Vörður


Vörður - 15.08.1927, Blaðsíða 1

Vörður - 15.08.1927, Blaðsíða 1
Útgrefandi: Midstjóru íhaldsflokksius. V. ár. Reyhfavik t.ý. ágúst 1027, 33. blaA. Mynd þessi er af fundi í sam- einuðu þingi Rúmena, þegar nýja konunginum voru svarn- ir holluslueiðar. Er þar flest stórmenni Rúmena samankom- ið, auk þingmannanna, prinsar og prelátar, dómstjóri hæsta- rjettar o. s. frv. Til vinstri handar á inyndinni sjást for- ráðamenn litla konungsins ó- samt móður hans. Sjálfur er konungurinn merktur X. Hon- um hafði ekki litist á blikuna þegar hann varð að standa frammi fyrir þessum hávirðu- lega söfnuði. Fór litli konunj*- urinn að gráta og varð móðir hans að hugga hann. Rúmenfa. Ekkert mál hefir verið rætl jafn mikið undanfarnar vikur og ríkiserfðirnar í Rúmeníu. Ferdinand konungur. Ferdinand konungur andaðist 20. júli s. 1. 62 ára að aldri. Hann kom til valda i október- mánuði 1914, að látnum föður- hróður sínum, Carol konungi fyrsta. Sonur Ferdinaiids kon- ungs, Carol ríkiserfingi hafði orðið að afsala sjer tilkalli til ríkiserfða fyrir ári síðan, og var þvi sonur Carols, Míkael, sein er barn að aldri gerður að könungi. Flokkadrættir eru miklir í Rúmeníu, en svo er að sjá, sem Maria drotning, ekkja Ferdin- ands konungs muni hafa þar tögl og hagldir ásamt þeini vild- arvinum sínum, Stirbey fursta og Bratianu forsætisráðherra. Samt er það víst, að Carol hef- ir einnig mikil ítök þar í landi og þá einkum meðal bænda, en hændur eru langstærsta stjett- in í Rúmeníu, um % af allri þjóðinni. Hefir heimurinn nú beðið þess með eftirvæntingu nokkrar vikur að Carol Ijeti nú til skarar skríða og hrifsaði konungdóminn í sínar hendur. En Carol hefst við sem útlagi í Frakklandi, ásamt ástmey sinni, og veit enginn hvað hann ællasl fyrir. Ekki bar mikið á Ferdinand konungi í stjórnartíð hans. Hann var maður bilaður á heilsu þegar hann settist að völdum og virðist auk þess ekki hafa N verið umsvifamikill stjórnmálamaður að eðlisfari. Þrátt l'yrir það átti hann mikl- um vinsældum að fagna með þjóð sinni, en það bar til, að í stjórnartíð hans tvöfaldaðist Rúmenía nálega að landrými. Var þó ekki að þakka sigur- Bralíanu forsætisráÖherra. sæld Rúmena sjálfra, heldur þvi, að þeir hjeldu með Banda- mönnum í styrjöldinni miklu, og fengu svo þessi miklu land- flæmi í launaskyni fyrir lið- veisluna. Fyrstu tvö ár styrj- aldarinnar sátu Rúmenar hjá og höfðust ekki að. En lýður- inn gerðist Iirátt herskár og svo fór að lokum að konungi og ríkisstjórn þótti eigi fært að standa mót kröfum þjóðarinn- ar. Scgðu nú Miðveldunum slríð á hendur i September 1916. — En ekki gátu Rúmen- ar sjer frægðarorð í þeim skift- um. Mackensen hershöfðingi sneiást móti þeim með fylking- um sínum og fengu Rúmenar ekki rönd við reist. Flýði stjórnin frá höfuðborginni Búkarest til borgarinnar Jassy. Settu Miðveldin Rúmenum síð- an harða kosti. En þetta stóð aðeins skamma stund. Þegar friðarsamningar voru gerðir sýndu Bandamenn, að þeir mátu viljan fyrir verkið og gáfu Rúmenum víðáttumikil og i góð lönd. i j En þó Ferdinand væri frið- j semdarmaður og ekki aðsúgs- j mikill, var öðru máli að gegna j um drotningu hans, Maríu. Hún j er framgjörn kona og skörung- Iur i gerð. Mun hún og ávalt hafa verið húsfreyjan og bónd- inn á bænum þeim. j María drotning er ensk að j uppruna, en þó mjög blandin j rússnesku blóði. Hefir herini j jafnan þótt kippa meira í j það kynið en hið breska. Er í svo mælt að hún hafi ung átt þess kost að giftast núverandi konungi Breta, en hafi heldur kosið valdaminni höfðingja vegna þess, að hana fýsti meira „Sigurvegarar". Þegar sigurinn er vel feng- inn, ber sigurvegarinn höfuðið hátt. Hann heí'ir barist af drengskap og einlægum hug. Manngildi hans hefir aukist. Sú ósjálfráða gleði, sem af þvi skapast er aðal sigurgleðin. Hitt skapar enga sigurgleði, þó kom- ið sje á knje andstæðingi, ef það er gert með óheiðarlegu móti, ráðist að honum að baki, eða brögð höfð í tafli. „Hjer höfum við mikinn garp að velli lagt“, sögðu sigurvegarar Grett- is. Slik hreystiyrði heyrast ein- att frá þeim mönnum, sem með likum vopnum vega. Sig- urbros þeirra er svikagylling til þess að breiða yfir gretni og gremju illrar samvisku. Framsóknarmenn ganga um og hrósa sigri. En sigurhrós þeirra ristir ekki djúpt. Þeir vita, að fylgi þeirra er illa feng- ið. Þeir eru undrandi yfir hundahepni sinni. Þeir höfðu ekki hai't fulla trú á þvi fyrir- frám, að fjöldi kjósenda væri eins og hákarlinn, því gráðugri sem beitan er úldnari. Þeim datt ekki í hug,, að lykillinn gengi að. Nú eiga „sigurvegararnir“ ó- róar nætur og erfiða daga. Þeir hafa gefið út ávísanir, sem ekki er innstæða fyrir. Gjalddaginn er kominn! Margir af hinum samvisku- samari Framsóknarþingmönn- um út um land spyrja sjálfan sig um þessar mundir, hvern- ig hann eigi að efna það sem hann loí'aði. Hann rifjar upp kosningaræðurnar sínar. Jú, I- að njóta glaðværðarinnar við suðrænu hirðina, en eyða æfi sinni við þá ensku. Hún kaus þvi heldur Búkarest en Lund- únaborg, en Búkarest heitir á íslensku G,laðheimar, og þykir bera nafn með rjettu. Hefir það löngum þótt viðbrenna þar í landi, jafnvel fremur en nokk- ursstaðar annarsstaðar, að höfð væri ráð kvenna um stjórnmál og stórræði. María drotning hefir ávalt notið mikillar lýðhylli í riki sínu. (Er hún kvenna fegurst, en það kunna Rúmenar vel að meta). Hefir hún og gert sjer alt far um að vekja á sjer eft- irtekt hvar sem var. Hefir mönnum stundum þótt hún berast meira á en við ætti. En hún hefir alt af stefnt að á- kveðnu marki, að gera Riimen- iu, að drotnandi þjóð á Balk- anskaga. Til þess hefir hún gefið nágrannahöfðingjum dæt- ur sinar. Er ein dóttir hennar gift Alexander konungi í Júgó- slaviu, önnur giftist Grikkja- konungi, sem síðar hröklaðist frá völdum. María hefir löngum átt í örð- ugri baráttu um það, að ná ut- anríkismálunum algerlega á sitt vald. En aldrei hefir þetta tek- ist til fullnustu. En þau gerðu með sjer bandalag drotning, Stirbey fursti og Bratianu. Virt- ist nú málum drotningar komið hið besta. En þá kom sonur hennar, Carol prins, til skjal- anna. Eftir það hefir ekki ver- ið tíðindalaust í rúmönsliu kon- ungsættinni. Carol prins er talinn vel gef- inn maður og hefir sýnt tölu- verða hæfileika sem sljórn- málamaður. Hann naut mikill- ar lýðliylli og var maður demó- kratískur i allri hugsun. Hafði hann því megna skömm á öllu atferli Bratianu, sem gerst hafði einvaldsherra undir yfirskyni „frjálslyndis“. Bygði alþýða manna í Rúmeníu vonir sínar á honum, því faðir hans var Iöngu dauðanum ofurseldur. Reis nú Carol öndverður gegn móður sinni og bandamönnum hennar. En það var ekki ætlun Maríu að láta völdin úr hönd- um sjer. Það hefir orðið Carol prins að í'alli, að hann hefir verið æði laus á kostunum í ástamálum. Lenti hann i hverju ævintýrinu á fætur öðru í þeim efnum. Móðir hans kom því þá til leið- ar að hann kvæntist grikk- neskri prinsessu, Helenu að nafni. Er þeirra son Míkael, sem nú hefir verið gerður að konungi Rúmena. En það kom fyrir ekki. Carol lenti í makki við ltvenmann einn af Gyðinga ættrim. Var hún landræk ger úr Rúmeníu. Tók Carol prins því allilla, þótti það síst sitja á móður sinni og Stirbey fursta að siða sig í ástamálum, og er mælt að hann hafi að lokum lúbarið Slirbey. Var Carol þá sendur til Lundúna til þess að vera við jarðarför Alexöndru drotningar. En í þeirri ferð hitti hann aftur gyðingakonuna fögru. Neitaði hann þá með öllu að hverfa aftur til Rúmeníu — og var síðan neyddur til að afsala sjer ríkiserfðum 1926. Nú vita menn, að Carol muni hafa sjeð eftir þvi, að afsala sjer ríkiserfðunum. Er talið, að hann eigi marga og öfluga stuðningsmenn, og að faðir hans hafi stutt hann svo sem hann mátti, meðan hann lifði. En Carol hefir ekki enn þótt ráðlegt að ganga mót móður sinni og bandamönnum hennar, hvað sem verða kann.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.