Vörður

Tölublað

Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 3

Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 3
V ö R Ð U R 3 Ðestu timburkaupin gera menn ábyggilega hjá Hlutafjel. „Völundur“ Reykjavík. t>ar eru timburgæöin mest. Þar er timburverðið best. Timburfarmur nýkominn. Hnífsdalsmálið er nú búið að kosta ríkissjóð tugi þúsunda og ekki er sjeð hve mikið bætist við, og það versta og lubba- legasta er ef ekki er svo frá því gengið að hægt sje að taka það til dóms í Hæstarjetti, og fer þá skörin fyrst upp i bakk- ann ef til frekari rannsókna leiðir. Jeg fyrir mitt leyti hefi álitið að torsótt mundi að rann- sókn leiddi sektardóin í ljós í í því máli. Hefi talið það svo flókið og margþætt. Reyndar er nú fallinn i því sektardómur í hjeraði. En hvað rökstuddur hann er, er enn „ósjeð. Þá er Shell-málið sem nú er lolcs fallinn fullnaðardóinur í eftir þrálátar ofsóknir og taf- ir til að hafa það sem lengst með höndum, en alls árangurs- laust að því sem ljóst er, utan meiri kostnaðar fyrir ríkissjóð. Jeg hvorki nenni eða hef tima til að telja margt upp af öllum hryðjuverkum og glappa- skotum sem þessi stjórn hefur haft með höndum. En ef þú lest rækilega frá báðum hliðum þá sjerðu hve höllum fæti Jón- as, sem dómsmálaráðherra stendur í ofsóknannálum sín- um á pólitíska andstæðinga og hve langt liann leiðist í þeim efnum sjálfum sjer til minkun- ar og opinberunar á fáfræði í lögum og rjettarfari landsins. Athugaður alla þá fjárútláta- bagga sem þessi stjórn hefur sett upp á ríkissjóð með svo- nefndum — bitlingum. Erlendar frjettir. Dönsku kosningarnar. Atkvæðahlutföll flokkanna við kosningarnar dönsku eru nú orðin kunn. Varð sócíalistum mest ágengt því þeir juku at- kvæða tölu sína úr 497.106 at- kvæðum (við síðustu kosning- ar) í 590.415 atkvæði. Atkvæða- tala annara flokka var sem hjer segir, og er atkvæðatalan frá siðustu kosningum á undan sett á eftir, innan sviga: — Vinstrimenn 402.073 (378.137), hægrimenn 235.237 (275.693) og gerbótamenn 151.718 (150.- 931). Mistu hægrimenn 6 þing- sæti, eins og sagt hefir verið frá áður, en vinstrimenn þrjú, og eiga sennilega eftir að missa það fjórða, því fólksþingsmað- ur Færeyja, sem enn er ókjör- inn, mun tæplega fylla þeirra flokk heldur gerbótamanna. En sócialistar unnu 8 þingsæti og smáflokkurinn „Retsforbundet“ einn. Gierbótamenn auka einum við sinn þingflokk ef þeir fá Færeyjaþingmanninn, annars standa þeir í stað. Kosning þessi hefir að kalla eingöngu snúist um hermálin og afstöðu Dana til þeirra. í Danmörku er nú öflug friðar- hreyfing, og mönnum skilst bet- ur með hverju ári, að smáríki eins og Danmörku sje þýðing- arlaust að vera að verja miljón- um króna á ári hverju til hers og flota. Vinstrimenn vilja halda hernum í líku horfi og er, en hægrimenn vilja auka fjárframlög til hervarna. Sprakk á þessu samvinna flokkanna, og vinstrimenn urðu einir þeg- ar kom til atkvæðagreiðslu um fjárlögin, og fengu því ekki af- greitt þau, en þá var eigi um annað að gera fyrir stjórnina en rjúfa þing, með tilliti til þessa máls. Hersinnar hafa beðið mikinn ósigur, en sá flokkurinn sem mest hefir beitt sjer fyrir afnámi hersins, tók á sitt borð 8 þingsæti til viðbót- ar þeim sem hann hafði áður. Og gerbótamenn, sem í flestu eru samþykkir sócíalistum um afnám vígbúnaðar, hjeldu velli. Nú hefir stjórn verið mynd- uð og tóku jafnaðarmenn í hana þrjá fulltrúa gerbótamanna. Er þetta í sjálfu sjer viðurkenning fyrir því, að hið sameiginlega áhugamál þessara 2ja flokka, afnám liersins og skipun fá- menns landsvarnarliðs í hans stað eigi að verða aðal mál stjórnarinnar. Eru því allar horfur á, að Danmörk verði fyrst allra ríkja til afvopnunar, sem allir þrá i orði en færri á borði. Byltingatilraun í Rúmeníu. Siðan stjórnarskiftin urðu í Rúmeniu í vetur, eftir hina löngu og ströngu stjórn Jon- escu-bræðranna, hefir verið ó- róasamt þar í landi. Við tóle eftir stjórnarskiftin áhugasöm og viðsýn umbótastjórn undir forustu Maniu. En hún á ekki upp á háborðið hjá hernaðar- sinnum. Fyrir nokkru varð uppvíst um, að ýmsir menn æðri og lægri stjetta hersins höfðu gert samsæri til að steypa stjórninni af stóli og koma á einvaldsstjórn í landinu. Átti byltingin að fara frain 9. maí. En alt komst upp, og hefir stjórninni tekist að kæfa þetta tilræði í fæðingunni. Merkilegt heimsflug. íslensk blöð hafa flutt fregn- ir af því, að Ameríkumaður einn hafi í hyggju, að fljúga kringum hnöttinn án þess að lenda. Hafa þetta verið talin gífuryrði ein, með því að al- kunnugt er, að engin flugvjel hefir enn verið srníðuð, er bor- ið geti eldsneyti til svo íangrar ferðar. Nú hafa kornið nánari fregnir af þessum áformum, og sjest þar, að tilætlunin er að fylla bensín á vjelina fljúgandi, frá öðrum vjelum, við og við. Maðurinn sem stýrir þessari för, heitir A. C. Goebel, og er frægur flugmaður; m. a. varð hann fyrstur manna til þess að fljúga frá Aineríku til Hawaj, í hittifyrra. Goebel gerir ráð fyrir að flug- leiðin kringum hnöttinn verði um 40 þúsund kílómetra löng. Liggur hún yfir ísland. Vjelin sem hann hefir valið sjer til ferðarinnar heitir „Question Mark“ og hefir um 120 km. hraða á klukkustund. Gerir Goehel því ráð fyrir, að flugið taki um 300 klukkustundir, eða um 12 sólarhringa. Ef honum tekst þetta kemst hann kring- um hnöttinn á hálfu styttri tima en nokkur maður hefir komist áður. Sá maður sem fljótastur hefir verið í þeirri ferð er Henry Mears, og með honum var C. B. D. Collyer. Voru þeir rúma 23 sólarhringa á leiðinni. Goebel leggur upp frá bænum Wichita í Kansas, og flýgur austur, fyrst yfir Canada og Grænland en þaðan til íslands. En hvenær hann leggur upp er ekki ráðið enn, því hann ligg- ur sem stendur sjúkur á spítala í Kaliforníu. Nijtt heimskautsferðalag. Þeir sem muna eftir heim- skautaleiðangrum Peary’s, sem lauk með því, að hann varð tal- inn fyrsti maður, er stigið hefði fæti sínuin á norðurheimskaut- ið, minnast sjálfsagt manns, sem heitir Robert Bartlett. Hann var sjálfur landkönnuð- ur, og var skipstjóri skútunn- ar, sem flutti Peary svo langt áleiðis norður, sem komist varð með skipi. Nú ætlar Bartlett, sem enn er í fullu fjöri, að leggja upp í heimskautsleiðangur. Hann trú- ir á kenningar Friðþjófs Nan- sen og Roalds Amundsens um, að takast megi að sigla skipi jnni í heimskautsísinn og láta berast með honum yfir norður- skautið. Bartlett ætlar að leggja upp frá Seattle, á vesturströnd Norð- ur-Ameríku og sigla skipi sínu norður um Behringssund og leggja þar í isinn. Býst hann við, að skipið berist á tveim- ur árum suður í Atlantshaf, eftir að hafa rekið yfir heims- skautið, og að þessi ferð taki ekki nema tvö ár. Gerir hann ráð fyrir að komast að landi aftur annaðhvort á Svalbarða eða Austur-Grænlandi. — Skút- an sem hann hefir valið sjer verður með hreyfli og áhöfnin 10 manns. Tvær flugvjelar ætl- ar hann að hafa með sjer og nota þær, ef hann hittir á góða flugvelli i isunum. Vatnsafl og atvinnulegsi. í Noregi hefir úrkoma verið svo lítil í vetur og vor, að ýms- ar verksmiðjur, sem byggja til- veru sína á vatnsafli, hafa orð- ið að hætta störfum og segja verkamönnum upp vinnu, vegna þess að rekstursaflið vantaði. í nýjum blöðum norskum má sjá, að orkufrekasta iðjuver Norðmanna, stöðvar Norsk Hyd- ro við Rjúkanda hafa orðið að spara við sig aflgjöfina, því að uppistöðuvatn þeirra, Mossjöen, sem er eitt af stærstu uppistöð- um heimsins, var nálega þrotið. En þó Norsk Hydro verði að stöðva alla vinnu um mánaða- skeið, er það hvergi nærri eins afdrifaríkt fyrir þjóðina og ann- að, sem af vatnsleysinu getur leitt. Skógarhögg er einn af stærstu atvinnuvegum Norð- manna, en sem kunnugt er, eru árnar látnar fleyta viðnum til sjávar í vorleysingunum. En nú eru engar vorleysingar, af þeirri einföldu ástæðu, að snjór hef- ir óvíða fallið í Noregi i vetur. Og má því búast við, að timbrið sem felt var í skóginum í vét- ur verði að biða næsta árs til þess að fá „leiði“ til sjávar. En af því leiðir aftur hitt, að timburverksiniðjurnar vantar hráefni, framleiðsla þeirra stöðvast og verkamennirnir verða atvinnulausir. Tíðarfarið er ekki þýðingarlaust fyrir iðn- aðinn siður en fyrir atvinnu- vegi íslendinga. Kommúnistaupphlaup i Berlin. Hinn fyrsta maí fór fram kröfuganga í Berlin — eins og í öllum höfuðborgum Evrópu, sem við þingræði eiga að búa — nema Reykjavík. Voru það ofsafengnustu menn sócíalism- ans sem að þeirri göngu stóðu, menn sém telja ástandið í Rúss- landi bestu fyrirmyndina að framtíðarskipulagi þjóðanna. Lenti þeim saman við lögreglu borgarinnar og kom brátt í Ijós, að þessir „forsvarar öreiganna" liöfðu vopn í fórum sinum, og hikuðu ekki við að nota þau. Sló brátt í orustu milli þeirra og lögreglunnar og hjeldust vopnaviðskifti í nokkra daga, áður en borgin yrði friðuð aftur. Beindist æði kommúnistanna eigi hvað sist að hægfara sócial- istum, og var gerð atlaga að húsi því, sem blaðið „Vor- warts“ hefir prentsmiðju sina og skrifstofur í. Fjöldi manna týndi lífi í viðureign kommún- ista og lögreglunnar, flest al- saklaust fólk, sem ýmist hafði ekki lesið bann lögreglustjór- ans við umferð í ákveðnum strætum, eða talið áhættulaust að óhlýðnast þvi. — Um 2000 kommúnistar voru leknir fastir og fangelsaðir eftir upphlaupið, en flestum þeirra var bráðlega slept aftur. En upphafsmenn ó- eirðanna bíða nú dóins síns. Flugferðir i Bretlandi. Bretar hafa um allmörg ár hald- ið uppi flugferðum til annara landa, og þá fyrst og fremst til Frakklands. Hinsvegar hefir fremur lítið verið um flug inn- anlands, og stafar það mest af því, að lendingarstaðir eru ó- viða til. Þó Bretar hafi allra þjóða bestar járnbrautarsam- göngur þykjast þeir þó ekki geta án flugsins verið og hefir því verið stofnað nýtt fjelag, er nefnist „National Flying Ser- vice“ til þess að halda uppi flugferðum innanlands. Þetta fjelag er nú um það bil að hefja starfsemi sina, og hefir fastar flugferðir frá London til Manchester, Liverpool, Bristol, Barmingham, Portsmouth, Ply- mouth, Blackpool, Leeds, Hull og Leith.-En auk þessara staða eru ákveðnar 74 nýjar flug- hafnir, sem nú er verið að gera, og þegar þeim er lokið, verður þjettriðið flugsainganganet yfir allar Bretlandseyjar. Verða smáar vélar notaðar á þessum samgönguleiðum og taxtinn fyr- ir þær er ákveðinn um 80 aura fyrir hvern floginn kílómeter. Það svarar til þess, að flugvjel- in kostaði rúmar þrjátíu krón- ur frá Reykjavílc til Þingvalla, og er það ekki hærra verð en borgað er fyrir bifreið sömu leið. Flug Ahrenbergs. Sænski liðsforinginn Ahren- berg gerir ráð fyrir að leggja upp i flug sitt um Island til Ameríku, í næsta mánuði. Flýg- ur hann frá Stokkhólmi í 36§ hestafla Junkervjel, beint til Bergen og þaðan áfram til Reykjavíkur. Ef ekkert verður að, ætlar hann sjer ekki að lenda í Bergen. Er 14 stunda flug með hans vjel frá Stokk- hólmi til Reykjavíkur i sæmi- legu veðri. Frá Reykjavík flýg- ur hann til Ivigtut i Grænlandi og þaðan til New York. Verði ekkert að á vesturleiðinni og gangi alt að óskum ætlar Ahrenberg sjer að fljúga aust- ur um haf aftur sömu leið. Er hann einn þeirra manna, sem telja að flugleiðir yfir Atlants- haf norðanvert eigi að sjálf- sögðu að liggja yfir ísland. — Bert Hassel, sem líka er Svíi, og reyndi flugið í fyrra, leggur nú upp að nýju i ár, með aðra vjel stórum betri en þá sem hann hafði síðast.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.