Vörður


Vörður - 07.01.1928, Blaðsíða 6

Vörður - 07.01.1928, Blaðsíða 6
4 V ö R Ð U R lygnuin og brimlausum. Þar er hver veiðistöðin annari betri, enda hef jeg sannípurt, að al- staðar hefir veiðst þar lax ein- hverntíma, þó af tilviljun væri, þvi að engin viðunandi lax- veiðatæki hafa verið notuð. Þar eru engar laxár, sem renna í firðina og trúa menn því ekki að lax sje þar. Frh. Sjóhrakningar um jólin. Kveldið fyrir Þorláksmessu lagði vjelbáturinn „Höskuldur" á stað frá Reykjavík til Vest- mannaeyja. Er báturinn eign Gísla Magnússonar, og hafði hann sjálfur skipstjórn á hendi. Fimtán menn voru á bátnum, flestalt farþegar. Bátur þessi hrepti hið versta veður og lenti í mestu hrakningum. Daginn eftir að hann fór hjeðan gerði blindbyl með frosti. Rifnuðu þá forseglin og komu ekki fram- ar að gagni. Á aðfangadags- morgun rofaði nokkuð til, svo að til lands sást, en þá bilaði vjelin. Hrakti þá bátinn af leið. Á aðfangadagskvöldið sneri bæjarfógetinn í Vestmannaeyj- um sjer til dómsmálaráðuneyt- isins og var þá „Óðinn“ send- ur að leita bátsins. Hitti „Óð- inn“ bátinn síðdegis á jóladag og dró hann til Vestmanna- eyja. Drengur verður úti. Á Þorláksmessu fóru 3 menn frá Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd upp í heiði til að gæta að fje. I för með þeim var 11 ára gamall drengur, Ingvar að nafni, sonur Benjamíns bónda í Knarrarnesi. Er leitamenn voru skamt á veg komnir mæltu þeir fjárhóp og ætluðu nú að senda drenginn heim með fjeð. Nokk- urt fjúk var og hefir drengur- inn því vilst og farið þvert úr leið. Leitarmenn komu innan skamms heim og bjuggust við að drengurinn væri þar fyrir, en svo var ekki. Var þá þegar hafin leit að honum, en reynd- ist árangurslaus. Á aðfangadag var hafin leit að nýju og fannst drengurinn þá örendur. Hafði hann farið miklu lengri veg, en nokkur hafði gert ráð fyrir. Læknir var til kvaddur og var það álit hans að drengurinn héfði andast ekki löngu áður en hann fanst. Trúmálarit. Fyrir jólin komu út „Ræður og kvæði“ eftir Krishnamurti, þann er margir guðspekingar telja nýjan heimsfræðara er valda muni aldahvörfum í trú- arsögu mannkynsins. Ræðurnar eru fiinm og voru fluttar í Ommen í Hollandi í sumar. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir gefið bókina út. — Þá hefir Guðspekifjelagið á Akureyri gefið út fjóra fyrirlestra eftir Annie Bcsant: Koma mannkyns- fræðarans í Ijósi austrænnar og vestrænnar sálarfræði". Frú Kristín Matthíasson hefir þýtt erindin. Halldór Kolbeins ffreslur á Stað í Súganda- firði hefir gefið út nokkrar prédikanir og nefnt ritið: „Til- gang lífsins". Bókin kemur í heftum og eru tvö komin. Ritstjóraskifti urðu við Alþýðublaðið um áramótin. Ljet Hallbjörn Hall- E3EEJ ,,SHELL“ OLIUR eru þær bestu, sem hingað flytjast. Verðið mikið lækkað og hvergi lægra. Hf. Olíusalan Revkjavík. Sími 2308 (skrifstofan). — Sími 2208 (olíugeymarnir). HHHHBtíHSSSHHHHHESfflö ESIlflJEJ HHHHBHHHHHHH^^^ jMlllllill!lllllll!llllll!!llll!llll!llllll!IIIIIIl!l!IIE!lllll!l!llllllllllllllll!t!ll!?llli:!llll!IIIII!itllllllllllIIIIIII]lli:il!lllUl!mimi!1^ | Veðdeildarbrjef. I •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Ei Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. | flokks veðdeiidar Landsbankans fást g g keypt í Landsbankanum og útbúum g g hans. g ' Vextir af bankavaxtabrjefum þessa g g flokks eru 5%, er greiðast í tvennu g g ' lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. | g Söluverð brjefanna er 89 krónur g fyrir 100 króna brjef að nafnverði. I g Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. | Landsbanki ÍSLANDS. | liiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ dórsson af ritstjórn blaðsins, en við tók Haraldur alþm. Guðmundsson. ísaf oldarprentsmið j a 50 ára. ísafoldarprentsmiðja hefir ný- Iega gefið út söguágrip um 50 ára starfsemi fjelagsins. Hefir Klemens Jónsson sainið ágripið. Er það myndum prýtt og hið vandaðasta að öllum frágangi. Vestmannaeyjaspítalinn. Vestmannaeyjum 31. des. F. B.—í gær fór fram afhending á hinum nýja spítala, sem Gísli Johnsen konsúll hefir reist. Húsið er fyrir 30 sjúklinga, 19,5X10,5 metr. að stærð, mjög vandað og veglegt. Kvenfjelag- ið „Líkn“ gaf 30000 kr., aðrar stofnanir og einstakir menn samtals 30—40000, sem konsúll- inn hefir safnað, en afganginn gefur hann og frú hans. Húsið með innanstokksmunum öllum kostar hátt á annað hundrað þús. krónur. Spítalinn hafði áður en afhending fór fram verið tekinn út af landlækni, húsameistara rikisins, bæjarfó- geta og hjeraðslækni og John- sen konsúll lofaði að bæta því við, sem að dómi úttektarnefnd- arinnar á vantaði, fyrir 1 mars n. k., því þá á spítalinn að taka til starfa. I tilefni af þessari stórhöfðinglegu gjöf hjelt bæj- arstjórnin konsúlnum. land- lækni og húsameistara ríkisins, sem hefir gert uppdráttinn að húsinu, stjórn Kvenfjelagsins og öðrurn sem við spítalamálið hafa verið riðnir, veislu, og fór hún fram i gærkvöldi í spítal- anum. Spítalanefndin og 40— 50 manns voru þar. Ai'henti þar konsúllinn spitalann í hendur bæjarstjórnar til fullrar eignar og umráða. Auk hans tóku til máls landlæknir, sem vígði hús- ið til sjúkrahúss, húsameistari, bæjarstjóri, bæjarfógeti, hjer- aðslæknir, sjera Jes Gíslason, sjefa Sigurjón Árnason, Páll Bjarnason skólastjóri og Kolka læknir. 1 dag er húsið opið fyr- ir almenning og sýna læknarn- ir það þeim, er vilja. Spítalinn verður síðan opnaður til afnota af Iandlækni áður en hann tek- ur til starfa. Bandaríkin Hinn 3. jan. var símað: Kel- logg, utariríkismálaráðh. Banda- ríkjanna, hefir tilkynt frakk- nesku stjórninni, að Bandarik- in sjeu reiðubúin til þess að taka þátt í því að gerður verði frakknesk-amerískur gerðar- dómssamningur. — Ennfremur hefir Kellogg tilkynt að Banda- ríkin sjeu fús til þess að taka þátt í gerð samnings, er saminn sje í því skyni, að lýsa ófrið ólöglegan. Hugmynd Kellogs er, að Fralddand og Bandaríkin ríði á vaðið og skrifi undir slíkan samning, en síðan aðrar þjóðir. Daginn eftir lcom annað skeyti: Uppreisnarmönnum í Nicaragua og herliði Bandaríkj- anna þar í landi, hefir lent sam- an. Ákafir bardagar. Eitt hundr- að og fimtíu Bandaríkjaher- menn hafa verið drepnir af her uppreisnarmanna. Stjórnin i Bandaríkjunum hefir sltipað svo fyrir, að senda skuli hjálp- arlið til Nicaragua, til þess að bæla niður uppreisnina, og vernda Bandaríkjamenn. Kmid Berlin ritar i Nationaltidende 14. des. um tillögu þá um trygg- ingu heimsfriðarins, sein Guðm. Finnbogason hefir sett fram í bók sinni Stjórnarbót. Eins og kunnugt er stakk G. F. þar upp á þvi, að sett skuli ákvæði um það í stjórnarskrár allra ríkja, að samþykki þings þyrfti til þess að hel'ja stríð og að það þirig, sem á þann hátt krefðist þess að borgararnir gengju út i opinn dauðann fyrir ættjörð- ina, skyldi þegar leggja niður völd og þingmennirnir og stjórnin fara manna fyrst á vígvöllinn, úr því að þess væri krafist af öðrum borgurum að | Tófuskinn 1 kaupir hæsta verði *„ísl. refaræktunarfjel.". | K. Síefánsson 1 Laugaveg 10. Sími 1221. þeir gengju út í opinn dauðann fyrir föðurlandið. K. B. hefír sitthvað við tillögu G. F. að at- huga, en bendir á að sjálfsagt sje að gefa henni gaum, úr þvi að enn sjeu engin önnur ráð fundin til þess að tryggja frið- inn, og skorar á fulltrúa Norð- urlanda í Þjóðabandalaginu að vekja máls á tillögunni í Genf. PlIKNTSMIÐJAN GUTENBERG.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.