Vörður


Vörður - 16.07.1927, Blaðsíða 4

Vörður - 16.07.1927, Blaðsíða 4
4 V ö R Ð U R Heilsuhælið í Kristnesi. Byggingu Kristneshælisins er nú iangt komið, eins og sjest á mynd þeirri, er vjer hirtum af því í dag. Er ætlast til þess að það verði fullgert 1. okt. Framhlið hússins snýr mót suðri og verður þaðan fögur útsýn út á Eyjafjörð. Húsið verður hitað með laug- arvatni úr Reykhúsalaug. Er VÖRÐUR kemur út á laugardögum. Ritstjórinn : Kristján Albertson, Túngötu 18. — Sími: 1961. Af greiðslan: Hverfisgötu 21. Opin 10—12 árd. — Simi: 1432. Verð: 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júIL Aðalfundur Læknafjelags íslands var haldinn hjer í bæ 28.—30. júní í þingsal Neðri deildar Al- þingis. 26 læknar sátu þingið. Hjer fer á eftir stutt skýrsla um merkustu samþyktir þings- ins, sem einn af læknum bæj- arins hefir birt í Morgunblað- inu: „Heilbrigðislögc/jöf vor, sem á sínum tíma var góð, er nú orðin að nokkru leyti úrelt, sumpart vegna nýrrar þekking- ar, sem menn hafa öðlast á síðari árum um ýmsar sóttir, sumpart vegna þess, að sam- göngur við útlönd hafa tekið miklum breytingum, svo að ná- lega allir sóttvarnarsjúkdómar hafa lengri undirbúningstíma en hröð ferð tekur milli landa. — Þetta og ýmislegt fleira þarf endurskoðunar við. Var þvi samþykt tillaga þess efnis, að skora á heilbrigðisstjórnina að láta endurskoða heilbrigðislög- gjöf vora, og fá þeim ákvæðum breytt sem úrelt þykja. Nokkurar umræður urðu um Jögin um varnir gegn kijnsjúk- dómum og ágalla, sem eru á framkvæmd þeirra í sumum greinum, einkum hve erfitt er að eiga við sjúklinga, sem hirða ekki um að leita sjer ladtninga og gera það sem þeir geta til að smjúga úr höndum lækn- anna, en halda einlægt áfram að sýkja frá sjer. Var sam- þykt tillaga þess efnis, að skora á heilbrigðisstjórnina að hlutast til um að hentug varnartæki yrðu útveguð öllum íslenskum skipuin, sem sigla milli landa, svo að hásetar og farþegar eigi greiðan aðgang að þeim til að verja sig kynsjúkdómum. Um berklavarnalögin urðu allmiklar umræður. Eftirfar- andi tillaga var samþykt: „Fundurinn telur berklavarnar- lögin 1921 hafa þegar komið að talsverðum notum, en álitur að enn þurfi meiri reynslu til þess að fullnaðardómur verði lagð- ur á gagnsemi þeirra. Jafn- framt vill fundurinn láta það það 80° heitt í Jauginni, verður leitt 300 mctra veg og kólnar lítið á þeirri leið. Rafmagn til Ijósa verður leitt frá Akureyri. Ljóslækningaáhöld og Rönt- gentæki hafa verið keypt til hælisins. Hælið rekur engan búskap fyrst um sinn. álit sitt í ljósi, að þær breyt- ingar, sem stjórn og alþingi þegar hefir gert á tjeðum lög- um sje tvímælalaust til hins verra og skorar á stjórn Lækna- fjelags íslands, að gera sitt til að ekki verði gerðar breytingar á því lagasmiði, án þess að læknastjettin eða formælendur hennar hafi áður gert tillögur sínar“. Þá urðu nokkurar umræður um sullaveikina hjer á landi. Almenningur er þrátt fyrir alla fræðslu, enn alt of skeyting- arlaus um að varna hundum að komast í sullina. Eru jafn- vel dæini til að sollið síátur sje borið á tún og er slíkt ó- verjandi með öllu, þar sem fólki ætti þó að vera fullljóst, að hver sá sullur, sem ekki er eyðilagður, grafinn djúpt niður eða brendur, er hættuefni mönnum og skepnum. Sulla- veikinni verður ekki útrýmt hjer á landi, meðan nokkur sullur er skilinn eftir í hirðu- leysi. Líklega eru menn yfirleitt of óvarkárir í umgengi við hunda. Því þótt hundarnir sjeu hreinsaðir, er ekki þar með sagt að þeir sjeu skaðlausir. Marg- ir læknar hafa illan bifur á hundahreinsuninni, halda að hún komi ekki að tilætluðum notum. Víst er um það, að sullaveikin er enn fjarri því að vera kveðin niður sem skyldi, en ætti þó að vera innan hand- ar að útrýma veikinni gersam- lega, til þess þarf ekki annað en að eyða öllum sullum, svo að hundar komist ekki í þá; og þar sein við skynsama alþýðu er að eiga, ætti málið að vera auðsótt. Till. var samþykt frá G. Claessen um að skora á dóms- og kirkjumálaráðuneytið, að Játa rannsaka með ráði læknadeildar háskólans, „hve algengur sullaveikisbandonnur- inn er í hundum hjer á landi, og að hverju gagni hundalækn- ingar koma með þeim lyfjum, sem til þess eru notuð“. Þá var rætt erindi frá Bann- bandalagi íslands, þar scm það fer fram á, að Læknafjelag Is- lands sendi mann á fulltrúa- fund bandalagsins. Samþykt var að laka ekki þátt í Bannbanda- laginu vegna þess, „að lækna- fundurinn lítur svo á, að því miður sje það fullreynt, að bannlögin geta ekki náð til- gangi sínum og hafi líklega frekar gert ilt en gott. Þess vegna telur fundurinn rjett að lögin sjeu sem fyrst numin úr gildi. Heilbrigða bindindisstarf- semi er Læknafjelagið fúst að styðja“. Ýms fleiri mál voru rædd, svo sem framhaldsmentun kandi- Islendingar styðja íslenskan iðnað. Islendingar flytja vörur sínar á íslenskum skipum. Islendngar sjó- og bruna-tryg2)a hjá Sjóvátryggingafjelagi Islands. Íþróttakensía. I haust byrja jeg á nýrri kensluaðferð í líkamsæfingum, sem allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu. Aðferð þessi er í því fólgin, að fyrsta hvers mánaðar, meðan námskeiðið stendur yfir, sendi jeg nemcndunx mínum núkvæma lýsingu á æfingum þeim sem jeg kenni, ásamt fjölda mörgum myndum. Mun jeg reyna að hafa lýsingar og mynair svo skýrar, að elcki geti verið um það að ræða, að fólk geri æfing- arnar rangt. Fyrsta leikfimisnámskeiðið með þessu fyrirliomulagi hefst 1. okt. eða 1. nóv., ef nemendur óska þess heldur, og stendur yfir í 7 mánuði. Námskeiðið er aðeins fyrir hraust fólk, cn bæði fyrir konur og karla á hvaða aldri senx er. Nenxendum skifti jeg í deildir eftir aldri, er gjaldið fyrir kensluna frá kr. 2.50 til kr. 6.00 á mánuði. Fólk, senx ætlar sjer að taka þátt í námsskeið- inu, ætti að senda umsóknir eða íyrirspurnir til íxiín hið allra fyrsta. JÓN ÞORSTEINSSON frá Hofstöðum. Mullersskólinn. Reykjavík. Sími 738. AugnlækningaferÖalag 1927. Dvel á Patreksfirði frá 29. júlí til 1. ágúst, þaðan raeð Esju um Flatey til Stykkishólms og dvel þar frá 2. til 7. ágúst, og ef til vill lengur. Guðm. Guðfinnsson. M]0LL Mjöll er búin til úr ágaetri íslenskri kúamjólk. Hún er soðin niður með besfu og nýjustu tækjum. Hún er laus við öll óviðkomandi efni og tekur því fram allri erlendri mjólk. — Styðjið inn- lendan iðnað! Kaupið Mjöll! A ðalumboðsmaður: Sig. B. Runólfsson, Reykjavík. data, stofnun varahjeraðslækn- isembættis, tillaga frá D. Sch. Thorstcinsson um aukna kenslu fgrir almenning í heilbrigðis- fræði o. fl. Foi’inaður fjelagsins fyrir næsta ár var kosinn prófessor Guðm. Hannesson, nxeðstjórn- endur Gunnl. Claessen og Niels Dungal, en varamaður Ólafur Finsen hjeraðslæknir. Reikningur Landsbankans fyrir árið 1926 er nýkominn út. Tekjur bankans síðastliðið ár hafa alls nunxið kr. 3.180.131.82 (að fiádi’egnum kr. 110.630.36, er fluttar voru frá fyrra ári), en árið áður námu þær kr. 3.874.471.40. Innborgaðir vextir hafa nunxið á árinu kr. 1.412.684.44 (1925: kr. 1.546.989.36) og forvextir af víxluin og ávísunum kr. 1.400.240.11 (1925: kr. 1.215. 847.18). — Ágóði af íækstri út- búana nam kr. 53.362.32 1925: kr. 86.382.63), ýnxsar tekjur búana nam kr. 53.362.32, 1925: 935.187.39), verðbijef hækkuðu í verði Unx kr. 9.294.60 og á- góði af fasteignarekstri nam kr. 14.898.04. Þegar dregið er frá tekjunum greiddir vextir og kosnaðui’inn við rekstur bank- ans, alls kr. 2.516.106.75 (þar xneð taldir vextir af seðlum í unxferð samkv. lögum frá 1922), vei’ður afgangs af tekjum kr. 664.025.07 og kr. 110.630.86 voru fluttar frá fyrra ári. Af- ski'ifað tap bankans sjálfs á lánum og víxlum naxn kr. 900.520.00, útbúsins á ísafirði kr. 250.000.00, útbúsins á Eski- firði kr. 26.903.68, útbúsins á Selfossi kr. 20.157.06 og af- skrifað var af húseign bankans í Reykjavík kr. 30.000.00. Lög- ákveðin gjöld nema kr. 15.000.00 og kr. 245.923.11 eru fluttar til næsta árs nx. a. fyrir fyrirfram greiddum vöxtum. Alls nema gjöldin kr. 4.004.610.60 og jafn- ast mismunurinn nxeð vara- sjóði kr. 713.847.92. Sendiherra Þjóðverja í Khöfn, von Hassel, sem um- boð hefir til konungs Islands og Danmerkur, hefir dvalið hjer um tínxa í vor og fór utan aft- ur 14. þ. m. Frú hans var xneð í förinni og ferðuðust þau hjón sjóleiðis til Akureyrar, en land- veg suður. Sendiherrann kvaddi blaðamenn á fund sinn, áður en hann fór lxeimleiðis og bað þá að votta þjóðinni þakkir fyrir góða viðtökur. Var hann sjerstaklega ánægður með hin- ar alúðlegu viðtökur, er þau hjón hefðu notið á íslenskum bóndabæjum á leiðinni að norð- an og fór loflegum orðum unx þá menningu og það lundarfar, er hann hefði kynst í sveitum landsins. Sendiherrann kvaðst hafa haft mikla ánægju al' ís- landsför sinni, af allri viðkynn- ing sinni við hina fámennu frændþjóð sinnar eigin þjóðar og kvað sterkt að orði unx hina mai’gvíslegu framfaranxöguleika hjer á landi. Lagði hann sjer- staka áherslu á það, hve mik- ils virði það væri að smáþjóð- irnar gætu varðveitt menning- arlegt sjálfstæði sitt og með því lagt skerf sinn til þess að auka auð og fjölbreytni evrópskrar menningar. Hann ljet í Ijósi ó- ánægju sína yfir ómaklegum á- rásunx er íslensk stjórnai’völd hefðu orðið fyrir á síðari tím- uin i þýskum blöðum og sagði að reynt myndi vei’ða ,að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni. Vísindalegur léiðangur. Danski náttúrufræðingui’inn Niels Nielsen, Pálmi Ilannesson magister og Seinþór Sigurðsson stud. mag. verða í sumar við rannsóknir hjá Fiskivötnum vestan Vatnajökuls. Ætla þeir að gera laixdnxælingar þar, rannsaka jarðmyndun, jurta- og dýralíf í vötnunum o. fl. Ráðgera þeir að dvelja í óbygð- um mestan hluta sumars og koma aftur í miðjum septem- ber. Carlsbei’g-sjóðurinn og Sátt- málasjóður kosta förina. a Jón Þorsteinsson íþróltakennari auglýsir hjer í blaðinu leikfimiskenslu nxeð nýstárlegu nxóti. Ætlar hann fyrir mjög lítið verð, að senda mánaðarlega út um land leið- beiningar um líkamsiðkanir og myndir til skýringar. Mynda þessar leiðbeiningar sanxfelt kei-fi, sem auðvelt verður að fylgja. Er auðsætt að hjer er á boðstóluin ágæt tilsögn fyrir alla þá, er iðka vilja holla leik- fimi, en eiga ekki kost á kenn- ara. J. Þ. hefir getið sjer hinn ágætasta orðstír sem íþrótta- kennari hjer í bæ og fjöldi manns sótt Mullers-skóla hans. Tveir merkir gestir frá Ameríku eru komnir hingað nýlega, prófessor Litch- field Merril frá tekniska háskól. í Chambridge, Mass., með frú og dóttur á listiskipinu, en hinn, dr. Frank Cawleg, kenn- ari í norrænum fræðuni við Harward háskóla, með „Brúar- fossi". Ætlar dr. Cawlcy að dveljast hjer um tveggja mán- aða skeið i Borgarfirði og á sögustöðununx austur í Rang- árvallasýslu. Báðir báru kveðj- ur frá háskólum sinum til há- skólans hjer. Skóíamál Sunnlendinga. Um leið og kosið var lií þings á Rangárvöllum, var leilað at- kvæða um hvort Rangæingar vildu heldur koma sjer upp hjeraðsskóla einir eða þá i samvinnu við Árnesinga. Með samskóla voru greidd 499 atkv., með sjerskóla 363. Ógild urðu 45 atkv., en 219 seðlar voru auðii’. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.