Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 1
VI. ár.
Reffajavíh 95. febrúar 1928.
Björn Kristjánsson
s j ötugur.
Barningur
]ónasar jónssonar
Eftir Jón Þorláksson.
Næstkomandi sunnudag, 26.
þ. m. verður Björn Kristjáns-
son alþingismaður sjötugur.
Óhikað má telja Björn Krist-
jánsson í fremstu röð sinna
samtíðarmanna og ber margt
lil þess. Hann hefir verið með-
al atkvæðamestu þingmanna í
meira en aldarfjórðung, og er
það enn. Að vísu hefir hann oft
verið afskiftalítill um hin
Björn Kristjánsson.
smærri mál, en í stað þess
hefir hann gefið sig óskiftan
við hinum stærri málum og
rannsakað þau af þeirri vaud-
virkni og nákvæmni, sem fáump
er gefin. Er það eðli Björns
Kristjánssonar að vita vissu
sína um hvern hlut. Er áhuga-
semi hans viðbrugðið og dugn-
aðurinn frábær. Björn er sam-
vinnuþýður maður, flokksmað-
ur ágætur, tillögugóður og holl-
ráður. t stórmálum þykir fæst-
um ráðum vel ráðið án hans
vitundar.
Björn Kristjánsson er löngu
þjóðkunnur maður fyrir stjórn-
málaafskifti sin, én hitt er á
færra vitorði hver aíburðamað-
ur hann er á öðrum sviðum. Þó
mun það sönnu nær, að þrátt
lyrir óvenjulega mikla stjórn-
málahæfileika, sjeu gáfur hans
mestar á vísindasviðinu. Hefði
hann vafalaust orðið afburða
vísindamaður, ef hann hefði
getað gefið sig óskiftan við
slikum iðkunum.
Þegar Björn hafði yfirstigið
övðugleika hinnar mestu fá-
tæktar og var tekinn að reka
verslun, sá hann brátt, hvílíkur
kostnaðarauki var að því á inn-
fluttum vörum, að skipin urðu
iðulega að sigla lóm til útlanda.
Þótti honum sem líklegasta
leiðin til þess, að bæta úr þess-
um galla á verslunarfyrirkomu-
laginu, væri sú, að útflutning-
ur tækist á einhverri þunga-
vöru, sem úr yrði unnin dýr-
mæt efni. Á þeim tima voru
hjer engir lærðir efnafræðingar,
en það taldi Björn Kristjáns-
son nauðsynlegt að öll efna-
rannsókn gæti l'arið fram hjer
á landi. Og þá tók hann sig til,
þó kominn væri á fimtugsald-
ur, fór til Þýskalands og settist
á skólabekkinn. Síðan hefir
hann óslitið unnið að þvi, að
leita að málinum og öðrum dýr-
mætum efnum hjer á landi og
orðið margs vis. Er nákvæmi
rómuð af þeim, sem dómbær-
astir eru á slíka hluti.
Björn er mjög fjölhæfur að
gáfum. Þrátt fyrir alt það starf
sem á hann hefir hlaðist í opin-
berum málum allskonar, fje-
sýslu í stórum stíl og vísinda-
iðkunum, hefir hann þó gefið
sig við sönglistarstarfi i tóm-
stundum sínum. Er hann mjög
söngvinn maður, hefir t. d. gef-
ið út söngfræðibók, sem mjög
hefir verið notuð í skólum
landsins og veitt hefir stað-
góða undirstöðuþekkingu í
söngfræði. Auk þess hefir hann
samið nokkur sönglög.
Hjer er ekki ætlunin að fara
ítarlega út í hin mörgu og marg-
víslegu störf Björns Kristjáns-
sonar. Hann ólst upp við fá-
tækt og erfið kjör. Hann hefir
aflað sér allrar mentunar af eigin
rammleik. Hann hefir um langt
skeið verið einn af forystu-
mönnum þjóðfjelagsins og gegnt
hinum þýðingarmestu og á-
byrgðarmestu Störfum. Sjaldan
er hljótt um slika menn. Og
Björn hei'ir þá heldur ekki far-
ið varhluta ai' ýmiskonar að-
kasti. En hann hefir ekki látið
það á sig fá en hvergi hvikað
frá settri stefnu.
Björn er enn við fulla heilsu
andlega. Og vonandi á þjóðin
enn eftir að njóta starfskrafta
hans, þekkingar og reynslu um
margra ára skeið.
Jón Ólafsson.
Frh.
Það er leiðihlegt verk að tína
upp missagnir og rangfærslur
úr löngum skrifum J. J. Skrif
hans eru svipuð moðhaug, þar
sem hver ljámúsin er annari
lilt. Þó allmargar sjeu tindar
úr og þeim kastað í eldinn, þá
verður altaf moðhaugur éftir.
Nokkrar skal jeg þó tína úr,
lesendunum til sýnis.
Mil j ónatek j uhallinn.
J. J. segir:
„í þingbyrjun 1924 hjelt J. Þ. á-
vítunanæðu mikla til fyrirrennara
sinna i stjórn landsins frá 1916, og
sýndi þar fram á ljettúð forkólfanna,
er ráðið liiifðu. Langmestan þann
tíma hafði J. M. samherji haris verið
stjórnarformaður og M. G. þingmað-
| ur og stundum ráðherra. ... Nú verð-
ur hann að játa með þögninni að
annaðhvort hefir hann ekki sjeð að
lrverju fór .. . eða hann hefir ekki
bent samhcrjum sinum á það. ...
Það var Tr. Þ. sem fyrstur sá fjár-
hagsvoðann og fletti ofan af liinni
gegndarlausu eyðslu i greinarflokkn-
um „Fjáraukaiögin miklu“. Með þögn
verður J. Þ. að játa á sig þau manu-
skemmandi orð, er hann hafði á þingi
við stjórn þá, er tók við af J. M.
1922, að liún verðskuldaði eltki tekju-
liallalaus fjárlög. Þessi orð beuda á
að Jón var þá svo gálaus, að honum
var sama þó landið lenti i fjárliags-
vandrœðum" o. s. frv.
Síðan svalar ráðherrann bræði
sinni ineð ummælum um mig
eins og „smámenni", „lítill son-
ur þjóðar sinnar“, „óhappamað-
ur“. Honum finst líklega að
slíkt sjeu stórar röksemdir,
mjer finst það lýsa rökþrotum.
Það eru bein ósannindi, að
jeg í erindi mínu um „Fjár-
stjórn landsins" í ársbyrjun
1924 hafi ávitað nokkurn mann
eða stjórnmálaforkólf. Jeg
sýndi með tölum fram á hvern-
ig komið var og beindi ábyrgð-
inni að hinum eina rjetta aðila,
þinginu og kjósendunum. Fyrstu
4 ár tímabilisins 1917—23 tók
jeg engan þátt í stjórnmálum,
að störfum mínum í fossa-
nefndinni undanskilduin. Árið
1921 sat jeg á þingi og mark-
aði þá þegar sömu gætilegu
stefnu i fjármálum, sem jeg
síðan hef fylgt, en það þing gat
engin veruleg áhrif haft á fjár-
mál þess sama árs; þau voru
fyrirfram mörkuð með áður
settum fjárlögum og lögum,
eins og ávalt er, í þetta sinn
með fjárlögum og annari laga-
setningu * frá Ijettúðarþinginu
1919. Og síðustu 2 árin 1922—
1923 sat Framsóknarflokkurinn
við stýrið. Þá keyrði um þvert
bak með fjárhaginn. Á þeim
árum söfnuðust allar lausa-
skuldirnar, sem verið var að
greiða árin 1924 og 1925, og þá
var fjárstjórnin í svo megnu ó-
lagi, að það vitnaðist eftir á,
að enginn þeirra þriggja ráð-
herra, sem Frsfl. setti til valda,
vissi hvað fjárhag ríkisins leið,
fyr en kassinn var tómur og
lánstraustið á þrotum um vorið
1923. Þá fann Kl. J. að eitthvað
var bogið, en mjer er óhætt að
fullyrða að hvorki hann nje
aðrir vissu til fulls hvernig'
komið var fyr en jeg lagði fram
hinar rjettu tölur í áðunefndu
erindi.
Það væri nú ef til vill ástæða
til að ámæla injer fyrir að-
gerðaleysi í málinu, ef jeg hefði
alveg þagað þar til i ársbyrjun
1924. En það gjörði jeg ekki.
Alþingistiðindin 1921—23 bera
mjer vitni um það, að jeg á
þessum þrem fyrstm þingum
mínum reyndi af ítrasta megni
að stöðva eyðsluna. J. I. gerir
mjer reglulegan greiða ineð þvi
að draga fram ummæli mín frá
þinginu 1922 um stjórnina, sem
verðskuldaði ekki tekjuhalla-
laus fjárlög. Þau unimæli komu
einmitt fram sem ávítur til þá-
verandi Framsóknarstjórnar fyr-
ir eyðslustefnu hennar, og þyk-
ir mjer rjett að birta ræðukafla
þann, sem ummælin geymast í,
svo sem sýnishorn af viðleitni
minni og annara þáverandi
„Sparnaðarmanna“ til þess að
stemma stigu fyrir straumi
eyðslunnar.
Tildrögin voru þau, að fjár-
veitinganefnd Nd. liafði m. a.
borið fram tillögu um að fella
úr fjárlögunum allar fjárveit-
ingar til mjrra símalagninga,
sem námu 154 þús. kr. eftir
frv. stjórnarinnar, sem áður
var. Jeg vildi láta fjárveitinguna
fá að standa, jafnvel þó af þvi
hlytist tekjuhalli á fjárlögunum,
en veita stjórninni heimild til
að láta framkvæmdirnar falla
niður ef þá væri nauðsyn fjár-
hagsins vegna, er til kæmi. Þetta
var nú vitanlega engin ógætni.
Ummæli mín um þetta fjellu
svo þannig (Alþt. 2922, B. bls.
117):
„Jeg verð svo að taka það
fram, að jeg tel það rangt að
leita jafnaðar á fjárlögunum
með þvi að strika út verklegar
framkvæmdir í landinu. Eink-
um tel jeg þetta óviðeigandi,
þeg'ar sá floldtur í þinginu, sem
styður stjórnina, vill ekki spara
þá byrði, sem virkilega dregur
um og mætti spara nefnilega
hina föstu árlegu Iaunabyrði.
Það hafa þegar verið boxnn
fram nokkur frv. þess- efnis, og
hefir þessi flokkur undir ötulli
forustu hæstv. forsætisráðherra
(S. E.) eindregið sett sig móti
þeim. Skal jeg t. d. taka, að í
8. hlað.
byrjun þingsins var komið
fram með till. um það, að kom-
ast af með tvo ráðherra, og var
það þessi flokkur eingöngu, sem
varð henni að bana. . .. Þessu
hefir svo haldið áfram undir ó-
trauðri forustu forsætisráðherra,
sem ekki hefir beitt áhrifum
sínum til annars frekar hjer í
deildinni, síðan hann komst í
það sæti, en leggjast á móti
sparnaðartill. þm. Jeg álít rangt
að ætla sjer að draga fjöður yf-
ir þetta með þvi örþrifaráði, að
skera niður nauðsynlegar fram-
kvæmdir sem þær, sem hjer er
um að ræða. Þykir mjer æði-
óviðeigandi áð afgreiða fjárlög
frá þinginu, þar sem verklegar
framkvæmdir eru feldar burt,
en alt óþarfatildur látið halda
sjer. Á slík stjórn sem þessi og
ekki skilið að henni sjeu afhent
tekjuhallalaus fjárlög. Væri líka
heldur von til, ef hún fengi að
þreifa á afleiðingum þessarar
stjórnarstefnu sinnar, að hún
kynni að bæta ráð sitt.
Afstaða mín til þessa máls
er þá i fám orðum sú, að jeg
vil greiða atkvæði á móti því,
að þessi liður sje feldur niður,
en gefa svo stjórninni heimild
til að stöðva framkvæmdirnar,
ef efnahagur og ástand krefst
þess“.
Þeir sem lesa orð mín í grein
J. J., slitin út úr rjettu sam-
hengi geta vel ímyndað sjer að
jeg hafi verið með eitthvert ó-
gætilegt eyðslutal. En nú vona
jeg að menn sjái, að þetta var
þvert á móti. Jeg var að and-
æfa eyðslunni með þvi sterk-
asta vopni sem til er, að láta
hana sjást i fjárlögunum, láta
hana koma þar fram í sinni
rjettu mynd sem orsök til tekju-
halla, í von um að stjórnar-
flokkurinn, sem ábyrgðina beif,
bæti þá ráð sitt.
Þetta var nú á þinginu 1922.
„Greinarflokkar" Tr. Þ. um
„fjáraukalögin rniklu" komu
fram einu ári scinna, um þing-
tímánn 1923. Það var sannar-
lega ekki hann, sem „fyrstur sá
* voðann". Þær greinir voru
ekkert annað en hatursfull og
ósanngjörn árás á stjórnmála-
andstæðing, eins og jeg áður
hef sýnt frain á, og komu ekki
fram fyr en löngu eftir að aðr-
ir (Sparnaðarbandalagið á
þingi) höfðu skipað sjer í fylk-
ingu til viðreisnar fjárhagsins
— þá fylkingu sem sigraði við
kosningarnar 1923 og leysti
verkefnið af hendi á næsta
kjörtftnabili.
En nú er aftur að verða líkt
ástatt og 1922. Nú rignir inn á
þingið frá stjórninni og nán-
ustu fylgismönnum hennar og
með fullum stuðningi stjórnar-
innar uppástungum um nýja
útgjaldaaukandi löggjöf, hvert
frumvarpið á eftir öðru með
aukningu árlegra útgjalda svo
nemur tugum og hundruðum