Vörður


Vörður - 07.01.1928, Blaðsíða 3

Vörður - 07.01.1928, Blaðsíða 3
Ritstjóri og ábyrgð- armaður Árni Jónsson Sólvöllum. Sími 869. Útgeíandi: Midstjórn íhaldsflokksins. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússorí kennarí. VI. ár. Reykjavík 7. Janúar l))2§. 1. blad. Landbúnaðurinn 1927. ESS var gctið í síðasta blaði, að n ú um ára- mólin grði ritst jóra- stcifti við „Vörð“. Lætur Iírist- jún Albertson af ritstjórn blað/sins, eftir liðlega þriggja dra starf. Hefir honum farið starfið svo úr hendi, að óhætt mun að fullgrða, að eklcert ís- lenskt stjórnmálablað nýtur um þessar mundir meiri virðing- ar nje almennari vinsælda en ,,Vörður“. Er þetta fyrst og fremst að þakka riístjóra blaðsins. I>að er á orði haft, að ís- land sje öðrum löndum fremur „land kunningsskaparins“. Er með því átt við það, að vináttn- bönd og vensla ráði hjer meiru en annarsstaðar. Eflaust er þetta rjett. En það cr ekki nema önnur hliðin á sannlcikanum. Hin hliðin er sú, að ísland er vafalaust öðrum löndum frem- ur „land fjandskaparins“. Þetta er tæpast jwi að kenna, að ís- lendingar sjeu að eðlisfari hlut- drægari nje illgjarnari en aðrir menn, heldur því, að hin nána kynning á einkahögum manna, sem fámennið skapar, freistar hjer til annarar bardagaaðferð- ar en þcirrar, sem tíðkast með fjölmennari þjóðum. Hjer er barist í návigi. Þar er skotið á lengra færi. Þar er miðað á fytkingar, hjer á menn. Enginn s t jórnmálarits t jóri hefir á undanförnum árum staðist betur „freistingar fá- mennisins“ en Kristján Albert- son. Hann hcfir og hlotið al- menna viðurkenningu fgrir frjálslyndi og víðsýni og dreng- skap í öllum skiftum. Hann hcfir viljað unna mönnum sann- mælis, viðurkent það sem lion- um þótti vel um andstæðingana, og ekki lokað augum fgrir þvi, sem honum hefir þótt ábóia- vant hjá flokksmönnum sin- um. Þetta er meira en sagt vcrður um þá menn, sem Krist- jdn hefur átt í höggi við. ð’ú, er jeg tek við ritstjórn „Varðar“, er það heitasta ósk mín, að blaðið verði svo úr garði gert, að þvi megi fram- vegis auðnast að halda því trausti, cr það hefir notið í tíð fyrirrennara mins. Að svo mæltu, óska jeg les- endum „Varðar“ góðs og far- sæts nýárs. Árni Jónsson. Það er ekki nema eðlilcgt, að nú, þegar árið 1927 er nýrunn- ið i aldanna skaut, sje athug- að hvaða eftirmæli það eigi skilið, að þvi er snertir þann atvinnuveg vorn, sem um langt skeið var sá, er framfleytti langflestuni landsmanna og enn framfleytir fleiri landsmönnum en nokkur annar atvinnuvegur. Eins og vænta má eru þar bæði skin og skuggar. Einhver svartasti skuggi árs- ins var afleiðing af hinu vot- viðrasama sumri 1926. Hcyfeng- ur bænda það surnar var yfir- leitt stórskemdur viðast á land- inu. Afleiðingin varð sú, að þegar tók að líða á veturinn í fyrra fór víða á landinu að bera mjög á heisluleysi í sauðfje og drapst það sumstaðar í hrönn- um. Er varla efi á, að veikindi þessi hafa að miklu og senni- lega mcstu leyti stafað af hinu óholla fóðri, er fjeð hafði. Þyk- ir sýnt, að hrakin hey vanti ein- hver þau efni, sem nauðsynleg eru til þrifa sauðkindinni. Er hjer mikilsvert rannsóknarefni fyrir dýralækna landsins og væri það verlcefni, er lægi nærri Búnaðarfjelagi íslands að hrinda þvi máli af stað. Efna- rannsóknarstofa landsins ætti að geta stutt þá rannsókn mik- ið, enda hafa starfskraftar hennar verið auknir á síðustu árum. Rjett er að geta þess, að einn af dýralæknum lands- ins hefur síðustu árin starfað að rannsóknum um þetla efni og er það vissulega þakkarvert. Eins og nú er komið sam- göngum iná lelja, að minsta Icosti ef ekki eru hafþök af ís, að unt sje að tryggja sæmilega, að fjenaður falli ekki fyrir fóðurskorti, þótt grasleysi valdi litlurn heyafla. En þá er eftir að tryggja það, að búfje bænda sýkist ekki vegna óholls eða lifefnasnauðs fóðurs. Það er hörmulegt til þess að vita, er fjenaður sýkist og drepst frá nægu fóðri að vöxtum, vegna þess að í það vantar þau efni, sem nauðsynleg eru fjcnaðin- um. Hjer verða vísindin að leið- beina bændum, svo að þeir viti hvaða íoðurbæti þarf til þess að bæta upp þessa vöntun. Þessi faraldur í fjenaði geklc misjafnt yfir landið. I sumum sveitum norðanlands og ef til vill víðar, var hann svo magn- aður, að stórtjón varð að, jafn- vel svo að nærri sauðlaust var á einstöku bæjum. Á árinu var tíðarfar einstak- lega hagstætt. Veturinn frá ný- ári var einhver hinn mildasti, sem menn muna. Vorið var sæmilegt og grasspretta víðast í góðu meðallagi. Um sláttinn var víðast hagstæð tíð og hey- afii bænda því með besta móti yfirleitt. Haustið má telja frem- ur gott og veturinn til nýárs eindæma mildur. Mun nú víð- ast mjög litið eytt af heyjum <)g litur því út fyrir fyrningar talsverðar i vor, ef veturinn hjer eftir verður skaplegur. Eft- irmæli ársins 1927 verða þvi yfirleitt góð, að því er veður- áttu snertir, þótt þetta sje vita- skuld nokkuð mismunandi eftir landshlutum. Á Austurlandi mun tíðarfar síðari hluta slátt- arins ekki hafa verið hagstætt, eftir fregnum að dæina. Verslun hefur verið erfið bændum á árinu. Útlend vara hefur að sönnu fallið nokkuð í verðr síðan í fyrra, en aðal- framleiðsluvara bænda, saltkjöt- ið, var í mjög lágu verði. Tals- verl var flutt út af fryslu kjöti og mun hafa selst á sæmilegu verði. Virðist auðsætt að stefna beri að því að flytja sem mest út af frystu kjöti og kældu, því að nýmeti er miklu eftir- sóttara en saltaður matur hvar- A’etna í inenningarlöndum, enda sýnist nú á sumiim stöðum á landinu vaknaður mikill áliugi fyrir því að reisa frystihús. Svo er þetta um Húnvetninga og Skagfirðinga og ef til vill víð- ar, þótt mjer sje ekki kúnnugt. Er það nú þegar komið í ljós, að það var vel ráðið, að hafa Brúarfoss með kæliútbúnaði og alt virðist benda til þess, að fyrsta aukningin á skipaflota vorum eigi að vera nýtt milli- landakæliskip. Norsku kjöttollls- samningárnir mega að sönnu teljast oss hagstæðir, en þess verður að gæta, bæði að þeim getur orðið sagt upp og að vjer þrátt fyrir samninga þessa, höfum að minsta kosti í ár, ekki fengið viðunanlegt verð fyrir saltkjötið. Betri markað verðum vjer því að reyna að hafa fyrir sem mest af kjöt- inu. Þá má ekki heldur gieyma þvi, að norsku kjöttollssamn- ingana fengum vjer ekki án þess að láta fríðindi á móti og inargur sjávarútvegsmaður mundi gjarnan vilja ná þeim fríðindum aftur, en það verð- ur með því eina móti gert, ef tilefnið á að koma frá okkar hálfu, að áður sje trygður markaður hins nýja kjöts. Hjer er því fyrir hondum verkefni, sem er sameiginlegt áhugamál til sjávar og sveita, enda munu bestu menn sjávarútvegsins við- urkenna það. Það bætti talsveii úr hinu lága kjötverði, að ull og gærur voru í mjög sæmilegu verði, en þrátt fyrir það var í liaust peningaþröng hjá bændum meiri en venja er til. Hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir lánum úr Ræktunarsjóði og þegar mun lánaður mest- allur hluti þess lánsfjár, sem sjóðnum var úlvegað á árinu með erlendri lántöku. Hefur í- haldsflokknum mjög verið legið á hálsi fyrir þá lántöku eins og kunnugt er, en ekki er sjá- anlegt hvernig bændur hefðu komist af, ef engin Ján hefði verið þar að fá. Talsvert var selt til útlanda af hrossum á árinu, en verðið var mjög lágt. Vjelarnar út- rýma liestaflinu meira og meira og ekki er sjáanlegt, að gróða- vænlegt verði í framtíðinni að ala upp hross til sölu til út- landa. Á árinu var unnið mikið að vegabótum og brúargerðum, en þær frainkvæmdir snerta mjög bændur eins og kunnugt er, því að bættar samgöngur eru undirstaða aukinnar fram- leiðslu. Það munu hafa verið bygðar 25 stærri og minni brýr og mun aldrei meira verið hafa. Ekki er kunnugt hvað verða muni uin járnbrautina inilli Reykjavíkur og Þjórsár, en eins og kunnugt er, voru samþykt lög um hana á síð- asta þingi. Lög þessi veita stjórninni heimild til að gefa h.f. „Titan“ einkaleyfi til að leggja hana og reka, og fjelagið hefur óskað að fá leyfið, en lengra mun það mál ekki kom- ið. Þess er þó að vænta, að stjórnin bregði ekki fæti fyrir þetta mikla framfaramál. Flóaáveitan varð að mestu fullgerð á árinu og var veitt á allstóra fláka í sumar, og þótti sýnt, að stórum betur sprytti, þar sem hún náði til. Nefnd sú, sein skipuð var til þess að gera tillögur um frekari fram- kvæmdir á áveitusvæðinu hef- ur skilað áliti sínu, en hvort farið verður eftir tillögum hennar mun óvíst. Mikill meiri hluti íbúa áveitusvæðisins er þó sagður því hlyntur, að fara eft- ir tillögum þessum. Hjer er ekki rúm til að skýra frá til- lögunum. Milliþinganefnd sú, sem síð- asta Alþingi ákvað að sctja til að endurskoða landbúnaðar- löggjöfina mun hafa litið starf- að, en hefur þó haldið nokkra fundi. Sagt er því, að ekki sje að vænta neinna stórra laga- bálka frá hennar hendi á næsta þingi. Víða um landið er vaknaður mikill áhugi fyrir jarðabótum og þakka það margir jarðrækt- arlögunum. Eftirtektarvert er það hve víða má sjá, þegar far- ið er um landið, allstóra ný- brotna landfláka utan túns eða i túnjöðrum. Þetta sýnir, að á- huginn fyrir aukinni túnrækt er vaknaður og er það mikið gleðiefni, því að því verður að stefna að hafa sem mest af ræktuðu landi. Heyskapur á snöggum og þýfðum mýrum getur ekki borgað sig með þvi kaupgjaldi, sem nú er. Á nýársdag 1928. Magnús Guðmundsson. Verslunarsamningur. Á mánudaginn var undir- skrifaður í Madrid verslunar- samningur milli Spánverja og Dana. Gildir hann um eitt ár og síðan framvegis verði hon- uin ekki sagt upp af öðru hvoru ríkinu með þriggja mán- aða fyrirvara. Samningur þessi gengur í gildi 1. mars 1928. í aukasamningi hafa Danir lofað því að upphefja auka- toll á vínum og hækka ekki toll á Spánarvínum. Ennfrem- ur er það tekið fram, að Spán- verjar hafa rjett til að segja upp samningnum með mánáðar fyrirvara, ef Danir hækka frá því sem nú er, toll á ýmsum tilteknum vörum, sem þeir framleiða. Aftur á móti fá Danir þær ívilnanir, að ýmsar framleiðslu- vörur þeirra, svo sem saltfisk- ur, ostur, mjólk (og ýmsar aðr- ar vörur) falla undir lægra toll- gjáld á Spáni en alment er grcitt. Innflutningstollurinn á dönsk- um saltfiski á Spáni hefir til þessa verið 32 pesetar fyrir hver 100 ltíló, en verður nú samlcvæmt samningunum 25,60 pesetar. Samningur þessi mun ekki hafa nein áhrif á innbyrðis að- stöðu íslensks fiskjar og fiskj- ar frá Færeyjum (en þaðan kemur sallfiskur sá er Danir flytja út) vegna þess að Danir hafa að undanförnu endurgreitt Færeyingum úr rikissjóði þann halla, sein þeir liafa beðið við það að njóta ekki bestu toll- kjara. Hefir sú upphæð num- ið 4—500 þús. krónumá ári. Er það nokkur bending um það, hver geysihagur oss hefir verið af Spánarsamningunum. Danir hafa um mörg undan- farin ár átt í samningum við Spánverja, en nú loks hafa þeir komist að bestu tollkjörum. Verður fisktollurinn samkvæmt þessum nýja samningi jafn og á íslenskum fiski. En nokkrar ívilnanir hafa Danir orðið að Iáta koma á móti. Má af þessu marka, hve rjettmætar eru hnútur þær, sem stundum hef- ir verið kastað að þeim mönn- um, sem áttu bestan þáttinn í því að Spánarsamningarnir komust á. Skipstrand. Þýskur togari, „Kromann", frá Cuxhaven, strandaði við Garðskaga á gamlárskvöld. Var skipið að koma frá Þýskalandi, hlaðið kolum. Mannbjörg varð en engu hefir verið bjargað af kolunum.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.