Vörður


Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 3

Vörður - 25.02.1928, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 eigandi ráðherra en annara ekki. Nú reynir stjórnarflokkurinn að verja aðgerðarleysi sitt í gengismálinu með því að að- staðan sje breytt frá því að fyr- verandi stjórn sat við völd. Sú stjórn hafi fylgt hækkunar- stefnu, og hafi því verið nauð- synlegt að binda hendur henn- ar með lagaboði. En nú sje komin festingarstjórn til valda og þess vegna reki engan nauð- ur til þess að bera nú fram lagafrumvarp um festingu gjald- eyrisins. Um Tryggva Þórhallsson vita allir, að hann er festingarmað- ur en hann er „ekki fjármála- ráðherra“. Um Jónas Jónsson er einnig vitanlegt að hann er festingarmaður, en hann er heldur „ekki fjármálaráðherra“. Um Magnús Kristjánsson hefir verið sagt, að hann væri ekki festingarmaður — og hann er J fjármálaráðherra. Samkvæmt áliti forsætisráð- herrans er fjármálaráðherrann einráður um það, hvaða tillög- ur stjórnin gerir í gengismál- inu. Og þá fer því fjarri að hægt sje að tala um stjórnina í heild sem festingarstjórn. Ekkert hefði verið eðlilegra en að úr- lausn aðalmálsins, hefði verið fengin í hendur þeim ráðherr- anum, sem ötullegast hafði bar- ist í því. Ef flokkurinn hefði því þorað að fylgja fyrri stefnu sinni í gengismálinu, hefði hann auðvitað falið Tryggva hóhallssyni fjármálin á- samt forsætisráðherrastörfun- um. Flokkurinn varð að hvika irá stefnunni vegna fylgis jafn- aðarmanna. Þess vegna var eini maðurinn í þingflokknum, sem mótfallinn var verðfestingu gerður einvaldur í fjármálun- um. Mjög margir greiddu Fram- sóknarmönnum atkvæði af því að þeir óskuðu verðfestingar. I’jöldi þeirra kjósenda er svo skuldum hlaðinn, að þeim virt- ist ofraun ef skuldabagginn þyngdist. Þessir menn höfðu vissulega ekki búist við því, að eini maður flokksins, sem vitað var um að ekki fylgdi stefnu flokksins í aðalmálinu, yrði gerður eim'aldur um afdrif þess. Þeir höfðu ekki búist við því, að sjálfur Tryggvi Þórhallsson inyndi skjótast bak við and- stæðing sinn í aðalmálinu og tísta: Jeg er ekki fjármálaráð- herra. Atvinnurekstrarlánin. Fregninni um það, að kom- ið væri fram á Alþingi frum- varp, sem miðaði að því að bæta úr veltufjárskoti bænda, hefir verið tekið með hinum mesta fögnuði i sveitum landsins, hvarvetna, sem til hefir spurst. Eru bændur og orðnir langeyg- ir eftir slíkri stofnun, og víða á þingmálafundum hafa verið samþyktar áskoranir til Alþing- is um að taka þetta mál upp. Eflaust hafa ýmsir Framsókn- armenn út um land vænst þess að „bændastjórnin“ inyndi láta það verða eitt af fyrstu verkum sinum, að bera fram slíkt frum- varp. En þó undarlegt megi virðast hefir ekki andað neinni hlýju til frumvarpsins úr einka- herbúðum stjórnarinnar. Tím- inn frá 11. þ. m. gat frumvarps- ins með þessum orðum: „íhaldsmenn í Ed. flytja frv. um að ríkissjóður ábijrgist alt að, 5 milj. kr. atvinnurekstrar- lán handa Landsbankanum“. Þetta var alt sem blaðið hafði um málið að segja að sinni. Ekkert getið um það til hvers atvinnurekstrarlánin væri ætluð, að eins um það að ríkissjóður ætti að ábyrgjast „handa Lands- bankanum". Þegar í minni eru höfð ummæli blaðsins um á- byrgðarheimild þá, sem sam- þykt var vegna Landsbankans á síðasta þingi, og hugleitt hvers- konar tilfinningar þau ummæli áttu að vekja i brjóstum lesenda blaðsins, verður ekki sagt að vingjarnlega sé hér mælt í garð frumvarpsins. í síðasta blaði Timans er svo ofurlítið minst á frv. í grein um „tryggingar atvinnurekstr- arlána“. Er í rauninni eklcert gengið inn á efni frumvarpsins, en greinin mestmegnis bolla- leggingar um ósliilsemi, skipu- lagsleysi o. s. frv. 1 smágrein annarsstaðar í blaðinu er veitst að Birni Kristjánssyni fyrir skoðanaskifti um samábyrgð bænda. Er þeim ásökunum svar- að af Bj. Kr. hjer í blaðinu í dag. En þótt aðalmálgagn stjórn- arinnar hafi tekið málinu með meira tómlæti en margur hefði niátt vænta, fer fjarri því, að vjer viljum gera Framsóknar- mönnum á þingi þær getsakir að þeir muni leggjast á móti frv. Það er þvert á inóti full- komin ástæða til að ætla að þessir fulltrúar bænda muni ljá því fylgi sitt alveg óhikað. „Þinglegt oröbragö“ og „strákskapurinn á Alþingi". Alþingi er friðhelg stofnun og þingmönnum eru áskilin rjettindi umfram aðra menn meðan þeir eru að þingstörf- um. Þeirri vegsemd, sem þeiin er þannig áskilin, fylgir vandi Þess er meðal annars krafist, að þeir hagi jafnan orðum sínum svo sem hæfir kurteisum mönnum og siðfáguðum. „Þing- legt orðbragð" hefir hingað til verið talin ímynd virðulegs og vandaðs orðfæris. En ekki þarf nema einn gikkinn í veiðistöðina. Á síðustu árum hefir verið undan því kvartað, að „tónninn" sem ríkt hefði í ræðum sumra þing- inanna, væri með minni höfð- ingjabrag en áður hefði tíðkast. Einn maður hefir gengið á und- an í því, að lækka takmörkin fyrir því sem talist hefir þing- legt velsæmi í orðfæri. Hann hefir farið inn í þingsalinn með strákslegan og ósæmilegan vaðal, staðlausar getsakir, og persónuleg bríxl um einstaka menn. Dómsmálaráðherrann nú- verandi hefir á undanförnum þingum og framan af þessu þingi gerst „gikkurinn í veiði- stöðinni“. Haldi því áfram, að áhrifamenn þingsins láti sjer sæma að viðhafa i sölum AI- þingis óvirðulegt orðfæri, getur ekki hjá því farið að hugtakið „þinglegt orðbragð“ glati þeirri merkingu, sem það hefir nú. Þá gæti jafnvel svo farið að merk- ingin snerist alveg við, að sögu- burður, sleggjudómar, ósann- indi, illkvitni og dylgjur yrði talið „þinglegt orðbragð“. Nýlega var fluttur hjer í bænum opinberlega fyrirlestur um „stráksskapinn á Alþingi“. Er það til marks um það, að hjer sje ekki alt með feldu, að nokkur maður skuli leyfa sjer að tala um „strákskap“ í þeirri virðulegu stofnun. Fyrirlesari tilfærði ýms orðaskifti úr þing- tíðindum, gömlum og nýjum, í stórum deilumálum, til sönnun- ar þvi, að orðfærinu hefði mjög hrakað frá því sem áður var. En í sambandi við þetta er- indi gerðist mjög eftirtektar- vert atvik. Fyrirlesarinn hafði sent öllum þingmönnum að- göngumiða að erindi sínu, í lok- uðum umslögum, og skrifað utan á til hvers einstaks. Brjef- in höfðu að venju verið lögð á borðin við sæti hvers þing- manns. Hafði þetta gerst eftir þingfund og voru þá flestir þingmenn farnir úr þinghúsinu. Morguninn eftir var forseti sameinaðs þings snemma á ferli. Þegar hann kemur í sæti sitt sjer hann að þar liggur brjef til hans. Hann rífur upp brjefiö, lítur á innihaldið, og verður fár við. Lætur hann síð- an greipar sópa um öll borð, og safnar saman öllu þvi sem hann sjer af samskonoar umslögum og skipar svo fyrir að sendanda brjefanna skuli gert aðvart um að hirða þau! Þetta gerði hann að fornspurðum þeim mönnum sem brjefin voru send. ' Líklega hefir þetta athæfi forsetans átt að skoðast sem mótmæli gegn því, að þingmenn ljetu eyru erindi, sem fjallaði um „strálcskapinn á Alþingi". En aðferðin var slík, að þetta atvik eitt hefði rjettlætt nafn erindisins, þótt ekki hefði ann- að komið til. Menn hljóta að verða á- hyggjufullir um virðingu Al- þingis, þegar „vörður laga og siðgæðis“ gengur á undan um ó- þinglegt orðfæri, og sá maður, sem- skipar æðsta virðingarsæti þingsins, getur ekki látið sendi- brjef annara manna i friði. Kristslíkneski. Páfinn í Rómaborg hefir gef- ið kaþólsku kirkjunni nýju líkneski eitt, forkunnar fagurt, af Jesú Kristi. Líkneski þetta er nýlega komið hingað til lands og verður á sínum tíma sett í kaþólsku kirkjuna á veglegasta stað. Líkneskið er skorið út í sedrus trje með afburða hagleik og málað eðlilegum og fögrum lit- um. — Ofan á sjálfum fótstalli myndar þessarar er jarðar- hnötturinn — svífandi í geimn- um að þvi er virðast — og studdir af englum, 5 að tölu. Andlit þeirra, ,sem virðist koma fram úr skýjum himins, eru barnsleg ásýndum og svo fögur og lifandi, að unun er á að horfa, og er sitt með hverj- um svip. — Skáhalt yfir hnött- inn, eins og utan um miðbaug hans, á hliðinni, sem fram snýr, eru kórónur logagyltar, einnig 5 að tölu, skornar i trjeð, en ofan á hnettinum stendur lik- neski Krists í fögrum skrúða, og ljómar ásjóna hans af tign oog göfgi, svo að naumast verð- SveitabíliD. 143 ei'u nothæfar til þess að herfa nýbrotið land: öiskaherfi, Hankmóherfi og Rúðólfsherfi1). Við alla uýræktun þarf því fyrst og fremst að vera völ á ein- hverju þessara herfa. Auk þess er nauðsynlegt að að hafa eitthvert rótherfi, sem hjálparherfi. Venju- legast og ódýrast er að nota fjaðraherfi til þess. Eigi herfingin að ganga hiklaust, verður að herfa með þremur hestum, eða jafnvel fjórum, eftir því hvaða herfi er notað. Minstu Rúðólfsherfin eru með 8 skera krossum. t>au eru fullur dráttur fyrir 3 O Búnaðarfjelag íslands mun á næsta vori láta gera sam- anburðartilraunir með herfi, og fæst þá vonandi frekari vit- neskia um nothæfi hinna mismunandi herfa, heldur' en feng- ISt h*fur að þessu. 144 hesta á góðu landi, og sje landið erfitt þarf 4 hesta fyrir þau. Hankmóherfi nr. 1 er drægt tveim- ur hestuin á mjög góðu landi, en venjulega verður að beita þrfemur hestum fyrir það. Hankmóherfi nr. 2 er þriggja til fjögra hesta dráttur. Af diska- herfum eru 8 diska herfi mest notuð; þau eru full- kominn þriggja hesta dráttur, og sje landið erfitt og verkinu eigi að miða rösklega, er ráðlegt að nota 4 54. mynd. Fjaðraherfi. hesta. Að sönnu mætti þá nota 10 diska herfi, en venjulega eru 8 diska herfin nothæfari. 6 diska herfi eru hæfileg fyrir tvo hesta á góðu landi, en sje landið erfitt borgar sig betur að beita þrernur hestum fyrir þau. Fram að þessu hefur verið erfitt að fá góð 6 diska herfi og vel útbúin. Diska- herfin ættu altaf að vera með framhjólum og stang- arlaus. Hæfileg fjaðraherfi eru herfi með 9—10 fjöðrum, fyrir þau þarf 2—3 hesta eftir ástæðum. Eins og bent hefir verið á hjer að framan, og al- 145 drei verður of oft sagt, er aðalgaldurinn við að vinna seigt land, að herfa á klaka. Plægja á haustin, og herfa að vetrinum og næsta vor. Venjulega er það þriðjungsmunur að vinna á þann hátt eða að herfa klakalaus flög. Stundum munar þó miklu meiru. Þetta er ein al' hinum auðsæustu sönnunum þess, að jarðvinslan á að vera heimilisstarf, sem unnið er á' rjettum og hentugum tíma, en ekki umferðavinna, , sem hvorki sætir stund nje lagi, og vinst þess vegna seint og illa. Það er ekki eingöngu á vorin að vel hentar að herfa á klaka. Fyrri hluta vetrar, og jafn- vél um háveturinn þiðnar oft nægilega mikið í flög- um til þess að herfa. Óðar og 3—4 þuml. eru þýðir ofan á klakanum á að bregða við og herfa. Það munar uin hvern þumlung sem máður er ofan af strengjahrjónunum. Þó að strengirnir verði ekki gegnskornir, munar það mestu hve flagið sljettist og verður greiðara umferðar þegar að því kemur að herfa það til fullnustu að vorinu. Þegar herfað er á ldaka, er fjaðraherfi notað jöfnum höndum við aðalherfið. Annars eru öll herfi nothæf til þess að herfa á klaka þótt þau vinni sama og ekkert á klaka- lausri jörð, t. d. gadda- og lappaherfi sem víða eru til. Starfið, að lierfa, er frekar verk en vandi. Það tjáir ekki að telja sporin. Oft virðist lítið vinnast við hverja umferð, sem farin er um flagið. En það sækj- ist þótt seint gangi og því betra sem meira líður á vinsluna. Aðallega verður að vinna með einhverju hinna þriggja fyrtöldu herfa og nota fjaðraherfið, við' og við, til jafna það sem losnar og mylst. Lögun flagsins ræður miklu um það, hvernig herfunum er

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.