Vörður


Vörður - 15.08.1927, Blaðsíða 4

Vörður - 15.08.1927, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Gjalddagi Varðar var 1. júlí. — Menn eru vinsamlega beðnir að greiða hið fyrsta skuldir sínar við blaðið, annaðhvort til um- boðsmanna vorra, þar sem menn ná til þeirra eða vita um þá, eða til afgreiðslu blaðsins á Hverfisgötu 21 í Reykjavík. Prjónanámskeið hefur Prjónastofan Malin frá 15. október n. k. til ára- móta og lengur, ef ástæður eru til. Kent verður á venjulegar prjónavjelar og sokka- vjelar og öll nýjustu snið og gerðir á prjónafatnaði. Kenslutíminn er áætlaður 100 klst. fyrir hvern nemanda, sem þó má framlengja eða stytta, ef þátt- takandi álítur sjer það hagkvæmara. Nemandinn leggur sjer til vjelar og verkefni, nema um annað sje samið fyrirfram. Óskað er eftir að umsækjendur gefi sig fram seni allra fyrst. Öllum fyrirspurnum svarað um hæl. Myndin sýnir nokkrar af þeim peysum, sem gj ar hafa verið á prjónastofunni. Verð: No. 1—2 Kr. 16,00—22,00 eftir gæðum alull. No. 3 Kr. 12—15,00. No. 4—5—6 Kr. 10—15,00. Puntað með mislitu silki (prjónuðu í) 0,75—2,00 kr. meira. Hvað stærð snertir þá þarf að taka fram hvað gam- alt, ef um unglinga er að ræða, um íullorðna, þá mál yfir brjóst, sídd tekin af háöx! og ermalengd frá axlarsaum ölnbogamegin með bognum handlegg. Póstkröfur afgreiddar strax. Virðingarfylst. PRJÓNASTOFAN MALIN. því að flugleið sje valin yfir Ísland í stað hinnar „syðri feiðar“, sem liggur yfir Azor- eyjar. „Nyrsta leiðin“ frá Ham- borg til New York er 7200 km. og skiftist í 5 áfanga sem er 1000—1600 km. hver. „Miðleið- in“ yfir Atlantshaf beint, er um 6600 km., en þá er alt At- lantshaf í einum áfanga, en „syðsta leiðin“ er fullar 8000 km., i 3 mislöngum áföngum. Verða því flugvjelar að flytja mikið benzín á báðum syðri leiðunum, en við það minkar lestarrúm fyrir flutning og far- þega. Það sem menn aðallega hafa á móti „nyrstu leiðinni" kem- ur af ótrú á íslenskri veðráttu og röngum hugmyndum um legu íslands á hnettinum. En veðráttu hjer við land telja þeir alt eins hagfelda fyrir flugferð- ir og veðráttu yfir Norðursjón- mn og norðurhluta Atlantshafs- ins alls yfir, þó að veðrátta sje i landinu sjálfu mjög svo breytileg. Iþróttasamband íslands tilkynnir: Nýlega hefur stjórn í. S. I. staðfest þessi met: 50 stiku sund, frjáls aðf., á 43.6 sek. Regína Magnúsd. (K. R. sett 26. júní ’27. 100 st. bak- sund, á 1 min. 51.3 sek. Sama (K. R.) 10 júlí ’26. 200 st. bringusund, á 3 mín. 57.8 sek. Sama. Sett 26. júní ’27. 1000 st. sund, frjáls aðferð, á 22 min 1.2 sek. Sama. Sett 15. júli ’27. 400 st. bringusund, á 7 mín. 20.6 sek. Jón Ingi Guðmundsson. (Ægir). Sett 10 júlí ’27. 100 st. stakksund, á 2 mín. 40.3 sek. Pjetur Árnason. (K. R.) Sett 10. júlí ’27. 80 stiku hlaup (maraþónhlaup) á 3 klst. 10 mín. 15 sek. Magnús Guð- björnsson. (K. R.) Sett 29. ág. 1926. NB. Sambandsfjelögin eru beðin að muna eftir að senda metskýrslurnar til staðfesting- ar þegar eftir mótin. Frímerki I. S. í. Frímerki þau, sem í. S. í. hefur fengið leyfi ríkisstjórn- arinnar til að gefa út cru nú ekkert beinlínis til þessa at- vinnurekstrar, því varla er telj- andi, þótt ríkissjóður hafi lagt tæpa % miljón króna til Fiski- fjelagsins frá því er það var stofnað 1911 til 1925. Nú er þó fiskframleiðsla vor orðin 40—50 miljónir gullkróna á meðalfiskiárum á móts við hjer um bil 5 miljónir kr. 1874—75“. Tímaritið „Vaka“ er óháð öll- um pólitískum flokksböndum. Útgefendur hennar eru hver úr sinni áttinni í pólitískum efn- um. En þeir eru allir mentaðir menn og víðsýnir og kenna ekki annað en það sem þeir vita sannast og rjettast. Auk þess eru á meðal útgefendanna rit- færustu menn þjóðarinnar. Það bæri ekki vott um þroska les- enda í landinu, ef „Vaka“ næði ekki vinsældum og útbreiðslu. Á. komin á markaðinn og kosta 10 og 20 aura. Þessi íþróttamerki eru mjög smekkleg að gerð og litum. A dýrara merkinu er mynd af glímumönnum (klof- bragð, hábi'agðið), en á hinu er mynd af sundmanni, er varpar sjer til sunds. Undir myndunum stendur „Góð iþrótt er gulli betri“. Þessi brjefmerki eru seld til styrktar málefnum íþróttamanna og er þess vænst, að allir sem líkamsíþróttum unna, noti þessi merki á hrjef sín. Brjefmerkin fást á pósthús- inu, í flestum bókaverslunum, hjá afgreiðslumanni íþrótta- blaðsins og forseta í. S. í. Ingibjörg Brands. Ingibjörg Brands sundkenn- ari hefur á þessu sumri keirt hjer sund í 20 sumur með mikl- um dugnaði. Hún er ein af for- vígiskonum sundmentarinnar hjer á landi og ein af stofnend- um í. S. I. Akurcýri 5. ágúst: Útgerðar- fjelagið á Akureyri og nokkr- ir sunnlenskir útgerðarmenn senda Einar Olgeirsson til Kaupmannahafnar í sildarsölu- erindum og fer hann áleiðis með Nóvu í kvöld. I samráði við íslenska sendiherrann á hann að vinna að síldarsölu til Rvisslands og víðar, eftir því sem vænlegt þykir. Er þetta gert í samráði við atvinnu- málaráðherra. ísafirði 5. ágúst: Grasspretta hjer yfii'leitt í góðu meðallagi á túnum. Töður viða að inestu leyti hirtar. Verkun ágæt. Akurcijri 6. ágúst: Spretta í meðallagi í Eyjafirði, í góðu meðallagi í Skagafirði. — Síð- ustu viku daufur þurkur. Mik- ið hey úti. Tún alhirt óvíða. Kaupgjald karlmanna víðast 40—45 kr. um vikuna, en kven- manna 25 kr. Seyðisfirði, 6. ágúst: Gras- spretta kemur seint vegna vor- kulda. Tún tæplega í meðallagi, útengi lakara. Heyskapur erf- iður, þurkar óstöðugir. Garð- uppskera óráðin enn. Kaupgjald hjer við síldar- söltun 1 kr. á tunnu af hafsild, 1,25 af smásíld. 1 Sildveiði á Austfjörðum ó- venju mikil. Alls hefur verið saltað 15.000 tunnur; þar af á Seyðisfirði 4.500; Eskifirði 5.000; hitt á Norðfirði, Reyðar- firði og Fáskrúðsfirði. Sild- veiðin hefur verið hingað til mest utanfjarða, en nú útlit fyrir, að firðirnir sjeu að fyll- ast. Landnótaveiði byrjuð. Akureijri, 8. ágúst: Síldarafli síðustu viku í Akureyrarum- dæmi: 15162 tn. saltaðar, 3018 kryddaðar, 24000 mál bræðslu. Tuttugu og fimm skip liggja nú á Krossanesi og biða eftir af- greiðslu. Getur verksrniðjan ekki lengur tekið við síld þeirri, er henni berst og kaupir nú að eins af samningsbundnum skipum. Síðustu símfregnir. — Símað er frá Genf, að flotamálaráðstefnunni sje lok- ið án nokkurs árangurs Banda- rikjanna og Englands um heikl- arstærð flotanna og smálesta- fjölda einstakra skipategunda. Bandarikin kröfðust aðallega stórra skipa, England margra litilla heitiskipa. — Frá Boston er símað, að landstjórinn i Massachusetts hafi neitað að náða kommun- istana Sacco og Vanzetti, sem dæmdir voru til dauða fyrir morð. Verða þeir líflátnir i næstu viku. Ákvörðun land- stjórans vekur gremju víða um heim. Margir álíta koinm- únistana saklausa. — Frá Paris er simað, að al- þjóða fundur verkalýðsfjelaga hvetji til mótmælafunda út af dómnum á Sacco og Vanzetti. Ennfremur undirbúa franskir kommunistar mótmælaverkföll. Óeirðir og mótmælaverkföll hyrjuð í Argentínu. — Sendi- herra Bandaríkjanna í Frakk- landi og Argéntínu hafa beðið um lögrégluvernd. Óttasl þeir árásir. Vinstriblöð ýms og hægriblöð einnig, mótmæla dómnum. — Frá London er símað, að Englendingurinn Temme, hafi synt yfir Ermasund. — Símað er frá New York, að fjórar tilraunir hal'i verið gerðar þar í borg til þess að valda tjóni með sprengingum. Sprengingartilraunir þessar voru gerðar á brautarstöðvum neðanjarðarbrautanna. Stórtjón varð að sprengingunum, en manntjón litið. Slík sprengju- tilræði hafa verið gerð víðsveg- ar um Bandaríkin og eru talin hermdarverk í mótmælaskyni gegn líflátsdómi Sacco og Van- zetti. — Símað er frá Stokkhóhni, að mótmælaverkfall (út af líf- látsdóminum), hafi verið hafið í verksmiðjum General Motors. — Símað er frá London, að blöðin i Bandaríkjunum, all- flest, búist við ensk-amerískri samningstilraun til þess að und- irbúa flotamálaráðstefnu 1931, til þess að endurskoða sam- þykt þá viðvíkjandi flotarnál- um, er kend er við „Washing- ton“. — Símað er frá London, að samkvæmt fregn er þangað hafi borist frá Shanghai, hafi Jap- anar sett stjórnunum í Kína úrslitakosti. — Kröfur Japana voru fyrst bornar fra.m árið 1915 og mið^ þær að því að gera Manchuriii og Mongoliu að japönskum nýlendum. — Símað er frá New York, að lögreglan sje á verði kring- um allar opinberar byggingar i öllum borgum Bandaríkjanna og víða þar sem sjerstök á- stæða þykir til, eru heilar lög- regludeildir búnar til varnar, en á lögreglustöðvum er varalið sifelt reiðubúið. Ivommunistar i Ameríku og Evrópu mótmæla dóminum (á Sacco og Vanzetti) með kröfugöngum, í þeirri von, að háværar kröfur leiði til nýrr- ar rannsóknar. PrentsmiCjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.