Vörður

Tölublað

Vörður - 16.03.1929, Blaðsíða 3

Vörður - 16.03.1929, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 sr r L VORÐUR vikublað, kemur út á laugard. Útgefandi: Miðstjórn íhaldsflokksins. Ritstjóri: Árni Jónsson frá Múla, Hellusundi 6. — Sími 869. Gjaldkeri: Ásgeir Magnússon, Hrannarstíg 3. — Sími 1432. Afgreiðslan á Hrannarstíg 3, næsta hús vestan við Landa- kotsspítala. — Sími 1432. Verð 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júl Einstök tölublöð 15 au. 1 * J Æ við, en hefir ekkert mein af því haft. Nefndum rannsóknardómara hefir ekki veriS stefnt til á- byrgðar út af þessu, en þessi verkngður hans er mjög víta- verður. Einnig er það vítavert að sami dómari synjaði ákærða um léyfi til að ná prestsfundi ineðan hann var í gæsluhald- inu“. Þessi meðferð Magnúsar Torfasonar á gæslufanganum mun sem betur fer nolckuð ein- stæð nú á dögum, en þó er inælt að fleiri málsmeðferðir hans ltunni að orka tvímælis. Hjer á árunum þegar M. T. var sýslumaður á ísafirði var haft eftir honum: Guði sje lof að til er Hæstirjettur. — For- seti sameinaðs þings gleymir tæplega lofgerð sinn þessa dag- ana. Athugasemd I 10. tbl. Varðar, sem út kom 2. þ. m., stendur svohljóðandi klausa í grein með fyrirsögn- inni: „Síldareinkasalan“ „Því hefir ómótmælt verið haldið fram, að frá Siglufirði hafi verið flutt út síld undir fölskum merkjum, t. d. að tunna merkt stórsíld — hafi haft inni að halda óflokkaða síld“. Þessari ásökun mun vera beint að undirrituðum, sem i'al- ið var að hafa þar yfirumsjón með því, að verkun og flokkun síldar væri framkvæmt sam- kvæmt fyrirmælum Síldar- einkasölu íslands og þar að lút- andi reglugerð. Hún var borin fram á fundinum sem haldinn var í Varðarhúsinu 24. f. m. Henni var ekki mótmælt þar. ‘Ástæðan til þess að jeg ekki mótmælti þessari þungu ásökun þá, var sú, að jeg hjelt að hún hefði verið borin fram í athug- unarleysi. Skoðun mín um það, bygðist meðal annars á þvi, að ræðumaður talaði um að tunn- ur með smúsild hefðu verið fluttar út frá Siglufirði undir merkinu stórsíld, en hvorugt þessara merkja var notað s. I. sumar á Siglufirði, og þau eru heldur ekki til í reglugerðinni frá 6. júlí 1928. Jeg hjelt því, að þessi ásök- un mundi ekki verða tekin al- varlega. Jeg sje nú af hinni til- vitnuðu klausu að henni hefir verið trúað og nota þá jafn- framt tækifærið til þess, að mótmæla því, að flutt hafi ver- ið út síld frá Siglufirði á s. I. sumri undir fölsku merki. A hinum umrædda fundi 24. f. m. gat jeg þess að eftir að jeg hefði sjeð sölusainning ana °g hynt mjer reglugerðina frá 6. júlí 1928 um flokkun síldar- innar, hefði jeg ráðlagt fram- kvæmdastj ór unum og útflutn- ingsnefnd, að taka upp sjer- stakt merlci, til þess að koma í veg fyrir það að tunnurnar yi ðu merktar með merki, sem gæfi ranga hugmynd um inni- haldið. Að athuguðu máli var fallist á þessa uppástungu mína °g nierkið St. & H., ákveðið. Þetta var gert með fullri vitund ásamt meðfylg-jandi 8 jörð- um og aðliggjandi eyjum er til sölu og laust til ábúðar 14 maí næstk. Jörðinni fylgja ýms hlunnindi. Aðstaða er ágæt til útgerðar stærri og minni skipa. Á jörðinni eru mjög vönduð fjárhús fyrir um 650 fjár og hlöður fyrir alls um 2500 hesta. Allur núverandi búpeningur jarðarinnar, áhöld og innanstokksmunir gætu fylgt með í kaupunum. Makaskifti gætu komið til greina. Nánari upplýsingar gefur Thor Tliors, Grundarstíg 24. tveggja framkvæmdastjóranna, síldarkaupanda sem á staðnum. var — og jeg held mjer sje ó- hætt að segja meirihluta út- flutningsnefndar. Björn Lindal er í útflutnings- nefndinni og útflutningsnefnd var yfirboðari minn. Enginn umkvörtun barst mjer um það sem jeg nú er sakaður um með- an jeg var á Siglufirði. Ákæran kemur fyrst fram nú eftir að mestöll síldin er farin af landi burt og þar með útilokað að hægt sje að afsanna sakará- burðinn. Jeg kann ekki við þessa aðferð. Jeg held hún sje ekki sigurvænleg, en skoðanirn- ar eru skiftar um það eins og annað og er ekki um það að fást. Jón Bergsveinsson. Ritstjóri „Varðar“ hefir sent mjer framanritaðan greinar- stúf til athugunar. Er jeg hon- um þakklátur fyrir. Það mál, sem hjer ræðir um er miklu einfaldara en greinar- höfundurinn virðist halda. Hann getur algjörlega sparað sjer að rangfæra orð mín á Vai'ðarfundinum og lara í kringum ákvæði reglugjörð- arinnar um sildarflokkun og síldarmerkingu til þess að reyna að fegra sitt mál. Hafi jeg borið hann sökum, sem hann telur rangar, getur hann látið mig sæta ábyrgð fyrir þær, ef mjer tekst ekki að sanna mál mitt. Jafnframt verður þá litið svo á, að sak- leysi hans sje sannað. Það lítur út fyrir að síðasta bannvitf irringa-lögg j öf in haf i ruglað svo heila greinarhöfund- arins að hann telji það algilda lagareglu að sakborningur verði að sanna sakeysi sitt til þess að hreinsa sig af lognum sökum. En honuin til leiðbeiningar skal það tekið fram, að svo djúpt er þó ekki sokkið ennþá í íslenskri löggjöf, að þessi svivirðingar- blettur á henni sje orðinn að almennri grundvallarreglu lag- anna. Að lokum skal athygli grein- arhöfundarins vakin á því, að jeg hefi eklci sjerstaldega gef- ið honum sök á þeim misfell- um, sem- urðu á síldarflokkun og síldarmerkingu í Siglufirði síðastliðið sumar. Jeg hygg að nokkrir aðrir menn eigi meiri sök á þessu. Hans sök liggur einkum í því, að hann Ijet þessa menn taka af sjer ráðin í stað þess að halda á rjetti sínum og úrskurðarvaldi eins og lög stóðu til. p. t. Reykjavík 15. mars 1929. Björn Líndal. Alþingi. Frumvörp og þingsályktunar- tillögur. 27. Frv. um bæjarstjórn í Hafnarfirði. Fhn. B. Kristjánss. 28. Frv. um breytingar á fá- tækralögunum. Flm. Magnús Torfason og Jörundur Bryn- jólfsson. 29. Frv. um alþýðufræðslu á ísafirði. Flm. Har. Guðm. 30. Þál. um dýrtíðaruppbót embættismanna. Flm. Jón Bald- vinsson og Erl. Friðjónsson. 32. Þál. um útvarp Flm. Gunnar Sigurðsson. Afgreitt. 33. Frv. um dóm i vinnudeil- um. Flm. Jón Ól., Jör. Brynj., Lárus, Jón Sig. og Pj. Ott. 34. Þál. um rannsókn á hag og rekstri útgerðarinnar. Flm. jafnaðarmenn í Nd. sjerstaklega stungið í augum, cf komið hefur fram að „dóm- arinn“ hafi lagt of mikia á- herslu á að koma fram refsingu á hendur kærðum og hann sið- ar fundist sýkn saka af æðri dómstólum, sem hafa haft alt aðra afstöðu til þess að líta ó- hlutdrægt á málið, því ennþá gildir þó sú regla hjá hverju siðuðu þjóðfjelagi, að betra sje að 10 sekir sjeu sýknaðir, en að 1 saklaus sje dæmdur og það jafnvel þótt hann sje i andstöðu við ráðandi stjórn. — Hætta sú, sem liggur í því fyrir hvern einstalding þjóðfje- lagsins, að ákæruvaldinu sje misbeitt án vilja handhafa þess, hvað, þá heldur þegar það hcf- ur verið notað af ráðandi stjórnum i pólitisku hcfndar- skgni, eins og dæmi eru til hjá flestum þjóðum á niðurlæging- artímum, hefur orðið til þess, að gjörðar hafa verið sjerstalc- ar ráðstafanir til þess að fyrir- byggja að slíkt geti átt sjer stað. — Þessar ráðstafanir hafa verið fólgnar í því, að aðskilja með öllu ákæruvald og dómsvald og að tryggja sjálfstæði dómsvalds- ms, en auk þess með því að takmarka álcæruvald þeirra aðilja, sem reynslan hefur sýnt aÖ helst hefðu tilhneigingu til að misbeita því sem sje liinna póhtísku ráðhcrra. — Aðskilnaður ákæruvalds og domsvalds er nú kominn í framkvæmd hjá öllum siðuðum þjóðum og dómsathafnir í saka- málum opinberar. — Ákæru- valdið (lögregla, opinber ákær- andi og dómsmálaráðuneytið) verður að safna öllum gögnum til að sanna sekt sakbornings. Honum er þegar í byrjun máls- ins skipaður verjandi af dóm- stólunum, sem sjer um það með aðstoð þeirra, að hann sje engri rangsleitni beittur. — Loks ieggja dómstólarnir, sem ekki hafa neins annars en rjettlætis- ins að gæta, dóm á málið eftir framlögðum upplýsingum, sem þeir hafa ekki átt neinn þátt í því að útvega. — Til þess að forðast þá hættu að ákæruvaldið sje misnotað í pólitísku ofsóknarskyni af hálfu hinna pólitísku ráðherra, er því að miklu leyti kipt úr höndum þeirra og fengið í hend- ur sjerstökum opinberum ákær- anda. — Það þarf ekki að taka það fram, að í þá stöðu eru ekki valdir aðrir en allra merk- ustu lögfræðingar, sem njóta almanna traust fyrir rjettsýni, reynslu og kunnáttu og eru gjörsamlega lausir við alla pólitík og dægurþras. í höndum slikra manna ligg- ur meginþáttur ákæruvaldsins hjá erlendum siðmenningar- þjóðum og felst í því mikil trygging fyrir því, að þvi verði ekki misbeitt vegna vanþekk- ingar nje í ofsóknarskyni. Hj er á íslandi lifum vjer enn undir hinni úreltu sakamála- meðferð, sein fyr er lýst. — Að- al lagaboðin um þau efni eru frá 1796 og 1838. Einn besti, víðsýnasti og vitr- asli lögfræðingur, sem land þetta hefir alið, Jón sál. Magn- ússon, forsætisráðhel-ra, kom því til leiðar, er hann var orð- inn dómsmálaráðherra, að sldft- ing þessi yrði framkvæmd að nokkru leyti hjer í Reykjavík, — og var það gert með lögun- um frá 1917 um skifting bæjar- fógetaembættisins. Þótt sú skifting væri ekki eins gagnger og. æskilegt hefði verið var þó sýnilegt að hún var til bóta og það sem mest er um vert er það, að hún var spor í rjetta átt. -— Jeg lít engan veginn smáum augum á erf- iðleika þá, sem vegna fá- mennis og víðáttu neyða oss íslendinga til að búa við ástand, sem annarstaðar er tal- ið úrelt og dauðadæmt og er sárt að sjá það rjetta en verða að láta sitja við það gamla og úrelta vegna fámennis og fá- tæktar. En það þykir mjer hart, þeg- ar byrjað er á hinu rjelta hjá oss — þegar framsóknarbarátta „íhaldsmanna” hefur getað komið að nokkru leyti á fram- faragrundvöll máli, sem ekki er minna vert en sundurgreining ákæruvalds og dómsvalds, þá skuli svonefndur „framsóknar- flokkur“ láta það vera eitt af fyrstu verkum sínum, er hann með stuðningi „socíalista" nær meiri hluta á Alþingi, að eyði- leggja þessa tilraun og að kippa öllu í saina afturhaldshorfið og áður var. Jeg get þess í þessu samb., að þótt líkur sjeu til að svo sje, þá er varla hægt að hugsa sjer, að þessi breyting sje gerð til þess eins að bola pólitískum and- stæðing úr dómarasætinu í Reykjavík með formlega lög- legri heimild. — Að þetta sje sparnaðarráðstöfun er algjör- lega óframbærileg ástæða í slíku stórmáli, sem lijer er um að ræða, enda sýnir fjárlagafrum- varp það, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, að slíkt var fyrirsláttur einn. Nei, sannleikurinn er sá — þótt ótrúlegt sje —, að svo virð- ist, sem „gjörbreytingarmenn- irnir“: „framsóknar“flokkurinn og socialistar hafi að óyfirveg- uðu máli, látið teyma sig til þess að stemma stigu fýrir framfararskrefi í jafn stór- merku máli og þessu. — Það segir sig sjálft, að því betur sem búið cr um öryggi dómstólanna og því meir sem ákæruvaldið er dregið úr hönd- um þeirra manna, sem mest hætta er á að misbeiti því, þess víðtækara getur það verið án þess að það feli í sjer verulega hættu fyrir einstaldinga þjóð- fjelagsins. — Og vegna öryggis I þjóðfjelagsins verður það að vera talsvert víðtækt og er svo víðast hvar, enda gengið út frá því, að það sje ekki fengið í hendur óvitum, ofstopamönn- um, fúlmennum eða föntum. Hinsvegar krefst öryggi ein- staklinganna þess, að þetta vald sje að sama skapi takmarkað, sem á skortir aðhald að mis- beita þvi ekki. Hjer á landi er vald þetta eins ótakmarkað og frekast má verða í þjóðfjelagi er siðað vill kallast. Að vísu er nokkur trygging fyrir því í stjórnarskránni, að maður verði ekki heftur án þess mál hans lcomi fljútlega fyrir dómstólana. Þá eru og til lög um skaða-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.