Vörður


Vörður - 15.08.1927, Blaðsíða 2

Vörður - 15.08.1927, Blaðsíða 2
2 VORÐlfR En lengst verður þó síra Geirs minst vegna söngsins. Hann hafði söngrödd svo mjúka og blæfallega, að með einsdæm- uin er. Hafði hann lagt mikla stund á söngnám á háskólaár- um sínum og hefir svo verið mælt, að kennari hans, sem jafnframt kendi Vilh. Herold, er síðar varð mesti söngvari Dana, hafi talið Geir honum fremri. Mjer þykir mjög trú- legt, að þetta sje satt, því hvað snertir fegurð og hreinleik raddarinnar, hef jeg engan heyrt, er tæki honum fram. Hitt er aftur alt annað mál, hvort hann hefði náð sjer niðri sem óperusöngvari. Þar kemur margt fleira til greina, en radd- 'fegurðin ein. Jeg hef aldrei heyrt síra Geir beita sjer eins og óperusöngvuruin er oft nauð- synlegt. Yfirleitt heyrði jeg hann aldrei fara með erfið, eða stór viðfangsefni. En meðferð hans á smálögum var líka óvið- jafnanleg. Menn hrífast ekki að jafnaði þó þeir heyri sungið lag eins og: „Stóð jeg út í tungsljósi“, en þó hef jeg ald- rei heyrt snildarlegri meðferð á sönglagi, en meðferð síra Geirs á þessu einfalda og marg- þvælda smálagi. Síra Geir lagði sig ekki fram um að syngja miltið heldur vel. Hver tónn hans var svo fágaður, hreinn og innilegur, sem mest mátti verða. Á. Meistaramót. Að undirlagi í. S. í. hjelt f- þróttafjelag Reykjavíkur fyrsta meistaramót íþróttasambands íslands hjer á íþróttavellinum. Hófst það 6. júlí en lauk 10. ág. Þrjú íslandsmet voru sett á mótinu og kemur greinileg frásögn um mótið í næsta tbl. íþróttablaðsins. ! Gunnar Egilson fiskifulltrúi á Spáni, andað- ist í gærkvöld á sjúkrahúsi í Hafnarfirði. Hafði hann látið gera á sjer uppskurð fáum dögum áður. Hans verður getið í næsta blaði. íþróttaskóli. Það hefur lengi vakað fyr- ir framfaramönnum þessarar þjóðar, að koma hjer upp i- þróttaskóla. Skóla er hefði það sjerstaldega að takmarki að auka þrótt og hreysti, fegurð og frækni þjóðarinnar, eða það mætti eins segja, skóla, sem vinnur að því, að þroska og halda við lifandi vinnuafli þjóðarinnar. Litlar framkvæmdir hafa enn þá orðið í þessu máli. Þó mun eitthvað hafa verið reynt til að safna fje í þessu skyni, meðal Ungmennafjelaga, fyrir nokkr- um árum síðan. Og til næst síð- asta Alþingis sendi fimleika- kennari Björn Jakobsson á- kveðið tilboð um að stofna svona skóla. Alþingi hafnaði boði hans. En þar sem áhugi inanna fyrir líkamsuppeldi og iþróttum virðist fara stöðugt vaxandi nú á síðustu árum, þá er mjög trúlegt, að einhverjar framkvæmdir verði gerðar í þessu máli nú á næstunni. En áður en svo verður er nauð- synlegt að málið sje athugað vel og gaumgæfilega frá rótum og að að engu sje flasað. Því ekki má svo gott mál, sem þetta lenda í mislukkaðri fram- VÖRÐUR kemur út á laugardögum. Ritstjórinn : Kristján Albertson, Túngötn 18. — Sími: 1961. Af greiðslan: Hverfisgötu 21. Opin 10—12 árd. — Simi: 1432. Verð: 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlL haldið hefði farið með fjármál þjóðarinnar svo að við glötun lá. Var það nú satt? Hann hafði lofað auknum samgöngum, vegum brúm og simum, sjúkraskýlum, alþýðu- skólum. Hann hafði lýst ánægju sinni yfir þvi, að kjósendur hreyfðu hvorki legg nje lið til jarðræktarframkvæmda þangað til Framsóknarflokkurinn kæm- ist að völdum og ljeti þá hafa nægilegt fje gegn 2% % árs- vöxtum. Hann hafði bölsótast yfir því hvað íhaldið væri grimmúðugt og harðdrægt. Háttvirtu kjósendur: fhaldið hefir skattpínt ykkur, hafði hann sagt. Komist Framsókn til valda verður ljett af ykkur sköttum. Gat það verið, að hann hefði sagt alt þetta. Að hann hefði lofað kjósendum sínum fje til aukinna framkvæmda, sam- gangna og ræktunar, og jafn- framt að ljetta af þeim skött- um. — Jú, hann gat ekki neit- að því, svona var það. Það er engin furða þó þeir sjeu með mórauða samvisku sumir Framsóknarþingmenn- irnir. Allir þeir, sem ekki hafa hana alveg svarta. Þeir vita, að þeir eiga eftir að fá sinn dóm. Þeir vita, að þjóðin heimtar efndir Ioforð- anna. Þeir hafa óljósan grun um, að „eitt sinn skal hrekk- vísin heppna smáð, sem hlykkj- „Vaka“ er ekki nema liðlega misseris gömul. En þó mun ó- hætt að fullyrða, að á þessum stutta tíma hefir henni tekist að ryðja sjer svo til rúms, að hennar er beðið með meiri ó- þreyju af hugsandi mönnum en annara íslenskra tímarita, sem nú koma út. Menn hafa haft það út á „Vöku“ að setja, að hún væri nokkuð einhæf og þung. Jeg get ekki neitað því fyrir mitt leyti, að þegar fyrsta heftið kom út með marghugs- uðum og háalvarlegum ritsmíð- um allra þessara þjóðkunnu andans manna, þá datt mjer í hug hópur aflraunamanna, sem kemur fram á sviðið og lyftir hver sínum þungu „handvigt- um“, án þess að blása nös, eða láta í nokkru á því bera, að um aflraun sje að ræða. Mjer fanst ekki laust við, að alt rit- ið bæri þess vott, að verið væri að leitast við að vera sem allra „mest blátt áfram“ og tilgerð- arlaus. En slík viðleitni er ein- mitt tilgerðin sjálf. — Nú finst mjer allur annar blær á ritinu. — Það er fjöl- breyttara, ljettara, en það var i byrjun og svarar þess vegna ast á blómstráðum leiðum“. Nú stefna undralæknar flokksins þessurn hugsjúku „sigurvegurum“ hingað suður, til þess að leggja hendur yfir þá. — + Geir Sæmundsson víxlubiskup. Hann Ijest hinn 10 þ. m. ná- lega sextugur að aldri. Síra Geir fæddist í Hraun- gerði 1. sept. 1867. Foreldrar hans voru Sæmundur prófastur Jónsson og frú Stefanía Sig- geirsdóttir. Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum 1887, en Kaupmannahafnarháskóla 1894. Prestsembætti hefir hann þjón- að að Hjaltastað í Fljótsdals- hjerað 1896—1900 og síðan á Akureyri til dauðadags. Síra G|eir var vígður vígslu- biskup á Hólum í Hjaltadal — hinu forna biskupssetri Norð- urlands — hinn 10. júli 1910, að viðstöddum 30 prestum og miklu fjölmenni. Síra Geir átti fyrir konu Sig- ríði Jónsdóttur háyfirdómara og var þeim 3ja barna auðið. Tvö af þeim lifa, Heba og Jón. Bæði eru uppkomin, vel gefin og mannvænleg. Síra Geir var samviskusamur og skyldurækinn embættismað- ur alla tíð. Hann var góður maður og óvenjulega Ijúfur og viðfeldinn í umgengni. Síra Geir var allra manna vinsælastur og elskaður af sóknarbörnum sínum, hvort sem það var austanlands eða norðan. Bar til þess Ijúfmenska mannsins, hjálpfýsi og góð- vilji. Hann þótti og kennimað- ur góður. betur til nafns síns. í þessu riti er kvæði eftir Jóhann Sigurjónsson, Sorg, sem ekki hefir áður verið prentað. Þá er snjöll hugleiðing um Öræfi og Öræfinga, eftir Sigurð Nordal, prófessor. Næst segir Jón Pálsson bankagjald- keri frá veðurfari og sjómensku austanfjalls í ungdæmi sinu. Heitir sú ritgerð: Hornriði og Fjallsperringur, skemtileg rit- gerð ekki síst vegna orðfæris- ins. Ólafur prófessor Lárusson skrifar um Stjórnarskrármálið. Þá eru Baugabrot, þýddar hugleiðingar eftir ýmsa fræga rithöfunda, svo sem Sigurd Ib- sen og G. K. Chesterton, Orða- belgur, Ritfregnir o. fl. Meðal annars ritdómar tveir um Vef- arann mikla frá Kasmír, en báðir hafa vakið nokkurt um- tal. Er annar ritdómurinn eft- ir Kr. A. og hefir birst úr hon- um útdráttur hjer í blaðinu. Hinn er eftir Guðmund Finn- bogason. Enn er og ógetið ritgerðar einnar eftir Ágúst H. Bjarna- son prófessor, um framfarir síðustu fimtíu ára. Hefir rit- gerð sú stórmikinn fróðleik að geyma, sem höfundur hefir tek- ið saman úr ýrnsum áttum og unnið úr. Getur próf. Á. H. B. þar stuttlega þeirra breytinga sem orðið hafa á atvinnuvegum vorum, landbúnaði og sjávarút- vegi á þessu tímabili, og gerir samanburð á ástandinu nú og fyrrum. Þá getur hann fram- fara þeirra, sem orðið hafa í samgöngumálum, húsabótum, vitum, siglingum o. s. frv. Þvi næst talar hann um verslun og viðskifti, framleiðslu og út- flutning, bankastarfsemi o., þ. h. og loks um óhóf og eyðslu. Ritgerð þessi er að öllu hin inerkasta og nauðsynleg hverj- um þeim, sem nokkuð vill hugsa um hagi þjóðarinnar. Væri gaman að hirta hana alla, en hjer skuiu að eins teknir upp kaflarnir um aðalatvinnu- vegi vora, landbúnað og sjávar- útveg: „Landbúnaður. Af Iandbún- aði lifðu, þegar flest var: Árið 1880 53.035 manns (73% landsmanna). Árið 1920 43.785 raanns (46% landsmanna). Tala býla var árið 1873 6286. Tala býla var um 1920 6112. Þannig hefir tala þeirra, sem landbúnað stunda, færst niður um á 10. þúsund manns á 40 árum og tala býlanna um 174 alls. En þrátt fyrir það hefir á þessum 40 árum verið ræktað meira en helmingi meira af túnurn en áður og garðrækt þvi nær ferfaldast. Árið 1885 var ræktað land í túnum 9906 ha., en í görðuin 132 ha. Árið 1923 var ræktað land í túnum 22861 ha., en í görðum 492 ha. Töðufengur hefir því nær ferfaldast á sama tíma, en út- hey hjer um bil helmingi meira en áður; jarðeplaræktin hefir nífaldast, en rófnaræktin því nær ferfaldast. Og þótt nú sjeu því nær 10.000 færri, sem land- búnað stunda, eru unnin tólf- falt fleiri dagsverk að jarðabót- um á ári en t. d. 1872. Árið 1872 voru unnin dags- verk 8.520. Árið 1923 voru unnin dags- verk 101.000. Þá er að líta á búpenings- eignina. En hún var svo sem hjer segir: Árið 1873: sauðfje 417.000, nautpen. 22.286, hross 29.635, geitur 170. Árið 1923: sauðfje 550.000, nautpen. 25.853, hross 46.000, geitur 2.496. Ekki er grunlaust um, að tala kvæind, sem gæti orðið meir til tjóns en gagns. Verður þá fyrst að athuga: Er skólans þörf? Og ef það fæst sannað: Hefur ríkið ráð á þ»í að stofna og starfrækja slikan skóla? Hvað á skólinn að kenna? Hvernig sambönd eiga að vera milli þessa skóla og ann- ara skóla? Hverjar kröfur á skólinn að gera til nemendanna og hvaða rjettindi á liann að veita þeim? — Hvað á skól- inn að vera? Þetta alt og ýmislegt fleira er áriðandi að inenn geri sjer ljóst, áður en þessi skóli er stofnaður. Jeg skal nú stutt- lega reyna að svara þessum spurningum frá inínu sjónar- miði. Er skólans þörf? Því hefur verið haldið fraiu opinherlega, að starfsvið í- þróttakennara sje svo lítið hjer, að alger óþarfi sje að stofna hjer íþróttaskóla, það sje einungis til þess að narra áhugasama menn til að eyða tíina og peningum í nám, sem þeim verði svo einskis virði á eftir. Jeg skal játa, að því miður er þessi röksemd nokkuð sönn eins og ástandið er nú. En jafnframt skal taka það fram, að það er óhugsandi að það ástand haldist, að við ör- fáa af öllum skólum landsins skuli vera kendar íþróttir. Þetta verður að breytast — hlýtur að gera það. Og margt bendir til, að það verði mjög bráðlega. Þjóðin er nú að vakna til ineð- vitundar um það, að meiri kröf- ur verður að gera til skólanna í þessu efni en verið hefur. Menn una því varla miklu leng- ur að líkamlegur þroski æsku- lýðsins sje í skólum ríkisins, ekki einasta gjörsamlega borin fyrir horð, heldur og í rnörg- um tilfelluin stórlega hnekt. sauðfjár hafi verið um 200.000 hærri en fram var talið 1923, miðað við ullarútflutninginn, og þá er hjer um allmikla aukningu sauðfjár að ræða, 750.000 fjár þá í stað 417.000 fjár 1873. Nautpeningi hefir fjölgað undarlega lítið, en hrosseignin hefir aukist um lið- ugan þriðjung og geitfje fimm- tánfaldast. En ekki höfum vjer enn lært svínarækt, þótt forfeður vorir stunduðu hana alhnjög eftir örnefnum og öðru að dæma, og svina ræktin gæti orðið oss hinn inesti bú- hnykkur. Eltki hefir heldur ver- ið reynt að flytja inn sauðnaut (moskusuxa), þótt það gæti orðið til stórmikils hagnaðar fyrir landsmenn. Og alifugla- rækt er enn lítil. Útfluttar búsafurðir námu árið 1885 kr. 1.842.000, en ár- ið 1925 kr. 7.500.00 og átti þó hið lága ullarverð þá mikinn þátt í ljelegri útkomu. Áætlaðar tekjur af búfjár- eign landsmanna voru 1907 kr. 8.281.000, 1921 kr. 29.202.000. Þá er nú flest af því talið, sem til landbúnaðar heyrir. Er hjer náttúrlega um nokkra frainför að ræða, en þó ekki nærri eins milda og búast hefði mátt við. Bændur fá þó ólíku Tímaritið Vaka.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.