Vörður


Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 4

Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 4
4 VÖRÐUR ur með orðum lýst. Geislabaug- ur úr skíru gulli kemur upp fyrir aftan höfuð hans og veldissprota úr gulli ber hann í hendi sjer. Líkneski þetta hefir gert spánverskur snillingur, sem nú er uppi og heitir Campanya frá Barcelona. Er þetta frummynd- in sjálf, og má engar afsteyp- ur af henni gera, svo að þetta er hin eina sem til er í heimin- um. Líkneskið er í heild sinni gert í mjög fögrum klassiskum stil og er ljós vottur þess, að ríki Krists er enn í blóma á jörðu vorri, eigi síður en fyr á öldum. Hefir gjöf þessi vakið athygli mikla í erlendum blöð- um og er hún talin hið vegleg- asta listaverk, sem flutst hefir nokkru sinni hingað til lands. A. M. Orgelhljómleik, hinn 16. í röðinni, hjelt Páll ísólfsson fimtudagskvöld 16. þ. m. Frú Guðrún Ágústs- dóttir aðstoðaði með söng en Georg Takáks með fiðluspili. Hljómleikur þessi hófst á mjög tilkomumiklu og fögru kirkju- Jegu tónverlíi frá 17. öld eftir Vincenl Lúbeck, en aðalvið- fangsefnin voru tvö stórverk eft- ir Bach, Fantasia í G-dúr og Tokkata, adagio og fuga i C-dúr. voru bæði verkin kunn frá fyrri liljómleikum Páls og ná því meiri hylli sem þau eru oftar flutt. Aðsókn vai- góð. Margir sveitamenn koma við, er þeir eiga leið um, en hjer í Rvík eru margir menn er sækja stöðugt hljómleika þessa og telja sig eigi geta án þess verið. Jón Björnsson hefir nýlega flutt fyrirlestur um strákskapinn á Alþingi. Hefir erindi þetta vakið rnikla athygli, ekki síst vegna brjef- hirðinga starfsemi forseta sam- einaðs þings. Aldarafmæli Henrik Ibsens ætla Norðmenn að halda há- tíðlegt á fæðingardegi skáldsins 20. mars og dagana fyrir og eftir. Eiga hátíðahöldin í Osló að standa frá 14.—20. mars en í Bergen frá 22.—-23. Gert er ráð fyrir að leikin verði helstu leikrit Ibsens og auk þess verði allskonar hátíðahöld vegna þessa afmælis. Norðmenn hafa boðið Indriða Einai-ssyni að taka þátt í þessum fagnaði fyr- ir íslands hönd. Og mun hann ætla að þyggja boðið. Sveinbjörn Sveinsson frá Hámundarstöðum í Vopnafirði hefir sótt um styrk til Alþ. til að kenna mönnum að veiða lax í sjó. Eru lesend- ur Varðar máli þessu kunnugir af greinum þeim, sem birtust eftir Svbj. um þetta efni hjer í blaðinu, eftir áramótin. óðinn hefir nýlega tekið fimm tog- ara, 1 i vikunni sem leið, og 4 um síðustu helgi. íslenskur flugmaður. Eggert Briem, sonur síra Vil- hjálms Briems, er nýkominn heim frá Þýskalandi. Fór hann utan síðastliðið haust og hefir lagt stund á fluglist. Er hann fyrsti íslendingurinn, sem stundað hefir flugnám með það fyrir augum að leggja stund á flug hjer á landi. Þór hefir nýlega bjargað vjelbátn- um Haraldi, eign Geirs Sigurðs- sonar hjer í bænum. Sameining embætta. Þingmaður Árnesinga, Magn- ús Torfason hefir á síðustu þingum barist mjög fyi’ir sam- einingu embætta. Hann flutti meðal annars á síðasta þingi tillöguna um sameining pósts og síma. Á þessu þingi hefir hann ekki flutt neina slíka til- lögu, en hann hefir stofnað nýtt embætti. Yfirbrjefhirðingamaður Alþingis, er víst nafnið á því. Og hann hefir sameinað em- bættið forsetastarfinu i samein- uðu þingi. Þetta er að vera hug- sjónuin sínum trúr! Ný bók. Hundrað. og áttatiu öfugmæla- vísur. — Útg. Helgi Árnason, Safnahúsinu, Rvík. í safni þessu eru fjölda margar gamalkunnar vísur, þar á meðal: Sjeð hef jeg köttinn syngja á bók og Blindir dæma best um Jit. Hefir útgefandi viljað með safni þessu bjarga þessum einkennilega og þjóð- lega skáldskap frá að falla i gleymsku. •— Bókin kostar 1 krónu. Thomas A. Edison átti áttræðisafmæli 11. þ. m. Engan bilbug er þó á honum að finna í uppgötvana- og end- urbóta starfi hans. Vinnur hann enn dag hvern frá morgni til kvölds að ýmsum nýjum upþfinningum og endurbótum á eldri vjelum og verkfærum, sem hann hefir látið mannkyn- inu í tje. Virðist starfsþolið og áhuginn vera hið saina og þeg- ar hann var á ljettasta skeiði. Kafbátahernaðurinn. Einhver hreyfing virðist vera á það komin með Ameríku- mönnum og Englendingum, að takmarka að minsta kosti kaf- bátahernað, eða leggja hann jafnvel niður með öllu. Hefir utanríkisráðherra Bandaríkj- anna lýst því yfir, að Banda- ríkin sjeu reiðubúin til þess að skrifa undir alþjóðasamning, sem feli í sjer bann gegn notk- un kafbáta. Bresku blöðin hafa tekið líklega í þetta mál, en telja þó vafasamt, að hin stór- veldin fallist á þessa hugmyncL Og reyndust þau þar sannspá, því jafnskjótt ruku Frakkar upp, og lýstu sig andvíga þess- ari htigmynd. Telja þeir kaf- bátana nauðsynleg varnartæki fyrir ríki, sem ekki sjeu þess um komin fjárhagslega að byggja stóra flota. Róstusamt í Indlandi. Þjóðernissinnar eru enn á ferli í Indlandi og hafa stofnað til óeirða í ýmsum bæjum. — Orsökin til þessara óspekta þjóðernissinna nú, er talin vera ensk þingnefnd, sem nýlega er komin til Indlands þeirra er- inda að undirbúa tillögur um breytingar á stjórnarfari Ind- lands, og var svo til ætlast, að enginn Indverji ætti sæti í nefndinni. Það vildu þjóðernis- innar ekki þola og fóru því á stúfana. En herlið var notað til að bæla óeirðirnar niður. Nobile að týgja sig til pól- flugs. ítalski herforinginn, Nobile, sá er fór með Amundsen yfir norðurpólinn í loftsk. Norge, er nú kominn til Osló og er þar að undirbúa pólflug. Gerir hann ráð fyrir að leggja á stað til Svalbarða í aprílmánuði. Leið- angurinn á að fara í Vísinda- legum tilgangi. Snjóflóð og skriðuhlaup. í Noregi. Um 9. þ. m. gerðu inestu ó- veður viða í Noregi, og var tjón á nokkrum stöðuni af völdum þess. Skriður fjellu á Björgvinjarbrautina og eyði- Iögðu allmargar brýr, svo að samgöngur teptust. Snjóflóð fjell í Sogni og lenti á þrem í- búðarhúsum og eyðilagði öll. Síðustn frjettir sögðu að um 20 manns hefðu farist í snjóflóð- um í Suður-Noregi, og margar skepnur. Vatnavextir hafa nýlega valdið tjóni víðs- vegar um Evrópu. Hefir flætt yfir þorp á Norður-Frakk- landi og altra í Rínardalnum. Atvinnuleysi í Ameríku. Um þessar mundir er at- vinnuleysi hið mesta í Banda- ríkjunum. Talið að um 4 milj. manna sjeu þar atvinnulausir. Ríkisstjórnin í New York hefir hafist handa uin ýinsar opin- berar framkvæmdir til þess að bæta úr atvinnuleysinu og sár- ustu neyðinni. Eftir síðustu fregnum að dæma fer atvinnu- leysið sívaxandi. Hefir ástand- ið skapað ótta á kauphöllinni í New York. Sumstaðar hefir at- vinnuleysingjum og lögreglu lent saman. Merk uppgötvun um eðli krabbameins. Talið er að amerískur lælmir hafi gert merka uppgötvun við- víkjandi krabbameini. Hafi hann sannað. að taugar finnist í krabbalinútum. Sýni uppgötv- unin að ki*abbamein sje ekki sjálfstæð frumumyndun eins og áður hafi verið álitið. Norska stjórnin hefir Iýst JN'í yfir, að hún telji eflingu fjárhags rikisins að- alhlutverk sitt. 146 beitt á strengina. Æskilegast er að herfa skáhalt yf- ir strengina og krossherfa. Hin svokallaða króka- herfing (,,siksak“-herfing) er mjög vinnudrjúg. — Myndirnar skýra betur en orð hvernig henni er hátt- að; það er mismunandi eftir lögun flagsins. 35. mynd. Krókaherfing, ferhyrnd spylda. Það er sjerkennilegt við krókaherfinguna, að þeg- ar búið er að herfa einu sinni um alt flagið, eru í raun og veru búnar tvær umferðir. Það er búið að krossherfa flagið. Herfin þurfa altaf að bíta eins vel og kostur er. Rúðólfs- og Hankmóherfi verða ekki hvött, svo vel 147 sje, nema að taka þau snndur, og vill því bit þeirra verða mis- brestasamt. Það er auðveldara að halda diskaherfunum beitt- um. Um leið og' talað er um herfí og herfingu er rjett að minnast á slóðann. Hann er notaður til að jafna flögin, um leið og herfað er, ef þess er þörf. Notk- un hans er þess vegna nátengd herfingunni. Slóðinn er fer- hyrnt grind úr trjám og plönk- um. Stærð og þyngd hans má ekki vera minni en við hæfi þriggja hesta. Góður og þung- ur slóði er mikilvirkur að jafna og mylja, og slóðadrálturinn getur oft sparað herfingu eða flýtt fyrir henni. Áburður. — í kaflanum um áburð, bls. 91—93, er gert ráð fyrir því að búfjáráburðurinn sje notaður í flögin og tilbúni áburðurinn á gömlu túnin. Verður að halda fast við það, nema alveg sjerstakir örðug- leikar sjeu á þvi að koma bú- fjáráburðinum í flögin. Búfjár- áburðurinn á að komast ofan i jörðina. Það er takmarkið. aflönfl spilda. 148 Þannig' notast áburðurinn best. Við það sparast vinna við ávinslu, og þannig fæst mest öryggi um góða ræktun . Það er vandalítið að koma áburðinum ofan í flög— in á rjettum tíma, og þó er ákaflega mikill misbrest- ur á því að það sje gert. Það er engu likara en að gamla aðferðin, að láta megnið af áburðinum verða að litlu liði ofanjarðar, ætli að lifa af „siðaskiftin‘c og þrífast þótt farið sje að nota áburðinn í rótuð 1‘lög i stað þess að bera hann á gróin tún. Aðferðin er slæm, og óþörf, því að við nýræktina er völ á betri úrræðum. Áburðurinn er borinn i flögin á vorin. Þegar búið er að ákveða hvað mörg hlöss eigi að bera á málið, er athugað hvað hvert lilass eigi að nægja á marga fermetra og hve langt bil eigi að vera milli hlass- anna. Það er ósiður að aka af handahófi i flögin, og; gera sjer enga grein fyrir þvi, fyr en eftir á, hvað» mikill áburður kemur á hverja flatareiningu. Áburð- inum er annað tveggja dreift úr kerrunni um leið og ekið er, eða hlössunum er dreift strax á eftir. Aburð- inum er dreift svo rækilega, að lwergi sjái þess merki hvar hlössin hafi verið. Þegar búið er að dreiía áburðinum er hann herf- aður niður, samdægurs, eða i síðasta lagi daginn eftir. Það er afar áríðandi að áburðurinn liggi ekki lengi ofanjarðar í flaginu, hvorki i hlössum nje dreifður. Við danskar tilraunir kom i ljós að það fjekkst eins mikil uppskera eftir 1000 kg. af áburði, sem vaar plægður uiður um leið og hann var fluttur á akur- inn, eins og eftir 20^0 kg. af áburði sem lá 4 sólar-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.