Vörður


Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 2

Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 2
2 V Ö R Ð U R þúsunda. Er nú rjett að þegja við þessu öllu, strika nauðsyn- legustu verklegu framkvæmdir út úr fjárlögunum, til þess að útgjalda-nýgræðingar stjórnar- inn argeti þrifist og dafnað i eyðum ógerðra vega, brúa, sima, vita og hafna? Jeg segi hiklaust nei. Enn er ekki full- reynt hversu fast stjórnin held- ur við þessi áform sin. En svo getur farið, að á þessu þingi verði menn að nýju að svara spurningunni: Verðskuldar sú stjórn að fá tekjuhallalaus fjárlög, sem hleð- ur ónauðsynlegum og jafnvel al- óþörfum útgjöldum á landið, en vill fá fjárveitingar til nauð- synlegustu verklegra fram- kvæmda stórum lækkaðar, til þess að jöfnuður haldist? Komi það undir mitt atkvæði að svara þessu nú á þinginu, þá get jeg búist við að afstaða min verði svipuð og á þinginu 1922. Frh. Elliglöp B. Kr. Svo heitir greinarstúfur í stjórnarblaðinu „Tíminn“ 18. febrúar. Telur greinin að Jurðu- leg endaskifti hafi orðið á mjer gagnvart samábyrgðinni. Nú hafi jeg ásamt fjelögum mínum í Efri-deild borið fram frumvarp til laga, þar sem stofnað sje til nýrra samábyrgð- arfjelaga, „sem að ábyrgðarfyr- irkomulagi yrði aigerlega hlið- stætt samvinnufjelögum bænda“. Þessu er bændum, sem í fjar- lægð búa, og fylgjast ekki með því sem gerst hefir, ætlað að renna niður. Telur blaðið að jeg hafi farið i gegnum sjálfan mig vegna elliglapa, eða að jeg hafi skrif- að áður gegn samábyrgðinni á móti betri vitund. Ekki dettur mjer í hug að ætla, að ritstjórn blaðsins viti ekki, að mikill munur er á því, hvort 10—30 menn (eða íbúar eins hrepps), sem gerþekkja hver annars hag, gangi í samá- byrgð fyrir afmældri lánsupp- hæð, sem tekin er til eins árs í lengsta lagi, i staðinn fyrir að t. d. 8000 menn gangi sain- an í slíka ábyrgð fyrir óákveð- inni miljóna kr. lánsupphæð til óákveðins tíma, sem ekki þekkja hvers annars hag, eiga heiina sinn á hverju Iandshorniv og enga sjerstaka tryggingu setja fyrir lánum sínum, og sem þeir enga hugmynd geta haft um hvernig er breitt og hvar endar, eins og hin almenna samábyrgð er í kaupfjel. — Visvitandi blekking hlýtur þetta að vera, og sem vitanlega er ekki nein nýjung í þeirri verk- smiðju. Elliglöp mín, og hvort jeg hafi farið í gegnum sjálfan mig í þessu atriði geta menn sjeð af riti mínu „Verslunarólagið“ er jeg skrifaði 1921, standa þar þessi orð á blaðsíðu 24: „Mitt álit er að sjálfskuldar- ábyrgð i slikum kaupfjelögum mætti aldrei ná yfir meiri við- skifti en þarfir eins hrepps“. Bendi jeg þar á Kaupfjelag Borgfirðinga til fyrirmyndar, sem hafi þetta fyrirkomulag, og sem hefir það enn þann dag i dag. Ennfremur segi jeg um á- byrgðirnar í sama riti á bls. 49: * „Sjálfskuldarábyygðir eiga að geta verið næg trygging fyrir stuttum lánum, eins og veð- trygging fyrir lengri lánum, ef skynsamlega er með farið. En eins og hægt er að lána ófor- svaranlega há lán út á fasteign, eins má lána of mikið út á traust manna“. Og færi jeg svo rök fyrir því að svo er gert í kaupfjelögun- um, eins og reynslan er nú líka búin að sýna og sanna. í síðara riti mínu: „Svar til Tímarits íslenskra samvinnufjelaga 3. hefti 1922“, tala jeg enn um samábyrgðina og segi á bls. 27: „í þessu liggur auk annars, að samábyrgðin er lítilsvirði þegar hún er svona víðtæk (eins og í kaupfjelögunum), sem hún getur verið mikils- virði, ef ábyrgðarhringurinn er nógu litill og menn finna til og vita um ábyrgð sína“. Áður en kaupfjelagsskapur- inn var gerður flokkspólitískur, illu heilli, og komst undir áhrif sósíalismans, litu foringjar kaupfjelagsstefnunnar sömu augum á samábyrgðina, eins og jeg gerði þá og geri enn, sem sjá má í sama riti Svarinu á bls. 17. Þar stendur þetta eftir Sigurð heitinn Jónsson fyrver- andi ritstjóra Tímarits kaup- fjelaganna í 8. árg. bls. 160: „Samábyrgðartilfinningin verður þá fyrst rjettilega vak- andi og ábyrgðin út á við ekki svo ægileg, þegar menn vita að fyrirkomulagið er alstaðar svo a,ð nánasta ábyrgðin, og í raun og veru aðalábyrgðin, ef öll stjórn er í góðu lagi, hvílir á mönnum í smáflokkum. Þar er þá hægt að fá yfirlit, þegar starfshringurinn er ekki stærri en svo, að hver þekkir annan, og hverjum er ljóst, hvernig deildungar hans eru á sig komnir með fjárhagsástæður, skilsemi, fjelagslegan hugsunar- hátt o. s. frv. Mönnum er eðli- lega fremur óljúft, að standa í í fullri ábyrgð með öll sín efni, fyrir marga fjarlæga menn, sem þeir hafa hvorki heyrt nje sjeð“. Og svo heldur ritstjórinn (S. J.) áfram, og segir: „I skjóli vakandi og vilja- góðrar samábyrgðar-tilfinningar í smáhópum, hefir margur fá- tækur en nýtur fjelagsbróðir flotið og flýtur enn. Komi slík- ur maður fram með þarfir sín- ar og fjelagsvilja gagnvart hon- um ókunnugum ráðsmanni á stóra fjelagsbúinu, stuðnings- laus af öðrum fjelagsmönnum, og með litlar frambærilegar tryggingar, eftir almennum víð- teknum reglum, þá er eðlilegt að í flestum tilfellum fari svo, að maðurinn verði að hröklast úr fjelaginu með flæðiskerið framundan sjer og sínum. En slikt er þó vissulega ekki til- gangur samvinnufjelaganna". Aftan við þessi orð ritstjóra Tímarits kaupfjelaganna (S. J.) bæti jeg svo við þessum orð- um frá sjálfum mjer á bls. 18 í Svarinu: ,,ÖI1 þessi orð ritstjórans (S. J.) eru eins og töluð úr huga mínum og alveg í samræmi við það, sem jeg hefi haldið fram í riti mínu (Verslunarólaginu)“. Nú getur Tíminn haldið á- fram að blekkja bærídur eins og hann vill með því, að jeg hafi farið í gegn um sjálfan mig og að það áje af elliglöpum að jeg skrifaði mig sem flutnings- inann á frumvarp íhaldsmanna um atvinnurekstrarlán. Og það ætti að vera öllum ljóst, að íhaldsmenn þurfa eng- in frekari rök að færa fyrir þessu frumvarpi en felast í framangreindum skýrum rök- um Sigurðar heitins Jónssonar ritstjóra Tímarits kaupfjelag- anna og fyrverandi ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Kristjánsson. Skurðgröfturinn í Skagafirði Eins og kunnugt er veitti Al- þingi 1926 32 þús. kr. til þess að kaupa fljótandi skurðgröfu, sem síðar yrði reynd á svo nefndum Staðar- og Lang- holtsmýrum i Skagafirði. — Skömmu eftir þingslit fól þá- verandi atvinuumálaráðherra, Magnús Guðmundsson, Árna G. Eylands að annast kaup á skurðgröfunni, enda hafði hann meðfram samkv. beiðni stjórn- ar „Áveitufjel. Freyr“ í Skaga- firði aflað allra upplýsinga um þessi tæki og rannsakað líkurn- ar fyrir nothæfi þeirra hjer á landi. Árni hjelt samsumars til Svíþjóðar til þess að kynna sjer skurðgröfur þar og stað- hætti. Eftir nokkra rannsókn tókkst honum að komast í sam- band við merkan verkfræðing, er hefir unnið mikið að skurð- greftri í Norður-Svíþjóð og fundið upp meðal annars sjer- stök tæki sem sett eru á skurð- gröfur til þess að vinna með seigan jarðveg. Þessi maður tók að sjer smíði skurðgröf- unnar og skyldi sjerfræðingur fylgja til þess að setja hana saman. Skurðgrafan kom til Sauðár- króks í sept. 1926; var þá þeg- ar byrjað að flytja, var það bæði seinlegt og erfitt verk, því mörg stykki voru bæði stór og mjög þung. Skurðgrafan var sett saman við svo nefnda Stóru-Grafartjörn; var unnið að því kappsamlega, en ekki var skurðgrafan fullbúin fyr en í lok októbermánaðar, enda var tíðin oft mjög óhagstæð, hríðar og illviðri. Ekki var skurðgrafan reynd svo teljandi væri, enda var þá komið 14— 16 stiga frost; var henni lagt í vetrarlagi á Stóru-Grafartjörn. Skurðgröfunni svipar nokk- uð til flatbotnaðrar ferju, um 52 fet á lengd og um 14% fet á breidd, með allstóru vjelahúsi á þilfari og upp af því eins- konar turn, þar sem skóflurnar hvolfa úr sjer; sinn rennustokk- urinn liggur til hvorrar hliðar út frá turninum. Aflvjelin er F'ordsons-mótor. Mokstursskófl- urnar moka jarðveginn framan við ferjuna og liytja upp í rennurnar. Hver skófla tekur um 50 potta og fara 22 skóflur upp á mínútunni þegar vjelin er í fullum gangi. Framan við skurðgröfuna er ás inikill með mörgum hnífum, snýst hann all-hratt þegar grafið er og los- ar jarðveginn fyrir skóflurnar. Skurðgrafan ristir tæp 3 fet með hæfilegri kjölfestu. Byrjað var að grafa ineð skurðgröfunni 12. maí síðast- liðið vor. Landið, sem grafið var, voru mest kílar og tjarnir, með alt að mittisdjúpu vatni, en þess á milli hólmar og há- vaðar með alt að 2 feta þykku reiðingslagi. Stjórn Ávcitufjel. Freyr hafði uinsjón með greftr- inum. Hafði hún ráðið 2 menn á gröfuna meðan vinnufært væri, en bændur, sem unnið var hjá, áttu að leggja til hjálp eftir því sem þörf krefði. Telst svo til að það væri rúinlega 1 dagsverk annan hvern dag. — Fyrstu 2—3 vikurnar vanst lítið, bæði vegria þess að menn- irnir voru óvanir, en þó eink- um vegna þess, að klaki var ekki farinn úr hólmum og há- vöðum, sem grafa varð í gegn um, þótt kílar og tjarnir væru fyrir löngu klakalausar. Vegna þess varð að hætta þar sem fyrst var byrjað að grafa, og flytja gröfuna í aðra átt; leiddu af þessu flutningar fram og aftur, sem urðu dýrir og taf- samir. Þurkarnir seinni part sumarsins töfðu einnig mjög fyrir greftrinum, gætti þessa einkum vegna þess að grafa varð móti hallanum og varð því örðugra er lengra dró fram með Langholtinu og hallinn óx. — Vatnið fjaraði örara en áætlað hafði verið, botn og bakkar reyndust ótraustir, sleptu vatn- inu þótt stíflað væri bak við gröfina. Vegna vatnsleysis varð að verja; allmiklum tíma til að hreinsa skurðinn, svo skurð- grafan gæti flotið eftir honum er hún var flutl. Vinnan við skurðgröfuna stóð yfir frá 12. maí til 22. okt. Að skurðgreftri var unnið samtals . . 96 daga Að hreinsun á skurðinum vegna flutnings, þar með talin dýpk- un Stóru-Grafar- tjarnar ......... 12y2 daga Tilraunir, viðgerðir og hreinsun yjela 14 daga Flutningar ......... 12 daga Samtals 134% dag Grafinn var aðalskurður geng um land Stóru-Grafar, Litlu- Grafar og Páfastaða, saintals 2190 metr. Er þá Stóru-Grafar- tjörnin eða dýpkun hennar ekki talin þar með. Að meðal- tali hefir skurðgrafan grafið 23 lengdarmetra á dag. í Stóru- Grafar og Litlu-Grafarlandi voru grafnir að meðaltali 29 og 30 lengdannetrar á dag, eri í Páfastaðálandi miklum mun minna; olli því vatnsskortur, tafir við stíflugjörð og ónóg að- stoð, lengst af að eins 2 menn við skurðgröfuna. Me'ðaldýpt skurðsins er 2 metrar og breidd 7% metr. Skurðgrafan hefir því grafið samtals 32850 ten. metr. Ef lagt er á dagsverkið samkvæmt þeim reglum, er trúnaðarmenn Bún- aðarfjel. íslands íylgja, eru það rúm 4106 dagsverk. Kostnaður við gröftinn hefir orðið: Kr. 1. Kaup og fæði .... 3654.00 2. Bensin, steinolíá og smurning á Sauð- árkrókshöfn ........ 1780.17 3. Tvistur, kol o. fl... 20.10 4. Viðgerðir á skurð- gröfunni og nauð- synl. tæki t. hennar 383.47 5. Stíflukostnaður . . 187.37 6. Uppskipun og ýms flutningsgjöld .... 178.00 7. Vextir af rekstrarfé og ýmisl. gjöld.... 212.83 Samtals kr. 6415.94 Samkvæmt framanrituðu hef- ir kostað rúmlega 19% eyri að grafa hvern ten.metr., en kr. 2.92 lengdarmetr. Mælt dags- verk hefir kostiað kr. 1.56. Skurðgröfturinn í sumár hef- ir sýnt og sannað: 1. Að skurðgrafan getur unnið allan venjulegan mýrajarð- veg, jafnvel seigasta reiðing. Þó borgar sig að hjálpa henni með því að rista sund- ur reiðingslagið hjer og hvar. 2. Að hún/grefur bæði fljótt og vel kíla og tjarnir, sem sök- um vatnsdýpis og rótleysis <erða tæplega ræst fram með handverkfærum. 3. Að hún grefur ekki mjórri skurði en 6 metra. 4. Að það er bæði örðugt og seinlegt að flytja gröfuna úr einuni stað í annan. 5. .Að hagkvæmast er að grafa ávalt undan hallanum. Að endingu skal á það bent, að tölur þær sem nefndar eru hjer að framan ber að skoða sem bendingu, en ekki sem rjettan mælikvarða á það, hvað skurðgrafan geti afkastað eða hvað mundi kosta að grafa ten.meterinn. Framræslan með skurðgröfunni síðastliðið sum- ar var í raun og veru tilraun. Þessi tilraun hefir sýnt okkur, að margt hefði getað farið bet- ur en fór. Að fenginni þessari reynslu geri jeg mjer von um að skurðgrafan afkasti l'ram- vegis nokkru meiru, án veru- legs kostnaðarauka, að óbreyttu verði á vinnu og steinolíu. Jón Sigurðssón. Ekki fjármálaráðherra. Þegar forsætisráðherrann var spurður hvers vegna stjórnin hefði ekki borið fram stýfing- arfrumvarpið, svaraði hann ekki öðru en þvi: Jeg er ekki fjánnálaráðherra. Forsætisráð- herrann er í því sem öðru ó- líkur starfsbróður sínum dóms- málaráðherranum, að hann vill að hver ráðherrann hafi sitt af- markaða starfsvið. Fjármála- ráðherrann á því að hafa fjár- málin með höndum og aðrir ekki. Jafnvel þó flokkurinn hafi haft eitthvert yfirlýst stefnumál, sem gert hefir ver- ið að aðalmáli í undanfarinni kosningabaráttu, svo sem geng- ismálið, verður það nú að hans dómi algerlega á valdi hlutað-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.