, falinn forsjá hinna „full- sigldu“. Það er eitthvað viðburðarík- ara að vera á svona skipi, ekki síst fyrir náttúrufræðinginn, en á vanalegum farþegaskipum, þar sem alt snýst um sjósótt, mat og spil o. s. frv. og síst er fólkið ó- skemtilegra, þegar maður fer að kynnast því og það hefir áttað sig á hinum ókunnuga „fugli“. Enda jeg svo þessar llínur með þökk til skipseigenda, skipstjóra og skipshafnar fyrir þessa úti- vist, ekki síður en hinar. B. Sæm. Hvers vegna tapaði Framsókn? Það er engum efa undirorpið, að Framsókn hefði unnið nú við síðasta landskjör, ef meiri hluti landsmanna hefði getað trúað svona mestu af því sem í Tím- nnum stóð. Nokkru fyrir kosn- ingu hjelt J. J. því fram í blað- inu, skýrt og skorinort, að Jón Þorláksson hefði „i orði og verki sýnt að hann langar til að heita ofbehli við stjórn landsins“, að hann „vildi setja hjer upp her, og mega eyða ótakmarkað í tæki og vígbúnað“. Ennfremur hjelt J. J. því fram, að J. Þorl. væri nú að undirbúa, að geta „brúkað rík- issjóðinn eins og Estrup og Berge, án þess að þing og þjóð leyfði“. Og hann rökstuddi það með því, að J. Þorl. hefði „gerst svo djarfur að verja Berge“ í „einni af útgáfum Mbl.“. Þar með átti þessi fráhæri sómamaður við það, að í Verði hafði staðið hlutlaus frásögn um Berges-mál- ið, meðal annara útlendra frjetta. Það getur ekki verið minsta efa undirorpið, að ef þjóðin hefði trúað þessum sakargift- um J. J. á hendur forsætisráð- herranum, þá hefði íhaldsflokk- urinn fengið hina voðalegustu út- reið við ksoninguna á fyrsta vetrardag. Tímamenn komast ekki lijá því að viðurkenna það, að þjóð- in hefir ekki trúað J. J. Og þeir komast ekki hjá því að reýna að gera sjer einhverja grein fyrir þvi, hvernig á því stendur, að þessi maður einn allra alþingis- manna getur borið hinar hrylli- legustu sakir á hvern sem er — án þess að þess verði á nokkurn hátt vart, að tekið hafi verið mark á því. J. J. er að ýmsu leyti vel gef- inn maður og hafði upphaflega rnörg skilyrði til áhrifa. En — kæru Tímamenn,, hver ykkar getur sagt við sjálfan sig í ein- rúmi: Ef J. J. fullyrðir eitthvað á prenti, þá veit jeg að það er satt — aldrei myndi sá maður bera gífurlegar sakir á aðra, án þess að vita að hahn færi með rjett mál? Nú er svo komið fyrir J. J., að örlög hans eru hin sterlíasta sönnun, sem hægt er að benda á úr stjórnmálasögu Islands lyrir því, að ekkert — alls ekkert get- ur bjargað og haldið við áhrif- um og valdi manns, sem er orð- in steinblindur á það hvort hann segir satt eða ósatt, hvort hann beitir rökum og rjettsýni við andstæðinga sína, eða auðvirði- legu og vesalmaitnlegu niði. Eru Islendingar í minni hluta á íslandi? „Framsóknarmennirnir eru ís- lendingarnir í landinu“, skrifaði J. J. fyrir landkjörið. En eftir að kosningar voru um garð gegn- ar var tveggja alda afmæli Egg- erts Ólafssonar — og þá var blað hinna sifækkandi „tslendinga í landiriu“ hið eina af hlöðum höfuðstaðarins, sem ekki sýndi þá rækt við minningu hans, að flytja grein um hann. „Ekki of hátt“. Svo segir i Tímanum í grein um urslit landkjörsins: „í Þing- eyjar- og Múlasýslum varð kosn- ingaþátttakan stórkostlega miklu minni en hún hefði orðið ef færð og veður hefði verið sæmilegt. Er ekki ofhátt áætlað að þess vegna hafi A-listinn mist á þeim slóðum 12—1500 atkvæði". Eins og bent var á í síðasta Erlendar rannsóknir á veðurfari, í sambandi við gróður og gróðurþroska, eru flestar miðaðar við kornræktina, og eru ýmsar tölur til er sýna hver hiti og hver úrkoma sje kornrælctinni hæfilegust. En þeg- ar athugaður er þroski korntegunda á nyrstu korn- rækturiarsvæðum heimsins, þá keniur í ljós, að tölur frá hinum eiginlegu kornræktarlöndum missa gildi sitt. Á þessum norðlægu stöðvum virðast þvi vera gróðrar- eða lífsöfl að starfi, er hafa mikla þýðingu fyrir gróðurinn, þó ekki verði sagt með vissu hvernig áhrifuin þeirra sje háttað. Óefað hafa ljósu vor- og sumarnæturnar okkar mikla þýðingu fyrir allan gróð- ur, þær eru sumarauki, sem vart verður metinn, sum- arauki, sem auk þess að skeyta dægrum við vaxtar- tima gróðursins, virðast einijiig hafa bætandi áhrif á efnaþroska jurtanna, þannig að þær verða betra fóð- ur en ella. Enda er það gömul reynsla, að hey sjeu betri á sólríkum sumrum en dimmviðrasömum, og að sá munur sje meiri en nemur mun á nýtingu. Til þess að einhver korntegund geti þrifist, þarf sumarið að vera nógu langt og hitinn sumarmánuð- ina nógu mikill. En þetta tvent — lengd sumarsins ■og hæð hitans — getur að nokkru leyti komið hvort i annars stað. Hver korntegund virðist þurfa ákveðið hitamagn til að þroskast, en það virðist koma i §ama stað niður, hvort kornið nýtur þessa liitamagns á t. d. 100 dögum með vissum hita, eða á 120 dögum með tiltölulega minni hita. Hitamagnið er mælt þannig, nð margfalda meðalhita mánaðarins með dagatölu hans. Ef meðalhiti júnímánaðar er 9° C., þá er hita- magn mánaðarins 9 X 30 == 270° C. Taflan hjer á eftir sýnir meðalhita og hitamagn mánaðanna maí— 10 sept. á nokkrum stöðuift hjer á landi og 3 stöðum í Noregi. Ef hera á saman hitamagn á þessum stöðum, hefði verið heppilegra að vita sjerstaklega meðalhita seinni hluta maímánaðar og fyrri hluta septembers, en því miður er þess ekki köstur . Meðalhiti maí—september. (C. gráður). Staöur og hæð yfir sjó Maí ]úní Júlí Ágúst Sept. Hita- magn mai— sept. Reykjavilc (5 m.) 6,0 9,2 10,9. 10,3 7,5 1344 Holt Önundarfj. (20 m.) 4,1 8,6 10,0 9,0 6,5 1165 Borðeyri 2,8 6,7 8,2 7,8 8,1 967 Möðruv. Hörgárdal 4,6 9,1 10,3 8,9 6,6 1209 Þórshöfu 2,6 6,5 8,3 7,3 5,4 921 Fagurhólsmýri (40 m.) .. 5,1 8,3 9,9 8,9 7,1 1204 Eyrarbakki 6,0 9,4 11,2 10,4 7,8 1366 Alta i Noregi (13 m.) .. 3,4 8,8 12,1 11,8 7,0 1320 Bodö í Noregi (7 m.) .. 5,8 10,1 12,6 12,4 9,0 1528 Röros í Noregi (630 m.) .. 4,0 9,4 11,2 10,4 6,3 1264 Alta i Noregi er á 70. gráðu norðlægrar hreiddar og er norðlægasti kornræktarstaður (bygg) í heimi. I Bodö er bæði bygg og hafrar ræktað fullum fetum og jafnvel fleiri korntegundir. Á Röros er alls ekki ræktað korn, og' ekki jarðepli (tilraunir seinni ára sýna þó, að jarðeplarækt getur lánast þar i méðal- árum). Bráðþroska bygg, t. d. Dönnesbygg, er í sunn- anverðum Noregi (í fjallasveitum) talið að þurfa 1240 hitagráður til að ná þroslca. Það er einnig forn reynsla á sömu stöðvum, að ef meðalhiti mánaðanna júní— september er ekki nema 11°, sje liyggrækt ótrygg, og 11 lánist ekki ef meðalhiti þessara mánaða sje að eins 10,4° eða minna. Við að bera saman þessar tölur og töfluna sjest að þetta hitamagn, 1240°, fæst ekki nema á tveim af mælingastöðunum, Reykjavík og Eyrarbakka, og það fæst því að eins á þessum stöðum, að telja bæði maí og september að meira eða minna leyti. Fagur- hólsmýri, Möðruvellir og Holt ná ekki 1240° hita- magni, en eru þó ekki mjög fjærri, svo ætla má að hitamagnið nái þeirri hæð á þessum stöðum þau sum- ur, sem heitari eru en í meðallagi., Borðeyri og Þórs- höfn hafa aftur á móti svo lítið hitamagn, að það er fjarri sanni að ætla að bygg gæti þrifist þar nema á einstökum hitasumrum. Ef áætla ætti kornræktarmöguleikana eftir töfl- unni, yrði um leið að gera sjer grein fyrir þvi, hvaða líkur sjeu til þess á hverjum stað, að bæði maí og september sje mildur og frostnætur fáar. Þó tölur skorti til að lýsa þessu, er vitanlegt að það er t. d. miklu meiri hætta á því að annað hvort maí eða sept. — eða báðir mánuðirnir — sjeu kaldir á Möðruvöll- um og í Holti, heldur en t. d. á Eyrarbakka. Hvaða þýðingu þetta hefir sjest best með því, að bera saman meðalhitann á Eyrarbakka og Röros. Júni, júlí og ágúst er meðalhitinn líkur á háðum stöðum, en maí og september er miklu kaldari á Röros, enda eru að jafnaði 17,7 frostdagar í maí, og 8,7 í sept. á Röros, og það er þessi mikla frosthætta sem stemmir stigu fyrir kornrækt á Röros. — Þó er frost og frosthætta ekki eitt og sama, þegar um gróður er að ræða, því að bæði korn og jarðepli þola örlítið frost, og veru-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.